Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 11
Í>gptr
ERLENDAR FRÉTTIR
L.
K Q i A y r, íli 4 \* h V> ** * W »1 K >* i* H l f) I *i •)
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1 998 - 11
Mannfj ölguniii
hægir á sér
MannQöldafræðin styðst við ein-
falda framreikninga þegar sú nið-
urstaða er fengin, að árið 2050
verði íbúar á jarðarkúlunni orðn-
ir 11,2 milljarðar. Núna eru þeir
5,9 milljarðar og hefur mann-
fjöldinn tvöfaldast á nokkrum
áratugum. Menn hafa áhyggjur
af fjölguninni og sjá fram á að
takmörkuð náttúrugæði verði
fullnýtt og fæstir þora að hugsa
þá hugsun til enda hvernig þá fer
fyrir mannkyni, nema þeir sem
hafa ofsatrú á tækniframförum,
sem leysa muni öll vandamál sem
upp kunna að koma. En tæknin
getur allt eins orðið manninum
að fjörtjóni.
Fyrir tveim öldum var fyrst far-
ið að vekja athygli á að oífjölgun
manna gæti orðið vandamál sem
illt yrði að ráða við. En farsóttir
og náttúruhamfarir höggva iðu-
lega skarð í mannskapinn og er
það fyrir löngu kunn staðreynd,
að farsóttir eru einkum skseðar
þar sem þéttbýlið er mest og
grisja íbúa þeirra svæða meira en
þar sem dreift er búið.
En þróun sfðustu ára og ára-
tuga sýnir að full ástæða er til að
endurskoða mannfjöldaspádóma
því einhver öfl, hvemig sem þau
eru til komin, grípa í taumana og
koma í veg fyrir offjölgun manna.
í Kína hafa stjórnvöld gripið til
harkalegra aðgerða til að koma í
veg fyrir óhóflega fjölgun. Þar
eru barneignir hreinlega bannað-
ar með Iagaboði og ströngum
viðurlögum.
I mörgum Evrópulöndum er
fólki farið að fækka, svo sem í
Rússlandi, Þýskalandi og Italíu. I
ríkum iðnaðarsamfélögum tak-
marka konur bameignir og kjósa
fremur menntun og þátttöku í
atvinnulífi en að binda sig við
uppeldi barna. Svo sýnist sem
hagvöxtur og mannfjölgun fari
ekki saman. Ibúafjöldi stendur
nokkurn veginn í stað í 32 lönd-
um, sem öll teljast iðnvædd og
efnuð.
Afturför
I mörgum þróunarríkjum hefur
mannfjölgunin hægt verulega á
sér. En það er ekki vegna skipu-
lagðra aðgerða eða fjölskylduá-
ætlana. Það er einfaldlega vegna
þess að dauðsföllum barna og
ungs fólks fjölgar. Ríki þar sem
mannfjölgunin hefur verið mest
á umliðnum áratugum ráða ekki
við fjölgunina. Hagvöxtur og
framfarir stöðvast og er jafnvel
um afturför að ræða.
Mjög dregur úr fjölgun í lönd-
um eins og Indlandi, Pakistan,
Eþíópíu og Nigeríu. Stjórnvöld
þessara ríkja hafa ekki bolmagn
til að mennta og veita heilsufars-
þjónustu allra þeirra barna sem
Baksvið
Þjððir og kynþættir
takast á imi lönd og
auðsuppsprettur. Að
berjast til landa er
ekkert nýtt í mann-
kynssögunni og er nú-
tíminn ekki undan-
skilinn.
eru að komast á legg. Þá eru
mikil vandamál að fæða og klæða
og sjá fólki fyrir húsaskjóli þegar
fjölgunin fer úr böndunum.
Skógar eyðast og vatnsbirgðir
tæmast og jarðvegur blæs upp
þegar náttúrunni er ofboðið og í
kjölfarið koma þurrkar, farsóttir
og hugursneyð. Fréttir af svona
ástandi eru orðnar viðvarandi í
fjölmiðlum og segja aldrei nema
ofurlítinn hluta sögunnar.
Heilbrigðisstofnun SÞ telur að
fjórðungur íbúa Zimbabwe og
Botswana séu smitaðir af eyðni-
veiru. I nágrannarfkjunum er
ástandið litlu skárra. Þetta þýðir
að á næsta áratug mun að
minnsta kosti fjórðungur íbúa
þessara landa látast af þessum
sjúkdómi einum saman. Þessu
ástandi er ekki við annað að líkja
en plágunni sem geisaði í Evrópu
á fimmtándu öld.
A Indlandsskaga hefur fjölgun-
in verið svo ör að vatn er á þrot-
um. Ekki er hægt að bæta við
áveitum til að rækta meira land
og ríkisstjórnir kunna engin ráð
til að bæta þar úr. Enda er helsta
ráðið að hefja kjarnorkuvopna-
kapphlaup, til hvers sem það
kann að leiða. Vatnasvæði Nílar
er svo fullnýtt, að sáralítið vatn
nær óshólmunum við Miðjarðar-
haf. Ef einhverjar þjóðir sem
þarna búa ætla að auka vatns-
notkun sína eða breyta rennslinu
má telja öruggt að til átaka kem-
ur, þar sem líf tugmilljóna er í
húfi.
Barist iiiii landgæði
Skærur, hernaðarátök og land-
hreinsanir fara vaxandi og er oft-
ar en ekki barist um Iand. Atökin
og þjóðarmorðin í Rwanda þar
sem Hútúar og Tútsar reyna allt
hvað þeir geta til að útrýma hver
öðrum, er öðru fremur barátta
um landgæði. Þau eru mikil í
þessum hluta Afríku og eins og
annars staðar, þar sem svo háttar
til fjölgar fólki og þéttbýlið eykst
þar til landið er ofnýtt og afls-
munur er látinn ráða.
Þjóðir og kynþættir takast á
um Iandgæði og auðsuppsprett-
ur. Að beijast til landa er ekkert
nýtt í mannkynssögunni og er
nútíminn ekki undanskilinn.
Indverjar og Pakistanar eru bún-
ir að beijast á jökli, sem rfkin
hafa deilt um síðan þau voru
mynduð og er mannfall í þeirri
orrustu orðið mikið. Ríkjamynd-
un og landhreinsanir á
Balkanskaga ógna friði í Evrópu
sí og æ og svona má lengi áfram
telja.
En hvort sem við álítum að
fjöldatakmörkun mannfólksins
fari fram með geðfelldum hætti
eða einhvern veginn öðruvísi
grípa einhver lögmál á taumana
þegar náttúrunni og hennar gæð-
um er ofgert og leita jafnvægis.
Svo er hinn viti borni maður
smám saman að láta sér skiljast
að ekki dugir að nauðga höfuð-
skepnunum með takmarkalaustri
græðgi og er jafnvel kominn á að
stig að vera farinn að bera um-
hyggju fyrir lofthjúpnum sem
hann lifir og hrærist í.
Israel frestar brott-
flutnmgi herliðs
ISRAEL - Samkvæmt Wye-sam-
komulaginu, sem Israelsmenn og
Palestínumenn gerðu í Bandaríkj-
unum í síðasta mánuði, átti fyrsti
áfanginn í brottflutningi ísraelskra
hermanna af Vesturbakkanum að
hefjast þann 16. nóvember næst-
komandi. Allt bendir til þess að það
muni dragast eitthvað, að sögn
Davids Bar-IIlans, aðalráðgjafa
Benjamins Netanjahus forsætis-
ráðherra. Ríkisstjórn Israels tekur
samninginn ekki til staðfestingar
fyrr en á föstudag, að talið er, en
því var frestað eftir sprengjuárás í Jerúsalem á föstudag. Israelsmenn
túlka samninginn svo, að framkvæmd hans geti ekki hafist fyrr en
bæði þing og ríkisstjórn hafa staðfest hann.
Benjamin Netanjahu,
forsætisráðherra Israels.
Hvetja umheiminu til að veita
ríkulega aðstoð
MIÐ-AMERIKA - Forsetar þeirra Mið-Ameríkuríkja sem urðu fyrir
mestum skaða af völdum fellibylsins Mitch komu saman í San
Salvador, höfuðborg EI Salvador, í gær til þess að fá heildaryfirsýn yfir
tjónið. Hvöttu þeir erlend ríld til þess að sýna stórlyndi og veita Mið-
Ameríkuríkjunum öfluga aðstoð við uppbygginguna.
Tala þeirra sem fórust eða er saknað er komin yfir 30 þúsund. Tjón
á mannvirkjum er þvílíkt, að þess eru varla nokkur dæmi í þessum
heimshluta. Samgöngumannvirki eru að mildum hluta eyðilögð og
uppskerutjón gífurlegt. Hondúras og Níkaragúa urðu verst úti í ham-
förunum sem fylgdu fellibylnum, en mjög alvarlegt tjón varð líka í
Gvatemala og E1 Salvador.
Bandaríkiit tvístíg-
andi varðandi írak
BANDARÍKIN - Bandarísk stjórn-
völd hafa enn ekki tekið ákvörðun
um, hvernig bregðast skuli við því
að Irakar neituðu frekara samstarfi
við vopnaefdrlit Sameinuðu þjóð-
anna. Talsmaður Bandaríkjaforseta
sagði ýmsa möguleika hafa verið
rædda á löngum fundum.
Iraksstjórn hefur krafist þess að
refsiaðgerðum Sameinuðu þjóð-
anna verði aflétt í áföngum áður en
frekara samstarf með vopnaeftirlit-
inu komi til greina. Bandaríkin
hafa hótað því að gera Ioftárásir á Irak, en það gæti einungis orðið til
þess að Saddam Hussein Iokaði endanlega dyrunum á vopnaeftirlitið
og efla samstöðu Arabaþjóða með honum.
Þjóöverjar minnast ógnamætur
ÞÝSKALAND - 60 ár voru í nótt liðin frá því nasistar í Þýskaiandi
fjölmenntu út á götur til að ganga í skrokk á gyðingum og eyðileggja
fyrirtæki þeirra, og var þess minnst víða í Þýskalandi í gær. Roman
Herzog, forseti Þýskalands, sagði nóttina milli 9. og 10. nóvember
1938 vera meðal þess hryllilegasta sem gerst hefði í sögu Þýskalands
og þvílíkt kjaftshögg framan í mannkynið og siðmenninguna að ekki
má gleymast. „Þó var hún aðeins fyrirboði þess, sem koma skyldi,"
sagði hann.
Atyiuniilausiiiii í ESB fækkar
EVRÓPUSAMBANDIÐ - Atvinnuleysið í aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins mældist vera 9,9% í september síðastliðnum, og er það í
fýrsta sinn frá því 1992 sem það mælist undir 10%. Fyrir einu ári var
atvinnuleysið í Evrópusambandinu 10,6%.
Þýska stjómiu
hraðar fhitniugi til
Berlíuar
ÞÝSKALAND - Ríkisstjórn Þýska-
lands vill að flutningi stjórnarskrif-
stofa frá Bonn til Berlinar verði
hraðað sem mest má verða. Ger-
hard Schröder, kanslari Þýska-
lands, telur mikilvægt að stjórnin
flytjist þangað sem fyrst til þess að
aðlaga Berlín að hinu nýja hlut-
verki sínu, sem höfuðborg Þýska-
lands. Við sameiningu Austur- og
Vestur-Þýskalands var ákveðið að
Berlín yrði höfuðborg hins samein-
aða ríkis.