Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 - 9
íina leiðin
? útsvarsprósentu ekki raska ró sinni. Þó er ijóst að minna verður eftir í launaumslaginu á næsta ári en hefði orðið með
óbreyttu útsvari.
kemur ekki síður við budduna hjá
þeim tekjuhærri. Hins vegar sé
spurningin um það hvort menn
vilja ástunda óábyrga fjármála-
stjórn eins og sjálfstæðismenn
stunduðu á sínum valdatíma, eða
ekki. Svavar segist því bera virð-
ingu fyrir meirihluta sem þorir að
taka óvinsælar ákvarðanir, eins og
R-listanum í þessu tilfelli.
Ámælisvert
„Þetta þurfti ekkert að koma á
óvart. Það er augljóst af öllu að
sveitarfélögin, allt f kringum land-
ið, hafa farið mjög ógætilega í allri
sinni fjármálastjórn," segir Þórar-
inn Viðar Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSI.
Hann segir að menn hafi séð
„glannalegar miklar hækkanir" í
rekstri sveitarfélaga á liðnum
misserum. Jafnframt sé það af-
skaplega ámælisvert að sveitarfé-
lögin séu að taka til sín stærri
hluta og fullkomlega óásættanlegt
af hálfu opinbera geirans í efna-
hagslífinu.
Hörð mótmæli
„Menn eru heldur óhressir og
mjög ósáttir,“ segir Grétar Þor-
steinsson, forseti ASI, um þá
ákvörðun borgaryfirvalda að
hækka útsvar borgarbúa.
I ályktun formannafundar
landssambanda ASI í gær er
áformuðum skattahækkun borgar-
yfirvalda harðlega mótmælt. Skor-
að er á borgarstjórn að hætta við
þessar hækkanir, enda rýrir hún
kaupmátt Iaunafólks og þeirra
sem minnst hafa. Fundurinn telur
að með hækkun skatta og þjón-
ustugjöldum sveitarfélaga sé verið
að hirða stóran hlut af því eina
prósentustigi sem staðgreiðslan á
að lækka um áramótin. Enn frem-
ur er lýst áhyggjum yfir þ\'í að
skattahækkun borgarinnar sé að-
eins upphafið að skriðu hækkana,
bæði á útsvari og ýmsum þjón-
ustugjöldum.
Forseti ASI minnir á að verka-
lýðshreyfingin sé búin að vara við
því, eða allar götur síðan í lok sl.
árs að líkur væru á því að þetta
gæti gerst hjá sveitarfélögunum.
Ástæðan er m.a. sú að í sumum
sveitarfélögum hafa menn verið
að gera kjarasamninga við
ákveðna hópa starfsmanna þar
sem launahækkanir voru langt
umfram það sem gerðist í samn-
ingum á almenna markaðnum.
Það þýðir svo aftur verulega aukin
útgjöld, enda ekki flókið samspil
að mati forseta ASI.
Óskammfeilai hjá Davíð
„Það er auðvitað mjög erfitt fyrir
Reykjavíkurborg að þurfa að
hækka útsvarið og þá ekki síst á
láglaunafólki. Á þvl eru hins vegar
skýringar sem erfitt er að horfa
framhjá,“ segir Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þingmaður Reykvíkinga.
Hún segir að það sé t.d. ótrúleg
óskammfeilni hjá forsætisráðherra
og kemur raunar úr hörðustu átt
að hann sé að gagnrýna þessa
áformuðu útsvarshækkun borgar-
yfirvalda. Jóhanna segir að á sama
tfma þykir ráðherranum greinilega
allt í lagi að skattleggja desember-
uppbót elli- og örorkulífeyrisþega
upp í topp. Hún bendir á að þessi
uppbót þeirra geti orðið mest um
14 þúsund krónur og geti skerst
niður í ekki neitt. Á sama tíma fær
launafólk á almenna markaðnum
allt að 26 þúsund króna desem-
beruppbót þar sem tekin eru 39%
í skatt. Síðast en ekki síst hefur
forsætisráðherra og ríkisstjórn
hans verið að lækka skatta á lyrir-
tæki og fjármagnseigendur á kjör-
tímabilinu. Jóhanna segir nær fyr-
ir ráðherra að huga að því hversu
mikið af þeim 100 milljörðum
sem ríkisstjórnin hefur haft meira
úr að spila en fyrri ríkisstjórn, hef-
ur runnið til láglaunahópa í þjóð-
félaginu í stað þess að væna horg-
ina um ósvífni í skattamálum.
Öflug samfélagsþjónusta
„Eg hef jafnan verið talsmaður
öflugrar samfélagsþjónustu. Ef
sköttum er varið vel og til samfé-
lagsþjónustunnar, þá set ég mig
ekki á móti skattahækkunum.
Þannig að áður en ég met svona
mál, þá vil skoða til hvers skatta-
hækkunum er varið,“ segir Og-
mundur Jónasson, formaður
BSRB og einn af þingmönnum
Reykjavíkur.
IJIlm
pin
og /aPPa r
loðskímti
ím ústzi n nsfjuj ur
Éoðskln nsireýlar
L o ðskh i n shá rhöu d
Kirkjuhvoli • simi 552 0160
Þnr sem vandlátir versí
Raðgrciðslur i allt að 3G mánuði