Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 5
Xfc^Hr ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1998 - 5 FRÉTTIR Allt of hátt verð fyr- ir saltfiskskenimur KEA hefur fest kaup á um 2000 fermetra húsnæði við Reykjavíkurhöfn og hyggst félagið nýta það fyrir verslun auk annarrar starfsemi. mynd: gva Forstjóri Baugs segir að hann hefði aldrei greitt það verð sem KEA borgar fyrir nýtt húsnæði við Reykja- vOmrhöfo. Mjög hag- kvæm staðsetning að mati KEA. Jón Asgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að verðið sem Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri ætlar að greiða fyrir saltfiskverk- un Jóns Asgeirssonar við Reykja- víkurhöfn, sé allt of hátt. KEA hefur keypt húsnæðið á 200 milljónir, með fyrirvara um for- kaupsrétt Reykjavíkurborgar og hyggst reka verslun þar í framtíð- inni ásamt annarri starfsemi. Jón Asgeir segir erfitt að finna hent- ugt húsnæði fyrir verslunarstarf- semi í Reykjavík í dag. Einhver er að tapa „Mér finnst ekki skrýtið að mað- urinn hafi slegið til og selt hús- næðið. Þetta er gríðarlega hátt verð miðað við saltfiskskemmur og miklu hærri upphæð en við INNLENT Búiiað arb ankiun færir út kvíamar Búnaðarbankinn skrifaði í gær undir samninga um stofnun dótturfyrirtækis í Luxemborg, BI Management Company. Jafn- framt var skrifað undir samning um samstarf dótturíyrirtækisins við Credit Agricole Indosuez bankann en hann er einn af þeim stærstu í heiminum og eitt þriggja stærstu fjármálafyrir- tækja í Luxemborg. Finnur Ing- ólfsson viðskiptaráðherra og sendiherra Frakklands hér á landi voru viðstaddir undirritun- ina. Manitbjörg á Breiðafirði Mannbjörg varð þegar trillan Breiðavík frá Olafsvík sökk á Breiðafirði á sunnudag. Leki kom að bátnum um átta sjómílur frá Rifi og sendi sjómaðurinn frá sér neyðarkall. Honum var bjarg- að um borð í Smyril frá Grundar- firði en skipverjanum hafði áður tekist að blása upp björgunarbát. Eldur á Vatns- leysuströnd íbúðarhús við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd brann í fyrri- nótt og er talið ónýtt. Oldruð kona býr í húsinu, en hún var fjarverandi þegar kviknaði í því. Eldsupptök eru af völdum raf- magns. hefðum nokkru sinni borgað. Svona mikill tilkostnaður kallar á gífurlega mikla sölu þegar menn eru að selja á lágu verði. Bónus byggðist þannig upp að við leituðum alltaf eftir mjög ódýru húsnæði en nú hefur um- hverfið breyst. Þarna erum við að tala um 200 milljóna kr. kostnað í kaupunum og aðrar 200 milljónir í að standsetja hús- Steingrímur Hermannsson, fyrr- verandi forsætisráðherra, sagði í sjónvarpsviðtali um helgina efn- islega á þá leið að sér hefði þótt það hryggilegt að sjá hvern utan- ríkisráðherrann á fætur öðrum fara á hnjánum til Bandaríkja- manna og biðja um að bandaríski herinn á Miðnesheiði verði kyrr. Slíkt hefði hann aldrei getað hugsað sér að gera. Hér á Steingrímur við þá Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra og fyrrum utanríkisráð- herra, og Halldór Asgrímsson, formann Framsóknarflokksins og núverandi utanríkisráðherra. Bamaskapur „Þessi ummæli vinar míns Stein- gríms Hermannssonar minna mig á það sem stendur f heilagri ritningu um barnaskapinn. Mig minnir að þar standi: Þegar ég var barn talaði ég eins og barn, en þegar ég varð fullorðinn lagði ég af barnaskapinn. Eg hefði haldið að Steingrímur, sem var manna lengst forsætisráðherra við góðar vinsældir Islendinga, hefði fyrir löngu lagt af svona barnaskap," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, þegar Dagur ræddi við hann um þessi ummæli Steingrfms Hermanns- sonar f gær. Jón Baldvin sagði að árið 1994 hafi hann samið við Perry, að- stoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um svo kallaða bókun á grundvelli varnarsamn- ingsins um framkvæmd varnar- samstarfsins. Þetta var þremur árum eftir fall Sovétríkjanna og þetta var að sögn Jóns, að lokn- ið. En það er gott að það gengur vel hjá þeim. Við erum með sölu- aukningu og mjög ánægðir, en markaðurinn tekur ekki enda- Iaust við. Einhver er að tapa,“ segir Jón Asgeir. Tengsl við sjávarútveg Dagur náði ekki tali af Eiríki S. Jóhannssyni, kaupfélagsstjóra KEA, en Júlíus Guðmundsson, Steingrímur Hermannsson gagn- rýnir Jón Baldvin. um umræðum um hvert skyldi verða framtíðarhlutverk varnar- stöðvarinnar á Islandi. Sú bókun gilti til ársins 1996. „Síðan hefur núverandi utan- ríkisráðherra endurtekið þetta þvf hann samdi aftur árið 1996 og sú bókun gildir til ársins 2001, en þar stendur að hana megi taka til endurskoðunar í byrjun árs 2000,“ sagði Jón Baldvin. Vilja menn innlendan her? Hann bendir á að þegar hann samdi um þessa bókun hafi það verið 3 árum eftir fall Sovétríkj- anna. Forsenda þeirrar bókunar hafi verið sú að þrátt fyrir miklar pólitískar breytingar þá hafi landafræðin verið óbreytt. Grundvallaratriði í varnarsam- starfinu innan NATO séu hin svo nefndu Atlantshafstengsl, sem sé að tryggja öryggi siglinga- og flutningaleiða yfir hafið milli N- Ameríku og Evrópu. „Nú er NATO, eftir fall Sovét- ríkjanna, orðið að hinu nýja ör- verslunarstjóri Nettó í Mjódd, segir að nýja búðin verði ekki opnuð á næstunni. Sjálfur verð- ur hann að líkindum verslunar- stjóri beggja verslananna og er jafnvel fyrirhugað að bæta við þriðju búðinni á höfuðborgar- svæðinu. „Afhending hússins mun dragast í nokkra mánuði enda er starfsemi þarna fyrir sem tekur tíma að losa. Við völdum þetta hús af því að þarna er ein aðalæðin vestur í bæ. A þessu svæði hefur markaðurinn ekki náð að mettast og við teljum staðsetninguna afar hentuga, ekki síst ef starfsemin þarna mun að einhverju leyti varða sjávarútveginn," segir Júlíus án þess að vilja upplýsa frekar um framtíðaráætlanir KEA. Skammt er þangað til ný Bón- usbúð opnar í þessum bæjar- hluta, þar sem áður var Nýja bíó í Lækjargötu. Jón Asgeir segir að önnur Bónusbúð muni opna á næstu 6-7 mánuðum og Júlíus segir veltu Nettó í Mjóddinni fara vaxandi. Júlíus segir viðræð- ur standa yfir um frekari bíla- stæði í kringum nýja húsnæðið og KEA sé greinilega komið til að vera sunnan heiða. — Bt> Jón Baldvin Hannibalsson segir Steingrím sýna barnaskap. yggisbandalagi álfunnar og allar þjóðir Evrópu, sem utan NATO standa hafa það á dagskrá að komast inn i bandalagið. NATO er viðurkennt sem árangursrík- asta friðar- og varnarbandalag sem uppi hefur verið í heimssög- unni og forsenda þess eru Atl- antshafstengslin. Þess vegna er það að við Islendingar þurfum að semja um það hvernig hlutverk stöðvarinnar verði lagað að hlut- verki NATO, sem þessa nýja ör- yggiskerfis. Hinn kosturinn væri sá að Islendingar kæmu sér sjálf- ir upp her og flota. Ef ég er jafn minnugur og Steingrímur minnir mig að hann sé frekar á móti því að Islending- ar stofni innlendan her. Svo minni ég á að við áttum gott sam- starf í ríkisstjórn 1988 til 1991, eða tvö þrjú ár eftir fall múrsins og frelsun A-Evrópu og ég man ekki eftir því að Steingrímur hafi orðað það að nú ættum við að láta herinn fara,“ sagði Jón Bald- vin Hannibalsson. - S.DÓR Hélt að Steingrímiir hefði lagt af svona bamaskap LOGREGLAN Fimm ungmeimi í athvarf Fámennt var í miðborginni að- faranótt laugardags enda veður iítt fallið til útiveru og virtist það hafa haldið aftur af skemmtana- áhuga borgarbúa, segir í dagbók lögreglunnar í Reykjavík um helgina. Fimm ungmenni voru flutt í athvarf og 3 fluttir á slysa- deild vegna áverka sem þeir höfðu hlotið eftir átök. Fjórir voru handteknir vegna ölvunar og ástands. 40 ökumeim kærðir Um helgina voru 26 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs og 13 vegna ölvunaraksturs. Okumaður var stöðvaður á Vesturlandsvegi eftir að hafa ver- ið mældur aka bifreið sinni á 142 km hraða í Artúnsbrekku. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum. Stal bíl og ók á tvo Að kvöldi föstudags var lögreglu tilkynnt að bifreið sem skilin hafði verið eftir í gangi væri horfin. Skömmu síðar fannst bif- reiðin þar sem henni hafði verið ekið á tvær aðrar bifreiðar og skemmt þær. Ekki liggur fyrir hver þjófurinn er. Þá var skráningarmerkjalaus bifreið skilin eftir á Suðuríands- braut að morgni sunnudags. Vegfarandur veittu ökumanni eftirför þegar hann hljóp brott af vettvangi. Talið er að bifreiðinni hafi verið stolið skömmu áður. Ökumaður var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Ógnaði manni á veitingahúsi Karlmaður var handtekinn af lögreglu eftir að hafa ógnað manni inni á veitingahúsi í mið- bænum með hnífi. Við leit fund- ust á honum ætluð fíkniefni auk Ijaðurhnífs. Maðurinn var flutt- ur í fangageymslu. Við eftirlit lögreglu var bifreið stöðvuð á Hverfisgötu aðfaranótt laugardags. Við leit fundust í bílnum ætluð fíkniefni. Öku- maður og farþegar voru fluttir á lögreglustöð. Ráðist á vakt- mann Ráðist var að vakt- manni Húsdýra- garðsins um klukk- an 4 að morgni Ráðist var á vakt- laugardags mann í Húsdýragarð- og hann inum um helgina. rispaður í andliti með búrhníf að talið er. Arasarmaður er ófundinn en honum er lýst sem 190 cm háum karlmanni með ljósar strípur í hári og var klæddur í dökkar buxur og dökka hettuúlpu. Þeir sem hafa orðið varir við manna- ferðir í Laugardalnum á þessum tíma sem gætu passað \ið þessa lýsingu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.