Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 13
I’RIDJUDAGVR 1. D E S E M B E R 1 998 - 13
ÍÞRÓTTIR
Dapur swmudagur
íslenska landsliðið telst ekki lengur i hópi þeirra sterkustu og nokkura ára bið gæti orðið á þátttöku landsliðsins í
helstu stórmótunum.
íslenska handknatt-
leikslandsliðinu tókst
ekki ætlunarverkið,
að komast í úrslita-
keppni IIM í Egypta-
landi. Klaufalegur
endir á leiknum í Ung-
verjalandi og íslenska
liðið situr heima í
íyrsta skipti síðan
1986.
Sunnudagurinn 29. nóvember
verður að teljast með daprari
dögum í sögu handknattleiksins
hér á landi. Hans verður lengi
minnst sem þess dags, þegar ís-
lenska landsliðið datt út úr stóru
keppnunum, eftir áralanga sam-
fellda þátttöku, frá árinu 1986.
íslenska landsliðið telst ekki
lengur í hópi þeirra sterkustu og
nokkura ára bið gæti orðið á þátt-
töku landsliðsins í helstu stór-
mótunum, eins og á heimsmeist-
aramóti, Olympíuleikum, eða úr-
slitakeppni Evrópumótsins.
Eftir góðan árangur og fimmta
sætið á HM í Kumamoto í Japan
árið 1997, hefur leiðin legið nið-
ur á við, sem virtist hafa náð
lengst niður í útileiknum gegn
Sviss. Svo var þó ekki, því tveir
næstu leikir á eftir, leikirnir gegn
Ungverjum, eru með því daprasta
sem íslenskt landslið hefur sýnt.
Upphaf vandans í Sviss
í Sviss urðu íslenskir handknatt-
leiksunnendur vitni að ákveðn-
um vandamálum hjá íslenska Iið-
inu, sem síðan hafa fylgt liðinu
eins og skugginn og gefa ákveðna
vísbendingu um að breytinga sé
þörf.
Ýmsar skoðanir hafa verið á
lofti um þessi mál og margir sér-
fræðingarnir láta nú Ijós sitt
skína um ástæðurnar fyrir þessu
dapurlega gengi í síðustu leikj-
um, þar á meðal undirritaður.
Heyrst hefur sú skoðun að
riðlakeppni henti ekki okkar
mönnum og eru menn þá að
horfa til B-keppninnar sálugu,
sem hentaði svo vel einu besta
handknattleikslandsliði sem við
höfum átt, þegar við sigruðum
svo eftirminnilega í París.
Stuttur undirhúniugstiini
Riðlakeppnin sjálf sem slík, getur
þó varla verið ástæðan. Ekki
hentar það okkur neitt verr en
öðrum þjóðum að taka þátt í
riðlakeppnum, nema ef vera
kynni af landfræðilegum orsök-
um og vegna þess að okkar menn
eru margir að leika erlendis.
Þar gæti hundurinn legið graf-
inn. Eru andstæðingarnir að fá
meiri tíma til undirbúnings og er
það skortur á samæfingu sem
gerir gæfumuninn'?
Ef við tökum tímabilið frá því í
sumar, þegar landsliðið hélt til
Japan, eftir nokkura vikna æf-
ingaprógram hér heima, þá er
það eini tíminn sem liðið hefur
verið saman að einhverju ráði,
þar til kemur að riðlakeppninni.
Þegar kemur að leikjum, koma
þeir sem spila erlendis heim
tveimur til þremur dögum fyrir
Ieik. Eftir langt ferðalag mæta
leikmennirnir á æfingar, þar til
aftur er haldið í Iangt ferðalag í
erfiða leiki. Þetta fyrirkomulag
kann að hafa áhrif á árangurinn
á útivöllum, en fyrst og fremst
hlýtur skortur á samæfingu að
hafa þar mest áhrif.
En svona hefur þetta verið og
verður eflaust áfram. Þeir bestu
fara erlendis og við því er ekkert
að gera.
Slakur sóknarleikur
Ef við tökum síðustu tvo leikina,
þá virðist sem leikmenn nái eng-
an veginn saman í sóknarleikn-
um. Menn eru að spila skínandi
vörn, en þegar kemur að sóknar-
leiknum, þá virðist allt fara úr
skorðum og aðeins tilviljun
hvernig tekst til. Sem áhorfandi
fær maður það á tilfinninguna að
það sé verið að bíða eftir ein-
hverju sem aldrei kemur. Þegar
eitt batnar klikkar annað í stað-
inn og öfugt. Allan stöðugleika
vantar og tilfinnanlega vantar
skyttur í liðið. Allavega vantar
menn á bekkinn til að taka við af
þeim sem ekki ná sér á strik og
það segir okkur að það vanti á
breidd. Þess vegna tel ég að sú
gagnrýni sem heyrst hefur um val
á liðinu eigi fullan rétt á sér. Is-
lenskur handknattleikur má ekki
við miklum skakkaföllum, eins
og er og því verða menn að halda
friðinn og spila úr því besta.
Það besta hlýtur samt að vera
sá mannskapur sem er að standa
sig best á hverjum tíma og þeir
eiga að skipa íslenska landsliðið.
Dapur endir
Leikurinn í Ungverjalandi þróað-
ist að mörgu leyti eins og síðustu
leikir. Mikill kraftur í mönnum,
vörnin geysisterk, íslenska liðið
yfir 4:5 og byrjunin lofaði góðu.
En þá kom að þessum slöku köfl-
um, þar sem Ungverjar fengu
boltann hreinlega á silfurfati.
Leikmenn virtust fara á taugum
við mótlætið og lenda snemma
leiks í útafrekstrum og eru
komnir 8:11 undir í hálfleik.
Hraðaupphlaupin sem gengu svo
vel í fyrri leiknum sáust nú varla
og sama vandamálið kom upp í
sóknarleiknum.
Islenska liðið mætti sterkt til
leiks í seinni hálfleiknum og
skoraði tvö fyrstu mörkin og
minnkaði muninn í eitt mark. En
þá, eins og svo oft, kemur næsti
slaki kafli og Ungverjar ná íjög-
urra marka forystu.
Þorbirni tekst þá að berja sína
menn saman og íslenska liðið
nær að minnka muninn aftur í
eitt mark 20:21. Ungverska liðið
er að brotna, en þá gerist það
sem margir óttuðust, leikur ís-
Ienska liðsins hrynur og í staðinn
fyrir að jafna leikinn og ná yfir-
höndinni, er Ungverjum réttur
boltinn. Þeir þakka fyrir sig með
þremur mörkum í röð, sigra með
tjórum mörkum 24:20 og hljóta
þar með farseðilinn á HM. — EK
Draumabyrjun hjá Duncan Ferguson
Everton á suðu-
punkti. Stórleikur á
Old Trafford. Arsenal
og Chelsea björguðu
stigum. West Ham
eun á góðu skriði.
Liverpool heppið gegn
botnliðinu. Aston
ViJla eins og sprungin
hlaðra.
Þrátt fyrir, 1-2, útisigur gegn
Charlton á laugardaginn er allt á
suðupunkti hjá Everton. Leik-
menn og stuðningsmenn félags-
ins vilja stjórnarformanninn og
aðaleigandann, Peter Johnson,
burt frá Goodison Park eftir að
hann seldi Duncan Ferguson til
Newcastle án þess svo mikið sem
að láta knattspyrnustjórann,
Walther Smith vita. Smith hót-
aði að segja starfi sínu upp en að
beiðni leikmanna ákvað hann að
halda áfram með liðið.
Ljósi punkturinn hjá Everton
er þó sá að liðið Iék nú góða
knattspyrnu í stað þess að dæla
himinháum sendingum inn í
teiginn í þeirri von að Ferguson
skallaði þær í netið. Nýja leik-
skipulagið skilaði árangri.
Duncan Ferguson, sem var
ekki síður hissa en félagar hans
yfir sölunni, þakkaði fyrir sig
með tveimur mörkum fyrir sitt
nýja félag, Newcastle, þegar liðið
lagði gestina frá Wimbledon, 3 -
1. Drauma byrjun Skotans
gladdi Gullitt og stuðningsmenn
Newcastle meira en orð fá lýst.
Hollendingurinn sér nú fram á
að fyrirgjafir Keith Gillespy nýt-
ist betur en hingað til þar sem
„skallamaður góður“ er mættur í
fremstu víglínuna.
Draumaleikui á
Old Trafford
Ahorfendur að leik Manchester
United og Leeds fengu allt sem
þeir vildu íyrir aðgangseyrinn og
afnotagjöldin. Hraði, spenna,
góður fótbolti, mistök og glæsi-
mörk gerðu Ieikinn að sannkall-
aðri knattspyrnuveislu. Leeds
sjokkeraði United menn með
fyrsta markinu, gegn gangi leiks-
Duncan Ferguson.
ins, en það varð kveikjan að því
sem á eftir fylgdi, sóknarbolta af
bestu gerð. Bæði lið áttu þrjú
stig skilin fyrir frammistöðuna
en heimamenn hirtu þau öll eft-
ir 3 - 2 sigurinn.
Á sama tíma og Manchester
United leika eins og englar eru
helstu keppinautarnir, Arsenal
og Chealsea, að tapa taktinum
sem fleytti þeim í toppbaráttuna.
Arsenal var hundheppið að ná
jöfnunarmarkinu og geta þakkað
snilli Anelka afrekið. Hann er
orðinn þeirra Iangbesti fram-
herji.
Þrátt fyrir að Gianfranco Zola
næði forystu fyrir Chelsea á
heimavelli var liðið heppið að
halda jafnteflinu gegn Sheffield
Wednesday. Danny Wilson er að
gera fína hluti með miðvikudags
liðið og hefur nú reitt fjögur stig
af toppliðum deildarinnar í
tveimur síðustu leikjum sínum.
West Ham heldur uppi heiðri
Lundúnaliðanna þessar vikurnar
með mjög góðri knattspyrnu.
Sigurinn á Tottenham, 2-1, var
sanngjarn og engin tilviljun að
Travor Sinclair skaut Hömrun-
um í annað sætið, um stund,
með tveimur mörkum sínum.
Þrettán ár eru liðin síðan West
Ham hefur komist svo hátt á
stigatöflu efstu deildar á
Englandi.
Fótbolti í tiu mínútur
Blacburn var óheppið að tapa
Ieik sínum við Liverpool á Anfi-
eld Road á sunudaginn. Eftir
hörmulegt gengi í haust er sjálfs-
traust leikmanna á þrotum og þá
vantar neistann til að reka enda •
hnútinn á Ieik sinn. Reyndar lék
Liverpool fótbolta af bestu gerð í
u.þ.b. tíu mínútur og það dugði
til tveggja marka sigurs. Þrátt
fyrir tvo sigra í röð í deildinni eru
stuðningsmennirnir allt annað
en ánægðir með framgöngu
sinna manna og heimta breyting-
ar til batnaðar strax. Glæsimark
fyrirliðans, Paul Ince, var það
eina sem gladdi áhorfendur á
Anfield að þessu sinni.
Nottingham Forest náði
tveggja marka forystu á efsta lið
deildarinnar, Aston Villa. Þrátt
fyrir að forystusauðir deildarinn-
ar næðu að jafna, á fimm mín-
útna kafla, var leikur þeirra allt
annað en sannfærandi. Reyndar
er Villa eins og sprungin blaðra
þessar vikurnar. Stigið geta þeir
þakkað þróttleysi Forest.
Coventry og Leicester gerðu 1
- 1 jafntefli á Higfield Road í
Coventry. Gestirnir máttu þakka
f\TÍr stigið sem Emile Heskey
krækti í fyrir þá á Ioka mínút-
unni.
Sigurgöngu Southarnpton lai
er Iiðið tók á mót: Dwhy. Gest
irnit unnu 0 - 1 í tíðinadlitlui
ieik. — GÞö