Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 3
ÞRIDJUDAGUR 10. NÚVEMBER 1998 - 3 Xfc^MT' FRÉTTIR Þrír keppa um leið- togasætið hans Egils Þrír hafa þegar gefid kost á sér í fyrsta sæt- ið í fyrirhuguðu próf- kjöri Sjálfstæðis- flokksins á Austur- landi, en Egill Jóus- son hefur ákveðið að hætta. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi verður um miðjan janúar en þegar stefnir í góðan slag um fyrsta sætið. EgiII Jóns- son þingmaður flokksins í ára- tugi hefur ákveðið að hætta. Arn- björg Sveinsdóttir þingmaður sem var í öðru sæti í síðustu kosningum sækist eftir eftir fyrsta sætinu nú og það gera ein- nig Albert Eymundsson, skóla- stjóri á Höfn, og Olafur Ragnars- son, sveitarstjóri á Djúpavogi. Fastlega má gera ráð fyrir að fleiri eigi eftir að stimpla sig inn. Til stóð að halda kjördæmis- þing á Seyðisfirði á Iaugardaginn var en ófært var um Fjarðarheiði og víðar á Austfjörðum og voru aðeins um 25 sjálfstæðismenn komnir til Seyðisfjarðar þegar heiðin lokaðist en um 30 á Egils- stöðum. Skotið var á símafundi Egill Jónsson. Arnbjörg Sveinsdóttir. Egill Jónsson hefur ákveðið að hætta á Alþingi. Arnbjörg Sveinsdóttir vill gjarnan taka sæti hans en Ijóst að a.m.k tveir keppa við hana íprófkjöri sjálfstæðis- manna á Austuriandi. og var ákveðið að halda prófkjör 16. janúar nk. Jónas A. Þ. Jóns- son á Seyðisfirði, formaður framkvæmdanefndar um próf- kjörið, segir að það ráðist af þátt- töku um hversu mörg sæti verði kosið. Boðað verður til kjördæma- þings um næstu mánaðamót, lík- lega 28. nóvember, en þá rennur út frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjörinu. 1 góðristððu „Það er rétt að ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til þing- mennsku við kosningarnar f vor. Eg tel mig vera í góðri stöðu til að hætta. Ég tel mig hafa betri persónulega og pólitíska stöðu á Austurlandi en nokkru sinni áður. Einnig veit ég að Sjálfstæð- isflokkurinn er í einkar góðum færum þar um þessar mundir. Það er því ánægjulegt fyrir mig að ganga ffá borði með svo vel búið fley, ef svo má að orði kom- ast,“ sagði EgiII Jónsson, bóndi á Seljavöllum og alþingismaður. Hann hefur verið þingmaður Austurlandskjördæmis í 20 ár og er orðinn 68 ára gamall. Breytt kjördæmi Hann bendir Iíka á að næsta kjörtímabil verði afar sérstætt vegna fyrirhugaðrar kjördæma- breytingar. „Það er alveg augljóst mál að ég færi ekki í framboð árið 2003. Mér sýnist að þeir sem verða kjörnir á þing fyrir Iandsbyggð- ina í vor verði að taka sinn tíma í að kynna sig í nýjum og stórum kjördæmum. Það tók mig tíma að kynna mig í Austurlandskjör- dæmi og maður yrði þá að eyða löngum tíma í að kynna sig í kjördæmi frá Siglufirði að Lóma- gnúpi og eyða til þess mínu síð- asta kjörtímabili. Það er því fleira en eitt sem styður þá ákvörðun mfna að hætta," sagði EgiII Jónsson. EgiII sagði þau þrjú sem gefið hafi kost á sér mikla vini sína. Hann ætti erfitt með að gera upp á milli þeirra og gæti því ekki gefið það út hvern hann styddi í efsta sætið. s.dór/gg Vigdís Finnbogadóttir: Nefnd UNESCO hefur ekkert með erfðavís- indi að gera. Engir hagsmuna- árekstrar „Þetta er misskilningur hjá Erni. Siðanefndin hjá LINESCO, sem ég á sæti í, Ijallar um orkumál, ferskt vatn og upplýsingasamfé- lagið og ekkert annað," segir Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Islands. Hún vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um ummæli Ernis Snorrasonar geðlæknis þess efn- is að sérkennilejgt væri að Vigdís sæti í stjórn Islenskrar erfða- greiningar um leið og hún væri í nefnd, UNESCO um siðfræði vísinda. „Gagnagrunnsfrum- varpið er stærsta siðfræðilega vandamálið sem komið hefur upp á Islandi og hún hefur ekki séð ástæðu til þess að segja orð um málið,“ sagði Ernir í DV. Vigdís er í Alþjóðaráði UNESCO um siðferði í vísind- um og tækni. Önnur UNESCO- nefnd fjallar um siðferði og erfðavísindi. — FÞG Skipasmíðastöðin Ósey I Hafnarfirði gjöreyðilagðist í eldsvoða um helgina og er tjónið talið ekki undir hundrað milljónum króna. Bátur sem var ísmíðum eyðilagðist en það tókst að forða þremur bátum sem voru utandyra. Eldsupptök eru ókunn.MYND: gva Pattstaða í framboðs- málum samfyUángar Enn situr allt fast í aðferðafræðinni við að koma saman lista í Reykjavík og er talað um pattstöðu í mál- inu. „Það má segja að upp sé komin pattstaða hjá okkur. Við kratar viljum prófkjör en tveir alþýðu- bandalagsmenn í nefndinni vilja uppstillingu. Þarna situr allt fast,“ sagði Birgir Dýrfjörð, full- trúi krata í níu manna nefnd- inni, sem vinnur að því að ákveða með hvaða hætti lista samfylkingarinnar í Reykjavík verður komið saman. Tveir af þremur fulltrúum AI- þýðubandalagsins halda fast við að stillt verði upp á listann. Sá þriðji, Gísli Gunnarsson sagn- fræðingur, hefur hins vegar Iagt fram bréf í nefndinni þar sem hann rekur það sem gerst hefur og að allt sitji fast: „I ljósi þessar- ar staðreyndar tel ég tímabært að lýsa eftirfarandi yfir: Ég styð „rökstudda tillögu frá Alþýðu- flokki um forval sanngirnisreglu og sérákvæði sem lögð var fram á fundi nefndarinnar 28. október sl.“ Kvennalistinn segir pass í þessu máli. Konunum er sama hvort stillt er upp eða farið í prófkjör bara ef þeim verða tryggð tvö sæti af átta efstu. Sanngimisregla Sanngirnisreglan í tillögu kratanna um prófkjör er að gert er ráð fyrir að enginn flokkanna þriggja, sem að samfylkingunni standa, fái tvö sæti fyrr en hver þeirra hefur hlotið eitt sæti og enginn hljóti minna en tvö sæti af þeim átta efstu sem kosið er um. Ekki er búist við að mikið ger- ist í þessum málum né hjá stýrinefndinni svo kölluðu vik- unni vegna þess að þau Margrét Frímannsdóttir, formaður AI- þýðubandalagsins, og Svavar Gestsson alþingismaður eru stödd á Kúbu og koma ekki heim fyrr en um næstu helgi. — S.DÓR Nýr meirihluti á Austur- Héraði Sjálfstæðismenn á Austur-Héraði ákváðu í gær að ræða við framsóknarmenn um mynd- un nýs meirihluta í bæjarstjórn Austur-Hér- aðs og var fyrsti fundurinn í gærkvöld. Bæjar- stjórn er skipuð 2 sjálfstæðismönnum, 4 framsóknarmönnum og 3 fulltrúum félags- hyggjufólks. Meirihluti framsóknarmanna og félags- hyggjufólks sprakk í síðustu viku, m.a. vegna ágreinings um það hvort það ætti að vera Guðmundur Pálsson bæjartæknifræðingur eða Sigurborg Hannesdóttir umhverfisfulltrúi sem ætti að verða yfir umhverfissviði bæjar- Sigrún Harðardóttir, bæj- arfulltrúi sjálfstæðis- manna á Austur-Héraði. Sigrún Harðardóttir, annar fulltrúi D-lista, segir að fundist hafi góður samstarfsgrundvöllur á sunnudag og rætt hafi verið óformlega við bæjarfulltrúa Framsóknar. Stefnt sé að því að skipting embætta verði sem jöfnust, einnig formennska í nefndum. Sigrún reiknar með að eining verði um að Björn Hafþór Guðmundsson verði áfram bæj- arstjóri. — GG Stórt gjaldþrot verktaka Alls tæplega 198 miilljóna króna kröfur bárust í þrotabú verktakafyr- irtækis Hilmars Hafsteinssonar í Keflavík, en skiptum lauk nýverið. 21,3 milljónir fengust upp í 42,1 milljónar króna veðkröfur með því að persónuleg húseign Hilmars seldist, en ekkert fékkst upp í afgang- inn. Auk veðkrafna lágu fyrir forgangskröfur upp á 5,9 milljónir króna og almennar kröfur upp á tæpiega 150 milljónir. Langstærsti kröfu- hafinn var Sparisjóðurinn í Keflavík. Síðustu verkefni Hilmars voru sundlaug í Grindavík og síðan hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði, en hann varð að hætta við það verkefni og var í kjölfarið tekinn til gjaldþrotaskipta. — FÞG Söfnun vegna MidAineríku Hjálparstofnun kirkjunnar hefur hafið söfnun vegna hörmunganna sem gengið hafa yfir í Mið-Ameríku að undanförnu. Söfnunarreikn- ingurinn er nr. 27 og er í SPRON. in/v [ ’iubnaí? Tnvt- m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.