Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag: dagsprent
Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefAn jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Aðstodarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
Símar: 460 6100 OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 KR. Á mánuði
Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík)
Aukinn metnaður
í fyrsta lagi
Islendingar eru sífellt að gera sig meira gildandi í því alþjóð-
lega samstarfi sem þjóðin tekur þátt í. Þetta kom glögglega
fram í máli Halldórs Asgrímssonar, utanríkisráðherra, á Al-
þingi í síðustu viku þegar hann hóf árlega umræðu þingmanna
um utanríkismál. Það er dæmigert fyrir þennan aukna metn-
að að íslensk stjórnvöld hafa nú ákveðið í fyrsta sinn að Island
eigi að sækjast eftir sæti í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna. I
meira en fimm áratuga sögu þessara heildarsamtaka þjóða
heims hafa Islendingar ávallt talið það of mikið í fang færst að
taka slíkt forystuhlutverk að sér og því í reynd látið frændþjóð-
unum á Norðurlöndum sætið eftir.
í öðru lagi
Islendingar eru einnig að taka við nýjum verkefnum í evrópsku
samstarfi. I síðustu viku féll varaformennskan í Evrópuráðinu
í hlut Islendinga, en það er undanfari þess að Island taki í
fyrsta sinn í sögunni við formennsku þessa víðtæka samstarfs-
vettvangs evrópskra ríkja. Eins og utanríkisráðherra benti á
hefur mikilvægi Evrópuráðsins vaxið eftir lok kalda stríðsins,
meðal annars vegna þess að sextán ríki sem áður voru hluti af
valdakerfi kommúnista í Austur-Evrópu hafa fengið aðild að
ráðinu. Forsenda samstarfsins á að vera gagnkvæm virðing fyr-
ir mannréttindum og frelsi. Utanríkisráðherra hefur réttilega
lagt áherslu á að frá þeim skuldbindingum megi ekkert aðild-
arríkjanna víkja.
í þriðja lagi
Norræna samstarfið sldptir Islendinga enn miklu máli. Marg-
ir spáðu því að ólík afstaða Norðurlanda til aðildar að Evrópu-
sambandinu myndi draga verulega úr hefðbundnu samstarfi
þeirra á milli. Svo virðist ekki vera. Líka á þessu sviði eru Is-
lendingar að taka að sér ný verkefni því formennska í norrænu
ráðherranefndinni kemst í íslenskar hendur um áramótin. Það
gefur stjórnvöldum enn betra tækifæri til að halda fram þeim
málum sem mestu skiptir fyrir íslenska þjóð.
Elías Snæland Jónsson
Gagnagnmmir
Garri hefur fylgst spenntur
með umræðunni um gagna-
grunnsfrumvarpið upp á
síðkastið. Þróun umræðunnar
hefur verið afar athyglisverð
því hún hefur þróast frá því að
vera frekar ómálaefnaleg yfir í
að vera fullkomlega ómálefna-
leg og nú síðast er hún orðin
að hreinum leðjuslag. Lengi
vel, meðan umræðan var á
sínu „frekar ómálefnalega"
stigi snerist allt um að
láta gagnrýnendur
gagnagrunnsírum-
varpsins virka eins og
afbrýðisamar eigin-
konur, sem sáu of-
sjónum yfir velgengni
Kára Stefánssonar,
sem í huga þjóðarinn-
ar var löngu orðinn að
ígildi nafna síns Sól-
mundarsonar.
Fullkomlega
ómálefnalegt
Sannast sagna hélst umræðan
nokkuð lengi á þessu stigi og
var að verða nokkuð leiðigjöm
þegar Ioksins kom eitthvað
ferskt inn í þær og læknarnir
og Kári gátu farið að rífast um
segulbandsupptökur og annað
í þeim dúr. Sérstaklega ómál-
efnaleg var t.d. samþykkt
læknafélagsins um að Kári
væri ekki andlegu jafnvægi og
þá var það ekki síður flottur
leikur hjá Kára að krefjast þess
að einhveijar segulbandsupp-
tökur af hálfopinberum fundi
yrðu eyðilagðar. Rétt eins og
þær skiptu einhverju máli!!
Þegar hér var komið sögu var
umræðan auðvitað orðin „full-
komlega ómálefnaleg" og
Garri eins og allur almenning-
ur átti sífellt auðveldara með
að setja sig inn í það sem í
daglegu tali gekk undir heitinu
V
„gagnagrunnsmálið'1. Spurn-
ingin sem menn þurftu að
svara til að ákveða sig varðandi
gagnagrunninn var einfaldlega
hvort menn voru sammála því
að hljóðrita í leyni fundi eða
hvort mönnum sýndist Kári í
dálitlu ójafnvægi eða ekki.
Leðiuslaguriim
En það var svo stórvinur Kára
og meðeigandi í Islenskri
erfðagreiningu Ernir
Snorrason sem með
dyggri hjálp Kára kom
umræðunni á hið eftir-
sóknaverða stig
„leðjuslagsins". Ernir
þessi lýsti frati á
gagnagrunnsfrum-
varpið og alla hug-
myndavinnuna að baki
því. Kári var náttúru-
lega fljótur að svara og
benti á að Ernir hefði
náttúrulega annarlega hags-
muni að leiðarljósi. Kári út-
skýrði skoðanir Ernis með því
að hann væri að semja við
annað lyfjafyrirtæki og myndi
græða fullt af peningum á því.
Þess vegna væri hann á móti
gagnagrunninum. I þessu felst
náttúrulega sú ótrúlega yfirlýs-
ing að tengslin við lyfjafyrir-
tæki ráði algerlega afstöðu
manna til gagnagrunnsins, og
þar með auðvitað Kára sjálfs
sem er algerlega upp á lyljafyr-
irtækin komin. Ur því hags-
munaategsl ráða skoðun Ernis
hljóta þau Iíka að ráða skoðun
Kára. Spurningin um stuðning
við gagnagrunn er því spurn-
ingin um hvaða lyfjarisa viljum
við styðja. Viljum við styðja ris-
ann hans Kára eða risann hans
Ernis? GARRI.
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
Réttlæti til sölu
Dagur tjallaði um prókjörskostn-
að á dögunum og ræddi við próf-
kjörskandídata Sjálfstæðisflokks-
ins á Reykjanesi. Þarna kom
fram að herkostnaður fyrir próf-
kjör gæti numið einum árslaun-
um þingmanns, 3-4 milljónum á
ári.
Með öðrum orðum, það er
vonlaust fyrir skulduga, barn-
marga verkamenn að ætla sér að
ná árangri í stjórnmálum í gegn-
um prófkjör. Menn verða að eiga
fé, hafa aðgang að fjármagni eða
eiga þ'ársterka að. Fátækir eða
tekjulitlir einstaklingar virðast
eiga litla möguleika á að verða
þingmenn með þátttöku í próf-
kjöri. Og hið sama gildir um
embætti forseta íslands, sem er
raunar margfalt „dýrara“ emb-
ætti en þingmennskan, eins og
menn muna úr síðustu forseta-
kosningum.
Sponsorar þingmanna
Þetta er auðvitað ekki nógu gott.
Því sá möguleiki er fyrir hendi að
manngildið sé óháð auðgildinu,
að bestu mennirnir
séu ekki endilega þeir
ríkustu eða þeir sem
eiga greiðastan að-
gang að fjármagni og
trausta bakhjarla. Og
einnig er það borð-
Iiggjandi að traustir
bakhjarlar og öflugir
stuðningsmenn vilja
gjarnan fá eitthvað
fyrir sinn snúð og
býður auðvitað þeirri
hættunni heim að
þingmenn gjaldi
greiðann með fyrir-
greiðslu til sinna „vel-
unnara." Og fjölmörg dæmi um
að kosningastjórar og bílstjórar
frambjóðenda hljóti umbun þeg-
ar í embætti í komið. Og örugg-
lega enn fleiri dæmi um að aðrir
„styrktaraðilar" eða eigum við að
segja „sponsorar“ frambjóðenda
njóti verka sinna í
þeirra þágu.
Réttlæti fjár
magnsins
Oft hefur verið varað
við þessari þróun hér
á landi. En sem betur
fer eru Islendingar
ekki komnir x sama
öngstræti í þessum
málum og vinir okkar
vestra, þar sem auð-
gildið er eini mæli-
kvarðinn á manngild-
ið.
í fréttaþættinum 60
minutes s.l. sunnudagskvöld var
Qallað um kosningar dómara þar
vestra, sérstaklega í Texas. Þar er
réttlætið ósköp einfaldlega til
sölu og falboðið hæstbjóðanda.
Dómarastóllinn í Texas kostar til
dæmis ekki undir 2 milljónum
dollara. Og helstu kostunaraðilar
dómaranna eru stórfyrirtæki,
spítalar og tryggingafélög, sem
þurfa gjarnan á hagstæðum
dómum að halda. Enda sýna
rannsóknir að þessir aðilar ríða
yfirleitt feitum hestum úr réttar-
sölum dómaranna sem þeir
styðja með milljónatugum. Enda
auðvitað erfitt fyrir dómara að
sýna hlutlægni í dómum sínum
þegar í hlut eiga póstmaðurinn
Paul annarsvegar og hinsvegar
tryggingafyrirtækið sem tryggði
dómaranum starf sitt með fjár-
framlögum.
Vonandi verður íslenskt rétt-
læti aldrei til sölu á sama hátt og
það virðist vera í guðs útvalda
íandi.
Ertu Síimmálíi Stein-
grími Hermannssyni um
að íslenskir ráðherrar
hafifarið með betlistaf
til aðfá Bandaríkja-
menn til að draga ekki
úr umsvifum hers þeirra
hér?
Jónína Sanders
formaðurbæjarráðsReykjanesbæjar.
„Eg vil ekki
meina að íslensk-
ir ráðherrar hafi
farið með
betlistaf í hendi
til Bandaríkja-
manna, því varn-
arsamningurinn er gagnkvæmur
- en ekki einhliða úthlutun á
fjármunum. Islendingar leggja
sitt af mörkum og Bandaríkja-
menn líka, en það er samkomu-
lagsatriði hvað er lagt fram af
hvorum aðila fyrir sig. Áður fyrr
skipti varnarliðið miklu máli fyr-
ir atvinnulíf á Suðurnesjum, en
vægi þess hefur minkað töluvert
á undanförnum árum og sömu-
Ieiðis þýðing þess, enda þótt
mikilvægt sé að hér sé varnarlið
vegna þátttöku Islands í sam-
starfi vestrænna ríkja.“
Giumlaugur A. Júlíusson
sveitarstjúri á Raufarliöfn.
„Ekki dreg ég í
efa að Steingrím-
ur Hermannsson
hafi hér ákveðin
rök, enda er
hann lengi búinn
að vera í hringiðu
stjórnmálanna. Upp kemur í
hugann ferð sem Jón Baldvin fór
vestur um haf f þessum tilgangi
þegar ákveðið hafði verið að
draga úr umsvifum hersins á
Kefíavíkurflugvelli. Það er
hraustlega tekið í árina hjá Stein-
grfmi að orða hlutina á þennan
hátt - og alveg örugglega rétt.“
Hjáluiar Ámason
þingmaður Frantsóknaiflokksins á
Reykjanesi.
„Nú bregður svo
við að ég er ekki
sammála vini
mínum Stein-
grími Hermanns-
syni. Eg veit ekki
betur en okkar
ráðherrar hafi tekið fullan þátt í
vinnu við sparnaðaraðgerðir að
kröfu Bandaríkjamanna - með
viðeigandi erfiðleikum vegna
fækkunar starfa. Málið snýst því
ekki um betlistaf heldur aðild
okkar að varnarsamtökum sem
hafa verið að endurskilgreina sig
og sitt starf á síðustu árum.“
Kristin Ástgeirsdóttir
þingmaður utan flokka.
„I þessu er ég al-
veg sammála
Steingrími. Ráð-
herrar hafa geng-
ið langt í að vilja
halda bandaríska
hernum áfram
hér og verið tíðförult vestur, þeg-
ar Bandaríkjamenn hafa sjálfir
viljað skera verulega niður. Það
er ljóst að mikilvægi herstöðvar-
innar á Keflavíkurfíugvelli hefur
stórlega minnkað og löngu tíma-
bært er að Islendingar taki varn-
armálin í eigin hendur - eftir því
sem við getum."