Dagur - 17.10.1998, Qupperneq 13

Dagur - 17.10.1998, Qupperneq 13
I LAUGARDAGUR 17. OKTÚRER 1998 - 29 Kókosrækjur Þessi réttur er léttur og góður, ekki mjög sterkur. Berið fram með hvítum hrísgrjónum sem krydduð hafa verið með smá tumeric og 2 tsk. kókosrommi. Einnig má leggja rúsínurnar í bleyti í 30 mín. í romminu áður en þær eru matreiddar. Réttur- inn passar tveim og er fínn að kvöldi eftir Ieikhús eða við önn- ur tækifæri. 250-300 g rækjur, pillaðar og hreinsaðar 2 karlottulaukar, sneiddir 2 msk. ósaltað smjör 1 msk. olífuolía 3 msk. kókosromm 'A bolli ljósar rúsínur smávegis af allspice (allrahanda) Steikið laukinn í olíunni og smjörinu. Bætið rommi og rús- inum við ásamt kryddinu og sjóðið í 2 mín. Setjið rækjurnar samanvið og sjóðið í um 4-5 mín. Rækjur á franska vísu Frakkar kunna að meta rækjur líkt og aðrir og þessi uppskrift kemur frá suðurhluta Frakk- Iands. 250 g rækjur í millistærð, pillað- ar og hreinsaðar 2 msk. ósalt smjör 2 msk. olía 2 hvítlauksrif 6 tómatar, gróft skornir 2 lárviðarlauf 'h tsk sítrónusafi 7» tsk thyme 1 msk. fersk steinselja pipar og salt ef vill Blandið olíu og smjöri saman í potti og hitið. Setjið hvítlaukinn útí og brúnið hann. Fjarlægið hvítlaukinn. Setjið tómata og lárviðarlauf í olíuna og hitið í um 5 mín. Bætið þá rækjum, sítrónusafa og kryddi við'. Sjóðið í um 5 mín. Berið fram strax. Hvítlauksrækjur Þessi uppskrift kallar á wok eða góða pönnu til að steikja á. Hún er svolítið kínversk í sér og hent- ar tveim. 12 ferskar rækjur frekar stórar 6 hvítlauksrif 4 vorlaukar 1 msk. af hvítlaukssósu hnetuolía eða ólífuolía til steik- ingar Hreinsið rækjurnar og pillið ef það er ekki búið. Skerið laukinn í 2 sm bita. Skerið hvftlaukinn í þunnar sneiðar. Látið I msk. af olíu í wok eða pönnu og hitið vel. Steikið helminginn af hvít- lauknum í 30 sek. Bætið við vor- lauknum og steikið í 90 sek., og setjið að Iokum afganginn af hvítlauknum og steikið í 30 sek. í viðbót. Bætið rækjunum útí og steikið í 2 mín. Setjið sósuna samanvið og hitið í um 1 mín. Berið fram strax. Karrý og kókósmjólk passa vel saman. Gott er að bera fram banana með karrýréttum. Þrír öflugir máttarstólpar sem saman byggja upp varnir líkamans, auka þol og stuðla að hreysti. Mætum vetri vel undirbúin! Skólavörðustíg, Kringlunni, Smáratorgi og Skipagötu, Akureyri r

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.