Dagur - 31.07.1998, Síða 16

Dagur - 31.07.1998, Síða 16
32 —FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 Dggur LÍFIÐ í LANDINU LJÚS- BROT Gunnar Sverrísson myndar Gáski í GrafalanAaá j j í Þúsundir ís- JÓHANNESAR- Iending a munu nú um helgina dvelja á útihá- tíðum í upplyft- ingarskyni. Þar verður að sjálf- sögðu margt spjallað og rabb- að yfir kaffiboll- um og tekrúsum um Iandsins gagn og nauð- synjar, skipst á skoðunum um veðrið, einkamál borin á torg og svo framvegis. Eg fór að velta því fyrir mér hvaða orð af þeim milljónum sem menn mæla um helgina, verða mest notuð. Verða þau fal- in í setningum á borð við: Mér er kalt. Réttu mér flöskuna. Hvar er blandið? Nei, þýðir nei. Þú vilt það víst. Mér er blautt. Er helvítis brennivínið búið? Gemmér í glas. Pabbi er fífl. Parentin skilja mig ekki. Meira bús, meira bús. Helvíti er ég þunnur. Og þar fram eftir göt- um. Þannig að helstu margnota orð helgarinnar gætu orðið orð á borð við bús, glas, flaska, brennivín, bland, þunnur og önnur á þeim nótum. Þjóðlegt blót Þó flest bendi til þess í fljótu bragði að ofannefnd orð hafi menn meira á takteinum en önnur yfir verslunarmannahelg- ina, þá eru samt yfirgnæfandi líkur á að það verði önnur orð sem menn hafa meira á hrað- bergi yfir hátíðina sem nú fer í hönd. Sem sé orðin shit, fuck og arsehole. Þessi ensk/amerísku orð eru sem sé orðin, a.m.k. í ákveðnum kreðsum, vinsælustu innskots- og áhersluorð í íslensku, þau eru toppurinn á blótsyrðavin- sældalistanum. Enginn er mað- ur með mönnum nema hann geti tvinnað og þrinnað saman setningar í Iíkingu við: „Ég meina, shit maður, þessi fucking útihátíð er að bögga mann to hell, hvaða shitfucking arsehole stendur fyrir þessu fökki?“ Orðaflóriim Margir íslenskir unglingar og ungmenni kunna ekki lengur að blóta á okkar á ástkæra ylhýra. Þeir vita ekki hvernig á að bölva og ragna á kjarngóðri íslensku. Þeir eru fastir í ameríska sjitt- fökkinu. Og skal engan undra. Rassbögukúltúr Bandaríkj- anna er runninn íslenskum ung- mennum í bióð og merg frá barnæsku. Því það er nánast sama hvaða ameríska bíómynd eða sjónvarpsþætti horft er á, þar er annað hvert orð sem mælt er af munni fram, shit eða fuck. Uppdiktaðir Ameríkanar bíómyndanna banga yfirleitt ekki svo saman setningu að þar sé ekki yfirflotinn flórinn af skít og drullu og ríðandi rassgötum. Og skiptir engu hvort persón- urnar eru lágglæpamenn, Qöldamorðingjar, háskólapró- fessorar, húsmæður, forsetar, Ieikskólabörn eða iðnaðarmenn, allir dvelja þar í Dritvíkinni. Og þó eru á þessu undantekingar. Veimiltítur og aumingjar eiga það til í bíómyndum að tala ensku án þess að krydda hana verulegum skít. Og virðist eigin- lega vera stílbragð hjá filmu- mökurum, gert til þess að láta áhorfendur skynja að þeir sem ekki sjittfökka í öðru hveiju orði, hljóta að vera Iiðleskjur og aftur- úrkreistingar, verða sennilega drepnir snemma í myndinni og eiga það skilið. Þeir sem afturá- móti opna varla trant án þess að spreða skítakögglum, það eru aðalhetjurnar, töff gaurar sem pæjurnar falla fyrir umvörpum og Ieggjast með í hrönnum í mykjuhauginn. Eigin rotþró Það þarf því engan að undra þó æskan íslensk taki upp talsmáta sinna helstu fyrirmynda úr hinni amerísku gerfiveröld. Og er auð- vitað skaði því öll viljum við í einhverjum mæli styðja við bak- ið á hreintungustefnunni hér á landi og einnig á blótsyrðasvið- inu. En hvert eiga börn og ung- lingar að sækja sínar fyrirmyndir fslenskar í fáguðu eða kjarnyrtu bölvi, ragni og skömmum? Is- lenskir fjölmiðlar eru steingeldir í þessum efnum, nema þá helst Mogginn þegar Sverrir aðstoðar- ritstjóri sest upp á skítadreifar- ann og úðar á tíkarsyni landsins. Og í sjónvarpi blótar ekki nokk- ur maður, og flestir tala slípað gullaldarmál af stakri kurteisi í íslenskum bíómyndum. Það þarf sem sé að láta gera íslenska blótbíómynd. Og reynd- ar ekki þorrablótsmynd, þó full ástæða sé til, heldur mynd þar sem annar hver kjaftur ryður út úr sér formælingum og rammís- lenskum svívirðingum. Islensk málnefnd, starfsmenn Arna- stofnunar og Sverrir Hermanns- son gætu samið handritið. Og söguþráðurinn yrði auðvitað að höfða til unglinga þannig að við hæfi væri að Iáta ungmenni koma þar að. Hljómsveitin Skítamórall gæti svo samið tón- listina í myndina. Ef þetta gengi eftir og um- rædd filma næði vinsældum á Islandi, þá er næsta víst að um næstu verslunarmannahelgi yrðu blótsyrðin shit og fuck og arsehole ekki lengur efst á vin- sældalista útihátíðanna. Þá myndu hátíðargestir ekki segja: „Go, fuck yourself." Heldur myndu hljóma úr hverju tjald- horni setningar á borð við: „Vík frá mér, ó þú hinn mykjusækni bráðaböllur og bein þínu bak- faraspjóti í vellandi farveg eigin rotþróar." SPJALL Jóhannes Sigurjónsson skrifar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.