Dagur - 31.07.1998, Síða 17

Dagur - 31.07.1998, Síða 17
FÖSTUDAGUR 3 1 .JÚLÍ 1998 - 33 LÍFIÐ t LANDINU SigríðurHalldórsdótt- irerfyrsti prófessorínn í hjúkrunæfræði á ís- landi. Hún hefurrann- sakað áhrifumhyggju og umhyggjuleysis á sjúklinga. Þarkennir ýmissagrasa. „Ég ætlaði aldrei að fara í mastersnám, hvað þá doktors- nám. Það skyldi ég aldrei leggja á fjölskylduna mína,“ segir dr. Sigríður Halldórsdóttir og hlær. Sigríður er forstöðumaður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akur- eyri og var á dögunum gerð að fyrsta prófessor í hjúkrunarfræði á Islandi. Hún er jafnframt fyrsta konan sem gegnir prófess- orstöðu við Háskólann á Akur- eyri. Ileíur inikla þýðingu Sigríður segir prófessorsstöðuna hafa mikið gildi fyrir sig. „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig. í þessu felst ákveðin fylling. Þetta er eins og að ná settu marki, eins og maraþonhlaupari sem kemst í mark. Það að komast í mark er sigur, burtséð frá því hvort þú ert fyrst eða ekki. Það gerir það hins vegar ennþá skemmtilegra. Það hefur oft ver- ið mikið að gera hjá mér, ég hef haldið fyrirlestra, skrifað greinar og kafla í bækur. Nú er eins og ég sé að uppskera laun erfiðis míns. Það er allt í einu kominn uppskerutími," segir Sigríður og hlær. „Það er góð tilfinning að verk manns séu metin og þetta mundi ég vilja sjá á öðrum skólastigum. Sumir kennarar á grunnskóla- og framhaldsskóla- stigi leggja mjög mikið á sig og vinna gott starf. Ég mundi vilja sjá slíkt metið til einhvers. Sá sem leggur sig fram og sá sem slær slöku við eru metnir á sama hátt á þessum skólastigum sýn- ist mér.“ Sigríður segir stöðuna viður- kenningu á rannsóknar- og fræðistörfum sínum en einnig hafi þetta þýðingu fyrir hjúkrun almennt á Islandi. „Þetta er eins konar opinber staðfesting á því að hjúkrunarfræði sé sjálfstæð fræðigrein og þá felst einnig í þessu mikilvæg viðurkenning á heilbrigðisdeild Háskólans á Ak- ureyri.“ Áhrif umhyggju og umhyggjuleysis Sigríður hefur stundað rann- sóknir í mörg ár af miklum áhuga. I mastersnámi sínu gerði hún rannsókn um upplifun sjúkl- inga á umhyggju og umhyggju- leysi í heilbrigðisgeiranum. „Svo held ég áfram með þetta í dokt- orsnáminu og þróa þessar hug- myndir áfram.“ I rannsóknum „Sumt fólk hefur læknandi návist en aðrir geta verið alger„hross"ímannlegum samskiptum og ef til vill hallar heldur á hrossið íþessari samlíkingu, “ segir Sigríður. mynd: rut en aðrir geta verið alger „hross“ í mannlegum samskiptum og ef til vill hallar heldur á hrossið í þessari samlíkingu. Þetta fólk brýtur niður náungann bara með framkomu sinni. Þegar fólk hefur á brattann að sækja er þetta svo ótrúlega áhrifaríkt að enginn getur trúað því án þess að hafa lent í því sjálfur." Víða „hross“ í kerfinu Flestar rannsóknir Sigríðar bein- ast að íslenska heilbrigðisgeiran- um. En er þá mikið um „hross“ hér á landi? „Þau eru kannski ekki mörg en þau skilja oft eftir sig sviðna jörð. Ég vil meina að umhyggjuleysi í starfi sé van- ræksla og á því eigi að taka eins og annarri vanrækslu, eins og til dæmis að gefa rangt lyf.“ Sigríður segir að umhyggju- leysið geti haft afar langvarandi áhrif og slæm. „Ég man eftir konu sem hafði mætt tilfinn- ingaleysi og kulda þegar hún var að fæða barn. Hún ákvað í kjöl- far fæðingarinnar að eiga ekki fleiri börn vegna reynslu sinnar af viðkomandi heilbrigðisstarfs- manni. Hún vildi ekki eiga það á hættu að lenda í einhverju við- Iíka. Hún stóð við ákvörðun sína og eignaðist ekki fleiri börn.“ Sigriður segir „hrossin" víðar en í heilbrigðisgeiranum. „Þau eru nú nokkur innan skólakerfisins og því þykir mér mjög mikilvægt að hafa sérstakt mannval þar og beina „hrossunum" annað.“ Fékk alþjóðlega viðurkenningu Nýlega fékk Sigríður alþjóðlega viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar og fræðistörf en bandarísk- ir kollegar hennar í alþjóðlegu heiðursfélagi hjúkrunarfræðinga tilnefndu hana. „Þetta hefur mikið gildi og er mikill heiður fyrir mig. Ég hef birt rannsóknir mínar erlendis og þær hafa al- þjóðlega skírskotun. Þetta er sammannleg reynsla. Ein kona í Kanada sem ég spurði um áhrif umhyggjuleysis sagði: „I felt like a dust in a corner.“ Önnur hér á Islandi sagði: „Mér leið eins og ryki á gólfinu.“ Rannsóknir Sig- ríðar hafa birst í viðurkenndum erlendum fræðiritum og eftir hana liggja bókakaflar í nokkrum löndum. Þá ferðast hún víða um og heldur fyrir- lestra. Sigríður er að fara í rannsókn- arleyfi og ætlar að ljúka tveimur rannsóknum sem hún vinnur nú að. Þar rannsakar hún annars vegar upplifun þeirra sem hafa lést um 20-50 kíló og líðan þeirra. I hinni rannsókninni skýrir Sigríður frá upplifun að- standenda á umhyggju og um- hyggjuleysi og tekur þannig ann- an pól í hæðina frá fyrri rann- sóknum. Þá eru á dagskrá nokkrir stórir fyrirlestrar meðal annars í Cambridge þar sem Sigríður verður aðalfyrirlesari á alþjóðlegri ráðstefnu. „Þetta er langþráð leyfi og ég hlakka mik- ið til.“ -jv annars vegar styrkja einstakling- inn í baráttu hans og hins vegar hvað það er sem brýtur niður." mánuð eftir að ákveðinn hjúkr- unarfræðingur hafði sinnt sér. Sumt fólk hefur læknandi návist sínum Ieitast Sigríður við að skilja þjáninguna, þá mannlegu reynslu að standa frammi fyrir lífsreynslu sem reynir virkilega á, til dæmis að vera með krabba- mein. „Ahersla mín hefur síðan verið á að kanna þá þætti sem Aðaláhersla Sigríðar í rann- sóknum sínum er hin uppbyggj- andi áhrif umhyggjunnar og nið- urbijótandi áhrif umhyggjuleys- isins. „Þetta er sláandi í báðar áttir. Eitt sinn sagði maður mér að sér hafi Iiðið vel í hálfan Sigríður var aðalfyrirlesari á alþjóðlegri ráðstefnu f Finnlandi á síðastliðnu ári. Hér er hún (lengst tii hægri) ásamt bandarískum fyririesara og eiginmanni hennar.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.