Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 01.12.1998, Blaðsíða 8
8 - ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 ro^tr FRÉTTASKÝRING Útsvarshækkim i GUÐ- MyNDUR RUNAR IIEIDARS SON SKRIFAR Akvörðim meirihluta borgarinnar um að bækka útsvar í Reykja- vík veldur gríðarleg- uiii viðbrögðum. SjáJf- stæðismenu og verka- lýðshreyfiug mótmæla - stjóruaraudstæðiugar á þingi koma til varn- ar. „Ef við færum aðra leið, sem væri þá að skera niður og það yrði þá verulegur niðurskurður, þá kæmi það við hina verst launuðu. Við þyrftum heldur ekki að spyija að leikslokum ef þjónustugjöld yrðu tekin upp í félagsþjónustunni," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Hún segir að mönnum hafi ekki þótt ástæða til þess að íjalla um þennan „undirliggjandi" halla á borgarsjóði í kosningabaráttunni sl. vor, eins og það er nefnt. Það þýðir að skatttekjur borgarinnar hafa ekki dugað fyrir rekstrarút- gjöldum og framkvæmdum. Borg- arstjóri hafnar því að verið sé að koma aftan að kjósendum með því að leggja til skattahækkun upp á tæpan milljarð króna við gerð fyrstu fjárhagsáætlunar á nýju kjörtímabili. Hún rökstyður það m.a. með því að í vor hafi menn heldur ekki verið búnir að gera það upp við sig með hvaða hætti átti að takast á við fjárhagsvanda borgarsjóðs á kjörtímabilinu. Auk þess hefði verið kosið um þau málefni sem fólk vildi að borgin stæði fyrir á kjörtímabilinu, s.s. einsetningu skóla, leikskólamál- um og félagsþjónustu undir merkjum R-listans. Borgarstjóri segir að full sam- staða sé meðal borgarfulltrúa R- listans um hækkun útsvarsins. Ingibjörg Sólrún segir einnig að skattaparadísin Reykjavík hafi verið blekking allar götur síðan árið 1990. Frá þeim tíma til 1994 hafi sjálfstæðismenn kosið að stinga höfðinu í sandinn og skatt- Ieggja framtíðina. Borgarstjóri segir að á þessum tíma hafi þeir tekið 8,3 milljarða króna að Iáni. Ingibjörg Sólrún segir að helstu rökin fyrir hækkun útvarsins megi rekja til þess að rfkið hefur allt frá 1990 ýmist verið að skerða tekjur sveitarfélaga eða flytja til þeirra verkefni án tekjustofna. Þarna sé um að ræða 14-15 milljarða króna á þessu tímabili, eða sem nemur 1,8-2 milljörðum á ári. Á sama tíma hafa sveitarfélög lands- ins verið rekin með 20 milljarða króna halla. Þess utan sé borgin með hærri útgjöld á ýmsum svið- um en önnur sveitarfélög s.s. fé- lagsþjónustuna, gatnagerð, um- ferðarmál og menningarmál. Auk þess hefur Reykjavík skyldum að gegna sem höfuðborg landsins. Borgarstjóri segir að tekjuauk- inn við þessa skattbreytingu, 970 milljónir króna, sé álíka mikið og fer í byggingu grunnskóla í borg- inni á árinu. Hún bendir einnig á að ef borgin á að geta lokið við að einsetja grunnskólana fyrir árið 2002, þá kostar það borgina um einn milljarð á ári. Ingibjörg Sól- rún segir að það séu engin rök fyr- ir því að borgin, bæði sem venju- legt sveitarfélag og höfuðborg, geti rekið sig fyrir Iægri skatttekj- ur en gilda almennt í Iandinu. Hún segir að með þessari tekju- aukningu eigi að vera hægt að reka borgarsjóð án halla á næsta ári. Það þýðir hins vegar ekki að það verði slakað eitthvað á klónni í hagræðingu og sparnaði í hinum ýmsu málaflokkum, þótt þarna sé verið að ráðast gegn ákveðnum fortíðarvanda borgarsjóðs frá stjórnarárum sjálfstæðismanna. Blaut tuska „Þetta er eins og blaut tuska framan í fólkið í borginni," segir Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hann segist vel skilja að for- menn landssambanda ASI mót- mæli þessari skattahækkun harð- Iega og vilji að hún verði dregin til baka. Ráðherra segir þetta hljóta að hafa í för með sér vaxandi van- trú fólks á forustu R-listans sem hagar sér með þessum hætti. Hann segist jafnframt furða sig mjög á öllum málatilbúnaði borg- aryfirvalda, sem boða til auka- fundar í borgarstjórn með tveggja daga fyrirvara til að Ijalla um áformaða skattahækkun. Davíð segir að Ijármálum jafn stórrar einingar og þau eru hjá sveitarfé- Iagi sem borgin er, séu ekki ráðin á tveimur dögum nema allt sé í tómri vitleysu á þeim bæ. Hann telur því margt benda til þess að menn hafi þar slæma samvisku út af þessu, enda kannski ekki að undra. „Það var samið á vinnumarkaði með tiltölulega hófsamar launa- hækkanir og stöðugleiki tryggður. Undirliggjandi í þeim samningum var skattalækkun í þremur áföng- um. Nú er síðasti áfanginn að koma fram 1. janúar nk. og þá hrifsar R-listinn þennan skatta- lækkunaráfanga frá fólkinu í borginni," segir forsætisráðherra. Hann bendir einnig á að það hefði ekki verið minnst á neinar áformaðar skattahækkanir af hálfu R-Iistans í kosningabarátt- unni sl. vor. Þess í stað hefði því verið haldið fram að skattar yrðu ekki hækkaðir. Ráðherra minnir einnig á að borgin hefur fengið stóraukna staðgreiðslu í sinn hlut, frá því sem áður var. Þegar öllu er á botninn hvolft sé ákvörðun R- listans því afskaplega ómerkileg LANDSPÍTALINN þágu mannúðar og vísinda. Sérfræðingur í blóðsjúkdómum Starf sérfræðings í blóðsjúkdómum er laust til umsóknar. Sérfræðingurinn skal hafa þekkingu og reynslu á sviði stofnfrumuígræðslu og mergskipta, jafnframt á sviði rannsókna á blóði, beinmergs og ræktana á stofnfrumum blóðs. Umsóknum með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vísindastörfum skal skila á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Páls Torfa Önundarsonar, yfirlæknis blóðfræðideildar Landspítalans. Hann veitir einnig nánari upplýsingar. Mat stöðunefndar byggist á innsendum gögnum. Umsóknarfrestur er til 30. desember n.k. Hjúkrunardeildarstjóri óskast á skurðdeild Landspítala frá 1. janúar 1999. Umsækjandi skal vera skurðhjúkrunarfræðingur og er reynsla af stjórnunarstörfum æskileg. I starfinu felst ábyrgð á skipulagningu hjúkrunar, fræðslu og símenntun starfsmanna. Hjúkrunardeildarstjóri ber einnig ábyrgð á rekstri deildarinn- ar ásamt yfirlækni. Umsóknir berist fyrir 21. desember n.k. til skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar veitir Elín J. G. Hafsteinsdóttir í síma 560-1366 eða 560-1300. Hjúkrunarfræðingur óskast á svæfingadeild Landspítala. Starfsemi deildarinnar er mjög fjöl- breytt. Þar eru framkvæmdar svæfingar vegna almennra skurðlækninga, æða-, lýta-, þvagfæra- og bæklunarskurðlækninga. Á Landspítala er auk þess miðstöð barnaskurðlækninga, hjartaskurðlækninga og augnskurð- lækninga á fslandi. Umsækjendur skulu vera hjúkrunarfræðingar með við- bótarnám í svæfingahjúkrun. Upplýsingar veita Margrét Jóhannsdóttir og Margrét Jónasdóttir í síma 560-1870. Röntgentæknir óskast á heilbrigðistæknideild Landspítalans frá áramótum eða sem fyrst. Um er að r^eða fullt starf, en annað starfshlutfall gæti komið til greina. Starfssvið;' Umsjón gæðaeftirlits með röntgentækjum auk annarar vinnu sem miðár að því að viðhalda háum gæðastaðli í röntgenmyndgerð á Landsþítalanumi Viðko'mandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa áh'uga á tæknilegum hliðum röntgenmyndgerðar. Fjölbreytt verkefni, sveigjanlegur vinnutími. Umsóknir sendist á heilbrigðistæknideild Landspítalans fyrir 14. desem- ber n.k. Upplýsingar veitir Gísli Georgsson yfirverkfræðingur, sími 560- 1570, netfang gisli@rsp.is. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Reykvíkingar sinntu sínum hversdagslegu störfum í gær og létu fjargviðrið urr Kemur ekM á óvart „Ég get alveg viðurkennt að ég hefði svo sem getað notað hálft prósent í viðbót," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarn- arnesbæjar. Hann segir að áformuð útsvars- hækkún borgarinnar komi í sjálfu sér ekki á óvart. Það sé vegna þess að sveitarfélögin séu sífellt að taka á sig fleiri verkefni af ríkinu sem séu ekki fjárhagslega rétt metin. Á sl. tíu árum væri þarna um að ræða vel á 14 milljarða króna. Þess utan stæðu sveitarfé- Iög í samningum við kennara og fleiri stéttir sem ekki hefði verið gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Hann yrði því ekkert undrandi þótt fleiri sveitarfélög mundu spá í útvarshækkun því það sé fjarri öllu lagi að „kéyra á lánsfé í þessu góðæri.“ Ábyrg fjármálastjóm „Þetta er bara óhjákvæmilegur hlutur í ábyrgri Ijármálastjórn," segir Svavar Gestsson Alþýðu- bandalagi og þingmaður Reykvík- inga. Hann segir að borgaryfirvöld eigi aðeins um tvennt að velja, safna skuldum eða grípa til þess- ara ráðstafana. Þingmanninum finnst því R-listinn sýna mikinn styrk að taka þessa ákvörðun, þótt reynt sé að úthrópa hana. Hann bendir einnig á að áformuð skattahækkun lendir ekki ein- göngu á láglaunafólkinu því hún og ódrengileg atlaga að launafólk- inu í landinu. Forsætisráðherra vekur einnig athygli á því að það hefði verið sameiginlegt mat ríkis og sveitar- félaga hvað þyrfti að greiða með yfirfærslu grunnskólans til sveit- arfélagana. I tengslum við það liggja einnig fyrir yfirlýsingar frá forráðamönnum sveitarfélaga að þar hefði verið mjög sanngjarn- lega staðið að málum. Það sé því ómerkilegt að halda öðru fram. Uppgjöf R-lista „Það þarf að koma til algjör upp- stokkun á rekstri borgarinnar þar sem menn snfða sér stakk eftir vexti,“ segir Inga Jóna Þórðardótt- ir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Inga Jóna minnir á að í kosn- ingabaráttunni 1994 hefði R-list- inn talað fjálglega um það að hann ætlaði ekki að hækka skatta. Það voru hins vegar ekki Iiðnir margir mánuðir þangað til holræsagjaldið var lagt á. Þéss utan voru lagðar stórauknar álögur á fyrirtæki borg- arinnar. Sama sagan virðist vera að gerast eftir kosningarnar sl. vor þar sem verið er að hækka álögur á borgarbúa um þúsund milljónir króna. „Þetta er bara vitnisburður um uppgjöf. R-listinn hefur gefist upp. Hann treystir sér ekki til að stjórna málum á svipuðum forsendum og sjálfstæðismenn hafa gert,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.