Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 3
Thyptr.
FRETTIR
0 » » « w H v* ij i* y U v k PHHftlHrt ^
ÞRIÐJVDAGUR 1. DESEMBER 1998 - 3
Löng skólaganga
en slakur árangur
íslensk skólabörn ganga í skóla að meðaltali í 17,5 ár, sem erþað 6. lengsta inn-
an OECD.
Böm á íslandi em
lengur í skóla en í
flestum löndum en
ljúka samt skemmra
háskólanámi en víð-
ast hvar.
Fimm ára barn á Islandi horfir
fram til 17,5 ára skólagöngu,
einu ári lengri en að meðaltali í
OECD ríkjum sem setur Island í
6. sæti meðal 33 samanburðar-
landa. Og ekkert Iand skákar Is-
landi í hlutfalli tvítugra í fram-
haldsskólum. Það vekur því sér-
staka athygli, að þrátt fyrirjressa
löngu skólagöngu hrapar Island
niður í 6. neðsta sæti þegar litið
er til lengdar háskólagöngu. Þótt
hátt hlutfall fari að vísu í há-
skólanám „virðist Islendingum
þó ganga fremur hægt að Ijúka
háskólanámi þar sem hlutfall
þeirra sem útskrifast á venjuleg-
um útskriftaraldri, sem hér er
miðað við, er fremur lágt,“ segir
menntamálaráðuneytið í tilkynn-
ingu þar sem raktar eru niður-
Aðalsteinn Baldursson hefur afráðið
að fara ekki í framboð fyrirsamylk-
ingu jafnaðarmanna.
Aðalstetnn
ekki fraiii
Aðalsteinn A. Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélags Húsavík-
ur, hefur ákveðið að sækjast ekki
eftir 1. sæti framboðslista Sam-
fylkingar á Norðurlandi eystra
þrátt fyrir að töluvert hafi verið
þrýst á hann um að gefa kost á
sér í prófkjör. Þegar hafa 3 sóst
eftir 1. sætinu; Sigbjörn Gunn-
arsson, Svanfríður Jónasdóttir
og Orlygur Hnefill Jónsson. Að-
alsteinn segir að framundan séu
erfiðir tímar fyrir verkalýðs-
hreyfinguna því eftir áramótin
byrji undirbúningur fyrir næstu
kjarasamninga og hann hafi
ákveðið að helga verkalýðsfélag-
inu krafta sina vegna mikils
þrýstings þar um.
„Eg neita því ekki að þetta
kitlaði mig því mér finnst að
landsbyggðin fari halloka og ég
hefði verið tilbúinn að fara inn á
þing til þess að berjast fyrir því
að byggð haldist í Iandinu. Sú
stefna hefur verið ríkjandi gagn-
vart okkur á landsbyggðinni að
mér líst ekki á blikuna Iengur,“
segir Aðalsteinn Baldursson.
— GG
stöður nýrrar OECD-skýrslu um
menntamál.
Fjárframlögin svipuð
Mælt í hlutfalli landsframleiðslu
er Island nálægt meðaltali
Gimnlaugiir Sig-
muudsson segir að
Kristiim H. Guunars-
son myndi físka vel í
2. sætinu hjá Fram-
sóknarflokknum.
„Ég er á þessari stundu ekki til-
búinn til að segja að ég vilji vera
þingmaður eftir árið 2003 og hef
á því allan fyrirvara þótt enginn
vissa sér fyrir því að ég hætti.
Þess vegna legg ég til við mína
menn að þeir finni ungan vel
menntaðan mann til að taka
efsta sætið nú og að hann hafi þá
fjögur ár til að gera sig þekktan í
þessu stóra kjördæmi sem vest-
urkjördæmið verður. Ég er tilbú-
inn til að taka annað sætið með
svona manni,“ sagði Gunnlaugur
Sigmundsson alþingismaður í
samtali við Dag um bréf sem
hann ritaði kjördæmaráði Fram-
sóknarfloksins á Vestfjörðum,
þar sem hann leggur þetta til.
Hann segist hafa nefnt þetta
við sína menn á flokksþinginu á
dögunum en þeir hafnað hug-
myndinni. Gunnlaugur segist
þess vegna hafa skrifað bréfið til
þess að hugmyndin sé til skjal-
fest.
- Ertu með einhvem ákveðinn
mann í huga?
„Nei, ég er það ekki.
- Það er ekki Kristinn H.
Gunnarsson?
„Kristinn H. Gunnarsson væri
góður í 2. sætið hjá okkur. Hann
myndi fiska þar. Ég hef sagt
Kristni að ég vilji sjá hann í 2.
OECD-ríkja í framlögum til
grunn- og framhaldsskóla, en
nokkuð undir meðaltali í fram-
lögum til háskóla. „Má að hluta
til skýra það með því að mjög
hátt hlutfall íslenskra háskóla-
Gunnlaugur Sigmundsson hefur nú
gefið eftir 1. sætið á lista framsóknar
á Vestfjörðum.
sætinu og það hafa fleiri ábyrgir
menn í flokknum gert. Honum
hefur verið sagt að ef hann kem-
ur og vinnur með okkur verði
honum tryggt sæti ofarlega á list-
anum. Hann veit hug minn og
fleiri ráðamanna flokksins um að
við viljum fá hann til liðs við
okkur,“ sagði Gunnlaugur.
Höfum rætt saman
Kristinn H. Gunnarsson var
spurður að því í gær hvort hann
væri maðurinn sem Gunnlaugur
Sigmundsson væri þarna að ræða
um, en Kristinn hefur fyrr í haust
verið orðaður við Framsóknar-
flokkinn?
„Ég er ungur og ágætlega
menntaður og ég get staðfest það
að við Gunnlaugur höfum rætt
saman um þessi mál. Á þessari
stundu get ég ekki meira um
þetta sagt,“ sagði Kristinn í gær.
nema sækir framhaldsnám til út-
landa." Fram kemur að Islend-
ingar hafi hlutfallslega aukið
framög til menntamála á árun-
um 1990-95 og OECD spáir því
að þau þurfi enn að aukast á
næstu árum, sérstaklega á há-
skólastigi.
Athygli vekur, að „almennt séð
hefur aukning í skólagjöldum og
ljölgun einkaskóla á háskólastigi
ekki leitt til minni opinberra út-
gjalda til háskóla í OECD ríkj-
um“.
Gamla sorgarsagan
Um árangurinn af allri skóla-
göngunni styðst OECD síðan við
niðurstöður úr TIMSS rann-
sókn, sem hér vakti ólíkt meira
umtal en ánægju á sínum tíma.
Enda Islendingar þar slakastir
allra í stærðfræði í 4. bekk og
þriðju slakastir í 8. bekk meðal
OECD þjóða.
Skýrslan sýnir að hlutur stofn-
kostnaðar, m.v. rekstrarkostnað
grunn- og framhaldsskóla er hár
hér á landi. Þessu er síðan öfugt
farið á háskólastiginu. — HEI
Kristinn H. Gunnarsson segist
vera ungur og ágætlega
menntaður.
Breytt vægi
Gunnlaugur segir gríðarlegar
breytingar framundan hjá flest-
um alþingismönnum.
„Ég tel það alveg víst að frum-
varpið um breytta kjördæma-
skipan verði samþykkt á Alþingi f
vetur. Enda þótt ég muni greiða
því atkvæði mitt geri ég mér
grein fyrir því að um leið og það
hefur verið samþykkt breytist
pólitískt vægi ákveðinna svæða í
svo stóru kjördæmi sem vestur-
kjördæmið verður. Pólitískt vægi
stærstu þéttbýlissvæðanna verð-
ur meira en minni staðanna á
Vestfjörðum. Þegar kjördæmin
eru orðin svona stór verður að
fara fram prófkjör og þá kemur
vægi staða best í ljós,“ sagði
Gunnlaugur Sigmundsson.
-S.DÓH
Kristmn H. hefur
rætt við Gunnlaug
LÖGREGLAN
Umferöarátak
Lögreglan var með markvissar að-
gerðir þessa helgi ogvorunokkur
hundruð ökutæki stöðvuð.
I dagbók Lögreglunnar í Reykja-
vík er getið umferðarátaks sem
hófst í síðustu viku. Þar samein-
ast lögregla, tryggingafélög,
Læknafélagið, Umferðarráð og
fleiri aðilar gegn ölvunarakstri.
Ökumenn eru minntir á alvar-
leika þess að aka undir áhrifum
áfengis og kom alvarleikinn
skýrt fram um helgina sem sýnir
að ekki er vanþörf á skýrri
áminningu til ökumanna um
þessi mál. Lögreglan var með
markvissar aðgerðir þessa helgi
og voru nokkur hundruð öku-
tæki stöðvuð. Ekki voru það all-
ir ökumenn hins vegar sem stóð-
ust prófið og voru því sviptir
ökuréttindum vegna ölvun-
araksturs. Voru aðgerðir lög-
reglu víða um borgina auk þess
sem fjölmargir ökumenn sem
óku um Hvalljarðargöng voru
stöðvaðir til að kanna ástand
þeirra. Einn ökumanna sem þar
var rætt við á laugardag er grun-
aður að hafa ekið undir áhrifum
áfengis.
Ölvaöur á hjóli
En ölvaðir ökumenn voru ekki
eingöngu á bifreiðum þessa
helgi jni lögreglumenn stöðv-
uðu mjög ölvaðan einstakling á
reiðhjóli á Frakkastíg um miðjan
föstudag. Hann hafði hjólað
utan í bifreið og hlotið nokkra
áverka af. Hann var færður til
töku blóðsýnis enda fyrirmæli í
umferðarlögum að óheimilt sé
að vera ölvaður á reiðhjóli.
Skömmu eftir miðnætti á laug-
ardag veittu lögreglumenn at-
hygli ökumanni sem ók austur
Skólavörðustíg. Honum voru
gefin stöðvunarmerki sem ekki
var sinnt og því hófst eftirför
lögreglu sem barst um nærliggj-
andi götur. Aður en náðist að
stöðva aksturinn hafði bifreið-
inni verið ekið á og slasað gang-
andi vegfaranda og utan í Ijórar
bifreiðar. Okumaður var fluttur
á Iögreglustöð en hann er grun-
aður um ölvun við akstur auk
þess sem ætluð fíkniefni fund-
ust á honum.
Varasöm sam-
kvæmi
Lögreglan var kölluð að húsi í
Grafarvogi vegna hávaða að
morgni sunnudags. Kom í ljós
að þar hafði unglingur sem var
einn heima haldið mikinn gleð-
skap. Var aðkoma lögreglu ekki
glæsileg því mikið sá á húsnæð-
inu. Samkvæmið var Ieyst upp af
Iögreglu, en mikilvægt er að for-
eldar hugleiði alvarlega hvort
börn þeirra ráði ein við að halda
fjölmenn samkvæmi án stjórn-
unar frá foreldrum.