Dagur - 27.06.1998, Qupperneq 10

Dagur - 27.06.1998, Qupperneq 10
26l - UAWG ÁRD A G UH 21. fÚXÍ. 19 9 8i TfMytr LÍFIÐ í LANDINU Uppfinningamaður- inn Steinn Sigurðsson hannarjeppa, smíðar snjósleða ogjinnur upp nýjungarjyrir ryksugur. Allt í einni lítilli kompu inn af eldhúsinu. „Tíu ára gamall smíðaði ég mér kerrubíla með mótor. 15 ára smíð- aði ég kerrubíl með mótor, gír- kassa og bremsum og var með lögguna á hælunum alla daga,“ segir Steinn Sigurðsson uppfinn- ingamaður. „Eg er með dellu fyrir nýjum hlutum. Ég er alltaf að teikna hluti. Teikningin sem ég teiknaði í gær er ekki nógu góð, sú sem ég er að teikna í dag er betri. Ég er aldrei ánægður, alltaf að reyna að ná einhverju takmarki framundan. Ég set djassspólu í tældð, stilli hátt til að koma mér í stuð, eins og maður segir, og svo fer ég að teikna.“ Sjálfmenntaður bilahönnuður Steini skaut upp á stjörnuhimin- inn nýlega þegar nýi jeppinn hans, XTRÉMER, var kynntur en hann er fyrsti íslenski jeppinn í fram- Ieiðslu og sölu hér á landi og er- lendis. En þó að jeppinn hafi vak- ið athygli fólks eru þeir fáir sem vita hver uppfinningamaðurinn og hönnuðurinn á bak við jeppann er. Steinn Sigurðsson hefur hann- að ótal hluti, meðal annars stór- merkar uppfinningar (yrir ryksug- ur sem hann hefur einkaleyfi á og verður vonandi farið að framleiða og selja erlendis á næsta ári. Steinn er alinn upp í Reykjavík og á ekki langt að sækja tækni- áhugann. Faðir hans var járnsmið- ur og starfaði lengi hjá Héðni, gerði skúlptúra, fór síðan út í framleiðslu á iðnaðarvörum. Steinn er skriftvélavirki að mennt en var sölustjóri hjá Bílaborg í 17 ár og kynntist þá innflutningi og bílaviðskiptum erlendis en byrjaði með eigin hönnun og uppfinning- ar þegar fyrirtældð varð gjaldþrota fyrir nokkrum árum. Hann er sjálfmenntaður á því sviði og vinn- ur að hönnunarverkum sínum heima, í eins fermetra kompu inn af eldhúsinu. „Ég er væntanlega latur að eðl- isfari og fljótur að gera mér hlut- ina einfaldari." Framleiðendur eru íhaldssamir Þegar Bílaborg hætti starfsemi árið 1990 ákvað Steinn að reyna að skapa sér vinnu sjálfur. Hann fann upp hraðhrífuna, hrífu á hjólum, sem auðveldar garðverk- in. Hrífan hefur þegar verið nokk- ur ár í framleiðslu og sölu. Hann hefur einnig hannað og fundið upp „visio vac“-ið og hefur lagt í mikinn kostnað til að fá einkaleyfi „75 ára smíðaði ég kerrubíl með mótor, gírkassa og bremsum og var með lögguna á hælunum alla daga.“ Kynnti 20 hugmyndir En hann lætur ekki þar við sitja. Þegar Bílaborg lagði upp laupana á sínum tíma hafði hann samhand við International Automobile Design, IAD, sem ér með stúdíó út um allan heim. Hann kynnti forstjóra og yfirhönnuði fyrirtæk- isins um 20 hugmyndir og fékk þau ráð að fá með sér bakhjarla á Islandi og koma með eina góða hugmynd. Fyrirtækið skyldi svo hjálpa til með viðskiptaáætlunina. Steinn fór eftir þessu, teiknaði tryllitækið XTREMER og fékk Iðntæknistofnun og Bílabúð Benna í samstarf með sér. „Ég sá þennan bíl fyrir mér þeg- ar ég var að flækjast 1992 uppi í Veiðivötnum með mági mínum,“ byrjar hann. „Landslagið þar og umhverfið allt er það ögrandi að það þarf algjöran aumingja til að láta sér ekki detta eitthvað í hug þar.“ Steinn hefur unnið að jeppan- um síðan, með hléum þó, og er ekki búinn enn. Upphaflega var ætlunin að framleiða bílinn sem „kit“ bíl, það er bíl sem kaupendur gætu sett saman sjálfir en það breyttist. Bíllinn verður nú full- gerður fyrir kaupendur. Verkefnið er bara rétt að byrja enda hafa ýmsir aðilar sýnt áhuga á bílnum. Steinn segir sinn metnað liggja í því að koma bílnum í framleiðslu og hafa alvinnu al’ framleiðslunni. Það á þó eftir að skýrast á næstu dögum hvert framhaldið verður. „Viðtökurnar hafa verið æðis- gengnar,“ segir hann. „Það er ver- ið að pakka saman í þessa hug- mynd því þróunarferli sem hefur verið hér á landi í sambandi við jeppa, jöklaakstur og torfæru- keppni." á því í Bandaríkjunum og Evrópu. „Visio vac“ er áhald á ryksugum sem stöðvar hluti sem ryksugast óvart upp. Sá, sem ryksugar, sér hlutinn í glerglugga á ryksugu- hálsinum og getur þannig ákveðið hvort hluturinn má fara í ryksug- una eða ekki. „Þetta kom til af því að ég var sendur út í tunnu að Ieita að gift- ingarhring konunnar, sem hafði náttúrlega dottið bak við skáp. Tunnan var úti á bílastæði því að karlarnir voru að sækja tunnuna. Ég fór þangað til að ná í pokann sem var búið að henda,“ útskýrir Steinn hvernig hugmyndin kvikn- aði. Steinri hefur hannað „visio vac“, áhald á ryksugum sem stöðvar hluti sem ryksugast óvart upp. Sá sem ryksugar sér hlutinn í glerglugga á ryksuguháls- inum og getur þannig ákveðið hvort hluturinn má fara í ryksuguna eða ekki. Framleiðendur á ryksugum eru mjög íhaldssamir og vilja helst ekki breyta neinu í framleiðsl- unni. Steinn er þó í samstarfi við tvö fyrirtæki, danskt og svissneskt, og f september verða tilbúin 50 „visio vac“-tæki sem verða kynnt fyrirtækjum á borð við Electrolux. Ef þeir gefa grænt ljós þá fer tæk- ið í framleiðslu um áramótin. Áætlunin er sú að fara síðan með það til Evrópu og láta smíða þar tvær dýrari týpur og markaðssetja í Ameríku og Evrópu. Eftir þrjú ár hefst svo vonandi framleiðsla í Kína. Steinn er því vonandi að fara að uppskera eftir langa og mikla þróunarvinnu og erfiðleika. Hannar léttan snjósleða Steinn er með fleiri farartæki í hönnun í samstarfi við Iðn- tæknistofnun. Hann er langt kominn með að hanna léttan snjósleða, Snjófis, en segir hann of þungan og hraðskreiðan í dag. Hann ætlar að ná honum niður í 40 kg og koma honum í 60 km hraða áður en hann fer að athuga Imeð framleiðsluna. Sleðinn er heirtiasmíðaður og stöðugt er verið að breyta hon- um og betrumbæta lil að ná ein- faldari smíði og samsetningu þegar hann verður settur á markað. -GHS Steinn Sigurðsson hefur helgað sig uppfinningastarfi sínu í átta ár og er nú vonandi farinn að uppskera. Á næstunni byrj'ar framleiðsla á hönnun hans, íslenska tryllitækinu XTREMER. Mynd: þök Steinn er langt kominn með að hanna léttan snjósleða, Snjófis. Sleðinn er ofþungur og hraðskreið- ur eins og er en markmiðið er að ná honum niður 140 kg og koma hon- um í 60 km hraða. IT 155 IRRJTATflW*; W- HE'N VXCVUUmG ro HEAR A GUKG' XJMG' SOUttO A$W mT TO KNÖW tr IT WAS SÖMfeTHJNG tfAiUABLE THLAT W-AS SUCKEP WTQ mn VACUISM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.