Dagur - 31.07.1998, Page 10

Dagur - 31.07.1998, Page 10
26-FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 19 9 8 LÍFIÐ í LANDINU Tröllog foiynjur í fjöUunum Snævarr Guðmundsson líturalveg útfyrírað vera ósköp venjulegur dúkalagningarmaður, með áhuga áJjallgöngum þóttfótabúnaðurínn bendi ekki til slíks; hanngengurí töfl- um á malbikinu. Þegarvið byrjum að spjalla saman kemurí Ijós víðtæk þekking hans á sögufjallamennsku almennt og brennandi áhugi á stjömufræði, sem hejurfætt afsérþríðja áhugamálið, Ijósmyndun. Snævarr Guðmundsson var ekki nema 12 ára þegar hann byrjaði að ganga á fjöll með Ferðafélaginu. Ahuginn á fjallgöng- um tengdist löngun til að vera úti í nátt- úrunni og „kannski einhverskonar ævin- týraþrá". Hann segist srtemma hafa farið að setja sér markmið til að stefna að sem fjallgöngumaður og einsett sér að ná þeim. Hann var því ekki nema 14 ára þegar hann gekk í fyrsta skipti á Eyja- fjallajökul. Þetta var árið 1977, fyrir daga jeppaferða, og ekki um annað að ræða en fara fótgangandi eða á skíðum. „Það var að vísu hægt að komast komast í stærri leiðangra með Jöklarannsóknarfélaginu, þar sem farið var á snjóbíl. En þetta eru samtök vísindamanna og þessar ferðir höfðuðu ekki til manns.“ Lítil paradis Það Iiggur við að erfitt sé að trúa honum þegar hann fer að tala um náttúruna og þau áhrif sem hún hefur á hann. Undan- farin ár hefur hann einbeitt sér að því að ferðast um Öræfin og mynda staði sem fáir hafa heimsótt fram til þessa. „Enda Öræfin gríðarlega víðfeðm. Það er enda- Iaust hægt að uppgötva nýja staði, sem maður jafnvel hefur farið framhjá oft og mörgum sinnum, en ekki tekið eftir af því maður hefur ekki gefið sér tíma til að staldra við og njóta þeirra." Þannig lýsir hann ákveðnum stað, sem honum hafði aldrei þótt neitt sérstakur úr fjarlægð, en reyndist við nánari eftirgrennslan lítil paradís. „Þetta er spurning um að þjálfa augað.“ Og áður en ég veit af er hann búinn að sækja samlíkingar í heim listanna. „Sá sem skynjar ekki abstrakt málverk en tel- ur sig samt getað skilið tónlist, hefur ekki áttað sig á því að hún er í raun líka abstrakt. Svo skilur viðkomandi kannski — - ekki náttúruna. Kann ekki að njóta henn- ar. Eftir nokkra daga á fjöllum, losnarðu við hversdags áhyggjurnar og ferð að njóta náttúrunnar á nýjan hátt. Þetta er ekkert ósvipað því sem fólk segir að gerist þegar það fer til sólarlanda; það lfða nokkrir dagar áður en það nær að slappa almennilega af.“ Klifur í Fallastakkanöf í Suðursveit þykir enn með erfiðustu klettaklifursleiðum á íslandi; klifrið upp tekur sex klukkustundir. Fjöll og rómaiitík Eg skýt því að, að nú sé það skyld upplif- un að njóta náttúrufegurðar og skynja fegurð í listaverki. En að fyrir aðeins tveimur öldum hafi mönnum hreint ekki þótt náttúran hrífandi og rifist um hvort hún væri þess verðug að málaðar væru af henni myndir. Við höfum komist að því að saga fjall- gangna á vissa samleið með sögu listar- innar. A sama tíma og rómantíkerar 19. aldarinnar heilluðust af hrikaleik náttúr- unnar, samtímamönnum sínum til ar- mæðu í upphafi, og settu hana á stall í verkum sínum, þótti mönnum fásinna að ganga á fjöll sér til skemmtunn- ar. „í gamla daga litu menn þessa hluti allt öðrum aug- um, en við gerum í dag,“ segir Snævarr. „FjöIIin þóttu ógn- andi og menn trúðu því að þar byggju tröll og forynjur. En upp úr 1830 byrja menn að gefa fegurð fjallanna gaum.“ Saga tóm- stundaklifurs er hafin. Köniiuii fyrirsláttur „Mestu breytingarnar í fjallamennsku á Islandi hafi orðið síðustu 20 árin. Fram að þeim tíma vantaði útbúnað, það var lítil þekking til að byggja á og menn horfðu ekki einu sinni á það sem þeir sáu síðar sem leiðir upp á fjöll. A 18. öld og fyrri hluta 19. aldar voru fjallaferðir oftast farnar í landkönnunar- skyni. Það var verið að Iandmæla og at- huga hvort leiðir væru færar, skoða svæði og Iýsa staðháttum. Menn klifu ekki fjöll nema hafa til þess ástæðu. Hitt þótti ekki eðlilegt. En ég tel nokkuð augljóst að mann eins og Sveinn Pálsson, sem var fyrstur upp á Öræfajökul, hafi langaði til að ganga á fjöll.“ Snævarr segir að þótt honum hafi þótt klifur mest spennandi þáttur fjalla- mennskunnar þegar hann var ungur þyki honum það ekki endilega eftirsóknarverðast í dag. Auðvitað sé gaman að ná settum markmiðum, en úti- veran sjálf skipi kannski mestu máli. Samt fer ekki á milli mála að fjallamennskan snýst líka um árangur. „Ef við tökum ísklifur sem dæmi þá var það mest stundað í sprungum skriðjökla fyrir tuttugu árum. Þá var verið að klífa þetta tíu metra og auðvelt að láta hífa sig upp væri maður þreyttur. I dag sækja ísklif- ursmenn í ísfossa, sem geta verið yfir hundrað metra háir, og þá er ekkert um annað að ræða en komast alla leið. Hápunkturinn á ár- angrinum sem hefur unnist á tveimur síðustu áratugum var klifrið á Everest og Suðurskautsferð- • U in. Myndar stjömuþokur Eins og áður sagði hefur Snævarr einnig mikinn áhuga á Ijósmyndun. Hann segist alltaf hafa tekið myndir í ferðum sínum upp á fjöll, en þeim var ekki ætlað annað hlutverk en skreyta fjölskyldualbúmið. Fyrir tíu árum fékk hann hins vegar brennandi áhuga á stjörnufræði og er í dag formaður Stjörnuskoðunarfélagsins. En honum fannst ekki nóg að skoða stjörnur í gegnum kíki, hann langaði líka til að mynda þær. Stjörnubjartur nætur- himinn og norðurljós voru fyrstu við- fangsefnin, en trúr sjálfum sér_ beindi hann Iinsunni fljótlega Iengra út í geim- inn, í átt að stjörnuþokum. Slíkar mynda- tökur eru ekkert einfalt mál og því var hann kominn á kaf í að stúdera Ijós- myndatækni áður en hann vissi af. Hann útlistar nákvæmlega fyrir mér hvernig hann nær fram breytingum á eiginleikum filmunnar með því að geyma hana í sér- stöku gasi sem hefur áhrif á kornastærð og ljósnæmi. Sjálf myndatakan er mikið þolinmæðis- verk. Fyrst þarf að festa myndavél á sjón- aukann. Síðan þarf oft að stilla myndrammann, ef til vill, á þoku sem sést ekki og því er ekkert sem hjálpar til að vita hvort þokan er rétt staðsett í myndramma. Síðan þarf að hreyfa sjón- aukann á sama hraða og jörðin til að myndin verði skýr. Ef þetta tekst ekki koma rákir á filmuna eftir stjörnurnar. En það getur tekið allt frá tuttugutu mínút- um upp í klukkutíma að ná einni mynd af ákveðinni stjörnuþoku. Þegar hér er komið get ég ekki haldið Iengur aftur af spurningu sem hefur brunnið á vörum mínum frá því spjall okkar hófst: - Snævarr, hvað í ósköpunum ertu að gera í dúkalagningum? „Þú segir það,“ svarar hann og finnst spurningin svolítið skrýtin. „Dúkalagn- ingarnar eru auðvitað fyrst og fremst lifi- brauð. Þetta starf hefur ákveðna kosti. Það veitir mér frelsi til að fara á fjöll þeg- ar ég vil af því ég ræð mínum vinnutíma sjálfur. Ég hef unnið sem fjallaleiðsögumaður, en ef ég ynni eingöngu við leiðsögn þá hefði ég ekki Iengur þetta frelsi sem ég er að sækjast eftir. Hugsjónin hverfur þegar setið er í rútu allan daginn.“ -MEÓ Snævarr Guðmundsson fjallagarpur og stjörnuskoðari. Jökulsprunga í Grímsvötnum. v

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.