Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 7
XfcÆHT' Þ ItlDJ UDAGVK 10. SÓVKMBER 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL í Norðurlandaráð - glaðvakandi Norræna húsið í Reykjavík er eitt af táknum norrænnar samvinnu á íslandi. í grein sinni segir Haiidór Ásgrímsson m.a.: „Við teljum einnig mikilvægt að tengja norrænt samstarf nýrri öld og landafundaárinu. Með því gefst gott tækifæri fyrir ísland og önnur lönd sem teljast til vesturhluta Norðurlandanna að verða í norrænu sviðsljósi." Fimmtugasta þing Norðurlanda- ráðs er nú haldið í Osló 9.-12. nóvember. Þingið er haldið einu sinni á ári, um miðjan nóvember og færist milli Norðurlandanna eítir fyrirfram ákveðinni röð. Þingið verður haldið á Islandi árið 2000. Norðurlandaráð er samstarfs- vettvangur þingmanna á Norð- urlöndum, en ríkisstjórnir Norð- urlanda skipa Norrænu ráð- herranefndina. A þingi Norðurlandaráðs er unnið sleitulaust í fjóra daga við afgreiðslu tillagna, auk þess sem fram fara almennar pólitískar og utanríkispólitískar umræður. Norðurlandaráð líkt og Jjjóð- þing Störfum á þingi Norðurlanda- ráðs má líkja við afgreiðslu mála á þingfundum norrænu þjóð- þinganna sem síðan fara til framkvæmdar ríkisstjórnar. Dag- skrá liggur fyrir um ákveðin mál- efni sem afgreiða þarf á lýðræð- islegan hátt af til þess kjörnum fulltrúum. Á þingi ráðsins eiga sæti allar norrænu ríkisstjórnirn- ar og ákveðinn fjöldi þingmanna frá hverju Norðurlandanna og norrænu sjálfstjórnarsvæðunum. Þingmennimir starfa í nefndum yfir árið og leggja fram tillögur sínar á þinginu til samþykktar eða frávísunar. Málin sem eru samþykkt eru síðan falin nor- rænu ráðherranefndunum til framkvæmdar. Munur á ákvörð- unum þjóðþinganna og Norður- landaráðs er sá að ráðið hefur ekki yfirþjóðlegt vald og þess vegna verða ákvarðanir þess aldrei bindandi fyrir löndin. Reynslan hefur hins vegar leitt í ljós að Norræna ráðherranefnd- in hefur lagt sig fram um að framkvæmda meginþorra til- lagna Norðurlandaráðs eftir að þær eru komnar í hendur við- komandi ráðherra. Breytt pólltískt umhverB Pólitísku umræðurnar í Norður- landaráði, sem og tillögurnar sem þar eru lagðar fram, hafa tekið á sig aðra mynd en áður var. Á þingi Norðurlandaráðs í Osló fyrir rúmum áratug þótti það fréttnæmt í norrænum fjöl- miðlum að Evrópumál hefðu mikið verið rædd á þinginu. Þetta þótti einkum tíðindum sæta vegna þess að utanríkismál höfðu ekki verið á dagskrá ráðs- ins og samkomulag verið um að þau ætti ekki að ræða. Þegar kalda stríðinu lauk opn- uðust margar gáttir í alþjóðamál- um. Norðurlandaráð varð að endurskoða stöðu sína í hinu nýja alþjóðalega pólitíska um- hverfi sem þá var í mildlli gerjun. Þetta starf tók drjúgan tíma og mikinn kraft. Fullyrða má þó að ráðið hafi borið gæfu til þess að laga stofnunina að nýjum áhersl- um. Ymsir töldu að norrænt sam- starf glataði þýðingu sinni þegar þrjú norrænu ríkjanna gerðust aðilar að ESB. Raunin hefur orðið sú, að samráð Norðurland- anna er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr og hefur aukist á mörgum sviðum. Nú er aðallega starfað í nefnd- um um málefni þriggja megin- svæða: Norðurlandanna, grann- svæða Norðurlanda og Evrópu- svæðisins. Málefni sem ein- göngu hafa með Norðurlöndin að gera og rótgróið samstarf þeirra eru að sjálfsögðu alltaf jafn mikilvæg og taka mikinn tíma af starfi ráðsins. Mikilvægi grannsvæðasamstarfsins fer þó vaxandi, en næsta víst er að frek- ari stækkun ESB leiði til stór- aukins svæðasamstarfs. Það er því afar brýnt fyrir Norðurlöndin að vera vel undirbúin. Evrópu- samstarf Norðurlandaráðs er ekki síður mikilvægt fyrir þau Norðurlönd sem standa utan við ESB heldur en hin sem þar eiga sæti. Norrænt samráð í Evrópu- málum hefur í raun aukist frá inngöngu Svíþjóðar og Finn- lands í Evrópusambandið. Það ríkir gagnkvæmt traust og skiln- ingur milli Norðurlandanna í þessum efnum án tillits til þess hvaða afstöðu þau hafa tekið til inngöngu í ESB. íslensk formennska Norrænt samstarf verður í brennidepli hér á landi árið 1999 þegar Island gegnir for- mennsku í norrænu ráðherra- nefndinni. Samstarfið er afar umfangsmikið, en formennsku- landinu ber að marka þær pólit- ísku áherslur sem farið verður eftir á árinu sem og að stjórna starfinu sem fram fer á þeim tíma. Hver fagráðherra fyrir sig, með forsætisráðherra í farar- broddi, stjórnar sínum mála- flokki á norrænum vettvangi, en norræni samstarfsráðherrann samræmir starfið og ber höfuðá- byrgð á fjárlögum ráðherra- nefndarinnar. Nauðsynlegt er fyrir Islend- inga að staldra við og meta stöðu norræns samstarfs þegar við tökum við formennsku þess um áramótin. Á formennskuárinu gefst okkur tækifæri til að leggja áherslur á málefni sem við telj- um sérstaklega brýn og koma Norðurlöndunum sem heild til góða. Áherslur á formennskuármu Að mörgum málefnum þarf að huga og sjá til þess að verkefni norræns samstarfs sé í samhengi við önnur mál og framkvæmdaá- ætlanir, sem eru í gildi varðandi norræna svæðið. Við munum leitast við að marka norræna stefnu varðandi „norðlægu vídd- ina“, en þar er um að ræða til- lögu sem Finnar hafa lagt fram innan Evrópusambandsins og miðar að því að ESB móti áætl- un fyrir norðlægari hluta Evrópu líkt og gert hefur verið varðandi Miðjarðarhafssvæðið. Aukin áhersla ESB á norðlægu víddina getur haft mjög mikla þýðingu fyrir umhverfis-, atvinnu- og efnahagsmál á norðurslóðum og ekki síst evrópskt samstarf við Rússland. Á formennskuárinu er enn- fremur stefnt að því að móta norrænt samráð varðandi Evró- myntina og fylgjast vel með reynslu Finna. Við teljum einnig mikilvægt að tengja norrænt samstarf nýrri öld og landafundaárinu. Með því gefst gott tækifæri fyrir Island og önnur lönd sem teljast til vestur- hluta Norðurlandanna að verða í norrænu sviðsljósi. Það verkefni sem verður stærst á for- mennskuárinu eru málefni norð- urslóða, en þverfagleg mark- miðslýsing „Fólk og haf í norðri" verður lögð fram. í henni er stefnt að ábyrgri auðlindanýt- ingu, hreinu umhverfi, náttúru- vernd og heilbrigðu mannlífi á norðurslóðum. Með þessu er sjónum manna beint að málefn- um hinna dreifðu norðlægu byggða sem eiga við mikinn vanda að glíma á ýmsum sviðum, einkum hvað varðar umhverfis- og efnahagsmál. Umhverfismálin fá sérstaka umQöllun, einkum sjálfbær nýt- ing auðlinda hafsins á norður- slóðum, ekki síst í tengslum við ár hafsins og það starf sem unn- ið er á vettvangi SÞ. um þau málefni. Samvimia á norðuxslóðum ísland hefur verið í fararbroddi varðandi samvinnu um norður- slóðir. Það var á vettvangi Norð- urlandaráðs sem nefnd undir formennsku greinarhöfundar var sett á laggirnar til að þrýsta á stjórnvöld að beina sjónum sín- um að norðurheimskautssvæð- inu og þeim vandamálum sem svæðið býr við. Nefnd þessi var ekki einungis norræn, þar komu einnig saman m.a. fulltrúar Kanada, Bandaríkjanna og Rúss- lands. Norðurskautsráðið var formlega stofnað árið 1996 og er starfsemi þess að komast i fullan gang og starfa Norðurlöndin öt- ullega að því að það muni skipa stóran sess á alþjóðavettvangi í framtíðinni. Barentsráðið hefur starfað lengur, en það miðar einnig að því að leysa vandamál svæðisins sem liggur að Barentshafinu. Á norðurslóðum þurfa ólíkar þjóðir að vinna saman m.a. að sjálfbærri nýtingu náttúruauð- linda, efnahagssamvinnu og mannréttindamálum. Norður- löndin eru í sérstakri aðstöðu til þess að verða miðja þessara sam- skipta, nokkurs konar brú milli Rússlands annars vegar og Kanada og norðurhluta Banda- ríkjanna hins vegar. Hér opnast einnig möguleikar fyrir Norður- lönd að teygja samstarf sitt til Bretlands, Skotlands, Irlands og Shetlandseyja. Það getur haft mikið að segja varðandi þróun á þessu svæði í framtíðinni. Samstarf norrænu utanríkis- ráðherranna Þegar ísland fer með for- mennsku norræns utanríkssam- starfs á næsta ári munu tveir fundir utanríkisráðherra Norð- urlanda verða haldnir hér á landi. I tengslum við seinni fundinn verður haldinn fundur með utanríkisráðherrum Eystra- saltsríkjanna þriggja. Þau áhersluatriði sem að framan hafa verið nefnd sýna glöggt vilja íslenskra stjórnvalda til að tengja norrænt samstarf alþjóðasam- starfi í víðara samhengi. Það er nauðsynlegt að samstarfið fylgi hinni hröðu þróun í alþjóðamál- um. Samstarf norrænu utanríkis- ráðherranna er náið og samskipti tíð, formlegt sem óformlegt. I þessu samhengi má nefna nor- rænt samráð um málefni ESB, SÞ, Norðurskautsmál, þróunar- mál, varnar- og öryggismál og mannréttindamálefni. Þetta samráð er afar mikilvægt fýrir Is- land og veitir okkur innsýn í ýmis málefni sem við eigum ekki kost á að sinna ein og sér. Á vegum norrænu utanríkis- ráðherranna var tekin saman skýrsla í ágúst sl. um norrænt samstarf. Niðurstaða hennar er sú að samstarfið á vegum utan- ríkisráðherranna hafi aldrei ver- ið eins náið og mikilvægt sem nú. Á næsta ári opnast Norður- löndum einstakt tækifæri til að hafa áhrif á þróun evrópskrar samvinnu. Þá munum við Is- lendingar fara með formennsku í Evrópuráðinu, Finnar fara með formennsku í ESB á fyrra hluta ársins og Norðmenn fara með formennsku í OSE. Það má full- yrða að þetta tækifæri verði nýtt eins og kostur er og mun treysta norræn bönd enn frekar á al- þjóðavettvangi. Samstaríió mildls virði Norrænt samstarf skiptir Islend- inga miklu máli. Norðurlanda- ráð og Norræna ráðherranefndin eru vel skipulagðar alþjóðastofn- anir með mikla reynslu að baki og gott starfsfólk og við njótum góðs af störfum þeirra. Islend- ingar greiða 1% til sameiginlegra norrænna fjárlaga á næsta ári. Við fáum þá upphæð margfalt til baka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.