Dagur - 20.02.1999, Side 4

Dagur - 20.02.1999, Side 4
20 - LAUGARDAGUR 20. FERRÚAR 1999 Tkwpr MENNINGARLIFIÐ I LANDINU Elias Snæland Jonsson ritstjóri bókaS HILLAN Flóð af bókum Nú þegar Móniku-máli Bill Clintons, forseta Bandaríkjanna, er formlega lokið með at- kvæðagreiðslu í öldungadeild bandaríska þingsins, er komið að næsta kapitula; bóka- flóðinu sem ævinlega fylgir áberandi hneykslismálum þar í landi. A næstu vikum streyma á markaðinn alls konar bækur um Móniku og Clinton. Sú, sem vafalaust mun vekja mesta athygli, er sjálfsævisaga stúlkunnar sem féll fyrir forsetanum. Líf Móniku Lewinsky hefur tekið miklum breytingum vegna þessa máls. Fyrir rúmu ári var hún gjörsamlega óþekkt; nú er hún fræg eða alræmd víða um lönd fyrir ástarsamband sitt við Clinton. Hún hefur verið hundelt af Kenneth Starr, sérlegum saksóknara, og bandarískum fjölmiðlum; löngum verið nán- ast í stofufangelsi. Á næstu mánuðum mun hún hins vegar fá nokkuð fyrir sinn snúð; peningar munu streyma til hennar vegna bóka og sjónvarpsþátta - að minnsta kosti til að byrja með. Hún ætti því að koma út úr málinu í sæmilegum efnum, hvað sem öðru líður. Frá Díönu til Móniku Þegar Mónika ákvað að segja sögu sfna í bók var allt gert til að tryggja góða sölu. Ekki síst valið á höfundi bókarinnar. Sá er Andrew Morton, sem varð frægur fyrir bókina um Díönu prinsessu: „Diana: Her True Story“ - en þar sagði prinsessan fyrst opinberlega frá öllum sínum persónulegu vandamálum í hjónabandinu, þótt það væri gert í skjóli nafnleyndar. Nýja bókin - „Monica’s Story“ - er væntan- leg í bókaverslanir um næstu mánaðamót. Utgefandinn, St. Martin’s Press, setur 200 þúsund eintök á markað til að byrja með. Mikil óvissa er hins vegar um viðtökurnar, þar sem bandarískur almenningur er orðinn langþreyttur á málinu. En þess er vænst að í bókinni segi Móníka ekki aðeins frá sam- skiptum sínum við Clinton heldur ekki síður svikum Lindu Tripp og svo þeirri hastarlegu meðhöndlun sem hún hlaut af hálfu sak- sóknarans og manna hans. Það kann að vekja einhvern áhuga almennings. Fjöldi bóka Morton og Mónika verða hins vegar ekki ein um hituna. Síður en svo. Það er von á flóði bóka næstu vikur og mánuði þar sem þetta mál kemur við sögu með einum eða öðrum hætti. Þannig er fullyrt að einn nánasti ráð- gjafi Clintons, Vernon Jordan, hafi gert samning um að skrifa bók um sína reynslu. George Stephanopoulos, sem var náinn sam- verkamaður Clintons á fyrra kjörtímabili hans í Hvíta húsinu, er að senda frá sér bók í næsta mánuði - „All Too Human” nefnist hún og fjallar að sjálfsögðu mikið um Mónikumál. Og Linda Tripp, sem hljóðritaði með leynd samtöl sín við „vinkonu" sína Móniku, er í samningaviðræðum við bókafor- lög. Blaðamenn vestra eru einnig að semja bækur sem koma út innan skamms. „Uncovering Clinton" heitir ein þeirra; hún er eftir blaðamann við tímaritið Newsweek, Michael Isikoff. Jeffrey Toobin hjá The New Yorker sendir frá sér „A Vast Conspiracy" og tveir blaðamenn - annar við Washington Post, hinn á Time tímaritinu, gera úttekt á Forsíða „Sögu Móniku" Kenneth Starr og vinnuaðferðum hans í „To the Point of Knives." Ted Kaczynski Hryðjuverkamaður Vestra getur lfka verið vænlegt til bókaútgáfu að fremja glæpi. Það kemur því fáum á óvart að einn umtalaðisti sakamaður síðustu ára í Bandaríkjunum skuli búinn að skrifa bók sem væntanleg er á markað í vor eða sumar. Þetta er Ted J. Kaczynski sem var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir hryðjuverk. Hann ját- aði á sig sextán sprengjuárásir sem kostuðu þrjá menn Iffið og særðu hátt í þrjátíu manns. Mál þetta var allt hið sérkennileg- asta, og vakti athygli meðal annars vegna þess hversu illa lögreglu gekk að hafa upp á tilræðismanninum. Kaczynski samdi á sínum tíma mikla rit- gerð gegn tæknisamfélagi nútímans. Hún var birt í bandarískum stórblöðum árið 1995. Bróðir Teds, David, fannst ritgerðin minna sig á bréf bróður síns og Iét Iögregluna vita. Þannig var Ted handtekinn, en David fékk milljón dollara í verðlaun. Telja má víst að Ted reyni að réttlæta gjörðir sínar í nýju bók- inni og láti ættingja sína fá það óþvegið í leið- inni. Forkálfar og foiystusauðir í s]álfboðaviimu I vikunni var KLrkjustarf Messur sunnudaginn 21. febrúar: Akureyrarkirkja. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Fundur í Æskulýðsfé- laginu kl. 17:00. Glerárkirkja. Barnasamvera og messa verð- ur í kirkjunni kl. 11:00. Fund- ur æskulýðsfélagsins kl. 20:00. Hvítasunnukirkjan, Akur- eyri. Laugardagur 20. febrúar. Bænastund ld. 20:00. Sunnu- dagur 21. febrúar. Sunnudaga- skóli Qölskyldunnar kl. 11:30. Vakningasamkoma ld. 16:30. Kaþólska kirkjan, Eyrar- landsvegi 26, Akureyri. Laugardagur 20. febrúar. Messa kl. 18:00. Sunnudagur 21. febrúar. Messa kl. 11:00. Laugalandsprestakall. Guðsþjónusta á Hólum kl. 11:00. Guðsþjónusta í Munkaþverárkirkju kl. 13:30. Guðsþjónusta á Kristnesspít- ala kl. 15:00. Laufáskirkja. Guðsþjónusta í Laufáskirkju kl. 14:00. Fermingarfræðsla á prestssetrinu kl. 11:00. Grenivíkurkirkja. Laugardagur 20. febrúar. Kirkjuskóli kl. 13:30. Grenilundur. Guðsþjónusta kl. 16:00. Ólafsljarðarkirkja. Sunnudagaskóli kl. 11:00. Taize-messa kl. 20:30. Stokkseyrarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Arbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 1 1 árdegis. Barnaguðsþjónusta kl. 13.00. Breiðholtskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa á sama tíma. Altaris- ganga. Digraneskirkja. Kl. 11.00. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Barna- guðsþjónusta á sama tíma. Grafarvogskirkja. Utvarpsguðsþjónusta í Grafar- vogskirkju kl. 11. Sunnudaga- skóli í Engjaskóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Hjallakirkja. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Kópavogskirkj a. Barnastarf kl. 11 í safnaðar- heimilinu Borgum. Guðsþjón- usta kl. 14. Seljakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur. Guðsþjónusta kl. 14. Áskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Bústaðakirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta ld. 14:00. Dómkirkjan. Guðsþjónusta kl. 11:00. Föstumessa kl. 14:00. Með- göngumessa kl. 20:30. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 14:00 í um- sjá Guðfraeðideildar Háskól- ans. Grensáskirkja. Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Hallgrímskirkja. Fræðslumorgunn kl. 10:00. Messa og barnastarf kl. 11:00. Landspítalinn. Messa ld. 10:00. Háteigskirkja. Barnaguðsþjónusta ld. 11:00. Messa kl. 14:00. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Messa Id. 11:00. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11:00. Laugarneskirkja. Messa og sunnudagaskóli ld. 1 1:00. Neskirkja. Laugardagur 20. febrúar. Bibl- íulestur kl. 10:30. Félagsstarf aldraðra kl. 15:00. Sunnudag- ur 21. febrúar. Barnasamkoma Id. 11:00. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10:00. Skátaguðsþjónusta kl. 14:00. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11:00. JÓHANNESAR- haldið veglega upp á 100 ára af- mæli Knatt- spyrnufélags Reykjavíkur og að vonum mikið um dýrðir. Á tímamótum af þessu tagi leggj- ast menn gjarn- an í nostalgíu og fara að rifja upp gömlu góðu dagana þegar sól skein í heiði, öll skot að marki andstæðinganna voru óveijandi og Islandsmet féllu í flestum hlaupum og stökkum. Þá er og mikið pælt í tölfræðinni, hve margir voru meistaratitlarnir, ís- landsmetin, sigrarnir, jafnteflin og í framhjáhlaupi fá kannski töpin að fljóta með. Allt hefur verið skráð og skil- merkilega fært til bókar. Nema kannski eitt. Hvað skyldu vinnu- stundir ótaldra öðlinga í sjálf- boðavinnu fyrir félagið á þessum hundrað árum vera orðnar marg- ar? Milljón? Tíu Milljónir? Hinn nafnlausi skari I sögu íþróttafélaga standa sigr- arnir upp úr, afreksmennirnir, stjörnurnar. Um þetta er rætt og ritað á tímamótum. Fáir minnast hinsvegar hins nafnlausa skara sem vann á bak við tjöldin, gerði sigrana mögulega og gaf stjörn- unum tækifæri til að skína. Hryggjarstykkið í öllum íþrótta- félögum landsins er sem sé ekki stjörnurnar sem allir þekkja heldur sjálfboðaliðarnir sem hafa unnið sín störf í kyrrþey án þess að að hafa vænst launa eða ann- arar umbunar fýrir viðvikið. Án þeirra hefði KR aldrei náð 100 ára aldri og flest önnur íþrótta- félag á Islandi væru einnig fallin í gleymsku og dá. Útkeyrð kyntröU Fyrir nokkrum árum starfaði ég í knattspyrnuráði í mínum heima- bæ. Og eftir þá reynslu á maður bágt með að skilja hví nokkur hefur löngun og nennu til að vera framámaður eða forkólfur í íþróttafélagi. Á síðustu árum og áratugum hafa störf áhuga- manna innan íþróttafélaganna fyrst og fremst snúist um það þrautleiðinlega fyrirbæri pen- inga. Bölvandi og ragnandi og bitlinga nuddandi ganga þessir menn betlandi á milli fólks og fyrirtækja og árangurinn oftar en ekki sá sami og inni á vellinum - sem sé heldur rýr. Það þarf að glíma við óþroskaða og dyntótta leikmenn, styrktaraðila sem standa sig ekki í stykkinu með greiðslur og kærustur Ieikmanna sem hringja brjálaðar á síðkvöldum yfir því að fá kyntröllin sín útkeyrð og gagnslaus heim í rúmið eftir erf- iðar æfingar. Stöðugir fundir með bankastjórum og öðrum lánveitendum. Skammir og vammir, nudd og nagg dynja á íþróttaforkólfum úr öllum áttum. Puðið og nuddið Það hefur löngum verið sagt að markverðir í handbolta þurfi að vera dálítið geðbilaðir, menn sem gegna hlutverki hreyfanlegrar skotskífu og þess alhúnir að fá grjótharða bolta á 100 kílómetra hraða beint í andlitið eða pung- inn. En hvað má þá segja um sjálfboðliðana í íþróttafélögun- um sem puða við peningaöflun ár eftir ár og fá yfirhöfuð ekki annað en skömm f hattinn að launum? Ekki er þeim hampað af gráðugum Ieikmönnum, þakkað af vanræktum eiginkonum, eldti eru þeir hylltir af dómurum eða heiðraðir af áhorfendum. Puð- andi og nuddandi leggja þeir eig- ið heimilislff í rúst vegna fórna sem þeir færa á altari fótbolta og fijálsra íþrótta. Nei, sjálfboðaliðarnir sem hafa í 100 ár staðið undir íþróttastarfi í KR og öðrum félögum, þessi nafnlausa hjörð, sem sparað hef- ur ríki og sveitarfélögum millj- arða með Iaunalausu starfi í þágu æsku þessa lands, er nú loksins á undanhaldi, þegar íþróttirnar eru orðnar að bisness, leikmenn ganga kaupum og söl- um eins og graðfolar og markaðs- hyggjan hefur tekið völdin. Og við þessu er auðvitað ekkert að gera. Þetta er þróunin. En sjálfboðaliðarnir liggja óbættir hjá garði. Enginn minn- ist þeirra. Enda eru þeir og voru, á mælikvarða markaðshyggjunn- ar, mildu fremur forkálfar en for- kólfar, forystusauðir fremur en forystumenn. Þvf þeir sem end- ast árum saman við að snudda í fjármálum í þágu annarra, þannig að æskan geti skemmt sér áhyggjulaus við að spila og sparka, hlaupa og stökkva, eru auðvitað ekkert annað en kálfar og sauðir á mælikvarða markaðs- hyggjunnar. Blessuð sé minning þeirra. SPJALL Jóhannes Sigurjonsson skrifar

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.