Dagur - 27.06.1998, Page 8

Dagur - 27.06.1998, Page 8
2é-LAUGAKDAGUR 27. J Ú1V / 199 8 Ttoptr LÍFID t LANDINU L tröll eigaþóýmis- legt sameiginlegt með mennskum. Draugargeta til dæmis verið með tækjadellu en skessurvilja hafa sína menn vel vaxna niður. Fyrir tveimur árum stofnaði Hreinn heit- inn Erlendsson sagnfræðingur ásamt fé- lögum sínum hið stórmerka Drauga- og tröllaskoðunarfélag Evrópu (D.T.E.)- Þótti Hreini bagalegt hversu lítil viðkoma drauga og trölla var orðin í nútímasamfé- lagi. Þó þótti honum verst að fólk hefði ekki Iengur skoðun á þessum málum og við það gætu draugar og tröll dáið út. Hreini til heiðurs var haldin Drauga- trölla- og skrímslaráðstefna í Skálholti síðastliðinn laugardag. Ráðstefnugestir voru á öllum aldri og af mismunandi þjóðerni og ekki er ólíklegt að meðal vor hafi einhverjir verið annars heims en þess sem við þekkjum í hversdeginum. Samkoma þessi var haldin í samráði við ferðamálafulltrúa uppsveita Arnessýslu, Ásborgu Arnþórsdóttur, en nýleg stefnu- mótun í ferðaþjónustu svæðisins kveður á um að draga fram gamlar sagnir og tengja þær við staðhætti. Draugaráðstefnan ásamt Eyvindar og Hölluráðstefnunni sem nýlega var haldin á Flúðum, eru því fyrstu skrefin í þessa átt. Ræna maiiiii og endurmóta Þorfinnur „Trölli" Skúlason steig næstur á stokk og baðst velvirðingar á að líkams- burðir hans féllu ekki nógu vel að viður- nefninu, enda maðurinn lítt tröllslegur á velli. En það kom ekki að sök því hann var þeim mun betur að sér í tröllafræð- um. Hann sagði okkur nokkrar magnaðar tröllasögur m.a af tröllkonum sem ræna manni til að gagnast sér til kynmaka og toga hann og teygja á alla kanta til að endurmóta hann í sinni mynd. Eftir slík- ar samfarir eru menn ýmist geðveikir eða dauðir svo kynmök við tröllkonur hafa ekki talist eftirsóknarverð. Mjóaljarðar- skessan var einnig hið mesta flagð sem Iokkaði til sín presta og át þá. Svo var það hún Jóra í Jórukleif sem var efnileg en nokkuð skapstór stúlka í Árnessýslu. I einu æðinu sem á hana rann missti hún sitt mennska fas og varð að trölli. Hún tók sér bólfestu í Henglinum, þar sem hún sat fýrir ferðamönnum, limlesti þá og myrti. Ásborg ferðamálafulltrúi tók upp hanskann fyrir Jóru og sagði hana merkan brautryðjanda á sínu sviði, því hún hefði verið fyrsti alvöru ferðaþjón- ustubóndinn sem bókstaflega lifði á ferðamönnum. Þorfinnur skoðaði sögurnar táknrænt og sagði tröllin standa fyrir þá þætti í mannlegu fari sem brjóta gegn reglu og stöðugleika: Óheft kynlíf, óhóflegt át og drápsfysn. „Trölli" lokaði síðan erindi sínu með ágætri áminningu til ráðstefnugesta: „Þó náttúran sé lamin með lurk, þá leitar hún út um síðir.“ Eyvindur Eriendsson og Eva María Jónsdóttir lesa saman færeyska tröllasögu. mvndir: kristín heiða Kristín Heiða Kristinsdóttir skrifar ljúfurinn ljúfi! Drauga og tröll þekkja allirúr sögubókunum en færri afeigin raun. Draugarog og nýta frekar þennan þátt í menningar- arfinum. T.d hefur Fljótsdælingum reynst það vel að halda sögum um Lagar- fljótsorminn á lofti til að laða að ferða- menn. Það eru dæmi um allan heim þar sem vel hefur tekist til með svona fram- kvæmd, t.d veltir hið fræga Loch-Ness skrímsli milljónum árlega á sínu heima- svæði. Ráðstefnugestir við Þursabergskletta. Eva María heiðursfélagi Þór Vigfússon einn af stofnfélögum D.T.E. setti samkomuna og minntist Hreins sem bæði var svo skarpskyggn og framsýnn að eyða í það síðustu árum sinnar hefðbundnu jarðvistar að stofna félag þar sem hann strikast ekki út af fé- lagaskrá þó að hann sé jarðsunginn. Síð- an útnefndi Þór heiðursdoktor félagsins, Evu Maríu Jónsdóttur, bæði fyrir ágæt kynningarstörf hennar í þágu félagsins en ekki síður til að ná henni inn í félagið. Upphafsþáttur dagskrárinnar var svo að hlusta á brot úr útvarpsviðtali sem Eva átti við Hrein á síðasta ári. Hreinn var því heyrður á þessari ráðstefnu eins og hugur hans stóð til. I þakkarorðum sínum sagð- ist Eva sátt við að vera á þennan hátt inn- limuð í félagið og viss um að það ætti eft- ir að hafa töluverð áhrif á framhaldslíf sitt. Hún lagði áherslu á nauðsyn þess að draga úr einhliða hræðsluáróðri við drauga og tröll, þetta væru viðkvæmar persónur sem betra væri að víkja að með spekt en offorsi. Farsælast væri að sýna draugum hlýleika, þá mætti gjarnan hafa af þeim gagn og jafnvel fróðleik. Eva beindi orðum sínum til þeirra sem höfðu sæmt hana heiðursdoktorstitlinum og gerði orð Hallgerðar tröllskessu í BláTjalli að sínum, þar sem hún kveður Ólaf Ey- firðing í klökkva þakldætis fyrir sýnda kurteisi: „Kvaddi mig enginn svo forðum og farðu nú vel, ljúfurinn ljúfi.“ Skrímsli eru oft vitameinlaus Þar sem einn af stofnfélögum D.T.E var svo heppinn að sjá skrímsli í fyrra, þá þótti forvitnilegt að fá fræðslu um slík fyrir- bæri frá mesta skrímslafræðingi landsins, sjálfum Þor- valdi Friðrikssyni. Þorvaldi þótti mikill heiður að fá að tala á þeim stað þar sem tíðni skrímsla er hvað mest á landinu og ekki var verra að skrímslafræðin reis einmitt hæst með Gísla Oddssyni bisk- upi sem sat í Skálholti á 17. öld, en hann var mikill skrímslaáhugamaður. Þorvaldur brá upp fróðlegum glærum með teikning- um eftir lýsingum sjónarvotta af skrímsl- um frá hinum ýmsu tímum. Skrímsli eru oft vitameinlaus og hafa gjarnan sést að leik líkt og börn en þau hafa einnig brotið heilu bæina í mél. Þessara fyrirbæra varð ekki aðeins vart á íslandi í fyrndinni eins og svo margir halda, því þó nokkur fjöldi er af núlifandi sjónarvottum. En margir fara hljótt með reynslu sína af skrímslum, þar sem þeir mæta ekki miklum skilningi. Fyrir aðeins 14 árum sáu t.d tvær ijúpna- skyttur við Kleifarvatn dularfullar skepn- ur að Ieik í vatninu, sem hugsanlega voru nykrar. Mennirnir sögðu frá þessu en dauðsáu eftir því, því svo var hæðst að þeim fyrir vikið að þeir hafa vart borið sitt barr síðan. Þórbergur Þórðarson rithöfund- ur var mikill skrímsla- fræðingur og kvartaði einmitt sáran undan þessari raunhyggju sem varð stundum til þess að fólk trúði ekki því sem það sá. Þorvaldur sagði þetta enn í dag vera mjög bagalegt fyrir fræðigreinina, menn sjá skrímsli en segja svo að þeir hafi séð eitt- hvað annað, til að verða ekki að athlægi. Einnig er þetta oft afgreitt sem missýn. En íslendingar hafa loks gert sér grein fyrir gildi þess að Iáta af þessari afneitun Vinnur að draugakorti Bjarni Harðarson steig næstur í pontu og til að vera málsmetandi á samkomu sem þessari þá rakti hann ættir sínar til Guð- rúnar sem dó snemma á síðustu öld og hefur fram á okkar dag verið með skæðari draugum í Rangárþingi. Bjarni vinnur að gerð drauga- og for- ynjukorts af Suðurlandi og gerði okkur grein fyrir tilgangi slíks verks: Tími væri kominn til að færa sögurnar sem við Is- Iendigar erum svo stolt af, úr kyrrstöðu bóka uppi í hiilu og tengja þær við landið á áþreifanlegan hátt. Með kortlagning- unni öðlast hversdagslegustu hólar og hæðir þannig nýtt líf í sunnudagsbíltúr landans og erlendi ferðamaðurinn sem þyrstir meira í eitthvað sérislenskt en hamborgara og franskar, fær svalað þorsta sínum út um mýrar og móa. En tilgangurinn er ekki síður að bjarga menningarverðmætum, og ekki seinna vænna, því æ erfiðara verður að staðsetja söguslóðir sem þessar eftir því sem lengri tími líður. Því miður hefur landinu víða verið umturnað og hafa nykurtjarnir t.d verið ræstar fram og ekki gat Bjarni hugs- að sér verra hlutskipti en að vera nykur í slíkri tjörn! Jón Loðhattur í Svíþjóð Því næst var ráðstefnugestum smalað út í Tröllkonurræna manni til kynmaka. Eftir slíkar sam- farir eru menn ýmist geð- veikireða dauðirsvo kyn- mök við tröllkonurhafa ekki talist eftirsóknarverð.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.