Dagur - 27.06.1998, Síða 14

Dagur - 27.06.1998, Síða 14
30 - L A UGARDAGVR 27. JÚNÍ 199& HEILSULÍFIÐ í LANDINU Sjálfshjálp við síþreytu Meðferð við síþreytu er erfið þar sem sjúk- dómurinn herjar bæði á líkama og sál og einkenni eru mörg. En þar má nefna lang- vinna þreytu, þráláta hálsbólgu og vöðva- verki; höfuðverki; eitlabólgur; þróttleysi; óþægindi í maga; meltingartruflanir; ein- beitingarskort; sjóntruflanir og þunglyndi. Samkvæmt „Heilsubók fjölskyldunnar" má benda á sem sjálfshjálp léttar æfingar, góð- an svefn og að sleppa unnum matvörum, sykri, koffíni, áfengi og reykingum. Mælt er með kolvetnaríkri fæðu s.s. pasta til þess að fá næringaríkan orkugjafa og ávöxtum milli mála til að halda blóðsykrin- um stöðugum, t.d. banana. Fæðuofnæmi tengist oft síþreytu og er því best að hafa samband við sérfræðing til að ganga úr skugga um það. í Heilsubók fjölskyldunnar er bent á léttar æfingar og svefn. Glútenóþol Glúten er prótín sem finnst í hveiti, höfr- um, byggi og rúg. Sjúkdómurinn dregur úr færni þarmanna til þess að vinna næringu úr fæðunni og veldur því vannæringu sem lýsir sér í þyngdartapi, eða lítilli þyngdar- aukningu hjá börnum, harðlífi eða miklum og illa þefjandi og tíðum hægðum, slakir vöðvar, framstæður kviður og slen. Ein- kenni glútenóþols líkjast oft einkennum annarra kvilla s.s. mjólkursykuróþols og ofnæmis, ónæmisskorts eða sálræns vanda. Mikilvægt er að útiloka slíka sjúk- dóma fyrst hjá lækni. Til þess að halda einkennunum í skefjum þarf að fjarlægja allt glúten úr fæðunni sem getur leynst víða, s.s. í sósum, kryddi, kexi, flestu sæl- gæti, öllu brauðmeti, grautum og flestum unnum matvörum. En allar þessar fæðu- tegundir fást án glútens og er hægt að leita sér upplýsinga í apótekum og heilsubúð- um. Baimaát og magapína Hvernig er hægt að forðast magapínu þeg- ar maður borðar baunir? Það er hægt og þá á að skola baunirnar og leggja þær í bleyti í þrjá hluta vatn á móti einum hluta bauna. Látið þær liggja í bleyti í tólf tíma og sjóðið þær síðan í nýju vatni í minnst hálftíma. Það eru efni í baunum sem nefnist lektiner sem valda magaóþægind- unum en verða óskaðleg eftir þessa með- ferð. Bæði grænar og maísbaunir hafa þessi efni líka þó í minna mæli og þess- vegna er mælt með suðu á þeim fyrir fólk sem er sérstaklega viðkvæmt í maga. Það er engin ástæða til þess að hætta að borða baunir af ótta við efnið lektiner því baunir eru prótín-, trefja-, járn- og b-vítamín rík- ar og nánast fitulausar. Magnús Ólafsson læknir á Akureyri. Kynlíf roskiima kvenna KYNLIF Halldóna Bjarnadóttir skrifar í síðasta pistli mínum fjallaði ég um kynlíf rosk- inna karlmanna og að sjálfsögðu skil ég ekki við þetta efni án þess að fjal- la líka um kynlíf roskinna kynsystra minna. Það vill stundum bregða við hjá fullorðnum konum sem komnar eru yfir breytingaskeiðið að líta jafnvel svo á að þær séu búnar að vera kyn- ferðislega og er það kannski ekki óeðliiegt að sú hugsun iæðist að fullorðnu fólki f ís- lensku samfélagi í dag í allri þeirri æsku- dýrkun sem viðgengst í þessu þjóðfélagi. Því fer fjarri að líta beri á rosknar kon- ur sem kynlausar. Það er bæði alrangt og grimmilegt, því fram að sextugu breytist kynferðislegt næmi kvenna ekkert og þær breytingar sem verða eftir sextugt eru bæði hægar og óverulegar. Ýmsar breytingar Þær líkamlegu breytingar sem verða með aldrinum eru að bleyting legganga við kynferðislega örvun tekur eitthvað lengri tíma. Bleyting legganga tekur 15-30 sek- úndur hjá yngri konum við örvun kynfær- anna, en 2-5 mínútur hjá þeim eldri og þurfa þær þar af leiðandi lengri forleik fyr- ir samfarir. Veggir legganganna geta þynnst með aldrinum og teygjanleiki þeirra minnkað, auk þess sem leggöngin geta styst og þrengst, en þessar breytingar hafa lítil sem engin áhrif á snertinæmi og fullnæg- ingu konunnar. Sú bábilja hefur verið lífseig, að samfar- ir valdi rosknum konum óþægindum. Þó kvarta um 80% roskinna kvenna ekki um sárindi eða óþægindi við samfarir. Blotni leggöngin ekki nægjanlega getur þurrkur- inn valdið sárindum og núningi í upphafi samfaranna. I dag bjóðast konum ýmis efni svo sem hlaup til að smyrja leggöngin og eins er upplagt að nota unaðsolíuna frá Purity Herbs því hún er lífræn og og því óhætt að nota hana beint á kynfærin. Upplagt er að nota nudd með unaðsolíu á Iíkama hvors annars sem hluta af forleikn- Kynkvöt kvenna jafnari Kannanir hafa leitt í Ijós að kynhvöt kven- na er jafnari en kynhvöt karla. Konur 65 ára og eldri eru því ekki síður líklegar til að bregðast jákvætt við tækifærum til ást- arfunda, dreyma lostafulla drauma og fá fullnægingu og það jafnvel margfalda líkt og þær gerðu á yngri árum. Talið er að lík- amleg hæfni áttræðrar konu til að njóta fullnægingar sé sú sama og þegar hún var tvítug. Líkamlega bregst hún eins við, geirvörturnar halda áfram að verða stinn- ar og nautnin við snertingu snípsins er söm og áður. Konur ná hámarki kyngetu sinnar sein- na á ævinni en karlar. Talið er að konan nái hámarki kyngetu sinnar um þrítugt og haldist á því stigi allt fram yfir sextugt. Karlar hinsvegar ná hámarki kyngetu sinnar um tvítugt og dala smátt og smátt úr því. Oft gerist það á þessum aldri þegar kon- an er farin að njóta fulls kynferðislegs þroska, að kynorka maka hennar er farin að dvína. Það getur því reynst konu á þessum aldri erfitt að fá útrás kynorku sinnar, án þess að makinn finni til van- hæfni eða vangetu. Hafi þær takmarkaða möguleika á að lifa reglulegu kynlífi vegna veikinda eða getuleysis maka, eða séu þær ekki í föstu sambandi eða ekkjur, getur sjálfsfróun verið nauðsynleg til að halda Iifandi kynörvun og kynvitund roskinna kvenna. Halldóra Bjarnadóttir er hjúkrunarfræÖ- ingur og skrifar um kynltffyrir Dag. Frj ókomaofnæmi Ofnæmi eralgegnt á íslandi og virðist hrjá marga sér- stakleqa yfir sumartímann. „Bráðaofnæmi er algengur sjúkdómur og ofnæmi fyrir frjókomum er algengasta or- sökin á Islandi. Ofnæmisvaldar, bæði gras- og birkifrjókorn eru til staðar allt sumarið, birkifijókom frá seinni hluta maí og fram undir miðjan júnf en þá taka grasfrjókom við og eru í andrúmsloftinu fram í september. Ofnæmisvaldurinn berst með andrúmsloftinu og veldur hvarmabólgu og einkennum líkt og í kvefi og þegar verst lætur astma,“ segir Magnús Olafsson, heilsugæslulæknir, á Akureyri Borgar sig að leyfa börnunum að verða veik Magnús segir ennfremur að ofnæmi geri vart við sig í 70 % tilvika fyrir tvítugt og þess vegna er mikilvægt að huga að áhættuþáttum með börnin í huga. „Það er ekki vitað með vissu hvað veld- ur frjóofnæmi eða öðru ofriæmi, en hins- vegar getum við gert ráð fyrir ýmsum þátt- um s.s. erfðaþáttum. Aðrir áhættuþættir eru m.a. reykingar nálægt börnum og eykur það hættu á að ofnæmið komi fram. Sennilega verja um- gangspestir hjá litlum börnum, svo sem kvef, þau fyrir ofnæmi síðar og því er það trúlega bara hollt fyrir þau að taka út sín veikindi. A þann hátt má hugsa sér að þau geti byggt upp ónæmiskerfíð sem gerir þau þannig sterkari gegn ofnæmi og hugsanlega öðrum kvillum síðar meir.“ Er hægt að lækna frj ókornaofnæmi? „Það er hægt að lækna frjókornaofnæmi í vissum tilvikum, að verulegu leyti með sprautumeðferð sem getur tekið nokkur ár. Þá er ofnæmisvaldinum sprautað í við- komandi í litlu mæli og smá aukið við skammtinn í hvert skipti.“ En þegar það dugir ekki hvað þá? „Lyf við ofnæmi eru gefin í töfluformi, púst í nef og augndropar. Þessi lyf fást nú mörg hver í apóteki ólyfseðilsskyld og síð- an þarf að reyna að forðast ofnæmisvaldana sem getur jú oft verið erfítt, sérstak- lega þegar um gróðurof- næmi er að ræða. Það þyrfti þá helst að fara upp á jökul meðan gróðurinn er í blóma yfir sumarið og fram á haust.“ Ofmæmi er að aukast hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verður því áhugavert að fylgjast með rann- sóknum þessu tengdu í framtíðinni. Ætli Iöng bið verði eftir lyfí sem læknar ofnæmi fyrir fullt og allt? „Ný lyf eru í þróun og gera má ráð fyrir betri meðferð í framtíðinni, en lækning á ofnæmi eins og fijókornaofnæmi er ekki sjáanlegt í allra nánustu framtíð," segir Magnús Olafsson, heilsugæslulæknir á Akureyri. -Rut „Áhættuþættir eru meðal annars reykingar nálægthömum. “

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.