Dagur - 10.06.1998, Qupperneq 7

Dagur - 10.06.1998, Qupperneq 7
 MIDVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Viiistravor að ári? Um þessar mundir blasir örðugt verkefni við vinstrimönnum þessa lands. Ef það verkefni verður Ieyst með farsælum hætti er hins vegar von á góðu fyrir vinstrihreyfinguna á Islandi og um Ieið alla landsmenn. Bráðum verður nefnilega úr því skorið hvort vinstrimenn á Islandi geta náð málefnalegri samstöðu fyrir næstu kosningar og um leið Iagt grunninn að varanlegri samfylk- ingu í framtíðinni. Ef af henni yrði mætti búast við því að til yrði stór vinstriflokkur með sama kjörfylgi og Sjálfstæðisflokkur- inn. Eru Sjálfstæðismenn hræddir? Væntanlega ekki. Ef litið er til sögu seinastu áratuga má sjá að sameining vinstrimanna hefur oft verið á dagskrá áður án þess að skila neinum árangri. Lítum á nokkur dæmi úr sögu A-flokk- anna. Út umþúfur Árið 1938 klofnaði Alþýðuflokk- ur og gekk hluti hans til sam- starfs við Kommúnista í nýjum flokki, Sameiningarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum. Vinstri- flokkar voru áfram tveir. Síðar efldist Sósíalistaflokkurinn á kostnað Alþýðuflokksins, en ekki í þeim mæli að hægt væri að tala um að vinstrimenn stæðu sam- einaðir. Árið 1956 klofnaði Al- þýðuflokkurinn aftur og gengu nokkrir öflugir liðsmenn hans til Iiðs við Sósíalistaflokkinn í nýrri samfylkingu, Alþýðubandalag- inu. Kjörfylgi flokkanna breyttist lítið við það. Árin 1967-1969 klofnaði Al- þýðubandalagið og stofnaður var nýr flokkur, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, sem hafði sam- einingu vinstriflokkanna á dag- skrá. Sá flokkur var brátt úr sög- unni, en sumir forystumanna hans skutu síðar upp kollinum innan Alþýðuflokks. Staða vinstriflokkanna í heild breyttist lítið. Árið 1990 klofnaði Alþýðu- bandalagið í Reykjavík og hluti þess gekk til Iiðs við Alþýðuflokk- inn. Nýtt samfylkingarafl var stofnað, Nýr vettvangur. Eftir sem áður buðu jafn margir flokk- ar fram í Reykjavík og áður og Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta kosningasigur á seinni árum. Vinstrimenn komust ekki til valda í Reykjavík fyrr en farið var að beita öðrum aðferðum. Fyrir kosningar 1995 ldofnaði Alþýðuflokkur og stofnuð var ný stjórnmálahreyfing, Þjóðvaki. Enn var sameining vinstrimanna á dagskrá. Sögu þessa nýja stjórnmálaafls þarf ekki að rekja frekar, en það hefur nú gufað upp. Allar þessar sameiningartil- raunir hafa farið út um þúfur. I öllum tilvikum var aðferðin sú sama. Það var klofið til að sam- eina. Ljóst er að ef sama aðferð verður notuð nú verður árangur- inn ekki skárri. Ný hugsim Því miður hefur tónninn í ýms- um þeim sem sagst hafa verið „Á seinasta þingi lagði Aiþýðubandaiagið fram athyglisverðar hugmyndir í auðlindamálum, en Alþýðuflokksmenn létu sér fátt um finnast. Geta fiokkarnir náð sátt um þau mál, þar sem þeir eru þrátt fyrir allt sammála um ýmislegt?" spyr Sverrir m.a. í grein sinni. hlynntir sameiningu vinstri- manna verið þannig að ástæða er til að hafa áhyggjur. Til dæmis fögnuðu sumir því mjög þegar Kvennalistinn þríldofnaði í af- stöðu til samfylkingar. Það eru hins vegar slæmar fréttir fyrir Kvennalistann því að slagkraftur hans í samfylkingarviðræðum verður nú afar lítill. Enda réði ekki umhyggja fyrir Kvennalist- anum því að menn fögnuðu klofningi innan hans, heldur vonin um að önnur samtök myndu hagnast á kostnað listans og að fleiri flokkar myndu klofna í kjölfarið. Þannig hugsa þeir menn sem vilja kljúfa til að sam- eina, þvf miður. Nú er hins vegar von til þess að ný hugsun sé að ryðja sér til rúms í þessum efn- um. Fyrir skömmu skrifaði fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins athyglisverða grein í Morg- unblaðið þar sem hann hvatti vinstrimenn til að iáta málefnin ráða. Þar er að mínu viti sleginn sá tónn sem mun skipta sköpum á komandi sumri. Eins og Heimir Már bendir á er ástæða til að vinstrimenn gefi því ekki síður gaum sem samein- ar þá en hinu sem sundrar þeim. Það virðist vera ýmislegt. Má til dæmis nefna áherslur í félags-, húsnæðis- og verkalýðsmálum. Þar virðist stefna A-flokkanna fara saman. I menningarmálum ber ekki mikið á ágreiningi og á seinustu þingum hefur ekki bor- ið mikið á ágreiningi í heilbrigð- is- og tryggingamálum, enda þótt hann hafi vissulega verið til stað- ar fyrir nokkrum árum. Þá ættu flokkarnir einnig að geta samein- ast um að auka valddreifingu í stjórnkerfi landsins, enda þekkja menn vel afleiðingar þess að framkvæmdavald í þjóðfélaginu safnist á fáar hendur. Þessi sam- staða um félagslegar áherslur í helstu málum er kannski léttvæg að sumra áliti, en þegar nánar er að gáð boðar hún vatnaskil. A- flokkanir hafa ekki náð jafn vel saman í þessum málaflokkum sfðan 1946. Eiiu skilur margt flokkana að Hins vegar verður eklci fram hjá því litið að margt skilur enn flokkana að. Það er áhyggju-efni þeirra sem vilja að vinstrimenn sameinist hve tregir margir tals- menn sameiningar í báðum flokkum hafa verið til að ræða þau mál. Sumir hafa jafnvel látið eins og að enginn ágreiningur sé um neitt. En samfylking Hnstri- manna verður ekki trúverðugur valkostur í næstu kosningum ef menn ætla að gera Ihaldinu það til geðs að hafa óljósa og þoku- kennda stefnu í mikilvægum málum. Ef þau eru ekki gerð upp gæti samfylkingin jafnvel sprungið f kosningaslagnum, því þá mun frambjóðendum ekki líð- ast að fara með skoðanir sfnar í felur. Nefna má nokkur dæmi um mál sem sameiningarmenn þurfa að gera upp: Alþýðuflokkurinn stóð að mik- illi skerðingu á kjörum náms- manna með breytingum á Iögum um Lánasjóðinn árið 1992. Hef- ur flokkurinn breytt um mennta- stefnu, eða hefur hann enn sömu stefnu og Sjálfstæðisflokk- urinn? Stefna Alþýðuflokksins í stór- iðjumálum hefur til þessa verið í meginatriðum samhljóða stefnu Finns Ingólfssonar. Seinustu misseri hafa þó sumir þingmenn flokksins breytt um áherslur í sínum málflutningi, eftir um- hverfisráðstefnuna í Kyoto. Hef- ur flokkurinn skipt um stefnu í þessum málaflokki? Ekkert hefur komið fram ný- lega sem bendir til annars en að Alþýðuflokkurinn hafi sömu við- horf til NATO og Halldór Ás- grímsson; að hér eigi áfram að vera herstöð, að hálendið eigi með reglulegu millibili að vera heræfingasvæði og að Islending- ar eigi að taka þátt í hernaðarað- gerðum á Balkanskaga. Undirrit- aður mun aldrei geta stutt flokk sem hefur slíka stefnu og veit ekki um marga Alþýðubanda- Iagsmenn sem geta það. Það væru a.m.k. stórtíðindi ef núver- andi formaður flokksins tæki slíkt í mál. Á seinasta þingi lagði Alþýðu- bandalagið fram athyglisverðar hugmyndir í auðlindamálum, en Alþýðuflokksmenn létu sér fátt um finnast. Geta flokkarnir náð sátt um þau mál, þar sem þeir eru þrátt fyrir allt sammála um ýmislegt? Það er ljóst af umræðu sein- ustu mánaða að ýmsir eru hræddir við að ræða málefni í tengslum við samfylkingu vinstrimanna. Þeim sem helja máls á slíku eru þegar í stað álitnir á móti framtakinu, eins og að öll málefnaumræða hljóti sjálfkrafa að skaða sameining- una. Þetta er hins vegar mis- skilningur. Það skaðar umræðu um þessi mál meira ef hún á fyrst og fremst að snúast um tæknileg atriði, eins og tilhögun framboðs í næstu kosningum, eða um einstaka forystumenn, sama hversu hæfir þeir einstak- lingar annars kunna að vera. Sameining vinstrimanna er of mikilvæg til að snúast upp í slík- an leik. Talað af heilindum Á undanförnum mánuðum hef ég fylgst með málflutningi ýmsra forystu- og flokksmanna í AI- þýðuflokknum og get ekki annað sagt en að hann lofi góðu. Þar er greinilega talað af heilindum. Af þingmönnum flokksins má þar einkum nefna Ágúst Einarsson. Það sem einkum getur sam- einað flokkana eru viðhorfin til almannahags og þau fara að ýmsu leyti saman, það er æ bet- ur að koma í ljós. Flokkar sem lengi hafa verið aðskildir munu ekki getað náð samstöðu um allt, það er ekki einu sinni hægt í ein- um flokki. Málefnalegur Hðræð- ur um það sem sameinar okkur og það sem skilur okkur að geta hins vegar ekki leitt annað en gott af sér. Til mikils er að vinna og því er rétt að vanda sig. Það er ljóst að af sameiningu vinstrimanna í einum flokki get- ur orðið, ef menn eru reiðubún- ir til að læra af sögunni og vinna málefnavinnuna vel. Það er til lítils að tala um lestir sem séu komnar af stað og verði ekki beygðar af leið, ef sú leið liggur einungis í hringi. Þau víti ættu menn að þekkja nógu vel til að varast þau. Markmiðið er að sameina alla vinstrimenn, því að nóg er komið af klofningi. SVERRIR JAKOBSSON sagnfræðingur og miðstjórnarmaður Alþýðubandalagsins, skrifar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.