Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 8
8- ÞRIDJUDAGUR 10. NÚVEMBER 1998
FRÉTTASKÝRING
GIJÐ
MVJNDUR
RUNAR
HEIDARS
SON
SKRIFAR
Verið að huga að
breyttu rekstrarformi
raunsóknarstofa Rík-
isspítala. Hefur engiu
áhrif á baráttu meina-
tækna. Skiptar skoð-
anir um launatilboð.
Lögmæti hópuppsagna
kaimað.
„Það er allt inni í myndinni,“ seg-
ir Guðmundur G. Þórarinsson,
stjórnarformaður Ríkisspftala,
hvort rannsóknarstofurnar verði
starfræktar í verktöku eða hrein-
lega einkavæddar áður en langt
um líður.
Breytt rekstrarform
I nokkra mánuði hafa staðið yfir
athuganir á Ríkisspítulunum um
breytt rekstrarform á rannsóknar-
stofunum. I því sambandi er
stefnt að því að aðskilja þær frá
rekstri spítalans. Verið er að
skoða til hvers það gæti Ieitt og
m.a. í hversu miklum mæli þjón-
usta verður keypt utan Landspít-
ala, hversu mildð eigi að vinna
þessa rannsóknavinnu innan spít-
alans og hvort breytt skipulag
leiði til aukinnar hagkvæmni í
tækjakaupum og nýtingu á mann-
afla.
Guðmundur G. Þórarinsson,
stjórnarformaður Ríkisspítala,
segir að það sé ekkert ólíklegt að
deila spítalans við meinatækna
kunni að flýta fyrir þessari vinnu
og ákvörðunum um niðurstöðu.
Hann leggur þunga áherslu á að
stjórnendur Ríkisspítala standa
frammi fyrir grafalvarlegu máli
sem eru hópuppsagnir tæplega
50 meinatækna sem „virða ekki
leikreglur þjóðfélagsins" og áhrif
þess á starfsemi spítalans. Hann
segir þó að það hefði verið byrjað
að vinna að þessum athugunum á
breyttu rekstrarformi rannsókn-
arstofanna áður en í odda skarst á
milli spítalans og meinatækna.
Hins vegar hefur þessi vinna ver-
ið unnin f samráði við heilbrigðis-
ráðuneytið og að hluta til á þess
vegum og meðal vinnuhópa hjá
Viðtalstími
samgönguráðherra
Halldór Blöndal samgönguráðherra verður með viðtalstíma í
Kaupangi við Mýrarveg fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10-12
og 13.30-17.
Tímapantanir í símum 462-1500 og 462-1504 á daginn og í síma
462-3557 utan skrifstofutíma.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Staða fulltrúa
Staða fulltrúa á rekstrardeild Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar er
laus til umsóknar. Um er að ræða 75% starf og í því felst innritun
barna á leikskóla, símavarsla og önnur almenn skrifstofustörf.
Viðkomandi starfsmaður þarf að búa yfir færni í mannlegum
samskiptum, hafa gott vald á íslensku máli og geta
unnið sjálfstætt.
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustumiðstöð í þágu
menntunar í bænum, með sérhæft starfsfólk þar sem ríkir eining
og jákvæður starfsandi. Þess ber að geta að stofnunin er reyklaus
vinnustaður.
Launakjör eru samkvæmt samningi við Starfsmannafélag Hafnar-
fjarðar. Upplýsingar gefur Ingibjörg Einarsdóttir, rekstrarstjóri og
Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólafulltrúi í síma 555 2340.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar,
Strandgötu 31. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 1998.
Skólafulltrúi
Ríkisspítulum. Hann segist gera
ráð fyrir því að meinatæknar viti
af þessum athugunum.
Lögmæti kaimað
Guðmundur G. telur heldur ekki
ólíklegt að stjórn Ríkisspítala
muni eiga frumkvæði að því að
kannað verði lögmæti uppsagna
meinatæknanna. Hann er jafn-
framt ekki frá því að spítalinn sé
búinn að bjóða meinatæknum
allt að 27-28% Iaunahækkun til
viðbótar við þau 4% sem komu til
framkvæmda um síðustu áramót.
Hann segir stöðuna í deilunni
vera mjög erfiða og sum atriði í
kröfugerð meinatækna sem ekki
er hægt að ganga að. Þar á meðal
eru kröfur um launaflokkahækk-
anir og órofinn samningstíma,
þ.e. að uppsagnirnar leiði ekki til
réttindamissis þegar og ef meina-
tæknarnir koma aftur til vinnu.
Breytir engu
Anna Svanhildur Sigurðardóttir,
talsmaður meinatækna, segist
hafa heyrt af þessum athugunum
og til hvaða niðurstaða það gæti
leitt. Hins vegar tækju meina-
tæknar ekki þátt í þeirri umræðu.
Þess í stað ætla menn að sjá til
hvers þær munu Ieiða.
„Þetta breytir ekki okkar af-
stöðu og hefur engin áhrif á okk-
ur,“ segir Anna Svanhildur.
Fulitrúar meinatækna hittu
Vigdísi Magnúsdóttur, forstjóra
Ríkisspítala, um miðjan dag í gær.
Þar svaraði hún þeim athuga-
semdum sem meinatæknar höfðu
gert á tilboði spítalans frá því um
helgina. Anna Svanhildur Sigurð-
ardóttir, talsmaður meinatækna,
vildi ekki tjá sig um svör forstjór-
ans fyrr en búið væri að kynna
það á fundi meinatækna. Hún
sagði þó að engin tímapressa væri
á þeim að svara Ríkisspítulum.
Mikill laimamimur
Samkvæmt upplýsingum frá Rík-
isspítulum eru mánaðarlaun
meinatækna miðað við kauptaxta
frá 110-130 þúsund krónur eftir
starfsaldri og ábyrgð. Miðað við
allt að 25% hækkun, eins og tals-
menn Ríkisspítala staðhæfa að
hafa boðið meinatæknum,
mundu þessi taxtalaun hækka í
130-150 þúsund krónur. Með yf-
irvinnu og vaktavinnu gætu
heildarlaunin farið í 200 þúsund
krónur og jafnvel meira. Að baki
slíkum launum gæti verið allt að
50-60 tíma vinnuvika. A sama
tfma fær danskur meinatæknir
240 þúsund á mánuði fyrir 37,5
stunda vinnuviku. Erfitt er að
segja til um hvaða laun meina-
tæknar fá á almennum markaði,
en staðhæft hefur verið að þau
séu mun hærri en ríkið borgar.
Svo virðist sem enn sé langt í
land að sættir takist í deilu
meinatækna og stjórnenda Ríkis-
spítala um gerð stofnanasamn-
ings með tilheyrandi starfsmati
og röðun í Iaunaflokka sam-
kvæmt nýju Iaunakerfi. Þessi
deila snýst því öðru fremur um að
klára það verk sem samið var um
að ráðast í þegar skrifað var und-
ir nýjan aðalkjarasamning í fyrra.
Þótt það hafi reynst þrautin
þyngri hjá fjársveltri stofnun eins
og hjá Ríkisspítulum, þá getur
það þó breyst í einni sviphend-
ingu, enda geta kaupin á eyrinni
í nokkra mánuði hafa staðið yfir athuganir á Ríkisspítulunum um breytt rekstra,
rekstri s
gerst með undrahraða þegar for-
sendur breytast.
Trúnaðarbrestur
Eftir helgina töldu þó meina-
tæknar að það væri kominn trún-
aðarbrestur á milli þeirra og for-
ráðamanna spítalans eftir það
sem á undan hefur gengið. Þar er
ekkert eitt öðru fremur heldur
allt það ferli sem átt hefur sér
stað á milli þeirra og stjórnenda
spítalans sem síðan lyktaði með
útgöngu hátt í 50 meinafræðinga
um sl. mánaðamót. Þess utan
hefur það hleypt illu blóði í
meinatækna sem og aðra ríkis-
starfsmenn þau áform stjórnvalda
að reyna með lagasetningu að
koma í veg fyrir hópuppsagnir
sem Iið í kjarabaráttu. Engu að
síður hafa þessir meinatæknar
sinnt neyðartilvikum þegar yfir-
læknar hafa metið það svo. Það
helgast m.a. af þeirri borgaralegu
skyldu sem lögð er á heilbrigðis-
stéttir.
Fordæmisgefandi
Af hálfu spítalans þykja kaupkröf-
ur meinatækna í stofnanasamn-
ingi það háar að þær mundu
verða fordæmisgefandi fyrir aðrar
starfsstéttir spítalans ef gengið
yrði að þeim. Þá væri fjandinn
laus með tilheyrandi kröfugerð og
jafnvel uppsögnum annarra
starfsstétta. Þar fyrir utan virðist
sem fjársvelti Ríkisspítala geri það
að verkum að spítalanum helst
illa á starfsfólki sem hefur mögu-
leika á að fá betri kjör annars
staðar. A meðan ekkert gengur á
yfirborðinu reynir t.d. Læknaráð
Landspítalans að miðla málum,
auk þess sem fundað er stíft með-
al stjómenda spítalans til að finna
útgönguleiðir í þessari deilu sem
hefur hálf lamað starfsemi þessa
stóra spítala. Þegar öllu er botn-
inn hvolft bitnar þessi deila fyrst
og fremst á sjúklingum sem verða
að líða fyrir það að fá ekki þá
þjónustu sem þeir ella mundu fá
ef starfsemin væri eðlileg.