Dagur - 27.06.1998, Page 18

Dagur - 27.06.1998, Page 18
34-LAUGARDAGUR 27. JÚ\í 1998 POPPLÍFIÐ í LANDINU Aðdáun - Iallri þeirri umbyltingu sem varð í Bandaríkjun- um með tilkomu rymrokksins beindist kastljósið óneitanlega mest að Seattle þar sem Nirvana, fremst meðal jafningja, fór mikinn. En það voru fleiri sem áttu hlut að máli við að móta þessa stefnu og voru í fararbroddi hennar. Þar er ekki hvað síst átt við Smashing pumpkins, sem kemur frá Chicago, með hinn dularfulla en hæfileikarika BiIIi Corgan í fararbroddi. Hann hefur ætíð verið potturinn og pannan í flestu sem Pumpkins hafa gert, samið flest lög og texta, sungið og Ieikið á sólógítarinn, auk þess að vera við upptökuborðið í seinni tíð. Ferill sveitarinnar er orðinn ærið merki- legur. Hefur þar svo sannarlega ekki vantað vafa- samt athæfi, sukk og svínarí eins og það heitir á alþýðumáli, líkt og hjá flestum „alvöru" rokksveit- um allra tíma. En þrátt fyrir það og að dauðinn hafi komið við sögu, virðist sveitin eflast við hverja raun og merkilegt nokk verið djörf við að ögra að- dáendum sfnum og yfirleitt gefa öllum markaðs- og frægðarlögmálum langt nef. Eftir að hafa slegið í gegn árið 1997 með Simas dream, ekta skífu í anda rymrokksins/“grungesins“ var sú næsta, Mellon collar and the infinite sadness stórt og mikið skref þar sem mun melódískari smíðar blönduðust með kraftmiklu rokkinu. Það var svo ekki síst vegna þess að platan var stórvirki í orðs- ins fyllstu merkingu tvöföld skífa með yfir tveimur tímum af tónlist, sem þessi ögrun og áskorun fólst. En hvað gerðist? Með þessu stóra verki sló Pumpkins íyrir alvöru í gegn á heimsvísu og mun platan nú vera ein sú mest selda af þessu tagi sem sögur fara af, hefur selst í um 9 til 10 milljónum eintaka. fylgdu svo í kjölfar hennar alls kyns viður- kenningar, m.a. Grammyverðlaun. Og hvað gerist nú, þegar vandræðin hafa markað sveitina meira samhliða tónlistarlegu velgengninni? Jú, nýja plat- an, Adore, er enn ein áskorunin sem Corgan og fé- lagar setja fram gagnvart heiminum, en er svo líka öðrum þræði verk sem stendur undir nafni í breið- um skiíningi. Aðdáun eða lotning í garð látinnar Áskonm konu, Mörthu, sem var móðir Corgans, en hún sem og erfiðleikar síðustu ára hjá Smashing Pumpkins eru meginþráðurinn í textum plötunnar. Áskorunin er hins vegar sú að rokkkápunni er nást hent fyrir borð en þess í stað eru lagasmíðarnar framsettar með t.d. kassagítar eða píanói í einföld- um útsetningum. Hinn ljúfsári tónn sem þar er svo áberandi, er þó um Ieið einkar hrífandi í mörg- um laganna og fer ekkert á milli mála að einlægn- in ræður ferð. Hér er því kannski á ferðinni merki- Iegasta plata Pumpkins til þessa og þ.a.l. ein af þeim plötum sem teljast mun með þeim bestu á árinu. I ofanálag virðist svo Iýðurinn ætla enn að hrífast með, því hún hefur náð hátt á sölulistum víða um heim. Það hlýtur að vera varið í þesshátt- ar hljómsveit, sem sífelt kemur með eitthvað nýtt og kemst upp með það. Sykurmolasj óður Hver er að líkindum frægasta poppsveit íslandssögunnar. Gus gus? Varla, ekki ennþá a.m.k. Sinfóníuhljómsveitin? Nei, þó hróður hennar hafi vissulega farið víða á síðustu árum. Mezzoforte? Ekki svo Ijarri lagi, en svarið er þó senni- lega Sykurmolarnir. Sögu þeirra þarf ekki að rekja fyrir landanum og verður ekki gert hér að öðru leyti en því, að nú minnast menn þess að tíu ár eru frá því Björk, Einar Om, Sigtryggur, Bragi og þáverandi hljómborðsleikari Ein- ar Melax, komu fram á sjónar- sviðið. Myndaðist sveitin sem kunnugt er úr rústum tveggja annarra, Kuklsins og Þeys og hafði sem undirstöðu fjölþrifaút- gáfuna Smekkleysu, er hafði (og hefur kannski enn) einkunarorð- in, „Heimsyfirráð eða dauði“. Líftími Molanna varð, með hlé- um, sigursæll með eindæmum að mestu bæði vestanhafs og austan, aðalega þó í Bretlandi auðvitað og skilaði af sér þremur eiginlegum plötum, Life¥s to good, Here today, toomorrow next week og Stick around for joy. I tilefni af þesum tímamótum er nú að koma út safngripur með Sykurmolunum sem ber engilsaxneska heitið, The great cross over potential. Þar er að finna flest ef ekki öll bestu og Sykurmolarnir. „Helstu molarnir“ komnir á safnskifu. vinsælustu Iögin á borð við Birthday, Motorcrash, Hit og mörg önnur. Er þetta safn hið besta fagnað- arefni og þá ekki hvað síst fyrir þá sem ekki hafa til hlítar kynnst hinum magnaða og sérstaka sjóði sem lög Sykurmolanna vissulega eru. Ariella Uninvited Children of love Gimme love Up up and away Gotta me moving on Listinn er spilaður á föstudögum milli kt. 20 og 22 Htustaðu á Frostrásina í beinni á internetinu http://nett.is/frosrasin • E-mait: frostras@nett.is Frunikraftur rokksins Engum blöðum er um að fletta, að einn merkastai tón- listarviðburður síðasta árs og það í víðum skilingi, var endurkoma John Fogerty, en hann hafði ekki látið á sér kræla í rúman áratug. Hann gaf út plötuna Full moon swamp, sem ganga má svo Iangt að segja að standist fyllilega sam- anburð við það besta sem kappinn gerði með Creedence Clearwater Revival. En það var ekki bara í formi nýrrar plötu sem um sögulegan viðburð var að ræða, heldur líka á tónleika- sviðinu. I kjölfar FuII moon swamp hélt Fogerty nefnilega í umfangs- mikla tónleikaferð þar sem hann gerði nokkuð sem hann einu sinni lýsti yfir að hann mundi vart gera aftur, spila öll gömlu Creedencelögin á tónleikum. Heppnaðist þetta svo vel að úr varð að brot af því besta yrði gefið út á plötu. Nú hefur sú plata Iitið dagsins Ijós undir nafninu Premotion (eftir nýju lagi sem hann tekur). Gerist þetta um aldarfjórðungi eftir að Creedence leið undir lok og á þeim tíma hefur Forgerty ekki leikið þessi lög. Heil 18 lög eru á Premotion, þrjú af Fms það nýja og svo 14 önnur frá ferli Creedence og einherj- aferli Fogerty. Þarna eru perlur á borð við WhoYll stop the rain, Bad moon rising, Down on the corner, TravelinYband, Susie Q og RockinYall over the world, sem reyndar hefur orðið frægara í flutningi Status Qou, eins og Proud Mary, sem þarna er líka og Tina Turner gerði ofurvinsælt. Ekki er of- sögum sagt en að hjá Fogerty endurspeglist frumkraftur rokksins Svo hrífandi, svo aflmikill og ómótstæðilegur. Meira þarf vart að segja um þennan einn af merkari tónlistarmönnum Bandarikjanna á seinni árum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.