Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - 25
Oxgur_
Elín Torfadóttir fóstra:
Olof Palme
Eins og Shirley MacLaine dái ég Olof Palme,
þótt ég kæmist aldrei jafn nálægt honum og
hún. Þegar ég var eitt sinn í Svíþjóð í miðjum
kosningaslag fór ég á hina og þessa staði til að
hlusta á hann, og heyrði hann einnig tala í
kirkju í New York. Hann var skeleggur ræðu-
maður og hafði mikla útgeislun. Hann var hugsjónamaður sem
bar velferð alþýðunnar fyrir bijósti hvar sem hún bjó í heiminum.
Iris Murdoch er ákaflega vitur og heillandi manneskja.
Hildur Helga Sigurðardóttir blaðamaður:
Irish Murdoch
Almennt er ég lítið gefin fyrir átrúnaðargoð. Þau
vilja falla af stöllunum og stundum hefur fólk sem
hefur náð langt á veraldlegan mælikvarða fórnað
ýmsum jákvæðum mannlegum eiginleikum á leið-
inni. En ég ætla að nefna manneskju sem ég átti
þess kost að eyða kvöidstund með einu sinni þegar
ég var námsmaður við Cambridge háskóla. Það var
Irish Murdoch. Ég hreifst mjög af þeirri konu, ekki bara sem rithöf-
undi heldur fannst mér hún einhver þroskaðasta og áhugaverðasta
manneskja sem ég hafði hitt. Maður hafði ekki á tilfinningunni að
þetta væri kona sem hefði fórnað sínu manngildi einhvers staðar á
leiðinni. Hún var ákaflega vitur og heillandi manneskja.
Karen Blixen stendur hjarta mínu alltaf afskaplega nærri.
Ellert Schram forseti ÍSÍ:
Ólafur Thors
Fyrirmynd mín á unglings- og manndómsárum
var Olafur Thors. Ég var eitthvað byrjaður að
snudda í kringum pólitík og hreifst mjög af
þessum forystumanni sjálfstæðismanna. Hann
var afskaplega sérstæður persónuleiki, fljúgandi
mælskur, með góða kímnigáfu. Hann var líka
ákaflega látlaus og alþýðlegur maður sem taldi
ekki eftir sér að heilsa upp á ungviðið. Auðvitað hefur maður dáðst
að mörgum mönnum síðan þá en minningin um þennan mann lifir
og árin hafa ekki breytt þeirri skoðun að þarna hafi farið mikill
maður.
HaHgrímur Helgason rithöfundur
og myndHstarmaöur:
Velazquez
Það verður enginn samur eftir að hafa farið á
Prato. í æ\isögunni verður einungis hægt að
ræða um fyrir - Prato og eftir - Prato. A meðan
Michelangelo leitaði að hinu guðlega í mannin-
um sá Velazquez að maðurinn er himnaríki í
sjálfum sér. Velazquez er Shakespeare myndlistarinnar, með allan
heiminn á valdi sínu - allt lýtur mjóum pensli: trjálauf, trýni
hunds, telpnahár - Iaus \ið alla ideológíu, trú og pólitík, í senn
raunsær og skáldlegur en umfram allt sálrænn og djúpur. Að sjá
„Hirðmeyjarnar", „Uppgjöf \ið Breda“ og portrettinn af Filipi IV er
eins og að fá að sjá leikrit Shakespeare í hans eigin uppsetningu.
Eftir átta tíma sýningu kemur maður út, fölur og skjálfandi, og
það eina sem maður getur sagt er: Þessi maður var ... maður."
Jónas Sigurgeirsson
sagnfræðingur:
Ronald
Reagan
Ég get ekki sagt að ég
eigi sérstakt átrúnað-
argoð. Ég er hins veg-
ar mikill aðdáandi Ronalds Reagans,
eins og svo margir aðrir, og þess sem
hann stóð fyrir. Hann var afar góður í
að skilja aðalatriði frá aukaatriðum og
mættu margir taka sér hann til fyrir-
myndar. Reagan spáði því að kommún-
isminn myndi hrynja í Sovétríkjunum
fyrir árið 1990 en þá var hlegið að hon-
Mætti taka Reagan sér til
fyrirmyndar.
um.
Guðrún Helgadóttir
rithöfundur:
Karen Blixen
Kannski er um fleiri en einn að ræða en sú
manneskja sem stendur hjarta mínu alltaf af-
skaplega nærri, þótt allt mæli á móti því, er sú
góða kona Karen Blixen. I fyrsta lagi hef ég
alltaf verið veik fyrir yfirstéttardollum. Síðan
átti konan mjög merkilega ævi og var satt að
segja engri konu lík. Hún kunni prýðilega lagið á karlmönnum, lék
sér að þeim eins og köttur að dauðum fugli og þeir voru ekki af
verri endanum sem engdust í netinu hjá henn. Ég öfunda hana af
þeim eiginleika að hafa kunnað að hantéra karlmenn; það hefði
sannarlega komið sér vel í pólitíkinni. Ég hefði viljað gefa töluvert
fyrir að hitta BlLxen. En ég er ekki viss um að hún hefði kosið Al-
þýðubandalagið kerlingarnornin, en það verður að hafa það. Það
eru bestu menn sem hafa ekki áttað sig á þeirri nauðsyn - og þeim
fer fækkandi.
Úlafur var sérstæður persónuleiki
með góða kímnigáfu.
Gunnai Dal
heimspekingur:
Per Albin
Hanson
Ætli við hér á
Islandi stönd-
um ekki öll í
töluvert mikilli
þakkarskuld
\ið Per Albin
Hanson. Nú
virðist hann
vera flestum gleymdur. Hann
var krataforingi, forsætisráð-
herra Svía, og talinn faðir nor-
ræna velferðarsamfélagsins.
Hann bjó í fremur lítilli leigu-
íbúð og sem forsætisráðherra
fór hann til vinnu i strætis-
vagni. Krataforingjarnir Tage
Erlander í Svíþjóð og Ehard-
sen í Noregi voru næstu Ijöru-
tíu árin að fullmóta þetta vel-
ferðarkerfi okkar í anda Per
Albin Hanson. Og eins og
hann bjuggu báðir þessir
menn í leiguíbúðum og tóku
strætisvagninn. Þeir litu svo á
að sannur krataforingi ætti að
deila kjörum með þeim sem
hann barðist með og barðist
fyrir. Við Jón Baldvin Hanni-
balsson ræddum eitt sinn um
viðhorf þessara gömlu jafnað-
armanna. Það var áður en
hann varð ráðherra. Skömmu
seinna varð hann ráðherra og
mætti að Bessastöðum á
Trabant. Þá hlógu allir Islend-
ingar - og kratarnir hæst. Nú
sýna íslenskir krataforingjar
mikilleik sinn í að flengjast
um landið og sóða út tilveruna
á margmilljóna fjallajeppum
og annar lífsstíll þeirra er í
samræmi við það. Það er orðið
erfitt að sjá muninn á þeim og
mönnunum sem þeir kalla við
hveijar kosningar „gróða-
punga“ og „sérhyggjumenn" til
aðgreiningar frá félagshyggju-
fólki.
íslendingar standa í þakkarskuld við
PerAlbin Hanson.
S