Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 4
4- ÞRIDJVDAGUR 10. NÓVEMRER 1998 Da^ur FRÉTTIR Mannlíf í norðrí íslendingax taka við formennsku í nor- rænu ráðherranefnd- inni eftir áramót. „Island mun á formennskuárinu beina sjónum sérstaklega að haf- inu, náttúru og mannlífi á norð- urslóðum og vestnorrænum svæðum," sagði Davíð Oddson, forsætisráðherra í stefnuræðu á Norðurlandaráðsþingi í gær en Islendingar taka við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni af Svíum eftir áramót. Svíar lögðu ríka áherslu á um- hverfismál í formennskutíð sinni og Islendingar munu kappkosta að fylgja þeirri áherslu, sagði Davíð. Lögð verður fram áætlun um markmið „Fólkið og hafið í norðri" þar sem stefnt er að sjálfbæru samfélagi á Norður- löndum með sérstakri áherslu á norðurslóð- ir og vestnorræn svæði. „Sérstök áhersla verður Iögð á skyn- samlega nýtingu end- urnýjanlegra auðlinda á svæðinu. Aætlunin tekur og til samstarfs mennta- og rann- sóknastofnana og að- gerða til að auka skilning og þekkingu umheimsins á lífi og kjörum fólks á norðurslóðum og vestnorrænum svæðum. Loks hefur Island áhuga á að koma á samstarfi um tiltekin verkefni við grannsvæði í vestri, m.a. í Skotlandi og á Hjaltlandseyjum," sagði forsætisráðherra. Meira frelsi en áður Davíð sagði einnig að þrátt fyrir átökin í Kósóvo og geigvænleg vandamál í Rússlandi og sumum öðrum fyrr- um Sovétlýðveldum, ríkti nú í heild í Evr- ópu meira frelsi og nánari samvinna en þekkst hefði áður. „Því má eklci glutra niður tækifærinu sem nú býðst til að skapa nýja Evrópu. Til að ná því marki verður að stefna markvisst að því að sú efnahagslega og pólitíska sam- tvinnun sem lengi hefur átt sér stað í Vestur-Evrópu nái fótfestu um alla álfuna. Jafnframt verða alþjóðastofnanir í Evrópu og að- ildarríki þeirra að standa ein- dregið gegn öflum sem kunna að vilja grafa undan slíkri stefnu. Það er lærdómurinn sem dreg- inn verður af sögu þessarar ald- ar,“ sagði Davíð. Davíð Oddson forsætisráðherra. Bótaþegar hafa setið eftir Stjórnarandstaðan í fjárlaganefnd, undir forystu Gísla S. Einarsson- ar, óskaði eftir því við formann nefndarinnar, Jón Kristjánsson, að hann aflaði upplýsinga um hækkun bóta til bótaþega á árunum 1995-1998 og sömuleiðis hvað almenn launahækkun hefur verið á þessu tímabili. í svari frá fjármálaráðuneytinu við fyrirspurninni kemur fram, að almenn laun f landinu hafi á þessu tímabili hækkað 10% meira en bætur til bótaþega. Gísli S. Einarsson bendir á að það sé einmitt þetta óréttlæti sem bótaþegar hafa að undanförnu verið að benda á og óska eftir leiðréttingu við litlar undirtektir stjórnvalda. -S.DÓR Hjálmar rektor Listaháskóla Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld hefur verið ráðinn rektor Listaháskóla Islands. Hjálmar er ráðinn til fimm ára og mun formlega hefja störf um áramótin. Hjálmar stundaði fram- haldsnám í tónlist í Bandarfkjunum og Hollandi en hefur starfað hér á landi frá 1980. Hann er nú forseti Bandalags íslenskra listamanna. Aflmiklir, rúmgóðir, öruggir og einstaklega hagkvæmir í rekstri WAGON R+ TEGUND: GL GI. 4x4 VERÐ: 1.079.000 KR. 1.259.000 KR. JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.379.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. VITARA TEGUND: JLX SE 3d JLX SE 5d DIESEL 5d VERÐ: 1.580.000 KR. 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. GLS 3d 980.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. BALENO TEGUND: VERÐ: l,3GL3d 1.140.000 KR. l,3GL4d 1.265.000 KR. 1,6GLX 4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. l,6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: GR,VITARA2,0L 2.179.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. SWIFT TEGUND: VERÐ: Komdu og sestu inn Sjáðu rýmið og alúðina við smáatriði. Skoðaðu verð og I gerðu samanburo. í ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • aflstýri • 2 loftpúðar • aflmiklar vélar • samlæsingar rafrnagn í rúðum og speglum • styrtarbitaí hurðum • • samlitaða stuðara • fuuMí SUZUKl BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Gardabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.