Dagur - 10.11.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGVR 10. NÓVEMBER 1998 - 9
Xfc^wr
rform á rannsóknarstofunum. í því sambandi er stefnt að því að aðskilja þær frá
•pítalans.
Um helgina héldu menn að
samkomulag væri í augsýn eftir
fund sem stóð frá föstudegi og
fram að aðfaranótt laugardags.
Þar undirrituðu fulltrúar meina-
tækna samkomulag um að þeir
skyldu mæla með því að félagar
þeirra gengu að því vegna ráðn-
ingarsamninga við Ríkisspítala.
BHM í spilið
Anna Svanhildur segist ekki hafa
verið meðmælt því að skrifa undir
vegna þess að tilboðið reyndist
ekki fullnægjandi. Hún segir að
þetta tilboð hafi í rauninni verið
gagnslaust og jafnvei minna held-
ur en áður hefur verið boðið. Af
þeim sökum hefðu fulltrúar
meinatækna á fundinum ekki vilj-
að ábyrgjast það, þótt þeir hefðu
skrifað undir að félagar þeirra
mundu samþykkja tilboðið. Þeir
höfðu líka þann fyrirvara á að til-
boðið stæðist Iög og kjarasamn-
inga. Enda fór það svo að meina-
tæknar höfnuðu þessu tilboði
spítalans. Þeir ítreka að þarna
hafi verið um tilboð að ræða en
ekki samning. Jafnframt hafa þeir
komið athugasemdum sínum á
framfæri við stjórn Ríkisspítala.
Þá ráðfærðu meinatæknar sig við
forystu Bandalags háskólamanna
um helgina vegna tilboðs Ríkis-
spítala og þá einkum við Björk
Vilhelmsdóttur, nýkjörinn for-
mann BHM, og Pál Halldórsson,
fyrrverandi formann bandalags-
ins.
Spummg um titla
„Það var aðallega það að Iaunabil-
ið á milli deildarmeinatækna og
verkefnastjóra er svo lítið. Fólki
finnst ekki taka því að sinna yfir-
mannastöðu vegna þess að það
fær kannski 6 þúsund krónum
meira fyrir að stjórna. Svo vilja
þeir setja yfirmeinatæknana frek-
ar neðarlega í B-ramma sem er
háskólaspítala til skammar. Þá sit-
ur það líka í fólki að þeir vildu
ekki greiða verkefnastjórum deild-
armeinatæknalaun á vöktum,"
segir Anna Svanhildur. I því sam-
bandi bendir hún á að meina-
tæknar vilja vera almennilega titl-
aðir vegna þess að þeir sinna mjög
víðtæku starfi á gæsluvöktunum.
Hún segir að meinatæknar hafi
ekki metið tilboð Ríkisspítala
hvorki í krónum né í prósentum.
Hins vegar ítrekar hún þá skoðun
sína að tilboðið hafi verið minna
en meinatæknum hafði áður verið
boðið vegna ákvæðis um endur-
greiðslur. I þeim efnum eru Ríkis-
spítalar að tala um að einstakir
þættir í samningnum eigi að
koma til greiðslu frá og með þeim
degi þegar þeir ráða sig til starfa á
nýjan leik en ekki frá og með 1.
desember í fyrra eins og meina-
tæknar krefjast.
Staðið við gerðan sanrnmg
Meinatæknar mótmæla því einnig
að Ríkisspítalar hafi boðið þeim
samning í nýja Iaunakerfinu upp á
tæp 25%. Þess í stað hafi þeim að-
eins verið boðin 6-8% kauphækk-
un. Þeir segja að spítalinn sé í
þessum tölum að tala um allan
kjarasamning meinatækna í heild
sinni en ekki aðeins stofnana-
samninginn. Það er öndvert við
það sem spítalinn heldur fram.
Meinatæknar minna einnig á að
þeir séu aðeins að fara fram á það
að spítalinn standi við gerðan
kjarasamning um starfsmat og
fleira. Þess vegna sé það rangt að
þeir séu að fara fram á eitthvað
annað og meira. Hins vegar eru
meinatæknar ekkert að fela það
að í viðræðum sínum við spítal-
ann hafa þeir tekið mið af þvf í
kröfum sínum að aðrir meina-
tæknar á Ríkisspítulum, fá greitt
fyrir 30 tíma óunna yfirvinnu á
meðan þeir sem sagt hafa upp á
rannsóknarstofum blóðmeina- og
meinefnafræði unnu alla sína yf-
irvinnu. Þennan mismun túlka
meinatæknar á þann veg að þeir
séu á allt að 30% lægri launum en
aðrir meinatæknar á Ríkisspítul-
um.
Grátt ofan í svart
Meinatæknar vilja ekki úttala sig
um kröfugerð þeirra í athuga-
semdum sínum við tilboði Ríkis-
spítala frá því um helgina fyrr en
þeir hafa fengið viðbrögð frá við-
semjendum sínum. Áður en þess-
ir tæplega 50 meinatæknar gengu
út segjast þeir hafa gefið spítalan-
um t.d. möguleika á niðurröðun
eftir starfsmati í 0-14 flokka. Yfir-
stjórn Ríkisspítala hafði hins veg-
ar aðeins gefið í mesta lagi niður-
röðun í 1-2 flokka. Þess utan hef-
ur spítalinn dregið á langinn að
gera þetta starfsmat sem kveðið er
á um í gildandi kjarasamningi og
heldur ekki notað ákvæði um 3
mánaða uppsagnarfrest. Það var
ekki fyrr en meinatæknarnir voru
að hætta að spítalinn kynnir fyrir
þeim áformað starfsmat sem
starfsmenn Hagvangs eiga að
gera. Til að bæta gráu ofan svart
fylgdi með að það mundi taka
Hagvang að minnsta kosti átta
vikur að vinna þetta verk. Þá
sögðu meinatæknar hingað og
ekki Iengra og framhaldið þekkja
sjúklingar Landspítalans og aðrir
landsmenn.
Umsjónarnefnd
fólksbifreiða Akureyri
Auglýst er eftir umsóknum um atvinnuleyfi til leiguaksturs fólks-
bifreiða á Akureyri.
Umsækjendur skulu sýna fram á að hafa stundað leiguakstur á
fólki í a.m.k. eitt ár og sótt námskeið fyrir verðandi atvinnuleyfishafa
og framvísa vilyrði viðurkenndrar bifreiðastöðvar um afgreiðslu.
Umsóknarfrestur er til 23. nóvember 1998.
Umsóknareyðublöð ásamt frekari upplýsingum liggja frammi
á BSO Akureyri.
Akureyri 06.11. 1998
Umsjónarnefnd fólksbifreiða á Akureyri
**>m*m*í*
Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar
Kennarar H!
Vegna forfalla eru lausar kennarastöður við
eftirtalda skóla:
Setbergsskóla: Almenn kennsla á yngra
stigi.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Loftur Magnússon, í síma 565 1011
og 555 2915.
Viðistaðaskóla: Almenn kennsla á yngra
stigi.
íþróttakennsla.
N
Orðsending
frá Lífeyrissjóði verkfræðinga
Til sjóðfélaga
Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur sent sjóðfélögum sínum yfirlit
yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. janúar - 31. júlí 1998.
Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum
hans í Lffeyrissjóð verkfræðinga, eða ef yfirlitið er ekki í samræmi
við frádrátt á launaseðlum, þá vinsamlegast hafið samband við
skrifstofu sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 30. nóvember nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins geta dýrmæt
réttindi glatast.
Gættu réttar þíns
í lögum um ábyrgðarsjóð launa
segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa
vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu
yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi
lífeyrissjóðs.
Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka legg-
ja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskil-
um. Komi athugasemd ekki fram frá launþega, er viðkomandi
lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda
þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðn-
um ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Lífeyrissjóður verkfræðinga,
Engjateigi 9, 105 Reykjavík,
sími 568 8504, fax 568 8834.
Netfang: lvfi@isgatt.is
Veffang: www.centrum.is/lvfi
v___________________________________________________________________/