Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 1
Hugað að einkavæð- ingu raunsóknarstofa Stefnt er að því að að- skilja rekstur raim sóknarstofa og annan rekstur Rikisspítala. Verið er að skoða hvort og þá í hve miklum mæli eigi að vinna rannsóknir utan spítalans. Svo kann að fara að rannsóknar- stofur Ríkisspítala verði einka- væddar eða reknar í verktöku áður en langt um Ifður. Guð- mundur G. Þórarinsson, stjórn- arformaður Ríkisspítala, segir að það sé allt inni í myndinni þegar breytingar á rekstrarformi rann- sóknarstofanna eru annars vegar. Breytt rekstrarform I nokkra mánuði hafa staðið yfir athuganir á Ríkisspítulunum um breytt rekstrarform á rannsókn- arstofunum. I því sambandi er stefnt að því að aðskilja þær frá rekstri spítalans. Verið er að skoða til hvers það gæti leitt og m.a. í hversu miklum mæli þjónusta verður keypt utan Landspít- ala, hversu mik- ið eigi að vinna þessa rann- sóknavinnu inn- an spítalans og hvort breytt skipulag leiði til aukinnar hag- kvæmni í tækja- kaupum og nýt- ingu á mannafla. Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítala, segir að það sé ekkert ólíklegt að deila spítalans við meinatækna kunni að flýta fyrir þessari vinnu og ákvörðunum um niðurstöðu. Hann leggur þunga áherslu á að stjórnendur Rfkisspítala standa frammi fyrir grafalvarlegu máli sem eru hópuppsagnir tæplega 50 meinatækna sem „virða ekki Guðmundur G. Þórarinsson. leikreglur þjóð- félagsins“ og áhrifum þess á starfsemi spítal- ans. Hann segir þó að það hefði verið byrjað að vinna að þessum athugunum á breyttu rekstrar- formi rannsókn- arstofanna áður en í odda skarst á milli spítalans og meinatækna. Hins vegar hefur þessi vinna verið unnin í samráði við heilbrigðis- ráðuneytið og að hluta til á þess vegum og vinnuhópum á Ríkis- spítulum. TaugaveUdun „Mér finnst þessi viðbrögð bera vott um taugaveiklun og taugatrekktir menn eiga ekki að taka örlagaríkar ákvarðanir," seg- ir Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB. Hann segir að það sé í raun- inni alveg fráleitt að vera að taka ákvarðanir sem kunna að reynast örlagaríkar þegar til Iengri tíma er litið. Hann segir að þetta þurfi miklu meiri yfirvegunar við en svo að menn séu að hlaupa í lausnir af þessu tagi. „Mér líst ekki vel á þetta,“ seg- ir Björk Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún segir að viðvarandi fjársvelti hjá Ríkisspítulum geri það hins vegar að verkum að hann muni einkavæðast smám saman. Þess utan sé viðbúið að einkavæðing spítalans muni kosta sitt. Anna Svanhildur Sigurðar- dóttir, talsmaður þeirra meina- tækna sem sagt hafa upp störf- um hjá Ríkisspítulum, segir að þessar hugmyndir stjórnar Ríkis- spítalanna hafi engin áhrif á þá. Hún segir meinatækna hafa heyrt af þessum hugmyndum. Þeir ætla hins vegar ekki að taka þátt í þeirri umræðu heldur bíða og sjá. — GRH Sjá bls. 8-9. Italíu- heim- sókntnm lokió Hugsanlegt er að Páfagarður sendi fulltrúa á kristnitökuhátíð- ina hér á landi árið 2000. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Is- lands, Karl Sigurbjörnsson bisk- up og Þorsteinn Pálsson kirkju- málaráðherra ræddu við páfa um samstarf kirkjunnar og Páfagarðs í kristnitökuafmælinu á stuttum fundi í Vatíkaninu í gær. Ólafur Ragnar færði Jóhannesi Páli páfa Islendingasögurnar að gjöf á fundinum í gær og biskup gaf honum passíusálma Hall- gríms Péturssonar. Vikulangri opinberri heimsókn forseta Islands til Ítalíu lauk í gær en auk páfa átti forsetinn fund með Scalfaro forseta, D’AI- ema forsætisráðherra Italíu, Rutelli borgarstjóra Rómar og fleiri ítölskum ráðamönnum. Gagnkvæm virðing ríkti á milli Úlafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, og Jóhannesar Páls páfa og skiptust þeir á gjöfum. Vikulangri heimsókn forseta íslands lauk í gær. - mynd: gtk Hjálmar Árnason: Tek flokkshags- muni fram yfir eigin metnað. Flofcks hagsmim- irráða Hjálmar Arnason hefur ákveðið að hætta við að keppa að efsta sætinu á lista Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi eins og hann hefur gert til þessa. Hann skipar nú 2. sætið á listanum og ætlar að sækjast eftir því áfram þegar tvöfalt kjördæmisráð kem- ur saman á næstu dögum til að velja fólk á framboðslistann. Hjálmar styður Siv Friðleifsdótt- ur í 1. sætið. ,/Etli aðalástæðan fyrir því að ég tók þessa ákvörðun sé ekki sú að ég er liðsmaður en ekki stríðs- maður. Okkur gekk vel í síðustu þingkosningum. Urslit síðustu sveitarstjórnarkosninga sýna líka að flokkurinn er að bæta við sig í Reykjaneskjördæmi. Eg tel, ef allt gengur upp og við verðum heppin, gæti 3. sætið á listanum verið mjög heitt sem þingsæti. Með því að fara út í stríð um efsta sætið væri ég að taka ákvörðun um það að 2. sætið væri baráttusæti en ekki 3. sæt- ið. Auk þess gæti óvægin barátta um efsta sætið nærri klofið flokkinn í kjördæminu. Þess vegna hef ég ákveðið að láta flokkshagsmuni ráða frekar en persónulegan metnað minn,“ sagði Hjálmar Arnason í samtali við Dag. EkM ávísim á ráðherrastól Fyrir nokkrum vikum gaf Hall- dór Asgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, út þá yfirlýsingu í viðtali að það væri ekki að- göngumiði að ráðherradómi hjá flokknum að hafa skipað efsta sæti á Iista. An nokkurs vafa hef- ur þetta róað metnaðarfullt fólk í flokknum sem nær kjöri til þings án þess að skipa efsta sæti á lista. - S.DÓR vSUBiunvr «SUBIURVT «SUBIXIRVr Afgreiddir samdægurs f Venjulegirog f demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.