Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJUD A G UR 1. DESEMBER 1998 FRÉTTIR Da^ur Pólskur sjómaður klauf Hæstarétt Pólverji hjá íslenskri útgerð á skipi skráðu á St. Vincenteyjiun fær ekkert úr Ábyrgð- arsjóði launa, sam- kvæmt 3:2 niður stöðu Hæstaréttar. Hæstiréttur klofnaði í síðustu viku, þegar dæmt var hvort Abyrgðarsjóður launa (vegna gjaldþrota) ætti að greiða pólska sjómanninum Adam Piasecki 111 þúsund króna eftirstöðvar af umsömdum launum, sem hann vann sér inn í veiðferð á skipi sem gert var út af íslensku fyrir- tæki, en skráð á St. Vincenteyj- um í Karabíska hafinu. Þrír dóm- arar í meirihluta Hæstaréttar, eins og undirréttardómarinn Eggert Oskarsson, töldu að ís- lensk Iög stæðu ekki til þess að sjóðurinn væri skyldugur til að greiða Adam, en tveir dómarar Hæstaréttar voru á öndverðri skoðun. Adam Piasecki undirritaði samning í Hafnarfirði í janúar 1994 um að fara í eina veiðiferð með togaranum Fischerman fyr- ir íslenska fyrirtækið Unimar hf. Togarann átti upprunarlega að skrá á Kýpur, en það breyttist í St. Vincenteyjar. Launin fyrir veiðiferðina skyldu vera 1.800 dollarar eða um 126 þúsund krónur á núverandi gengi, auk greiðslu fyrir heimferð til Pól- lands. Pólverjinn fékk hins vegar ekkert greitt þar sem fyrirtækið stefndi í gjaldþrot. Eftir afskipti útlendingaeftirlitsins og Sjó- mannafélags Reykjavíkur fékk hann 500 dollara upp í launin og heimferðina. Krafa Pólverjans íyrir mismuninum, sem taldist 166 þúsund krónur, var viður- kennd sem forgangskrafa í þrota- búið og fékkst upp í það 55 þús- und, en Ábyrgðasjóður launa hafnaði því að greiða honum mismuninn. Undirréttardómarinn og meiri- hluti Hæstaréttar byggðu sýknu- dóm sinn á því að Pólveijinn hefði ekki greitt tryggingagjald og væri ekki heimilisfastur hér á landi, auk þess sem í ráðninga- samningi væri kveðið á um að halda eftir sköttum samkvæmt lögum Kýpur. Minnihluti Hæsta- réttar, Haraldur Henryson og Hjörtur Torfason, taldi hins veg- ar að tryggingagjald væri lagt á eftir launaskrá vinnuveitandans fremur en launatekjum starfs- manna og að laun Pólveijans hefðu verið skattskyld hér á landi. Hann ætti því rétt á hinni umstefndu upphæð. -FÞG MMM Stefnir sóknarnefnd Fyrirtaka skaðabótamáls gegn sóknarnefnd Þórshafnar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í gær. Stefán Gunnlaugs- son verktaki stefnir sóknarnefndinni fyrir að hafa ekki tekið Iægsta tilboði hans í verk sem boðið var út fyrir kirkjuna. Stefán telur að gengið hafi verið framhjá honum með ólögmætum hætti og hljóðar skaðabótakrafa hans upp á 163.000 kr. Oalgengt er að mál af þessu tagi séu höfðuð fyrir dómi. Áður hafði málinu verið vísað frá, þar sem Stefán stefndi þá kirkj- unni sem slíkri en ekki einstaklingum sem höfðu með ákvörðunina að gera. Jón Magnússon Iögmaður sér um sóknina á hendur sóknar- nefndinni og hefur verið ákveðið að aðalmálsmeðferð verði 8. janú- ar nk. Dómstjóri er Freyr Ofeigsson. rþ Gegn áfengis- og tóbaksauglýsmgum Foreldrar barna í 6. til 10. bekk Grunnskóla Sigluq'arðar, p)e. barna sem eru 12 til 15 ára gömul, hafa tekið höndum saman um að skora á fjölmiðla og aðra auglýsingamiðla að birta ekki áfengis- og tóbaks- auglýsingar eins og segir í ályktun siglfirsku foreldranna sem 101 foreldri skrifar undir. BALENO BALENO Komdu og sestu inn Sjáðu rýmið og aluðina við smáatriði. Skoðaðu verð og I gerðu samanburo. i I m MisM ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ: • aflstýri • 2 loftpúdar • • aflmiklar vélar • samlæsingar • rafmagn í rúðum og speglum • styrtarbitaí hurðum • • samlitaða stuðara • FUUMí SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17 Sími 568 5] 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is SUZUKI S0LUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- oq búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bílakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. SWIFT BALENO WAGON R+ JIMNY VITARA GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. 1,3GL 3d 1.140.000 KR. GL 1.079.000 KR. Beinskiptur 1.379.000 KR. JLX SE 3d 1.580.000 KR. GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GLX 5d 1.020.000 KR. 1,3GL 4d 1.265.000 KR. 1,6GLX 4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. 1,6GLX WAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. GL 4x4 1.259.000 KR. Sjálfskiptur 1.499.000 KR. JLX SE 5d DIESEL5d 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. GR. VITARA 2,5 L V6 2.589.000 KR. P

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.