Dagur - 27.06.1998, Qupperneq 9
Oí^ur_
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 - 25
Við sýruker Bergþórs risa. Enn í dag er samviskusamlega séð til þess að sýrukerið sé alltaf fullt afsýru eins og Bergþór sagði til um þegar hann átti leið um bæjarhlaðið og baðst drykkjar. Á meðan
bóndi fór og gerði honum drykk pjakkaði Bergþór sýrukerið i bergið með stafsínum.
rútu og haldið í vettvangsferð á tvo staði í
nágrenninu sem tengjast gömlum sögn-
um. Arnór Karlsson fræddi okkur skörug-
lega um það sem fyrir augu bar á Ieiðinni
og sáum við m.a. hvar Jóni Gerrekssyni
var drekkt. Ekki hafði Jón látið á sér
kræla á þessum slóðum eftir þá meðferð
en fullyrt var að hann gengi aftur í ein-
hverju sloti í Svíþjóð, undir nafninu Jón
Loðhattur. Halldór á Litla-Fljóti beið
með göngustafinn við heimreið sína og
slóst í för með okkur til Þursabergskletta
í Reykholti. Af hans vörum fengum við
frábæra heimamannsleiðsögn þar sem
hann sýndi okkur álfakirkju sem sagan
segir að hafi opnast tveimur unglingspilt-
um snemma á 19. öld. Sáu þeir langt inn
í kirkjuna og barst þaðan sálmasöngur
álfa. Ekki vildu álfarnir lúka upp dyrum
sínum fyrir okkur nútímamönnunum en
miklar spekúlasjónir spunnust þarna í
klettaborginni:
Hvers vegna hafa álfar gengið kristin-
dómnum á hönd þegar hann bannar álfa?
Hafa þeir einhverja aðra útgáfu af
kristni en menn? Hvenær var þá kristni-
taka álfa og hvenær á að halda upp á
hana? Eru þeir kannski katólskir eða trúa
þeir á Trójumannasögu?
Pjakkaöi sýruker í bergið
Héldum við svo sem leið lá yfír í ey'stri
Tunguna til að betja augum sýruker
Bergþórs risa, en það stendur í landi
Bergsstaða. Bergsstaðabændur tóku eink-
ar vel á móti okkur en þeir stunda mann-
ræktarbúskap sem aðallega felst í trjá-
rækt og hrossarækt. Við sýrukerið hélt
Einar Sæmundssen tölu um Bergþór risa
sem bjó í Bláfelli, og mátti af orðum hans
ráða hversu mikla virðingu heimamenn
bera fyrir tröllinu. Enn þann dag í dag er
samviskusamlega séð til þess að sýrukerið
sé alltaf fullt af sýru eins og Bergþór
sagði til um, þegar hann forðum átti Ieið
þarna um bæjarhlaðið og baðst drykkjar.
A meðan þáverandi bóndi fór og gerði
honum drykk, pjakkaði Bergþór sýrukerið
f bergið með staf sínum. Er það mjög
haglega gert og engin smásmíði, enda
rúmar það 50 Iítra af sýru. I kveðjuskyni
buðu Bergsstaðabændur okkur svo að
bragða á miðinum og þótti gestum mis-
gott en Iétu sig þó hafa það. þó ekki væri
nema til að heiðra minningu Bergþórs.
Svo stór var Bergþór og rammur að afli
að Hjalti Úrsus og hans líkar verða eins
og seinþroska fermingastrákar við hlið
hans.
Þegar aftur var komið í Skálholt var
haldið til kirkju og Hilmar Örn organisti
staðarins settist við
pípuorgelið og flutti
fyrir okkur sérdeilis
draugalegt tónverk til
að undirstrika
stemmningu dagsins:
Fantasía í G-moll eftir
Bach ómaði um kirkj-
una sem fylltist af
tónskröttum.
Kvöldverðurinn tón-
aði einnig svo sannar-
lega vel við viðfangs-
efni ráðstefnunnar,
þar var m.a boðið upp
á drekablóð, ógnvalda
undirdjúpanna í
draugasósu sem og
geimveruleggi. Allt var
þetta hið mesta lostæti og undir borð-
haldinu nutum við fjölbreytilegrar dag-
skrár. Kristján Valur rektor staðarins
flutti Snæfoksstaðarímu Páls á Hjálms-
stöðum, en með þeirri rímu tókst Páli að
þagga niður þann landsfræga draugagang
á Snæfoksstöðum sem hafði lengi verið
ill niður-kveðanlegur.
Þagnarskrímsllð og Talskrlmslið
Eyvindur Erlendsson las upp mergjaða
færeyska tröllasögu á
frummálinu, með
dyggri aðstoð Evu
Maríu, hins nýkjörna
heiðursdoktors. Saga
þessi er engin barna-
gæla, því þar drekka
rammir risar ótæpi-
lega heimabruggaðan
mjöð og brýst að lok-
um út bardagi millum
trölla og manna með
fremur ósnoturlegum
afleiðingum: Augu
liggja gjarnan út á
kinn og innyfli eru
fumlaust rifin út úr
skessum. Lesturinn
var tilþrifamikill og
höfðu ráðstefnugestir hina mestu
skemmtan af.
Elísabet Jökulsdóttir skáld vék að
skrímslinu í okkur sjálfum og tók fyrir tvö
algeng skrfmsli sem flestir þekkja úr eigin
lífi, Þagnarskrímslið og Talskrímslið. Hið
fyrrnefnda bærir oft á sér í nánum sam-
böndum og verður þess stundum vart við
eldhúsborðið í heimahúsum. Það er út-
smogið í svipbrigðum og illmögulegt er að
vekja það upp úr þögninni. Talskrímslið
hakkar aftur á móti gjarnan í sig augna-
blikið með því að tala það f kaf. Tal-
skrímsli eru mjög algeng meðal stjórn-
málamanna. Skáldkonan fékk Eyvind sér
til aðstoðar við að Ieiklesa brot úr verki
eftir sjálfa sig, þar sem ein aðalpersónan
er einmitt skrímsli.
Tóbaksnautnaseggur og stríðinn
tækj adellu dr augur
Ekki var hægt að halda ráðstefnu f nafni
D.T.E. án þess að víkja að sjálfum Kamp-
holtsmóra, en hann hefur leikið lykilhlut-
verk í félaginu og er frægastur allra
drauga á Suðurlandi. Þessi dæmalausi
móri hefur verið viðfangsefni Páls Lýðs-
sonar bónda í 30 ár, svo hann fór létt
með að rekja sögu hans og uppátæki.
Móri er tóbaksnautnaseggur og einkar
veikur fyrir vélum og hverskonar tækni.
Bílar hafa átt hug hans allan en nú sækir
hann orðið mikið í tölvur. Hann á það til
að vera stríðinn en það er oftar en ekki í
þeim tilgangi einum að minna á tilvist
sína. T.d hafði hann daginn fyrir ráð-
stefnuna hrært eitthvað í tölvunni hjá
Ásborgu ferðamálafulltrúa sem og skáld-
inu Elísabetu. En Kampholtsmóri á sínar
góðu hliðar og barg hann t.d. lífi eins
stofnfélaga D.T.E. fyrir 34 árum og sum-
um hefur reynst vel að heita á hann á ög-
urstundu.
Að lokum var orðið laust og kom þá
ýmislegt fróðlegt fram. M.a. var sögð
saga af karli sem þurfti að glíma við
tröllskessu sem sótti stíft eftir kynmök-
um við hann. Hann brá á það ráð að
viðra sköp sín framan í skessuna, sem
fussaði og sveiaði og hafði sig á brott
þegar hún sá hversu dapurlega hann var
væánn niður. Af þessari sögu var dregin
sú ályktun að tröllskessur væru ekki
sama sinnis og mennskar kynsystur
þeirra, samanber niðurstöður úr nýlegri
og margumræddri kynlífskönnun meðal
íslenskra kvenna. Stærðin skiptir öllu
máli hjá tröllskessunum, þær standa
nautsterkar saman og láta ekki bjóða sér
hvað sem er í þeiin efnum!
Leiðsögumennirnir Arnór Karlsson, fremst á myndinni, og Halldór á Litla-Fljóti bera saman bækur
sínar. Gestir fylgjast með.
Skrímsli eru oft vitamein-
laus og hafa gjaman sést
að leik líkt og böm en þau
hafa einnig brotið heilu
bæina í mél. Þessara
fyrírbæra varð ekki aðeins
vart á íslandi ífymdinni
eins og margirhalda.