Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 2
2 - ÞRIDJVDAGUR 1. DESEMBER 1998 FRÉTTIR Sauðfé að éta sex þúsirnd ára gras! Þarna í miðri eyðimörkinni brá svo undariega við að hópur sauðkinda hafði safnast umhverfis torfuna og enginn gróður sjáanlegur. Upplýsingar iim mataræði nokkrurra sauðkinda komu fram á fjölmenuum baráttufundi. Á fjölmennum baráttufundi um vernd- un hálendisins sem haldinn var í Há- skólabíói um helgina undir yfirskrift- inni „Með hálendinu gegn náttúru- spjöllum“ kom fram í framhjáhlaupi hjá Guðmundi E. Sigvaldasyni, eld- íjallafræðingi, að hann hafi séð sauðfé á hálendinu éta rúmlega 6.000 ára gamlar gróðurleifar, og er þetta elsta „gras“ sem blaðinu er kunnugt um að íslenska sauðkindin hafi etið! Guðmundur greindi frá þessu sem dæmi um tengsl fortíðar og nútíðar og hve mikil kaflaskipti hafa orðið á há- lendinu, einkum eftir að landnám hófst og maðurinn tók að nýta landið. Orðrétt sagði Guðmundur: „Á liðnu sumri fór ég um hluta þess hálendis, sem búið er að rannsaka fyrir þrjá milljarða króna. Forvitni mín beindist að jarðvegsleifum, sem enn er að finna í svartri eyðimörk. Á leið í náttstað eitt kvöldið tók ég eftir dátítilli jarðvegs- torfu skammt frá vegslóðanum í rúm- lega 500 metra hæð. Þarna í miðri eyðimörkinni brá svo undarlega við að hópur sauðkinda hafði safnast umhverfis torfuna og enginn gróður sjáanlegur. Þegar nær kom reyndust rollurnar ákaflega ófúsar að hverfa frá torfunni og viku ekki frá nema Iítinn spöl þegar mig bar að. Þær voru nefnilega að éta torfuna í bókstaf- legri merkingu, hámuðu hana í sig. Þetta reyndist vera hálfrotnaðar gróð- urleifar, um meter á þykkt og nokkrir metrar í þvermál. Ég tók sýni og sendi til aldursgreiningar. Rollurnar voru að éta gras sem óx á hálendinufyrir 6200 árum eða um það bil 4000 árum fyrir Krists burð!“ Megin þunginn í erindi Guðmundar Qallaði hins vegar um sambúð manns og náttúru og skyldur manna við land- ið, eins og raunar önnur erindi og upp- FRÉT TA VIÐTALIÐ lestrar á fundinum gerðu líka. Á sunnudag var síðan haldinn fund- ur á Egilsstöðum í Félagi áhugafólks um verdun hálendis Austurlands, þar sem hvatt var til málefnalegrar og drengilegrar umræðu um verndun og nýtingu náttúruauðlinda á Austur- landi. Fundurinn taldi að lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar vera heppilegasta farveginn fyrir slíka umræðu þar sem sjónarmið verndunarsinna annars vegar og virkj- unarsinna hins vegar fengju faglega umljöllun. miHifyrirsögn Mikið Ijölmenni var á fundinum í Há- skólabíói eða yfir þúsund manns. Jó- hannes Geir Sigurgeirsson, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, gerði at- hugasemdir við það í fjölmiðlum að fyrirtækið fékk ekki að hafa talsmann á fundinum. Landsvirkjun birti hins veg- ar auglýsingar í einhveijum dagblöðum um helgina þar sem segir að „gild rök, útreikningar og staðreyndir sýni að virkjun fallvatna efli þjóðarhag. Til- finningar skipti líka máli... en það sé mikilvægt að beita þeim í réttum mæli, á réttan hátt á rétta málefnið og rétt- um ástæðum og á réttum tíma.“ Með þessum texta voru síðan birtar myndir af Hágöngum, annars vegar frá 1996 og hins vegar frá 1998 þegar Iónið hef- ur myndast. I tilefni af yfirlýsingum Jóhannesar Geirs sendu aðstandendur fundarins síðan frá sér athugasemd þar sem á það var bent að fundurinn í Háskóla- bíói hafi ekki verið málþing heldur bar- áttufundur gegn virkjununarhugmynd- um Landsvirkjunar og því óeðlilegt að Landsvirkjun hefði verið þar með ræðumann. — BG Ekki er ofsögum sagt af verslimargleði laudsmanna í erlcndum stórborgum á þessu hausti, þótt ferðafröm- uðir reyni einlægt að gefa helgarferðunum stunpilinn „menningar- og afslöppunarferðir“. Farþegi sem var að koma frá Dyflinni fyrir stuttu úr slikxi ferð segir pottverjum að þegar vélhi átti að fara að hefja sig til flugs til íslands aftur hafl komið kall frá flugstjóra. Þar hafl haim útskýrt að vegna þess að vélin væri óvenju þung þyrfti hann að fara aftur upp að flugstöð og létta af henni eldsneyti. Hún var sem sagt sjö tonn- um þyngri á leiðinni heim en þegar hún kom út með sama farm farþega! Einhver reiknaði út í hvelli að þetta þýddi yflr 20 kíló af menningu og afslöppun á mann! Órói er kominn fram á skjálftamælum sjálfstæðis- manna í Reykjavík, sem vilja hafa um það að segja hver skipar sæti Friðriks Sóphus- sonar á listanum. Þelr benda á góðan árangur prófkjörs á Reykjanesi til að fá endur- nýjun á lista, og vilja sömu aðferð í Rcykjavík. Hinum hægfara í flokknum (les: þeim sem eiga örugg sæti) finnst óþarft að leggja í svo mikið tilstand út af litlu. Oti í hiðröðinni fyrir utan skemmtistað þingmanna standa Katrín Fjeldsted, Ari Edwald, Vilhjálmxrr Vilhjálmsson og fleiri og bfða eft- ir að Davíð dyravörður hleypi imi. Og enn fjölgar í hópi þeirra sem orðaðir eru við slaginn xnn efstu sætin í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norð- urlandi eystra. Hallgrímur Ingólfsson í Auglýsingastof- unni Stíl heyrist nú nefndur æ oftar. Haiigrímur Ingólfsson. Mannréttmdabrot að hafa ekkí til hnífs og skeiðar Harpa Njáls félagsfræðingur og forstöðumaður innanlandsdeildar Hjálparstaifs kirkjunnar. Vaxandi fjöldifólks á ekki til hnífs eða skeiðar ogfátækt eralgengari á íslandi en viðitr- kennter. - Harpa Njáls hefur gert félagsfræðilega athugun á högum þeirra sem minnst mega sín i þjóðfélaginu og hverjar ráð- stöfunartekjur láglaunafólks raunveru- lega eru. „Þegar borið er saman fyrir hverju ráð- stöfunartekjur heimilanna eiga að duga kemur í ljós að verulega vantar uppá hjá mörgum, þar ber verulega á milli. Ég byggi það á tölum frá Ráðgjafarstofnun beimil- anna og neyslukönnun frá árinu 1995. Neyslukönnun 1995 leiðir í ljós að það er svo Iangur vegur frá að t.d. þeir sem hafa lægstu tekjurnar í samfélaginu, eins og t.d. þeir sem lifa af örorku- og ellilífeyri, sjúkradagpeningum, eru á atvinnuleysis- bótum og þeir sem fá framfærslustyrk frá félagsmálastofnun hafi eitthvað sambæri- legt handanna á milli og meðaltalstekjur benda til. Þeir sem lifa af lægstu tekjunum á vinnumarkaðnum, eins og t.d. félags- menn í Iðju, Sókn, Dagsbrún og Framsókn teljast þarna með. Árið 1994 voru hæstu laun bótaþega á bilinu 42 til 46 þúsund krónur og voru þá í takt við lægstu Iauna- taxta verkalýðsfélaga en í dag hefur þessi samanburður skekkst verulega. I dag eru atvinnuleysisbæturnar 59.635 krónur en öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem hafa fullar bætur bera úr býtum liðlega 63 þúsund krónur. Árið 1995 breytti Félagsmálastofn- un Reykjavíkur reglunum og þá fengu skjólstæðingar hennar myndarlega hækk- un. Síðan þá hefur reglunum ekkert verið breytt og enn er verið að greiða sömu krónutölu, 63 þúsund krónur, svo kaup- máttur þessa fólks hefur rýrnað umtalsvert og var þó ekki beysinn fyrir. Það hefur t.d. ekki verið tekið neitt tillit til barnafólks sem leitar eftir aðstoð en það er ætlast til að barnabætur, meðlag og mæðralaun brúi það bil sem skapast við framfærslu barna. Það er algjörlega horft fram hjá því hversu mörg börn einstakling- ur sem leitar aðstoðar og er undir viðmið- unarmörkunum í tekjum hefur á sínu framfæri. Það er mjög harkaleg aðgerð og það verð ég mjög vör við í starfi mínu hjá Hjálparstarfi kirkunnar." - Er verið að hrjóta á þessu fólki sem margt hvert getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér til vamar? „Um síðustu áramót hækkuðu lágmarks- laun í 70 þúsund krónur og vantar þó mik- ið á að mínu mati að það nægi til lágmarks- framfærslu. Lög um félagsþjónustu sveitar- félaga nr. 40/1991 kveða á um að allir eigi að búa við félagslegt og fjárhagslegt öryggi og það eigi að grípa inn í með aðgerðum til að fyrirbyggja félagslegan vanda og tryggja öllum þegnum mannsæmandi líf. Það er langur vegur frá því að þessum markmið- um laganna sé framfylgt í dag. Það eru mannréttindabrot að fólk hafi ekki til hnífs og skeiðar, en allt stuðlar að því að hinir fá- tæku verða enn fátækari. Ráðstöfunartekj- ur þessa fólks eru algjörlega óásættanlegar. Úm leið og ég varpaði því fram hveijir það eru sem eru svona illa settir þá minni ég jafnframt á það að við erum svo lánsöm að búa í landi þar sem lífskjör eru hvað best í öllum heiminum í dag. íslendingar eru ein af fimm best settu þjóðum heims og í ljósi þess verður andstaðan enn meira áberandi. Hún er ansi brothætt sú glansmynd sem sett hef- ur upp af velferðarríkinu íslandi.11 - Erfátækt almennari á íslandi en al- menningur gerir sér greinfyrir? „Já, og þetta er neyðin sem ég mæti í mínu starfi. Fólk býr við erfiðari aðstæður en almenningur vill horfast í augu við, að- stæður sem eru mjög niðurbrjótandi og mannskemmandi, ekki aðeins fyrir einstakl- inginn, heldur einnig samlélagið." - gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.