Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 6
6 - ÞRIÐJUD AG U R 1. DESEMBER 1998
ÞJÓÐMÁL
Utgáfustjóri: eyjólfur sveinsson
Ritstjórar: stefAn jón hafstein
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Adstoóarritstjóri: birgir guðmundsson
Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson
Skrifstofur: strandgötu si, akureyri,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 1A, REYKJAVÍK
Símar: 460 6ioo OG 800 7080
Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is
Áskriftargjald m. vsk.: 1.800 kr. á mánuði
Lausasöluverd: iso kr. og 200 kr. helgarblað
Grænt númer: 800 7080
Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161
Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVfK)563-1615 Amundi Amundason
(AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is
Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrí) 551 6270 (REYKJAVfK)
EkM sjálfgefið
í fyrsta lagi
Þegar Islendingar fengu fullveldi frá Dönum 1. desember árið
1918 - fyrir áttatíu árum síðan - fólst í því sjálfsstjórn í innri
málum. Afram var konungssamband við Danmörku sem fór
þar að auki með utanríkis- og varnarmál beggja þjóðanna.
Þetta var mikill áfangi á leið Islands til sjálfstæðis, líka vegna
þess að í sambandslagasamningnum fólst í raun og veru ein-
ungis tímabundin frestun á því að íslendingar yrðu algjörlega
sjálfstæð þjóð - sem varð við lýðveldisstofnunina 1944.
í öðru lagi
Leiðin til fullveldis kostaði mikla baráttu margra forystu-
manna íslendinga. Margir sem alist hafa upp undanfarna ára-
tugi í sjálfstæðu þjóðfélagi líta á það fyrirkomulag sem gefinn
hlut. Þeim hættir til að gleyma þeirri sögulegu staðreynd að
fullveldið fékkst ekki án mikillar fyrirhafnar. Það á líka við um
sjálfstæði þjóðar eins og svo margt annað sem er dýrmætt sam-
kvæmt öðrum mælikvörðum en peninganna, að afar auðvelt er
að gleyma gildi sjálfstæðisins fyrir þjóðina og glutra því síðan
niður. Þetta henti forfeður okkar sem flúðu á náðir erlends
konungsvalds vegna valdagræðgi og endalausra innbyrðis
deilna um auð og áhrif.
í þriöja lagi
Það er vafalaust tímanna tákn að nú orðið fer harla lítið fyrir
fullveldisdeginum í lífi þjóðarinnar. Engu að síður er 1. des-
ember rétti dagurinn til að minna rækilega á að það er engan
veginn sjálfgefið að Islendingar lifi af sem sjálfstæð þjóð í eig-
in landi á þeirri nýju öld sem er handan við hornið. Það gerist
því aðeins að landsmönnum takist til frambúðar að tryggja og
treysta forsendur sjálfstæðrar þjóðar á Islandi - það er að ís-
lensk tunga haldi áfram að vera lifandi móðurmál á öllum
sviðum þjóðlífsins og að Islendingar sjálfir hafi áfram óskoruð
yfirráð yfir öllum auðlindum lands og sjávar. Hvorugt má týn-
ast í látlausri sókn eftir stundargróða.
Útgáfufélag: dagsprent
Elias Snæland Jónsson
Kraftur í
kyrrstöðunni v
Sjálfstæðismenn á Akureyri
unnu frækinn kosningasigur á
Akureyri í bæjarstjómarkosn-
ingunum síðustu. Kjörorð
þeirra var „Kraftur í stað kyrr-
stöðu“. Garri hélt alltaf að
þetta slagorð merkti að um
leið og sjálfstæðismenn
kæmust til valda færi allt á
fulla ferð á Akureyri og þjóð-
flutningarnir miklu hinna síð-
ari tíma hæfust þegar fólkið á
höfuðborgarsvæðinu þyrptist
norður í land. Nú er að komast
nokkur reynsla á þennan kraft
sjálfstæðismanna, en í staðinn
fyrir að allt sé í rífandi gangi
virðist enginn vilja
koma norður. Sá eini
sem lýst hefur áhuga á
að flytja norður í land
heitir Loftur og bæjar-
stjórnin vill hann ekki.
Loftur - sem raunar er
leikfélag - hafði reynd-
ar ekki mikinn áhuga á
að skrá sig til heimilis á
Akureyri þótt hann
væri tilbúinn að vinna
þar sem farandverkamaður.
15.000 Akureyr-
ingar
Krafturinn sem sjálfstæðis-
menn voru að boða hefur því
ekki komið í stað kyrrstöðunn-
ar. Það virðist hins vegar kom-
inn talsverður kraftur í kyrr-
stöðuna því staðan hefur víst
sjaldan verið kyrrari en nú.
Hefur þó verið nokkuð kyrrt
yfir öllu á Akureyri undanfarin
misseri. Garra urðu það því
sár vonbrigði að fá endanlega
staðfestingu á þessari kraft-
miklu kyrrstöðu á Stöð 2 um
helgina, þar sem bæjarstjórinn
sjálfur, oddviti sjálfstæðis-
manna, bar sig aumlega yfir
þvi að Akureyringum væri far-
ið að fækka. Bæjarstjórinn sá
fram á að Akureyringur núm-
er 15.000 væri í hættu, en fyr-
ir aðeins tveimur árum var þvf
fagnað með miklum látum að
bæjarbúar væru loksins komn-
ir yfir þetta mark.
Sýnilegar og
ósýnilegar
hendur
Og bæjarstjórinn talaði um
opinbert handafl til að snúa
þessu við aftur. Ekkert annað
dygði í þessari stöðu.
Það er að vfsu nýlunda
að sjálfstæðismaður
kalli á hina opinberu
hönd til að stýra þró-
uninni, en menn í
þeim flokki hafa lengi
verið hrifnari af hinni
ósýnilegu hönd. En
ákall bæjarstjórans um
opinbert handafl, um
kraft, virðist hafa
heyrst vel og víða því nú hefur
vinstri meirihlutinn í Reykja-
vík ákveðið að beita handafli
við að hrekja menn úr höfuð-
borginni með miklum krafti.
Veruleg hækkun útsvars í
Reykjavík er einmitt kraftur af
því tagi sem gæti komið í stað
þeirrar kyrrstöðu sem ríkt hef-
ur á Akureyri. Þessi hækkun
gæti sem hægast komið hreyf-
ingu á hlutina og það er auð-
vitað stórkostlegt dæmi um
þverpólitíska samstöðu ef
Reykjavíkurlistinn tekur að sér
að efna kosningaloforð Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri.
GARRI
Kristján Þór
Júlíusson.
JÓHANNES
SIGUKJÓNS-
SON
skrifar
Um helgina fóru Islendingar
halloka í ýmsum greinum íþrótta
og vottur af þjóðarsorg gerði vart
við sig í kjölfarið. Kristinn
Björnsson skriplaði á skötu um
miðbik svigbrautar í fjallshlíð ut-
anlands og féll þar með dynk,
löndum hans til mikillar ar-
mæðu. Körfuknáttleikspiltar
fengu yfirhalningu hjá Eistum í
troðslum og öðrum tilburðum
körfuboltans og var hvurgi fagn-
aðarefni. Og handknattleiks-
drengir, sem sennilega standa
þjóðarhjartanu næst, voru teknir
í bakaríið af Ungverjum og stóðu
hvergi nærri undir nafni og
orðstír.
Og nú eru sérfræðingarnir og
áhugamennirnir, sem yfirleitt er
sami hópurinn, sestir niður til að
reyna að skilja og skilgreina hvað
fór úrskeiðis hjá Islendingum
um helgina.
Skortnr á andlegri
styrkveitiiigu
Andlegur stökkkraftur
Þjálfari körfuboltalandsliðsins,
Jón Kr. Gíslason, sló sennilega
næst naglahausnum þegar hann
sagði um lið sitt eftir
Ieikinn við Eista, að
andlega styrkinn hefði
vantað og því hafi farið
sem fór. Þetta er ör-
ugglega kjarni málsins
og á miklu oftar við í
íþróttum en flesta
grunar. Það er sem sé
alveg sama hvað menn
eru líkamlega vel af
guði gerðir, fljótir, fim-
ir, sterkir, liprir, knáir,
teknískir og stökkkraft-
mildir, ef andlega styrkinn vant-
ar, þá dugar líkamlegt atgervi
skammt. Þeir sem fást við þjálf-
un ungmenna skilja þetta öðrum
betur. Þeir sem eru bestir og
hæfileikamestir i æsku frá nátt-
úrunnar hendi, eru alls ekki lík-
Þetta er ekki nóg.
legastir til að ná mestum frama í
sinni íþróttagrein er tímar líða.
Það er karakterinn, hinn andlegi
styrkur, sem skilur á milli feigs
og ófeigs í þessum efn-
um.
Það fer til dæmis ekki
á milli mála að hand-
boltapiltarnir bjuggu
yfir nægum hæfileik-
um, líkamlegum styrk
og leikni til að vinna
Ungveijana. Það skorti
ekkert nema andlegan
styrk og sá skortur réði
úrslitum. Feilsending-
ar, fum og fát sem fyr-
irgæfist ekki í 4. flokki
B, stöfuðu ekki af skorti á getu í
handbolta, heldur af vöntun á
andlegum styrk.
Jafnvægi hugans
Ef við viljum ná árangri í íþrótt-
um á alþjóðavettvangi, þá þurf-
um við ekki meiri styrkveitingar í
formi íjármagns, við þurfum á
andlegum styrkveitingum að
halda. Það er alveg sama hvað til
dæmis Iandsliðsmenn í hand-
bolta ná mikilli skothörku og
hittni með þrotlausum æfingum,
ef þeir efla ekki andann í leiðinni
og aga skap sitt til að skjóta á
rétttum augnablikum og koma í
veg fyrir glórulausar feilsending-
ar og annað rugl, þá er allt unn-
ið fyrir gíg. Knattspyrnulandslið-
ið hefur að undanförnu náð ár-
angri ofar getu og hæfileikum
þeirra einstaklinga sem skipa lið-
ið og farið langt á andlegum
styrk og vilja. Handboltalandslið-
ið afturámóti hefur spilað undir
getu vegna vöntunar á jafnvægi
hugans.
Þetta þurfum við að hugleiða.
Á að skipta um landsliðs-
þjálfara í handbolta?
Skafti Hallgrímsson
blaðamaður á Morgunblaðinu.
„Staða landsliðs-
ins nú er auðvit-
að vonbrigði, en
ég held samt sem
áður að ekki þurfi
endilega skipta
um þjálfara.
Liðið náði frábærum árangri í
Japan í fyrra undir stjórn Þor-
björns, en hefur reyndar ekki náð
að leika jafn vel síðan. En ég vil
þó ekki skella skuldinni eingöngu
á þjálfarann; lykilmenn hafa verið
að leika ótrúlega illa á köflum, til
dæmis í Ungveijalandi um helg-
ina. I dag megum við ekki gleyma
velgengninni í Japan og skella
skuldinni strax á þjálfarann, enda
þó slíkt sé íslendingum tamt. Það
er tími til að hugsa málið.“
Jóna Dóra Karlsdóttir
bæjarjuJltrúi íHafnarfirðiogfv. hand■
boltakona.
„Eg treysti Þor-
birni fullkomlega
í því sem hann er
að gera og geri
strákana ábyrga
fyrir þessum mis-
tökum en ekki
hann. Auðvitað gerðu strákarnir
sitt besta að eigin mati, en gátu
ekki betur. Auðvitað er ég sár út í
þá, þeir höfðu næga reynslu og
getu til að klára verkefnið. Það
gengur bara betur næst - og þá
verður líka kominn nýr Iandsliðs-
hópur að stærstu leyti.“
Arni Stefánsson
Uðsstjóri KA í handbolta.
„Mér finnst allt í
lagi að athuga
málið. Julian
Duranona hefði
hiklaust átt að
vera með í þess-
um leikjum gegn
Ungverjum, hann lék t.d. í leikn-
um gegn Ungverjum í Japan í
fyrra og skoraði þá 9 mörk og var
besti maður liðsins. Síðan spilaði
hann með KA gegn Fotex
Vezprem í Evrópukeppni fyrir
tveimur árum og skoraði 23 mörk
í tveimur leikjum. Það sem lands-
liðsþjálfari sagði í útvarpsviðtali
eftir leikinn á sunnudag að Dura-
nona gæti ekki spilað gegn vörn
Ungverja er því ekki rétt. Síðan
finnst mér Ieikskipulag liðsins
ekki hafa verið nægilega gott og
lítið skipt inná þótt menn hafi
ekki staðið sig. Því er mín skoðun
að í lagi sé að skipta um Iands-
liðsþjálfara, nú þarf ferskt blóð í
boltann."
Sigurjón Bjarnason
þjálfari l '. deiidarliðs Selfoss.
„Þorbjörn á að
halda áfram.
Hann er frábær
þjálfari og hefur
sýnt góðan árang-
ur og er maður til
að búa til nýtt lið,
einsog nú þarf á að halda. Það er
ljóst að nú kemur eyða í verkefni
landsliðsins, við verðum ekki með
á HM og ekki á Olympíuleikun-
um og nú þarf að taka inn nýja
unga menn í liðið og hleypa með
því nýju blóði í þetta dæmi. Ég
treysti Þorbirni 100% til þess að
leysa það verkefni."