Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 12
ttitti iiniiimTimiiiniiiii ■ tti n ■ i ■ m ■ ■■■■■■■■■■■■■ n■■■■■■■ ■ ■■■■■■■■■■■■ mi ■■■■■■■■■■ i ■■■■■■■■ ■ rrn 12 - ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Z l i ri Ai iiít S 462 3500 Truman Urbank hefur ó tilfinningunni að einhver fylgist með honum... Hann hefur rétt fyrir sér, þúsundir sjónvarpsmyndavéla.. Milljónir manna... Allur heimurinn fylgist með Truman. Fylgist þú með? Jim Carrey sýnir ó sér nýja hlið. Þriðjud. kl. 19, 21 og 23. Kraftmikil— spenna... hasar og óbeislað hugmyndaflug. Þriðjud. kl. 23. B.i. 16 dra. ™ “7,1 Það eru allir vitlausir i Mary. Óborganleg gamanmynd fró Forelly bræðrum, leikstjórum Dumb & Dumber og KingPin. Þriðjud. kl. 19 og 21. SVND FÖSTUDAG ÍÞRÓTTIR Úrslit um helgina Körfubolti 1. deild kvenna ÍR - I'S 52 - 63 KR - Keflavík 57-41 Njarðvík - Grindavík 66 - 52 Handbolti 1. deild kvenna Valur-KA 22-14 FH - Víkingur 15-17 Stjaman - Fram 29-21 Haukar - ÍBV 24-18 ÍR-KA 15-25 Blak 1. deild karla Stjarnan - ÍS 3-2 Þróttur - Þróttur, Nes 3-0 Þróttur - Þróttur, Nes 3-0 1. deild kvenna Víkingur - ÍS 2-3 Þróttur - Þróttur, Nes 0-3 Þróttur - Þróttur, Nes 0-3 Stéttin erfyrsta skrefib inn... MiMðúiVcil afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉIT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Hart barist um boltann. Algerthnmí seinni hálfleik Þrátt fyrir tap í ölliun leikjum sínuin er ís- land ekki komið á byrjimarreit í Evr ðpiLkörfuimi. Jón Kr. Gíslason bjartsýnn og ánægður með reynsl- una. NBA leikmaður- imi Martin Muursepp fór á kostum. „Það bara brást allt sem brugðist gat í seinni hálfleik. Eg var nokk- uð ánægður með fyrri hálfleikinn og fannst að við gætum alveg unnið þennan leik. En í seinni hálfleik gerðum við alltof mörg mistök auk þess sem skytturnar, sem hittu vel í fyrri hálfleik hittu nú illa,“ sagði Jón Kristinn Gfsla- son landsliðsþjálfari í körfubolta eftir stórt tap fyrir Eistum í Laugardalshöllinni. Það er fátt sem hægt er að bæta við orð landsliðsþjálfarans. Eftir góðan fyrri hálfleik var leik- ur Islendinga hrein hörmung í þeim seinni. Ljósu punktarnir eru þó það veganesti sem byggja verður á í næsta Ieik, gegn Króöt- um, úti í vikunni. Eistarnir byrjuðu betur en byijunarlið íslands beit í skjald- arrendur og náði forystu eftir fimm mínútna Ieik. Hraður og skynsamur sóknarleikur, þar sem fyrirliðinn, Guðmundur Braga- son, ataðist í eistnesku risunum og kom boltanum út á sjóðheitar skytturnar lagði grunninn að væntingum um sigur. En foryst- an fjaraði út með innáskipting- unum. Jón Arnar Ingvarsson hélt ekki sama hraða í sóknarleiknum og Falur hafði gert og því náðu gestimir aftur taktinum á sitt vald og höfðu þriggja stiga for- ystu, 43 - 46, í hálfleik. Algjört hrun varð á leik ís- lenska liðsins í seinni hálfleik. Aragrúi mistaka eins og vitlausar sendingar og láta stela af sér boltanum varð til þess að Eist- arnir þurftu Iítið fyrir stórsigri sínum, 79 - 100, að hafa. NBA- risinn Martin Muursepp, sem Ieikur með Phoenix Suns fór á kostum og sýndi hver munurinn á NBA leikmanni og öðrum leik- mönnum er. Hann skoraði 43 stig af öllum gerðum og gladdi ís- lenska áhorfendur, ekki síður en þá 50 eistnesku körfuboltaunn- endur sem mættu galvaskir og vopnaðir söngvatni í Höllina. Ekki aftur á byrjuiiarreit Eftir hreina og klára niðurlæg- ingu í síðari hálfleik fór um þá fá- mennu en vösku sveit sem fylgdi íslensku körfuboltastrákunum til orrustu. En erum við nú aftur komnir á byrjunarreit? „Nei það erum við alls ekki. Þetta er fyrsta alvöru alþjóðlega keppnin sem við tökum þátt í og þó okkur takist ekki að vinna leik í riðlinum er það ómetanleg reynsla sem við höfum upp úr krafsinu. Sú reynsla á eftir að nýtast okkur í framhaldinu. Nú eigum við Ieikinn við Króatíu eft- ir og þar reynum við að standa okkur eins vel og við getum. Króatar eru með eitt besta lið Evrópu og það verður því erfiður róður. En við höfum ekkert gefist upp,“ sagði Jón Kr. Gíslason. - GÞÖ Haukar stóðu ekki við samningiim „Eg vil sem allra minnst um þetta mál segja að svo komnu. En það er rétt ég var rekinn úr starfi hjá Haukum,“ sagði Einar Einarsson þjálfari úrvalsdeildar- Iiðs Hauka. „Astæðunni um trúnaðarbrest vísa ég þó alfarið til föðurhúsanna. Eg hef stund- að mitt starf eins vel og ég hef getað og ég veit ekki til þess að menn hafi verið neitt óánægðir með það. Formaðurinn hringdi í mig rak og mig í gegnum sím- ann. En það var gott samband milli mfn og leikmannanna.“ Dagur hefur heimildir fyrir því að ástæða brottrekstrarins hafi verið sú að Einar ætlaðist til að yrði staðið við samninginn sem hann gerði við körfuknattleiks- : 'd Hauka. Félagið hefur ekki getað greitt honum laun saiii- kvæmt samningnum í nokkurn tíma og því hafi sambandið verið orðið stirt milli Einars og for- mannsins." Sigþór Reynir Kristinsson \ildi lítið segja um uppsögn Einars. „Við horfum til framtíðar og töldum þetta best í stöðunni nú.“ Sigþór sagði þó að menn væru ekkert sérlega óánægðir með árangurinn en hann gæti verið betri. „Peningamálin eru ekki stór hluti af ástæðunni og við ætlum að standa við samn- inginn. Einar fær borgað sam- kvæmt honum,“ sagði Sigþór. Jón Arnar Ingvarsson, leik- maður Hauka og landsliðsins, tekur nú við þjálfun liðsins ásamt að leika með því.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.