Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 5
Xk^ur
ÞRIBJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 - S
FRÉTTIR
Verri heilsa fylgi-
fískur fátæktar
Böm láglaimafólks og
erfidisvinimfdLks em
veikari en böm í öðr-
iim stéttum. Aðstoð-
arlandlæknir kallar á
aðgerðir og vill draga
úr aðgangshindrunum
að heilsugæslu.
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir segir að marktækur
og verulegur munur sé á heil-
brigði barna og unglinga, tveggja
til 17 ára, eftir þjóðfélagsstétt.
Þetta er niðurstaða norrænnar
samanburðarrannsóknar og segir
Matthías að hún komi fremur á
óvart, þótt ekki komi á óvart að
þetta eigi við um fullorðna.
Erfa aðstæðumar
„Yngri börn erfa að vissu leyti
þær aðstæður
sem móðirin
upplifir við
meðgöngu og í
fæðingu og vit-
að er t.d. að
dánartala
barna úr lág-
launastéttum
er hærri en
annarra í öll-
um löndum.
Menn hafa
síðan talið að
þetta sléttist
út, einkum
þegar komið er
á táningsárin.
Rannsóknir í
Skotlandi og
Hollandi
bentu einmitt
til þess. Þessi
rannsókn leiðir
hins vegar í
Ijós mismun í öllum aldurshóp-
um, þegar spurt var um 13 lang-
vinna sjúk-
dóma og sex
algeng ein-
kenni og
fleira skoð-
að, eins og
hæð barna.
Niðurstaðan
er að þessi
atriði eiga
marktækt
frekar við
um börn og
táninga sem
koma úr
hópum lág-
tekjufólks,
erfiðis-
vinnufólks
og minna
skólageng-
ins fólks.“
Matthfas
segir að
ástæðan fyr-
ir þessu sé að einhverju leyti
erfðir, því fullorðið fólk í þessum
Matthías Hattdórsson, aðstoðarlandlæknir:
Jafnvel lág gjöld leiða til þess að fólk veigrar
sér við því að fara sjálft til læknis og með
börnin sín.
stéttum er veikara en annað fólk.
„Að einhveiju leyti er það einnig
IífsstíIIinn, því fólk í svonefndum
lægri stéttum hefur að mörgu
leyti hættulegri lífsstíl, reykir,
drekkur og vinnur meira.
Óreglulegu lífi fylgir streita í fjöl-
skyldunni sem getur myndað
sjúkdóma. Það er auðvitað órétt-
látt að slíkur lífsstíll komi niður
á börnunum og við því þarf að
bregðast."
Minni hindranir
Matthías nefnir að leggja beri
meiri áherslu á börn úr áhættu-
hópum í skólum. „Þá þurfa að
vera sem allra minnstar aðgangs-
hindranir að bæði sálfræðingum
og heilsugæslu. Jafnvel Iág gjöld
leiða til þess að fólk veigrar sér
við því að fara sjálft til læknis og
með börnin sín. Það hefur sýnt
sig í þessari rannsókn," segir
Matthías.
Óþolandi
vinnubrögð
Stjórnarand-
staðan, með
þau Rann-
veigu Guð-
mundsdóttur,
Ögmund Jón-
asson og Guð-
mund Arna
Stefánsson í
fararbroddi,
gerði í gær
harða hríð að
stjórnarsinnum og meirihluta
þeirra í heilbrigðis- og trygginga-
nefnd. Astæðan var sú að nefnd-
in hefur afgreitt frá sér stjórnar-
frumvarpið um miðlægan
gagnagrunn en neitar að af-
greiða úr nefndinni fVumvarp
um sama efni sem Guðmundur
Arni er fyrsti flutningsmaður að
og þingsályktunartillögu frá Ög-
mundi Jónassyni um þetta efni.
Rannveig Guðmundsdóttir
sagði það fullkomlega óþolandi
að það gerist aftur og aftur að
þigmannafrumvörp væru sett til
hliðar. Guðmundur Arni tók í
sama streng í sinni gagnrýni.
Ögmundur Jónasson kallaði
vinnubrögð meirihluta nefndar-
innar „ólýðræðisleg vinnu-
brögð.“ Sigríður Anna Þórðar-
dóttir varði meirihluta nefndar-
innar og sagði þessi vinnubrögð
fullkomlega eðlileg. — S.DÓR
Rannveig Guð-
mundsdóttir
Kaffi með
hvem
jólabók
I átta bókabúðum á landinu
býðst viðskiptavinum í þessari
viku óvenjulegur kaupauki með
jólabókunum. Hver sá sem
kaupir eina af jólabókunum á
markaðnum fær kaffi í kaup-
bæti.
Þetta er í þeim bókabúðum í
Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík,
Akranesi, Isafirði, Akureyri og
Húsavík sem mynda Bókabúða-
keðjuna - en markmið hennar er
að efla hefðbundnar bókabúðir.
Þær eiga í vök að verjast í sam-
keppninni við stórmarkaðina
sem bóksalar telja að fleyti rjóm-
ann ofan af í jólavertíðinni en
sinni viðskiptavinum ver eða
ekki hina ellefu mánuði ársins.
Jónas Gunnlaugsson á Isa-
firði, formaður Bókabúðakeðj-
unnar, segir að með sameigin-
legum innkaupum hafi tekist að
fá til baka um 10% af viðskipt-
unum sem töpuðust. Og þessa
viku fá þeir sem versla bækur í
bókabúðakeðjunni BKI-
capuchino kaffistauk í kaup-
bæti. - GG
Atta bókabúðir hafa boðið óvenjulegan kaupauka.
Öiyrkjar skiltlir eftír
Ólafur Ólafsson, fráfarandi land-
læknir, segir að hagur öryrkja
hafi ekkert skánað allar götur frá
1967, þrátt fyrir bættan hag ann-
arra þjóðfélagsþegna. Þessa nið-
urstöðu byggir Ólafur á könnun-
um á hag landsmanna, þar sem
kemur fram að frá 1967 til 1991
hafi hlutfall öryrkja í litlu hús-
næði hækkað og hlutfall bif-
reiðaeigenda meðal öryrkja lækk-
að. Hlutfall leigjenda meðal ör-
yrkja hefur hækkað verulega en
lækkað í öðrum þjóðfélagshóp-
um.
Ólafur benti á
þetta í fyrirlestri
á ráðstefnu
landlæknisemb-
ættisins um nýj-
ungar og þróun í
lýðheilsu og
læknisfræði, sem
haldin var í Rúg-
brauðsgerðinni í
gær. Samanburðarrannsókn á fé-
lagslegum aðbúnaði fólks sýnir
að í gegnum árin hafi eignastaða
öryrkja versnað og fleiri úr þeirra
hópi eru nú leigjendur en áður,
auk þess sem húsnæði öryrkja er
almennt smærra en áður. Bif-
reiðaeign öryrkja er einnig
óbreytt eða minni en áður. „A
sama tíma og aðrir þjóðfélags-
hópar hafa bætt sig mjög á þess-
um árum hefur hagur öryrkja
ekki batnað. Við nánari skoðun
kemur í Ijós að á bak við upp-
sveiflu í efnahag flestra er mikil
vinna og þá mikil yfirvinna. Slíku
er ekki til að dreifa hjá öryrkjum,
sem vinna ekki yfirvinnu og hafa
jafnvel enga vinnu," segir Ólafur.
- FÞG
Bensínverð lækkar
Esso reið á vaðið og tilkynnti lækkun bensínverðs í gær sem nemur 1
kr. og 70 aurum. Skömmu síðar fylgdi Skeljungur fordæmi Esso og
boðaði sömu verðlækkun. FIB vill að verðlækkun verði meiri en orð-
ið er. Sögulega lágt heimsmarkaðsverð er nú á olíu.
Tíu sækja um stöðu skattstjóra
Tíu einstaklingar, þ.a. átta karlar og tvær konur, hafa sótt um stöðu
ríkisskattstjóra, sem Garðar Valdimarsson sagði nýlega lausri. A með-
al umsækjenda eru Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknarstjóri, og
Indriði H. Þorláksson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Aðrir
umsækjendur eru Guðrún Helga Brynleifsdóttir, vararíkisskattstjóri,
Gunnar Gunnarsson, fjármála- og rekstrarstjóri Hugrúnar ehf.,
Gunnar Jóhannsson, héraðsdómslögmaður, Jón H. Steingrímsson,
forstöðumaður hjá ríkisskattstjóra, Kristján Gunnar Vaidimarsson,
skrifstofustjóri hjá Skattstjóranum í Reykjavík, Ragnar M. Gunnars-
son, forstöðumaður hjá ríkisskattstjóra, Pétur Ólafsson, deildarstjóri
hjá ríkisskattstjóra og Vala Valtýsdóttir, deildarstjóri hjá ríkisskatt-
stjóra. - FÞG
Gagnrýnir skuldasöfnun
Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna á Ak-
ureyri, lýsir yfir áhyggjum vegna vaxandi skulda-
söfnunar bæjarsjóðs á Akureyri skv. fjárhagsætlun
bæjarins. F)Tri umræða um áætlunina fer fram í
dag og segir Jakob að hann muni ekki láta hjá líða
að gagnrýna hvernig meirihluti sjálfstæðismanna
og Akureyrarlistans stendur að málum. „Sjálfur
hefði ég stillt þetta þannig af, að eyðslan yrði ekki
umfram það sem aflað er. Það þýðir náttúrlega að
framkvæmdum væri sniðinn þrengri stakkur en ég
er þeirrar skoðunar að framtíðin eigi nóg með sitt og það þýði ekki að
velta vandanum á undan sér. Þetta er þvert á viðvaranir til sveitarfé-
laga um skuldsetningu á þessum tímum,“ segir Jakob, fyrrverandi
bæjarstjóri á Akureyri. — bþ
Jakob Björnsson.
Ræktunarmaður arsins
Jón Bergsson á Ketilsstöðum á Völlum var nýverið útnefndur ræktun-
armaður ársins í hrossarækt. Það eru Bændasamtökin sem útnefha
ræktunarmann ársins, en þessi útnefning er einn mesti heiður sem
austfirskri búfjárræktun hefur hlotnast, en aðeins 2% hesta lands-
manna eru austfirskir. Þetta er í 6. sinn sem útnefningin fer fram, en
áður hafa hana hreppt Sveinn Guðmundsson á Sauðárkróki í tvígang,
Magnús Einarsson í Kjarnholtum í Biskupstungum, Þorkell Bjarna-
son á Laugarvatni og Brynjar Vilmundarson á Feti við Hellu á Rang-
árvöllum.