Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 17.10.1998, Blaðsíða 5
 MENNINGARLÍFIÐ t LANDINU Listaverk ganga aldrei upp „Ég geng ekki frá heldur er allt mitt í brotum. Maður sér betur innviði alls í brotunum en í hinu slétta, fellda og frá- gengna. Það sem er frágengið er eins og dauðinn “ GuðbergurBergsson sendirfrá sérþrjár bækurfyrírþessijól. Ein þeirra erbók þar sem hann rýnirí myndaflokkinn Kenjamar eftir spánska málarann Goya. Auk bókarinnar um Goya sendir Guðbergur frá sér bók um lista- manninn Sæmund Valdimarsson og annað bindi skáldendurminn- inga sinna. Þótt viðalinu sé ætlað að snúast um Goya getur blaða- maður ekki stillt sig um að spyxja hvort endurminningabókin sé lokabindið og fær þetta svar: „Það er ekki til neitt sem heit- ir lokaverk. Það eru einungis miðlungs listamennirnir sem ganga algjörlega frá verkum sfn- um. Verk mikilla snillinga eru alltaf ófullgerð. Þeir vita að það er ekki hægt að ganga frá neinu þó hægt sé að ganga frá lífinu." - Og þú gengur ekkifrá? Eg geng ekki frá heldur er allt mitt í brotum. Maður sér betur innviði alls í brotunum en í hinu slétta, fellda og frágengna. Það sem er frágengið er eins og dauðinn." - Snúum okkur að bók þinni um Goya. Þú liefur ætíð haft mikinn álmga á myndlist. Rithöfundur sem hefur ekki áhuga á myndlist er ekki rithöf- undur þótt hann kunni að kalla sig þ\d nafni. Maður sem hefur ekki gott formskyn getur ekki verið góður rithöfundur. Undir- stöðu sagnalistarinnar er að finna í myndlistinni enda er myndlistin miklu eldri en frásag- an. Það hafa til dæmis aldrei fundist nein handrit í hellum.“ - Snúum okkur að Kenjunum. A sínum tíma skrifaði ég um Kenjarnar fyrir Þjóðviljann. Eg hafði reyndar meiri áhuga á myndaröð Goya Hörmungum stríðsins sem aldrei hefur verið skrifað um. Eg skrifaði nokkrar greinar um þann flokk og ætlaði að fá þær birtar í Þjóðviljanum en eftir birtingu Kenjanna fannst þeim nóg komið. Það tók mig tuttugu og fimm ár að koma Kenjunum út svo kannski þarf ég að lifa tuttugu og fimm ár í viðbót til að koma út Hörmung- um stríðsins. En það er vel þess virði að lifa í tuttugu og fimm ár til þess.“ - Hvað heillar þig við Goya? Ahugi Goya á hinu djöfullega hefur lengi heillað mig. Goya virtist vita að í öllum englum búa dulkóðaðir andskotar. Það er mjög erfitt að leysa upp þessa dulkóðun og koma auga á and- skotann í englunum en það gera rithöfundarnir ef þeir eru góðir.“ - Leitastu eftir því að sjá eitt- hvað í þessum myndum sem Goya hefur kannski aldrei ætlað sér að setja t þær? “Auðvitað. List sem menn geta ekki túlkað á sinn eigin hátt er einskis virði. Listin er ekki eins og dæmi í skólabók þar sem allt gengur upp. Listaverk ganga aldrei upp. Þau eru alltaf ófrá- gengin." - Er þá ekki hægt að misskilja listaverk? “Það er hægt að misskilja lé- legt listaverk en það er ekki hægt að skilja gott listverk full- komlega. Þess vegna er það veikleiki listar sem skrifuð er eftir formúlum að þar gengur allt upp. En þar gengur allt upp í afar stuttan tíma, einungis meðan formúlurnar og kenning- arnar eru við lýði og þær eru við lýði í fimm til sex ár. Síðan tóra þær í tíu ár og eftir það gengur fólk út í frelsið. Maður sér til dæmis hvernig Kristín Ástgeirs- dóttir hefur kúgað sjálfa sig og verið kúguð með dvöl sinni í Kvennalistanum. I nýlegum sjónvarpsumræðum frá Alþingi kom greinilega í ljós að þær kon- ur sem ennþá eru í Kvennalist- anum eru enn að staglast á því sama meðan Kristín notaði vitið í fyrsta sinn á ævinni. Eins er það í bókmenntunum, á meðan menn fylgja ákveðinni stefnu eða kennisetningu eru þeir að staglast á því sama en um leið og þeir losna við kennisetning- una blómstra þeir.“ K enjarnar - Lo.< Cttjtricfjos - cftir Francisco Gop y Lucicntcs i tútkuii Cuobergs Ikrgssonar „Goya virtist vita að í öllum englum búa dulkóðaðir andskotar. Það er mjög erfitt að leysa upp þessa dulkóðun og koma auga á andskot- ann í englunum en það gera rithöf- undarnir efþeir eru góðir." - Fræðingamir eru því fangar kenninganna? Já, þeir eru svo vanir skólun- um þar sem allt gengur upp. Og það er svo þægilegt þegar allt gengur upp. En svo kemur að því að menn sjá að útreikningar þeirra eru rangir. En það tekur venjulega langan tíma fyrir þá að koma auga á það.“ - En hvað tekur svo við eftir út- komu þessara þriggja bóka sem þú sendirfrá þér í ár? Þá tekur við Leyndarmálið mikla.“ — KB 17. O K TÚ B E H 1 9 9 8 - Leikfélag Akureyrar Verkefni leikársins 1998-1999 Rummungur ræningi Ævintýri fyrir börn með tónlist og töfrum eftir Otfried Preussler. Næstu sýningar 6. sýning laugard. 17. okt. kl. 14.00 7. sýning sunnud. 18. okt. kl. 14.00 8. sýning laugard. 24. okt. kl. 14.00 9. sýning sunnud. 25. okt. kl. 14.00 10. sýning fimmtud. 29. okt. kl. 15.00 11. sýning laugard. 31. okt. kl. 14.00 12. sýning sunnud. 1. nóv. kl. 14.00 13. sýning fimmtud. 5. nóv. kl. 15.00 14. sýning laugard. 7. nóv. kl. 14.00 15. sýning sunnud. 8. nóv. kl. 14.00 síðasta sýning Önnur verkefni leikársins Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen. Eitt mesta leikna sviðsverk allra tíma. Frumflutningur nýrrar þýðingar Helga Hálfdánarsonar. Tónlist: Guðni Fransson. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Lýsing og leikmynd: Kristín Bredal. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Frumsýning 28. desember. Systur í syndinni eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Aðalflytjendur tónlistar: Tjarnarkvartettinn. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir. Leikstjórn: Kolbrún Halldórsdóttir. Frumsýning áformuð 12. mars. Sala áskriftarkorta er hafin. Notið ykkur frábær kjör á áskriftarkortum og eigið góðar stundir í fallegu leikhúsi á landsbyggðinni. Miðasalan er opin frá kl. 13 -17 virka daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardaga. Listin er löng er lífið stutt. Sími 462-1400.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.