Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 7
ÞRIÐ]UDAGUR 1. DESEMBER 1 998 - 7 ÞJÓÐMÁL Fnimkvæðiá Norðnr Atl antsliafi Framvinda heimsmálanna ein- kennist af því að leiðir og landa- mæri opnast og þjóðirnar nálg- ast. Samspil alþjóðasamskipta og atvinnumála, umhverfismála og menningarmála verður sífellt flóknara og nánara. Staða Islands er trygg í samfé- Iagi þjóðanna um þessar mundir. Það skiptir okkur ákaflega miklu máli að staða okkar og afstaða sé trygg, stöðug, þekkt og ljós. Okk- ur skortir afl til að knýja einir sér á um hagsmuni okhar ef um óvissu, togstreitu og jafnvægis- leysi verður að ræða í okkar heimshluta. Island hefur trygga stöðu í samfélagi þjóðanna með aðild að Atlantshafsbandalaginu, Norðurlandaráði, Sameinuðu þjóðunum og EES-samningnum ásamt ýmsum öðrum alþjóða- stofnunum og svæðissamtökum. Við verðum jafnframt að gera okkur vel ljóst að öll þessi mál eru á hraðri ferð. Við höfum styrkt samband okkar við Evr- ópusambandið á þessu kjörtíma- bili með aukinni þátttöku í marg- víslegum samstarfsverkefnum og í fyrirætlunum um að tryggja frjálsa för fólks um alla Evrópu. Evrópusambandið er í stöðugri framþróun og breytingu. Unnið er að stækkun þess til austurs og skipulag þess og starfshættir taka áreiðanlega miklum stakkaskipt- um á næsta áratug. Nú er ekki rætt um að breyta Evrópusam- bandinu í einhvers konar nýtt þjóðríki, heldur er mikil áhersla Iögð á sjálfstæða stöðu einstakra aðildarríkja um Ieið og samstarf- ið dýpkar og vex innan sam- bandsins. Horfum til allra átta Innan skamms fara samstarfsað- ilar okkar í EFTA að huga meira en verið hefur að aðild að Evr- ópusambandinu. Svisslendingar ætluðu að leysa sín mál með tví- hliða samningum en það hefur ekki gengið eftir sem vonir þeirra stóðu til. Líklegt má telja að Norðmenn geri nýja tilraun til aðildar, þótt líkur bendi ekki til að það verði á allra næstu árum. Stækkun Evrópusambandsins ýtir undir þessa viðleitni, og auð- vitað verðum við íslendingar að huga vel að stöðu okkar í ljósi þeirrar þróunar sem verður á næstu árum. Heimavinna okkar er löngu hafin, en við verðum að vinna áfram af mikilli alvöru. Unga fólkið sem erfir landið ætl- ast til þess að við fjöllum for- dómalaust um þessi mál og að við horfum til allra átta. Það er stundum sagt að um- ræður um ESB séu ekki á dag- skrá. Þegar fjallað er um fram- tíðina verður ekki hjá því komist að ræða Iíklega þróun í Evrópu á næstunni. Við eigum hvorki að forðast umræður um það eða annað. Við eigum ekki að skil- IJIALLPÖR ASGRIMS- SON UTANRÍKISRÁÐHERRA, FORMAÐUR FRAM- SÖKNARFLOKKSINS SKRIFAR Evrópusambandsins. Sjávarútvegsmál eru langmikil- vægasti málaflokkur þessara þriggja þjóða. Þær eru því í annarri stöðu en Norðmenn sem eiga sameiginlega fiskistofna með Evrópusambandinu og eru ekki eins háðir fiskveiðum. Eg tel nauðsynlegt að sú úttekt sem ég drap á fari fram í nánustu framtíð og að við leitum einnig samvinnu við Dani, því að það er ekki síst á ábyrgð þeirra að finna viðunandi lausn fyrir Færeyinga og Grænlendinga. Danir hafa verið aðilar að ESB í rúman aldarfjórðung og búa því yfir mikilli reynslu og þekkingu á þessu sviði. Þeir eru því líklegri til að geta lagt rétt mat á framtíð- arstöðu þessara nánu samstarfs- aðila í norðri. Ummæli Halldórs Ásgrímssonar um Evrópumálin á flokksþingi Framsóknarflokksins á dögunum vöktu mikla at- hygli. ígrein sinni hér fjallar Halldór ítarlegar um þessar hugmyndir sínar og segir m.a. að þó þetta séu viðkvæm mál verði þau að fá umræðu. Myndin er frá flokksþingi Framsóknar. greina okkur með því einu sem við erum á móti, heldur með því sem við stöndum fyrir og vinnum að. Okkar hugsjón og markmið er betri framtfð, fyrir sérhvern einstakling, Ijölskyldu og byggð- arlag. Okkar er að tryggja það að framtíðarkynslóðirnar eigi mögu- leika á að velja og hafna á grund- velli réttra upplýsinga. Þess vegna verðum við að fylgjast vel með þeirri hröðu þróun sem á sér stað í Evrópu. Yfirvegað mat á aðstæðum Á undanförnum árum hef ég á vettvangi Evrópuríkjanna reynt að auka skilning þeirra á því hvers vegna Islendingar geta ekki gerst aðilar að Evrópusamband- inu. Jafnframt hef ég lagt áherslu á að við viljum góða og nána samvinnu við sambandið og styðjum stækkun þess til austurs. Með því stækkar Evrópska efna- hagssvæðið jafnframt og við fáum þá aðild að vaxandi mark- aði í Evrópu. Ég er þeirrar skoðunar að við höfum engu tapað vegna afstöðu okkar í þessum málum og tel víst að við hefðum ekki getað náð í aðildarviðræðum niðurstöðu sem hefði verið ásættanleg fyrir ís- lenska hagsmuni og samfélag. I því sambandi er nægilegt að vísa til niðurstöðu Noregs, sem hefði verið algjörlega ófullnægjandi fyrir Island í sjávarútvegsmálum. Það er hins vegar ekki rétt að útiloka það um alla framtíð að aðild geti orðið vænlegur kostur. Það er óskynsamlegt að vera með slíkar fullyrðingar og taka þannig afstöðu fyrir þá sem ráða ís- lensku samfélagi í framtíðinni. Við höfum aldrei hikað við að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi ef það hefur verið mat okkar að það væri til hagsbóta fyrir íslensku þjóðina. Við eigum ekki að láta stjórnast af hræðslu og ótta við hið óþekkta, heldur af yfirveguðu mati á aðstæðum á hverjum tima. Stærsta hindnmin Stærsta hindrunin gegn því að Is- land geti orðið aðili að Evrópu- sambandinu er sjávarútvegs- stefna þess. Þótt endurskoðun hennar standi nú fyrir dyrum, tel ég að Islendingar verði að standa utan við hana til að tryggja yfir- ráð mikilvægustu auðlinda sinna. En er sá möguleiki raunhæfur að Islendingar geti fengið að standa utan sameiginlegu sjávar- útvegsstefnunnar ef tengsl okkar við Evrópusambandið breytast? I hvert skipti sem ég spyr þess- arar spurningar er svarið al- mennt neitandi. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að við lát- um fara fram viðamikla athugun á því með hveijum hætti slíkt gæti gerst og hvað væri viðun- andi fyrir Islendinga. Slík könn- un er nauðsynlegur þáttur í metnaðarfullu starfi Islands við að meta framtíðarmöguleika þjóðarinnar. Sérstaða svæða á N or ðux- Atlant shafi Ásættanleg lausn af okkar hálfu gæti falist í þvf að um hafsvæðin í Norður-Atlantshafi verði settar sérstakar reglur og sérstök stefna mótuð sem væri óháð sameigin- legri yfirstjórn Evrópusambands- ins. Þetta styðst við margvísleg rök. Meðal þeirra má nefna að þessi hafsvæði liggja ekki að Iöndum Evrópusambandsins, að fiskistofnarnir eru ekki sameigin- legir með þeim sem Evrópusam- bandsmenn nýta, og að þeir hafa ekki viðurkennda veiðireynslu á þessum svæðum. Með stækkun Evrópusam- bandsins til austurs kemur fjöldi ríkja inn sem á engra hagsmuna að gæta á sjávarútvegssviðinu. Þetta gæti einnig stutt þau sjón- armið að svæðisskipta sjávarút- vegssviðinu. Svokölluð nálægðar- regla á vaxandi fylgi að fagna inn- an ESB, sem gengur út á að við- fangsefnin séu leyst sem næst vettvangi. Ekki verður séð að það samræmist henni að þjóðir sem Danir hafa verið aðil- ar að ESB í níiiian aldarfjórðimg og búa jiví yfir mildlli reynslu og þekkingu á þessu sviði. Þeir eru því líklegri til að geta lagt rétt mat á framtíðarstöðu þess- ara náuu samstarfs- aðila í norðri. enga hagsmuni hafa af sjávarút- vegi og eru jafnvel landluktar komi að stjórnun fiskveiða á N orður-Atlantshafi. Með vinum og nágrönniun okkar Grænlendingar og Færeyingar standa frammi fyrir því að finna samskiptum sínum við Evrópu- sambandið þolanlegt form. Þeir eru ekki með í Evrópska efna- hagssvæðinu og enginn vafi er á því að þetta veldur þeim veruleg- um vandræðum á næstu árum. Við eigum mikla sameiginlega hagsmuni með þessum grönnum og vinum okkar, og það er einnig mikilvægt fyrir okkur að góð Iausn finnist á málum þeirra. Sérstaða þessara þjóða er mikil og skýr. Það er því ekki óeðlilegt eða ósanngjarnt að fundin verði sérstök lausn fyrir þessi hafsvæði sem ekki eiga neina teljandi sam- eiginlega fiskistofna með ríkjum Megum aldrei einangrast Framtíðarsamskipti Islands við ESB eru eitt mikilvægasta hags- munamál landsins. Þótt þau séu pólitískt viðkvæm getum við ekki forðast umræðu um þau. Megin- viðfangsefni stjórnmálamanna er ekki að ræða þægileg dægurmál, heldur að taka á úrlausnarefnum sem skipta sköpum fyrir framtíð- ina. Það er skylda mín og annarra stjórnmálamanna að hugsa langt fram í tímann og leita lausna sem geta þjónað komandi kynslóðum. Við bregðumst því fólki, sem á eftir okkur kemur, ef við ræðum þessi mál ekki opnum huga og könnum rækilega allar leiðir og möguleika. Það er síðan verkefni þeirra sem fara með landsstjórn- ina þegar þar að kemur, að taka endanlega afstöðu. Islendingar mega aldrei ein- angrast í samfélagi þjóðanna. Einu gildir hvert litið er. Við eig- um allt okkar undir góðu og nánu samstarfi við aðrar þjóðir. Hagvöxtur í íslensku atvinnulífi skapast að miklu leyti á erlendri grund við sölu íslenskra afurða og þjónustu. Þjóðir Evrópu kapp- kosta að auka samstarf við ná- granna sína, bæði til að tryggja frið í álfunni og velmegun allra sem þar búa, og við þurfum að eiga eðlilegan hlut í þeirri sam- \ánnu. Tökum frumkvæðið Við Islendingar hvorki getum né megum standa utan þessarar þróunar. Við erum sjálfstæð og stolt þjóð og eigum að vera það. Við erum efnahagslega vel stödd, en það er ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Með framsýni, dirfsku og metnaði getum.við áfram tryggt stöðu Islands í samfélagi þjóð- anna og þar með sjálfstæði okkar, jafnt í efnahagslegu sem menn- ingarlegu tilliti. Við Islendingar eigum að taka frumkvæði um mótun sameigin- Iegrar stefnu varðandi hafsvæði Norður-Atlantshafs. Við eigum ekki að bíða eftir því að aðrir ákveði og ráðskist með málefni sem okkur varða. Við eigum að hafa metnað til að leggja okkar skerf af mörkum og móta þróun- ina með nágrönnum okkar og \inum fyrir sameiginlegar þarfir og hagsmuni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.