Dagur - 20.02.1999, Qupperneq 18

Dagur - 20.02.1999, Qupperneq 18
_ v i' 3 \ a í, u a s , •* " , iuiiif t : 34 - LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 POPPLÍFIÐ í LANDINU Blondie. Snúin aftur meö sann- kölluðum „stæl“. Blon Þegar pönkið var að ná fótfestu hérlendis snemma á sfðasta áratug, hafði þessi merka tónlistarstefna og menningarfyrirbæri, fyrir all- nokkru náð vissu hámarki í Bretlandi og vfðar í hinum vestræna heimi. Aðrar stefnur, svo sem þungarokk, nýrómantík, Ska, hip hop og fleiri, voru í stað pönksins orðnar áberandi og töluðu margir um að pönkið væri þar með „dautt“. En eins og sagan sjmir dó pönkið ekki frekar en aðrar stefnur sem myndast. I framhaldi af því mynd- aðist hins vegar í tónlistarlegu tilliti önnur stefna, öllu mýkri að vísu og með poppblæbrigðum, en samt ótvírætt afsprengi pönksins sem jafnvel harðar pönksveitir sveigðu stíl sinn að. New wave, eða ný- bylgja nefndist fyrirbærið og er Stranglers líklega besta dæmið um fræga boðbera pönksins, sem sveigðu stíl sinn inn á þessa braut. Rétt eins og pönkið, náði nýbylgjan hylli víða en átti ekki þó sfst upp á pallborðið í Bretlandi. I Bandaríkjunum var New York, líkt og með ameríska pönkið, helsta miðstöð nýbylgjunnar þar og þar varð einmitt ein af vinsælli sveitum stefnunnar til, Blondie. Með Ijósk- una, sem sveitin dregur nafn sitt öðrum þræði af, og fyrrum fatafell- una Deborah Harry í fararbroddi varð Blondie gríðarvinsæl á síðustu árunum fyrir og fyrstu eftir 1980. Topplög víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og Bretlandi voru eigi færri en fimm auk fleiri á topp tíu, þeirra á meðal Sunday girl, Heart of glass, Hangin’ on the telephone og Picture this. Blondie hætti 1982 og hefur lítt farið sögum af meðlimum upp frá því. Debbie Harry hefur að vísu alltaf verið að brölta eitthvað í tónlist- inni og einnig komið nálægt kvikmyndaleik, en það hefur ekki vakið ýkja mikla athygli. A síðasta ári komu Debbie og félagar hins vegar saman að nýju og héldu í mjög vel heppnaða tónleikaferð. Að henni lokinni var ákveðið að halda frekar áfram með plötuútgáfu í huga. Virðist þessi endurkoma og ákvörðun um nýja plötu ætla að ganga vel upp, því fyrsta lag sveitarinnar í 17 ár, Maria, hefur slegið ræki- Iega í gegn, fór til dæmis rakleiðis á toppinn í Bretlandi fyrir hálfum mánuði. Stórgott lag sem gefur fögur fyrirheit um plötuna í heild. No Exit kallast hún og er einmitt að koma út nú eftir helgina. Verð- ur henni að öllum líkindum vel tekið, þannig að eflaust verður talað um endurkomu ársins hvað Blondie áhrærir þegar árið verður gert upp. 3CR - Uinsælir en til uandræda Pete Vukovic og hans félagar í 3 Colours Red njóta hylli þrátt fyrir slæmt líf- erni. Frá því breska rokksveitin 3 Colours Red gerði mikla lukku með fyrstu plötunni sinni, Pure, fyrir um rúmum tveimur árum, sem meðal annars innihélt fjög- ur smáskífulög er náðu inn á topp 20 í Bretlandi og Iengra, hefur frægðin og velgengnin far- ið nokkuð illa með sveitina og meðlimirnir sumir verið hætt komnir vegna eiturlyfjaneyslu og annarra miður góðra hluta. Kraftmikil rokktónlistin, oftar en ekki undir áhrifum frá pönki og nýbylgju, er þó það sem fólk virðist fyrst og fremst horfa og hlusta á hvað sveitina varðar og lætur þessi vandræði þeirra ekk- ert á sig fá. Allavega var það svo er loksins hafði tekist að koma sveitinni á lappir til nýrra laga- smíða og plötugerðar, að nýjustu smáskífunni, Beautiful Day var mjög vel tekið og er lagið mjög vinsælt nú um stundir í Bret- landi. Onnur platan, Revolt, er svo að koma út nú um þessar mund- ir og verður að sögn söngvarans, Pete Vukovic, um enga logn- mollu þar að ræða. Svo var held- ur ekki um frumburðinn, Pure, þannig að aðdáendur og rokkunnendur almennt ættu að gefa Revolt gaum. Eru miklar vonir bundnar við gott gengi plötunnar, en hvort það þýði svo að vandræði Vukovic og félaga séu þar með að baki er hins veg- ar annað mál. Töluutónar Með örri tækniþróun, tölvuleikj- um og fleiru slíku hefur opnast alveg nýr heimur f tónlistarsköp- un. Það er til að mynda orðin sérgrein núorðið fyrir tónlistar- menn, að skapa tónlist eingöngu fyrir leiki og fleira 6r viðkemur tölvum. Nintendo Gameboy fyr- irbærið gerir til dæmis notend- um sínum kleift að uppfæra sína eigin tónlist og setja mynd af þeim á skjáinn að auki. Snillingurinn Alec Empire úr Atari Teenage Riot, fékk sér ein- tak fyrir áramótin og heillaðist svo, að hann Iá í tölvunni í mán- uð. Utkoman er platan Nin- tendo Teenage Robots, sem DHR gaf svo út nú í byrjun þessa mánaðar. Seint verða slík- ar tölvutónasmíðar taldar mikil tónlist sem slík, en fyrir harða aðdáendur Alec og aðra sem for- fallnir eru í víðáttum tölvu- heimsins, er þessi gripur líkast til forvitnilegur. Annars er það af Alec að frétta, að langþráð ný plata frá honum og félögum í Atari, er nú væntanleg í maí. Auk þess vinnur Alec svo að ýmsum samvinnuverkefnum, meðal annars með Björk Guð- mundsdóttur, en með henni hef- ur Alec reyndar unnið fyrr. Spurnir af þessu verki Alecs með Björk hefur umsjónarmað- ur Poppsíðu Dags fengið beint frá DHR útgáfunni. Eitthvað fyrir tölvuhunda frá Alec Empire. SDægur Magnús Geip Guðmundsson skrifar Hikils að uænta Engum blöðum er um að fletta, að fyrir utan stór- stjörnuna Björk, er Gusgus hópurinn kominn lengst íslenskra tónlistar- manna í að öðlast eitt- hvað sem kalla mætti fót- festu á hinum víðu lend- um alþjóðapoppsins. Mik- ill dugnaður við tónleika- hald og þrotlaus vinna á fleiri sviðum við að koma hópnum á framfæri, hefur smátt og smátt verið að skila árangri og þá ekki bara í plötusölu upp á um 200-250 þúsund eintök af fyrstu plötunni, heldur einnig ákveðinni virðingu Gusgus. Önnur platan tilbúin. innan poppheimsins sjálfs, eins og dæmið með Martin Gore og félaga hans í Depeche Mode, sem flestir þekkja auðvit- að, sannar. Nú er svo næsta vers að hefjast hjá hópnum. Nýja platan, This is Normal, er tilbúin og kemur út í apríl að öllu forfallalausu. Nú um helgina er svo að heQast ferð til að hita upp fyrir útgáfuna með stórtónleik- um í flugskýlinu á Reykja- vfkurflugvelli. Af fyrri tón- leikum hópsins að dæma verður enginn svikinn af að mæta, um mikla sýn- ingu verður áreiðanlega að ræða. Þar er semsagt mikils að vænta og þá ekki síst vegna þess að stíllinn er að breikka að sögn með nýju plötunni, sem meðal annars mun birtast í rokkáhrifum í einhverjum mæli. Mun Dr. Gunni, Gunnar Hjálmarsson, til dæmis semja allavega eitt af lög- um plötunnar í samvinnu við Gusgus.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.