Dagur - 17.10.1998, Side 10

Dagur - 17.10.1998, Side 10
 *»>" x n tj ^ i w í. í»xt# , 26 - LAUGARDAGUR 17. OKTÚRER 1998 LÍFIÐ t LANDINU Hún erheimsborgari á heimsenda. Sunna Viðarsdóttir er í alþjóð- legum menntaskóla einhvers staðar í eyði- byggðumNoregs, en húin að kenna röppur- um afblámannakyni mikilvægustu orðin: „þokkalega kúl“. Það eru 50 kílómetrar í næstu pizzu, sjónvarp næst ekki á staðnum og maður þarf að læra heima meira en nokkru sinni fyrr. Hver vill vera á svona stað? Sunna Viðarsdóttir. Hún varð meira að segja að berjast fyrir því. Aðeins snjöllustu nemendur komast á þennan alþjóðlega menntaskóla sem er einhvers staðar fyrir norðan Bergen í Noregi, fyrst tekur maður ferju í þrjá tíma, svo rútu, og'ef maður er óheppinn og enginn tekur mann uppí þá tekur við 45 mín- útna gangur í skólann eftir óupplýstum þjóðvegi. Sem þýðir að þessir krakkar fara ekki oft í bæinn. Þarna eru menntaskólakrakk- ar frá 82 þjóðlöndum. „Eða 83“ segir Sunna, það er eitthvað á reiki hvernig á að telja. Alls um 200 nemendur. Stúdent á þreinur ánun Hún lauk einu ári í menntaskóla heima og sótti um með fínar einkunnir til að komast í þenn- an „United World College“ sem eini fulltrúi íslands í „busa- bekk“. Þeir sem koma inn fá tvö ár til að ljúka stúdentsprófi, á seinna ári er einn Isendingur, Tinna Rán Ægisdóttir frá Hvera- gerði. Sunna er mjög ánægð. Ekki það að lýsingin batni. Hún er í herbergi með fjórum öðrum stelpum (sem eru dug- legar að taka til eftir sig svo Sunna verður að vera það Iíka, þvert gegn upplagi!). Herbergis- félagarnir eru frá heimshornum sem eiga fátt sameiginlegt: Chile, Bosníu, Sviþjóð og Indónesíu. Mestu viðbrigðin að koma í þennan skóla úr MR voru „rosalega ólíkt fólk“ segir Sunna. Það er auðvelt að móðga einhvern sem kemur langt að með framkomu sem heima væri túlkuð sem frekar vinaleg. Nem- endur frá Líberíu og Islandi þrífa sig á ólíkan hátt. (Sumir þrífa sig eiginlega ekki og lykta meira en aðrir). Múslimarnir eru mikið á móti áfengi, en það á ekki við um Norðurlandabú- ana og nokkra aðra. Þessi skóli er eiginlega eins og Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna og kynnin sem takast eru mikil og góð, einkum þó óskipulögð eins og gerist hjá ungu fólki á þess- um aldri. Samskipti kynjanna? „Ekkert vandamál“ segir Sunna og bætir við að samdráttur þeirra „sé ótrúlegur". Svo ástin blómstrar? „Jájá“. Og fleira. Afrísku rappstrák- arnir „pikka upp frasa“ sem eru heppilegir í rappið. Sunna sér þeim fyrir einum: „Þokkalega kúl“. Svo kann hún ógrynni blótsyrða og svívirðinga á næst- um öllum heimsmálum. Þessi líka blíðlega stúlka. Eins og íslensk mjólk Sunna er eins íslensk í útliti og mjólk úr Mjólkurbúi Flóamanna og það fer ekki framhjá útlend- ingunum sem þurfa að strjúka ótrúlega fínlegt hár hennar (sem þætti ekki mjög merkiegt í MR). Og þeir spyrja jú um Island: „er það jafn kalt og dimmt og Nor- egur, með svona miklum IjöII- um?“ Stundum er gripið til formlegra umræðufunda þegar heimsmálin vaxa að mikil- vægi,Rússarnir voru með opinn fund um ástandið heima og leiddu hópinn í sannleikann eins og hann blasir við þeim. Námið er öðruvísi. Það sem Sunnu fannst öðruvísi við námið var þátttakan sem krafist er af öllum og kennararn- ir segja víst aldrei að einhver hafi rangt fyrir sér, bara að þeir hafi ekki rekist á „þetta í sinni bók“. Kennt er á ensku í mis- stórum bekkjum; Sunna er í þriggja manna rússneskubekk svo dæmi sé tekið. Allir verða að læra eigið tungumál, og fyrir þá sem koma frá smáum samfélög- um er um að ræða sjálfsnám. Sunna les bókmenntir móður- málsins. Síðan verða allir að taka eina vísindagrein, eina fé- lagsvísindagrein, stærðfræði og val, sem getur verið myndlist eða aukagrein. Hún er í “þró- unarfræðum", sem Iúta eins og nafnið gefur til kynna að heims- ~málum, sem þau ræða út frá því sem er efst á baugi hverju sinni. Sunna segir að námið felist mun minna í staðreyndalærdómi en heima, frekar að setja sig inní og miðla og mynda sér skoðun. I bókmenntum verði hún til dæm- is að setja á svið, segja frá og segja sitt álit á því sem hún er að lesa um. Og meira nám, auknar skyld- ur Fyrir utan þetta hefðbundna eða óhefðbundna bóklega nám verð- ur hver nemandi að hafa „svið“. „Ábyrgðarsvið" lýtur að bóklega náminu og sýnir hver áherlsan er, en svo kemur „ögrunin11 sem felst í þrennu: að velja eina „skapandi grein“, aðra sem felur í sér að vera „gerandi" og sú þriðja að „þjóua“. Ogrunin á að vera jafn mikilvæg og bóklega námið. Hjá Sunnu þýðir þetta að með bóknáminu er hún í klassískri tónlist í flautu- og pí- anósveit, einnig í kajakróðri og leiklist. Einangrun skólans þýðir líka að allt sim krakkanir vilja gera verða þau að gera sjálf. Því kemur „þjónustusviðið“ til skjal- anna. Sumir reka kaffihús, aðr- ir moka snjó, eða hirða hesthús- in. Það kemur í Ijós þegar litið er yfir öll sviðin og möguleikana innan hvers að krakkarnir hafa nóg að gera. Meira en nóg. Þetta er erfiður skóli. En skemmtilegur, segir Sunna. Maturinn... ... er víst ekkert sérstakur í mötuneytinu. Þau hafa einu sinni skroppið þessa 50 kíló- metra í pizzu og „hún var góð“ segir Sunna. Þau eru með ball, bíó og kaffihús sjálf, baka og selja það sem við á að éta. Kennararnir eru víst fínir, þau hafa aðgang að Netinu, og fá fimm vikna jólafrí svo allir kom- ist heim. Námsárið er svipað að lengd og heima, svo þau pakka meiru inn í þrengri umbúðir en þar tíðkast: taka þrjú ár á tveim- ur. Og Iæra að blóta á öllum helstu heimsmálum. Og rappa. Þetta hljómar „þokkalega kúl“. Svo ekki sé meira sagt. -SJH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.