Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 16

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 16
 EÐALPÚSSNING OG STEININGARLIM MARGIB LITIR (vatnsþett) S steinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777 www vísir ís fYRSTUR MEÐ fRÉfTIRNAR VEÐIJR- HORFUR Límiritin sýna fjögurra daga veöurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, sdluritið 12 tíma úrkomu en vin- dáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Reykjavík 19 Mið Fim Fös Lau Mm gnra un 0 -5 SSV4 SA4 NA4 ASA3 SSA4 S5 NNA5 ANA4 SA5 -10 - 5 0 Stykkishólmur 9 Mið Fim Fös Lau mm — — SSV5 ASA4 NA5 A4 S4 SSA5 NA6 ANA5 SA5 Bolungarvík I°C Míð Fim Fös Lau mm -10 | 5 0 SV4 A3 NA5 A3 SV2 SA3 NA4 NA4 ASA2 Blönduós 9 Mið Fim Fös Lau S -f 0 -5- 10 10 - 5 0 SSV4 A1 NA3 A1 S3 SSA1 NA1 NA1 SSA1 Akureyri g Mið Fim Fös Lau mm o -5- 10 -10 - 5 0 SV4 SA2 NA2 SA2 S2 SSA3 NA3 NA2 SSA2 Egilsstaðir 9 Mið Fim Fös Lau mm ---------------——— 20 -15 10 5 0 SV3 ANA1 NNA4 NNV2 SSV2 SSV2 NA3 N3 NNV1 Kirkjubæjarklaustur 9 Mið Fim Fös Lau mm 10 5- 0- -5 fflllH •15 -10 5 ! o : SV3 ANA2 NA3 ANA2 SA2 SSV4 ANA6 NA4 ASA3 Þriðjudagur 10. nóvember 1998 Veðrið í dag... Vestlæg átt, fremur hæg norðantil í íýrramálið en annars kaldi eða stinningskaldi. Allhvasst eða hvasst austanlands síðdegis. Éljagangur um vestan- og norðanvert landið en annars úr- komulltið. Hiti frá 6 stigum niður í 2 stga frost, hlýjast suð- austantil en svalast 1 innsveitum norðanlands. Hiti 2 til 6 stig Gintaras óstöðvandi Litháinn Gintaras vindur sér framhjá varnarmönnum Hauka og skorar eitt af tólf mörkum sínum í leiknum. Eftir leiki 7. mnferð- ar Nissandeildarinnar sem fram fóru um helgina, er Aftureld- ing ein á toppi deild- arinnar með ellefu stig, einu stigi meira en Valur og Fram sem eru í 2. og 3. sæti með 10 stig. Afturelding vann um helgina mikilvægan sigur á Haukum í toppbaráttu Nissandeildarinnar, þegar liðin mættust á heimavelli Hauka í Hafnarfirði. Afturelding vann mjög sannfærandi sigur 28:31, eftir að hafa verið 12:14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleikn- um. Það var helst góð markvarsla Bergsveins Bergsveinssonar og stjörnuleikur Gintaras sem skóp þennan góða sigur, en Berg- sveinn varði alls 18 skot i Ieikn- um, meðan Gintaras skoraði 12 mörk af öllum gerðum. Haukarn- ir réðu illa við Gintaras, sem var í miklu stuði, en auk þess að skora mörkin tólf spilaði hann fé- laga sína oft skemmtilega uppi. Haukar byrjuðu betur í leikn- um og náðu fljótlega þriggja marka forystu. Þegar staðan var 5:2 fyrir Hauka, tók Skúli Gunn- steinsson, þjálfari Aftureldingar, leikhlé sem skipti sköpum í Ieiknum. Vörnin small saman og Bergsveinn fór að verja mjög vel. Góður sóknarleikur fylgdi í kjöl- farið, Gintaras tók til sinna ráða og Afturelding náði forystunni í leiknum. Haukar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og tókst að jafna Ieikinn í 20:20 um miðjan hálfleikinn. Þá tók Afturelding aftur við sér og náði sex marka forskoti, sem var of mikið fyrir Haukana, gegn sterkri vörn Aft- ureldingar. Markahæstir Hauka voru Osk- ar Armannsson með 9/6 mörk og Þorkell Magnússon með 7. Góðui sigur Eyjamanna á slökuin FH-ingum Heimavöllurinn virðist ætla að verða Eyjamönnum mikilvægur í vetur, en þeir hafa unnið alla leiki sína á heimavelli til þessa. Nú voru það FH-ingar sem þurftu að þola 23:20 tap í Eyjum og var þetta fimmti tapleikur liðsins í deildinni til þessa. Þeir eru þar með aftur í botnsætinu eftir sjö umferðir, sem er lang- versta staða sem Iiðið hefur nokkurn tíma komist í. Eyjamenn voru sterkara liðið allan leikinn og höfðu tveggja marka forskot 10:8 í hálfleik. FH-ingar byijuðu þó betur fyrstu mínúturnar, en sfðan ekki sög- una meir. Eyjamenn röðuðu inn mörkum og höfðu á tímabili náð 6 marka forskoti. Markahæstir og bestir í liði Eyjamanna voru þeir Valgarð Thoroddsen, Slavisa Rakanovic og Giedreus Cernauskas sem all- ir skoruðu skoruðu 6 mörk og einnig átti Sigmar Þröstur góðan leik í markinu og varði alls 14 skot. Hjá FH-ingum var það helst Magnús Arnason sem eitthvað líf var í og varði hann vel á köflum, eða alls 14 skot. Markahæstir FH-inga voru Knútur Sigurðsson og Lárus Long með 4 mörk. Heimakærir ÍR-ingar Það eru ekki bara Eyjamenn sem eiga góðan heimavöll, því IR-ing- ar eru einnig taplausir í Austur- berginu. Um helgina fengu þeir Selfyssinga í heimsókn og unnu þá sannfærandi 27:23. Selfyss- ingar byijuðu betur í leiknum og skoruðu tvö fyrstu mörkin, en þá tóku IR-ingar völdin og héldu forystunni allan leikinn. Staðan í hálfleik var 12:10 og aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti, þó Selfyssingum hafi um miðjan seinni hálfleik tekist að minnka muninn í eitt mark 17:16. Markahæstir hjá IR voru Jó- hann Ásgeirsson með 7/4 mörk og Ragnar Oskarsson með 6. Hallgrímur Jónasson, markvörð- ur IR, átti góðan dag og varði alls 18 skot. Hjá Selfyssingum voru marka- hæstir Robertas Pauzoulis með 6 mörk, Valdimar Þórsson með 4/2 og Haraldur Eðvaldsson 4. Guðmimdur og Júlíus með stórleik Þeir Guðmundur Hrafnkelsson og Júlíus Gunnarsson voru heldur betur í essinu sínu þegar Valsarar unnu Fram 23:24 í Safamýrinni. Guðmundur átti stórleik í mark- inu og varði alls 22 skot, en Júlíus raðaði inn tíu mörkum. Leikurinn var æsispennandi og skiptust liðin á forystunni í byrjun leiks. Framarar komust í 5:2, en þá small Valsvörnin saman og Guðmundur fór að vetja eins og berserkur. Valsarar skoruðu nú fimm mörk í röð án þess að Fröm- urum tækist að svara fyrir sig og staðan orðin 5:7 f}TÍr Val. Þetta varð til þess að Framarar misstu sjálfstraustið og greinilegt að þeir sakna járnkarlsins Oleg Titovs, til að berja saman baráttuandann í liðið. Eftir stöðuna 9:11 fyrir Val í hálfleik hélt sama baráttan áfram í seinni hálfleiknum. Valsar héldu þó forystunni lengst af, en Fröm- urum tókst að jafna í 23:23 á síð- ustu mínútum leiksins. Valsarar áttu síðan lokaorðið og sigurinn varð þeirra 23:24. Segja má að Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Vals, hafi öðrum fremur komið í veg fyrir Framsigur í þessum leik, en hann átti frábæran leik í markinu. Markahæstur Framara var Gunnar Berg Viktorsson með 9/6 mörk, en hjá Val skoraði Júlíus 10. Laxs Walter með tólf mörk lýrir KA Samtals 58 mörk voru skoruð á Akureyri, þegar Stjarnan vann KA 28:30. Eins og úrslitin gefa til kynna var varnarleikurinn ekki í hávegum hjá liðunum og þess vegna mikið skorað. Stjarnan sem var 13:15 yfir í hálfleik, náði undirtökunum strax í upphafi leiks og hélt öruggri forystu allan leikinn. Reynir Þór Reynisson, aðal markvörður KA, var ekki með í þessum leik og var auðséð að hann er liðinu mjög mikilvæg- ur. Langmarkahæstur hjá KA var Lars Walter með 12/5 mörk, en Jóhann G. Jóhannsson skoraði 5. Hjá Stjörnunni átti Konráð Olavson mjög góðan leik og var hann markahæstur með 9/2 mörk, en þeir Hilmar Þórlinds- son og Heiðmar Felixson skor- uðu 6 hvor. Siggi Sveins enn marka- hæstur Sigurður Sveinsson var marka- hæstur eins og venjulega þegar HK og Grótta/KR gerðu 25:25 jafntefli í Kópavoginum. Leikur- inn var hnífjafn og spennandi, en HK hafði þó forystuna framan af og var 13:8 yfir í hálfleik. Leikur- inn jafnaðist frekar í seinni hálf- leiknum og var jafnt á flestum tölum til loka leiksins. Gífurleg spenna var á lokamínútunum og jafnaði Gótta/KR leikinn þegar nokkrar sekúndur voru til leiks- loka. Hlynur Jóhannesson varði mjög vel fyrir HK, eða alls 18 skot, og var bestur HK-manna auk Sigurðar Sveinssonar sem skoraði 8 mörk. Hjá Gróttu/KR var Armand Melderis markahæstur með sjö mörk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.