Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 4
rD^tr *• r» 20 -FÖSTVDAGUR 3 1. J V L í 19 9 8 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU bókaBl TöfrarAstrid Maður þarf svo sannarlega ekki að vera barn til að ganga fullur eftirvæntingar inn í sagnaheim Astrid Lindgren. Einungis er nauðsynlegt að hafa varðveitt einhverja ögn af barninu í sér. Það sem upp á vantar tekst Lind- gren að endurskapa og fyrr en varir er maður orðinn glatt barn á nýjan leik. Omótstæðilegir töfrar leika Iausum hala á rúmum sexhundr- uð síðum í stórbók, fallega myndskreyttri, sem Mál og menning hefur sent frá sér og ber heitið Sögur og ævintýri. Bókin geymir kafla úr nokkrum sögum Lindgren og einnig heilar sögur. Þarna er einnig stutt leik- rit, Aðalatriðið er að vera hress, og smásaga, Tu, tu, tu. Leikritið skortir spennu og sterka per- sónusköpun og smásagan, sem hefur yfir sér þjóðsagnakenndan blæ, er laus við þá einlægni sem alla jafna einkennir verk Lind- gren og gerir þau svo hugstæð. Leikritið og smásagan koma á óvart einfaldlega vegna þess að þau er rétt við meðallagið hvað gæði varðar, en á vissan hátt er notalegt til þess að vita að af- burðarithöfundar geta átt sína hversdagslegu daga rétt eins og við meðalmennin. En fyrir utan daufar fjörutíu blaðsíður þá er bókin yndisleg Iesning. Það er endalaust hægt að dást að meistaraverkinu Bróð- ir minn Ljónshjarta sem þarna er birt í heild sinni. Verkið er ríkt af angurværð og hlýju ásamt spennu og trú á mátt þess góða í tilverunni. Þetta er ein fegursta barnabók sem skrifuð hefur verið á þessari öld og það barn sem ekki á þess kost að lesa hana fer mikils á mis. Myndir Ilon Wiklands eru sérlega góðar og þýðing Þorleifs Haukssonar er einfaldlega frábær. Hvar er Lína? Hetjan úr barnæsku okkar, Lína langsokkur, er fjarri góðu gamni í þessu verki en engin saga af þessari ofurkvenslu hefur ratað í þessa stórbók. Eg kann enga skýringu á fjarveru hennar en kannski er hin andfélagslega Lína orðin stofnun út af fyrir sig og á ekki samleið með öðrum. En í þessari bók er enginn skortur á börnum sem hafa gnægð per- sónutöfra og láta hugmyndaflug- ið ráða, enda er skapari þeirra kona sem veit að börn eru besta fólkið. Þarna er j>rakkarinn Emil að flagga með Idu systur sinni, hin skapbráða Madditt sem selur Betu systur sína fyrir slikk og Ronja ræningjadóttir og börnin á Saltkráku ásamt fleira smáfólki sem full forvitni kanna Ijölbreyti- leika tilverunnar, varpa reglufest- unni fyrir róða og valda uppnámi í samfélagi hinna fullorðnu. Brot af því besta I þessari ágætu bók er auk heilla sagna að finna brot úr nokkrum verka Lindgren. Kaflarnir eru úr Á Saltkráku, Leynilögreglu- manninum Karli Blómkvist, Elsku Míó minn og Ronju ræn- ingadóttur. Vandræðin sem fylgja slfkum stökum köflum er mögu- Ieikinn á að Iesendur fyllist gremju og telji sig svikna því sag- an stingur af rétt í þann mund sem hún er að hefjast. Þetta á einkum við þegar kemur að þætti Karls Blómkvist en sagan er að Stórbók með sögum Astrid Lindgren. Sennilega besta sumarlesningin þetta áríð og því einnig besta sumargjöfin. vekja forvitni þegar endirinn tek- ur við. Það má vissulega réttlæta þessa ráðstöfun með því að þarna sé verið að gefa sýnishorn af því besta sem þessi afburðahöfundur hefur látið frá sér fara. Gremju- fullum börnum þykja slíkar skýr- ingar þó sennilega þunnur þrett- ándi og vilja fá sögu sína en eng- ar refjar. Þar sem heimildir mín- ar segja að sögurnar af Karli Blómkvist séu uppseldar hjá for- laginu held ég það væri heillaráð að endurútgefa þær fyrir næstu jól svo aðdáendur hans, á öllum aldri, geti gengið úr skugga um hvað gerðist eftir að punktur var settur %dð sögu hans í stórbók- inni. En það var sérlega gaman að fá þessa skemmtilegu bók inn á horð. Sennilega er bókin besta sumarlesningin þetta árið og því einnig besta sumargjöfin. Yfir hafið til Hofsóss á Islendingadag Vesturfarasafnið á Hofsósi heldurhátíð á svokölluðum íslend- ingadegi á laugardag. Stóra sviðið kl. 20.00 fim. 6/8, uppselt fös. 7/8, uppselt lau. 8/8, uppselt Aukasýning 9/8 laus sæti Skoðið GREASE vefinn www.mbl.is Miðasaian er opin daglega frá kl. 13 -18 og fram að sýningu sýningadaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383 íslendingadagur verður haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Hofs- ósi laugardaginn 1. ágúst. „Þetta hefur verið í undirbúningi frá því við fréttum af því í vetur, að von væri á stórum hópi fólks af ís- Ienskum ættum frá Bandaríkjun- um og Kanada til Iandsins í sum- ar,“ segir Vigdís Esradóttir, upp- Iýsingafulltrúi Vesturfarasafnsins á Hofsósi. „Við ákváðum að halda hátíð, því það hafa ekki komið hingað fleiri Vestur-ís- lendingar í einu síðan á þjóðhá- tið 1930 og 1974. Okkur langaði til að heiðra fólkið með hátíðar- höldum, en síðan er ætlunin að gera Islendingadaginn að árleg- um viðburði. Ástæðan fyrir því hve margir eru á ferðinni einmitt núna er sú að Bændasamtökin tóku á Ieigu vél, sem fór með 360 Islendinga vestur í vikunni. Þeir ætla að taka þátt í hátíðarhöldum á ís- lendingadeginum vestanhafs, en hann hefur árlega verið haldinn fyrstu helgina í ágúst síðan 1874. Tania Axelsson, starfsmaður Þjóðræknifélagsins í Gimli, hefur séð um að skipuleggja ferðir Vestur-íslendinganna hingað með þessari sömu vél. Undirtekt- ir hafa verið góðar, eflaust vegna þess hve mikið er orðið um það í Bandaríkjunum og Kanada að fólk leiti uppruna síns. Áhugi fólks á upprunanum hefur orðið til að styrkja tenglsin á milli ís- Iands og fólks af íslensk- um ættum vestanhafs, á undanförnum árum." Tvö ár eru síðan Vest- urfarasetrið var opnað á Hofsósi, en það skipu- leggur daginn. „Opnun Vesturfarasetursins hef- ur gerbreytt staðnum,“ segir Vigdís. „Fólk sækir hingað mun meira en áður, og jafnvel ferða- mannastraumur í ná- grannabyggðunum hef- ur aukist með tilkomu safnsins.“ Þjóðleg myndlist að vestan Vesturfarasetrið ætlar að þjófstarta hátíðinni kvöld, föstudag, því þá heldur Magnús Ólafs- son bóndi frá Norður- Dakóta fyrirlestur í safninu. „Magnús tók á móti Karlakórn- um Heimi þegar hann fór í heim- sókn vestur í fyrra. Erindi hans fjallar um búskaparhætti í Norð- ur-Dakóta og verður flutt á ís- lensku,“ segir Vigdís. Á undan setningarathöfninni á laugardag býður Bernd Ogrondnik öllum sem vilja á leik- brúðusýningu í Pakkhúsinu. Bernd kemur hingað frá New York en hann hefur meðal annars unnið á Islandi, við að teikna og stjórna Pappírs Pésa. Síðan verða hátíðarhöldin formlega sett með fánareið. I Vesturfarasetrinu verður opn- uð myndlistarsýning Patriciu Guttormson Peacock. „Patricia er fædd og uppalin í Bresku Kólombíu, en hún er ættuð frá Austljörðum og af Skagaströnd. Hún málar afar þjóðlegar vatns- litamyndir af konum í íslenska þjóðbúningnum," segir Vigdís og bendir á að sýningin mun aðeins standa yfir í eina viku. Við opn- unina leikur Marín Tumadóttir 15 ára tónlistarmaður frá Hólum á flautu. Hátíðarkvöldverður £ Félags- heimilinu Höfðaborg verður öll- um opinn en sérstakur gestur þar, í forföllum forsetahjónanna, er Helgi Ágústsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu. Veislustjóri verður Guðrún Pét- ursdóttir, dósent og Skagfirðing- ur. „Guðrún er vel kunnug vest- anhafs, því hún vann í mörg ár við samanburðarrannsóknir á hjartasjúkdómum Islendinga og Vestur-Islendinga, ásamt Jóhanni Axelssyni," segir Vigdís og bætir því við að hún sé samt fyrst og fremst veislustjóri vegna þess hve skemmtileg hún er. Með kvöldverðinum verður boðið upp á létta dagskrá. Bill Holm, rithöfundur frá Minnesota, segir sögur og spilar á hljóðfæri, Hjörleifur Hjartar- son og Kristjana Arngrímsdóttir, meðlimir Tjarnarkvartettsins, syngja lög sem spanna sögu ís- Ienskra sönglaga og Jón Þor- steinn Reynisson 9 ára spilar á harmoniku. Hátíðinni lýkur með dansleik. -MEÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.