Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 2
Ðagftír s i t \ i k r j r í r r f f 2 - ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR Sum börn á Akureyri læra aðra skrift en börn annars staðar á landinu. Akurejiiiigar skrifa oðruvísi Öirnur skriftarkeimsla í suiimin gnumskólum á Akureyri en gengur og gerist yfir landið allt. Getur valdið aðfiuttum óþægindum. Nokkrir grunnskólar á landinu skera sig úr í skriftarkennslu og virðast þeir einkum á Akureyri. Fyrir um áratug var ákveðið í menntamálaráðuneytinu að gefa út samræmt námsefni, svokallaða ítalska skrift fyrir skólana og eru nú a.m.k. 95% skólanna með sömu for- skriftina. Norðlenskir kennarar voru hins vegar síst tilbúnir að gangast und- ir stefnubreytinguna, að sögn Guðna Olgeirssonar í grunnskóladeild menntamálaráðuneytisins, enda að- hylltust margir þeirra skriftartegund sem eignuð er Gunnlaugi Briem. Sú skrift er Iíka af ítölskum ættum en samt nokkuð frábrugðin. FRÉTTAVIÐTALIÐ Frávik leyfð „Það eru engin ákvæði í námsskrá um að kenna eigi eina tegund af skrift heldur er aðeins beðið um að kennsla innan hvers skóla sé byggð upp á heild- stæðan hátt,“ segir Guðni. En er ekki óheppilegt fyrir börn sem t.d. flytjast milli landshluta að skriftin sé ekki samræmd? „Jú, það má kannski segja sem svo. Námsgagnastofnun gefur bara út eina tegund af skriftarbókum og hvað það varðar hefur ríkið haldið uppi samræmdri skriftarstefnu, en frá- vik eru ekki bönnuð. Ég veit að á Akur- eyri hafa áhangendur Gunnlaugs Briem verið áberandi," segir Guðni. Ekki alvarleg óánægja Jón Baldvin Hannesson, forstöðumað- ur Skólaþjónustu Eyþings á Akureyri, segist ekki hafa orðið var Hð alvarlega óánægju með að skriftarkennsla sé ekki alls staðar eins. „Samt hefur mað- ur heyrt að samræming væri æskileg- ust, en ef börn flytja frá Akureyri til Reykjavíkur eða öfugt þá fá þau að halda sinni tækni enda er hún svipuð. Samt sem áður kann þetta að valda börnunum meiri heilabrotum á yngstu stigum,“ segir Jón Baldvin. Spuming um smekk Astæða þess að ríkið hóf samræmda útgáfu forskriftarbóka var það stefnu- leysi sem þá hafði viðgengist í skriftar- kennslu um nokkurt skeið og minnast ýmsir flókinnar lykkjuskriftar í því efni. Italska skriftin er mjög vinsæl í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún líkist mjög prentstöfum í bók en síðar koma teng- ingar og tengikrókar. Munurinn á „ak- ureyrsku“ Italíuskriftinni" og hinni felst nokkuð í áferð. Guðni Olgeirsson segir að á sínum tíma hafi kennarar á Norðurlandi ekki talið sig geta tekið upp ítölsku skriftina vegna þess að hún væri ekki jafn falleg og skrift Gunn- laugs. „En það er bara smekksatriði." Þess skal getið að misjafnt er eftir skól- um á Akureyri hvaða tækni er notuð við skriftarkennslu. BÞ Þeim fcr fjölgaiidi í hiuum svokölluðu A-flokkum sem vilja henda Kvcimalistanum út úr samfylkingarviðræð- unum og láta þær róa sjálfar í vonlausa atkvæðaveiði. Krafa Kvennalistans um eitt af þrcniur efstu sætum í öll- um kjördæmum varð til þess að töluglöggir menn fóru að rcikna. I síðustu kosiúngum fengu A-flokk- amir, Þj óðvaki og Kvcnnalistinn alls 18.732 atkvæði í landsbyggðakjördæmunum sex. Þar af fékk Kvenna- listinn 1.676 atkvæði eða 8,9% af hcildarfylgi sam- fylkingaraflanna. Það þykir ýmsum rýr heiman- mundur..... Snillingamir í OZ hf. flugu á fimmtudag mcð Atlanta til London, þar sem árshátíð skildi halda á föstudags- kvöldið. Vél Atlanta átti að fara fyrir kvöldmat, cn fór ekki fyrr cn um kl. eitt eftir miðnætti og OZarar vom ckki komnir imi á hótelherbcrgi íyrr en kl. sex uin morguninn. Sumir munu enda hafa verið heldur framlágir á árshátíðinni. Ekki fer mikið íyrir fréttum af seinkanabylgjunni hjá Atlanta og Flugleiðum, en þeir sem fylgjast vel mcð flugbransanum muna vel hvað fjölmiðlar greindu ítrckað frá hverri mínútu í sclnkunum þegar Kristimi Sigtiyggsson var mcð lúð ólánsama félaga Emerald air. I pottinum ræða meim nú talsvert um hentugleika þess að flytja inn vinnuafl sem er ódýrara og ekki eins hcimtu- frekt og það innlenda. For- dæmin em sögð fyrir hendi bæði f farmeimsku og í línu- löguum. Fullyrt er að á í hópi farmanna í Sjómanna- félagi Reykaj víkur hafi kom- ið fram sú spuming hvemig memi ættu að bregðast við ef Eimskip flytti inn farandforstjóra sem væri á 'A af launum Harðar Sigurgestssonar en setti svo Hörð sjálfan út í kuldaim. Hörður Sigurgestsson. AðskUnaður er óhj ákvæmilegur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Við vígslu Nesjavallavirkjuti- ar um helgina setti borgar- stjóri stórt spumingamerki við 45% eignaraðild borgar- innarað Landsvirkjun og telur vafamál að hagsmunirborgar- innarog ríkisins farí saman á sviði raforkumála. - Hvers vegna á að selja hlut borgarinn- ar í Landsvirkjun? „Eg hef lengi verið á þeirri skoðun að hagsmunir borgarbúa fari að ýmsu leyti ekki saman við hagsmuni ríkisins í þessum raforkumálum inni í Landsvirkjun. I raun- inni má segja að málum Landsvirkjunar hafi verið stjórnað af rfkinu og þegar þessi sérkennilega staða er komin upp núna, að við erum allt í senn nærri helmingseigandi, mikilvægur viðskiptavinur og þegar fram líða stundir samkeppnisaðili, þá hljóta spurningar að vakna um framtíðaraðild borgarinnar að fyrirtækinu." - Verður borgin þá komin i samkeppni við sjálfa sig? „Það má auðvitað orða það þannig. Hins vegar erum við eigendur Landsvirkjunar tiltölulega nýlega búnir að ganga frá samn- ingi, sem gert er ráð fyrir að verði endur- skoðaður eigi síðar en árið 2003. Eg held að sú endurskoðun hljóti að fela það í sér að við skoðum hvernig við skiljum að borg og ríki í raforkumálum. Það getur gerst með sölu - ekki endilega til ríkisins - eða þá að borgin leysir til sín einhvern hlut í Landsvirkjun." - Hvað myndi borgin þá leysa til sin eðafáfrá Landsvirkjun? „Þetta er órætt og engar ákveðnar hug- myndir í gangi á þessu stigi málsins. En ef fyrirtækinu yrði skipt upp með einhveijum hætti þá væri sjálfsagt eðlilegast að borgin fengi Sogsvirkjanirnar, sem hún lagði inn í fyrirtækið á sínum tíma.“ - Er aðskilnaður ekki eitthvað sem óhjákvæmilega gerist? „Ég held það.“ - Er hugsanlegt að borgarstjórnar- meirihlutinn vilji fara út i þetta til þess einfaldlega að losa um peninga og setja i önnur útgjöld? „Það á ekki við á þessu stigi, því þetta gerist ekki eins og hendi sé veifað. Þetta breytir t.d. engu um fjárhagsáætlanir á þessu kjörtímabili. Þetta er framtíðarmús- ík. Hins vegar má færa rök fyrir því að það sé ekkert eðlilegt að borgin liggi með mikla fjármuni í virkjunum eða slíku af því að hún stendur frammi fyrir stórum verkefn- um á ýmsum sviðum sem henni ber ríkari skylda að sinna.“ - Getur verið að borgin telji það um leið kost að losna undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að Landsvirkjun virkjar fyrir austan og setur hálendið i umhverf- islegt uppnám? „Það er reyndar mín skoðun að það sé Al- þingi og ríkisstjórn sem ber ábyrgð á því máli og rangt hvernig umræðan hefur snú- ist um Landsvirkjun í því máli. Alþingi ákvað þetta og lagði skyldur á herðar Landsvirkjunar. Ef menn telja að Fljóts- dalsvirkjun komist ekki í gegnum umhverf- ismat þá verður Alþingi og ríkisstjórn að bera ábyrgð á því máli. Þetta er alls ekki að- alatriði þegar borgin hugleiðir sína stöðu innan Landsvirkjunar. Aftur á móti erum við vissulega milli steins og sleggju þarna, því ef Austfirðingar leggja mikla áherslu á þessa virkjun og borgin færi að beita sér gegn því kæmi mjög auðveldlega upp rfgur og ásakanir um að borgin sé ekki að hugsa um hag annarra byggðarlaga." -FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.