Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 1
Páll ósammála forsætisráðherra Gnmdvallarágrein- iiigur félagsmálaráð- herra og forsætisráð- herra. Félagsmálaráð- herra vill að sveitarfé- lögin fuUnýti útsvars- prósentuna til að létta á skuldahagganum sem sé mikill. Fyrirhuguð hækkun á útsvari í Reykjavík hefur komið eins og sprengja inn í hina pólitísku um- ræðu og sundrað samstarfs- mönnum og búið til nýjar fylk- ingar. Páll Pétursson og Davíð Oddsson eru algerlega á öndverð- um meiði í málinu og stjórnar- andstæðingar á Alþingi hafa lagst í vörn fyrir ákvörðun Reykjavík- urlistans. Framkvæmdastjóri VSI segir skattahækkunina ekki koma á óvart en forseti ASI er í sömu fylkingu og sjálfstæðismenn sem gegnrýna hækkunina harðlega. „Blaut tuska“ I samtali við Dag í gær sagði Dav- íð Oddsson að ákvörðun R-list- Davíð Oddsson: Blaut tuska í andlit borgarbúa. ans sé „eins og blaut tuska fram- an í fólkið í borginni11. Hann kveðst skilja vel að formenn landssambanda ASI mótmæli þessari skattahækkun harðlega og vilji að hún sé dregin til baka. Páll Pétursson sagði hins vegar á Alþingi í gær að útsvarshækkunin væri fullkomlega eðlileg. „Nú er það ekki tilfellið í Reykjavík að uppi séu hugmyndir um að full- nýta útsvarið, 12,04%. Þau eru með 11,95% í Reykjavík. Ég tel ekkert óeðlilegt við það að útsvar sé það sama í Reykjavík og i Páll Pétursson: Fullkomlega eðlileg hækkun. Kójpavogi," sagði Páll Pétursson. I óundirbúnum fyrirspurnar- tíma á Alþingi í gær ræddi Guð- mundur Arni Stefánsson um reiði Davíðs Oddssonar í fjöl- miðlum og spurði m.a. hvort fé- lagsmálaráðherra fyndist það eiga við að fara inn á hans málefna- svið á þennan hátt og hvort ráð- herra félagsmála sé efnislega sammála forsætisráðherra og þeirri einkunnagjöf sem forsætis- ráðherra hefur látið frá sér fara í fjölmiðlum í morgun og á Al- þingi?“ Fellur ekki að minni skoðuii „Forsætisráðherra hefur tjáð sig mjög skýrt um hugmyndir meiri- hlutans í Reykjavík um hækkun útsvars. Að sjálfsögðu hefur for- sætisráðherra málfrelsi og ég er ekkert að gera athugasemdir við það þótt hann hafi skoðun á þessu atriði. Hins vegar fellur sú skoðun ekki saman við mína að öllu leyti," sagði Páll Pétursson. Hann sagði að á fjármálaráð- stefnu sveitarfélaga í síðustu viku hafi bág skuldastaða sveitarfélag- anna í landinu verið rædd. Sveit- arfélögin safni skuldum ár eftir ár og bæta stöðugt á. Hallinn hjá sveitarfélögunum verður að mati þjóðhagsstofnunar yfir 2 millj- arðar og voru 3 í fyrra, 450 millj- ónir árið 1996 og yfir 6 milljarð- ar 1995. „Það sjá allir að svona getur þetta ekki gengið. Við íjármála- ráðherra vöruðum stranglega við þessari skuldasöfnun. Ég lét þess getið í ræðu minni að ég teldi eðlilegt að sveitarfélög sem hefðu borð fyrir báru í útsvarshækkun- um, fullnýttu útsvarið,“ sagði Páll Pétursson. — S.DÓR Sjá einnig bls. 8 og 9. Davíð svaraði ekki fyrir- spum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær spurði Jóhanna Sigurðardóttir Davíð Oddsson forsætisráðherra að því hvort hann teldi ekki ástæðu til að sjá til þess að ellilífeyrisþegar fái ekki lægri desemberuppbót en þeir sem fá lægstar bætur á vinnumarkaði en þannig væri það nú. Einnig hvort hann teldi ekki rétt að fella niður skatta af þessari litlu desemberuppbót. Davíð Oddsson forsætisráð- herra svaraði þessari fyrirspurn Jóhönnu aldrei og fór hann þó þrisvar sinnum í ræðustólinn og Jóhanna þráspurði. Það eina sem forsætisráðherra ræddi um var fyrirhuguð hækkun á útsvör- um í Reykjavík. Undir lokin köll- uðust þau á, Jóhanna úr sæti sínu en Davíð úr ræðustól og hvessti hjá báðum. — S.DÓR Það var mikið um dýrðir á Ráðhústorginu á Akureyri sl. laugardag þegar kveikt var á jólatrénu frá vinabænum Randers í Danmörku. - mynd: brink Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri segir að gera verði upp á milli svæða þegar horft er til byggða- stefnu. Landsbyggðin þarf á stór- aukinni samvinnu sveitarfélaga að halda. Hælbítar þagni Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, segir tímabært að sveitarfélög á Iandsbyggðinni stórefli samvinnu sín á milli í þeim tilgangi að sporna við frek- ari byggðaröskun og fólksflótta til Reykjavíkur. Hann telur rétt að hið opinbera beiti handafli til að hafa áhrif á þróunina og með slíkum afskiptum á hann ekki aðeins við hlut ríkisins heldur sveitarfélaganna einnig. „Þetta er tvíþætt. Annars vegar vil ég sjá almennar aðgerðir og hins vegar sértækar. Þegar ég er að tala um opinbera aðila þá undanskil ég alls ekki sveitarfé- lögin. Afskipti ríkisins eru ekki næg ein og sér heldur verða sveitarfélögin að taka sér tak og hætta að naga skóinn hvert nið- ur af öðru. Þessum hælbítaleik verður að linna,“ segir bæjar- stjórinn á Akureyri. Gera upp á mllli Með ríkisafskiptum á Kristján Þór við dæmi eins og jöfnun hús- hitunarkostnaðar, en um sveitar- félögin segir hann: „Þau verða að viðurkenna að við þurfum að gera upp á milli svæða. Við get- um ekki gert allt fyrir alla í einu og við verðum að horfa á þróun- ina í heild sinni og ákveða hvar og hvernig við ætlum að spyrna við fótum. Það getur vel verið að það sem ég er að kalla eftir, leiði til þess að allt fari upp í loft á milli sveitarfélaga, en ég er að benda á að þau verði að taka þennan vanda til umræðu með hagsmuni fleiri en sinna eigin í huga. Hugsi um fleira, en eigið skinn,“ segir Kristján Þór. - BR HHHHB HHH I*SUBUUflV* ^UBUinv' SUBLUflV^ Afgreiddir samdægui Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.