Dagur - 20.05.1999, Side 5

Dagur - 20.05.1999, Side 5
FIMMTUDAGUR 2 0. MAÍ 1999 - S FRÉTTIR Efast um sölu á Lands símanum Simiir þmgmenn Framsóknarflokksins segjast vilja skoða málið vel áður en haf- ist verður handa við að selja Landssímann. Valgerður Sverrisdótt- ir segir alla vinnu varðandi það mál vera eftir í flokknum. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, sagði í samtali við Dag að til greina lcæmi að selja ætti ríkisfyrirtæki, eins og Landssímann og ríkisbankana, til þess að auka sparnað í þjóðfé- Iaginu og slá með því á þensluna í þjóðfélaginu. Ljóst er að hug- myndin um að selja Landssím- ann vekur litla hrifningu meðal sumra þingmanna Framsóknar- flokksins og að þeir vilja skoða málið mjög vel áður en hafist verður handa. Mikil vinna eftir „Það á eftir að fara fram mikil vinna innan Framsóknarflokks- ins áður en við getum tekið ein- hverja ákvörðun í þessu máli og sú vinna er mjög lítið komin af stað enn sem komið er,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, formað- ur þingflokks Framsóknarflokks- ins nýliðið kjörtímabil. Hún segir að menn hafi vissu- lega reiknað með að þessi um- ræða kæmi upp og því þyrftu menn að mynda sér skoðun á málinu. Sá tími sé hins vegar ekki kominn að hægt sé að kveða upp úr með þetta. „Við framsóknarmenn lítum ekki á það sem eitthvert höfuð markmið að ríkið reki sem allra flest fyrirtæki, heldur viljum við skoða hvert afmarkað mál út af fyrir sig. Og salan á Landssíman- um er ekkert einfalt mál,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. Maður hrekkur við „Eg er í hópi þeirra Iandsbyggð- arþingmanna sem hafa viljað skoða það vel ef menn ætla að selja og einkavæða Landssím- ann. Menn þurfa að gera sér grein fyrir því hvernig rekstri ljósleiðarans verður háttað, svo dæmi sé tekið. Eg tel því að það þurfi að fara fram rækileg um- ræða um þetta mál ef menn hyggja á sölu,“ segir Jón Krist- jánsson, þingmaður Austfirð- inga. Guðni Agústsson, þingmaður Sunnlendinga, tekur í sama streng og Jón Kristjánsson. „Maður hrekkur sannarlega vrð þegar maður heyrir þetta nefnt. Eg er alveg viss um að þingmenn Framsóknarflokksins vilja fara yfir og skoða þetta mál vel áður en tekin verður einhver ákvörðun um sölu Landssím- ans,“ sagði Guðni Ágústsson. - S.DÓR Elsa B. Þorkelsdóttir: Afstaða bæjar- ráðs i máli Ingibjargar kemur á óvart Bæjarráð neitar Bæjarráð Akureyrar hefur synjað Ingibjörgu Eyfells, fyrrum deild- arstjóra leikskóladeildar á Akur- eyri, um afturvirkar kjarabætur. Kærunefnd jafnréttismála hefur ályktað Ingibjörgu í hag, en bæj- arráð telur tilmæli nefndarinnar ekki studd nægjanlegum rökum til að greiða Ingibjörgu önnur laun en umsamin voru milli bæjarins, hennar, STAK og launanefndar sveitarfélaga á umræddu tímabili. Þetta er annað málið sem kærunefndin rekur fyrir hönd fyrrum starfsmanna gegn Akur- eyrarbæ. Hitt málið er fyrir dómi, krafa Ragnhildar Vigfús- dóttur fyrrum jafnréttisfulltrúa. Elsa B. Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Skrifstofu jafn- réttismála, segir afstöðu bæjar- ráðs í máli Ingibjargar koma sér á óvart. „Maður gat frekar skilið að mál jafnréttisfulltrúans varð- aði stærri spurningar sem ekki er óeðlilegt að atvinnurekandi vilji fá svör við fyrir dómstólum. Þetta álit er ekki þess eðlis. At- vinnurekandi var að vissu marki búinn að viðurkenna að um sambærileg störf væri að ræða og búið að leiðrétta launin." - BÞ Fær verðlaun fyrir listiiinfj öllun Aðalsteiim Ingólfsson listfræðingur er einn fímm norrænna menningarblaða- manna sem hljóta Torsten og Wanja Söderbergs verðlaun- in fyrir skrif sín um list og hönnun. Verð- launahafamir eiga að setja saman sýningu í Röhsska safninu í Gautaborg í haust. „Listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson hefur í mörg ár verið einn af virkustu listgagnrýnend- unum í íslenskum dagblöðum og erlendum tímaritum"..., segir meðal annars í rökstuðningi með viðurkenningunni. „I gagnrýni sinni um sýningar og aðra at- burði á sviði hönnunar hefur A. I. íjallað um Iisthandverk og iðn- aðarhönnun í samanburði við aðrar sjónrænar listgreinar." Að- alsteinn er talinn sá virkasti í skrifum og gagnrýni um hönnun á íslandi auk þess sem kennsla og hönnunarverðlaun DV eru talin honum til telcna. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hefurhlotið sænska viðurkenningu fyrir skrifsín um list og hönnun. „Þetta kom fyrst og fremst flatt upp á mig því að ég er þarna í hópi fólks sem hefur skrifað urn hönnun og listir í áratugi," sagði Aðalsteinn þegar Dagur hafði samband við hann. - Finnst þér vidhorf til menn- ingarumfjöllunar hér ú lancli hafa breyst eitthvað í úranna rás? „Ég er ekki viss. Ég óttast að þessi skrif séu ekki nógu mál- efnaleg og risti ekki nógu djúpt á heildina litið. Það kemur niður á þeim að þau eru aukageta hjá flestum sem fást við þetta. Sjaldnast er tími til að hugsa lengi og vel um þessa hluti. Ég held að við séum ennþá tiltölu- lega frumstæð í umíjöllun um listir og hönnun hér á Iandi. Það eru fleiri um hituna en það þýð- ir ekki að gæðin séu ofboðslega mikil." Röhsska safnið í Gautaborg hefur veitt Torsten og Wanja Söderbergs verðlaunin frá árinu 1994. Afar sjaldgæft er að gagn- rýnendur fái viðurkenningu fyrir framlag sitt en nú hefur sænska safnið ákveðið að ríða á vaðið og veita verðlaunin fimm norræn- um gagnrýnendum og blaða- mönnum sem hafa skrifað um hönnun og list. Fimmmenning- arnir fá verðlaun, sem nema 100.000 sænskum krónum eða um 900.000 íslenskum krónum á hvern. Auk Aðalsteins Ingólfs- sonar fá viðurkenningu Kaj Kal- in frá Finnlandi, John Vedel- Rieper frá Danmörku, Jorunn Veiteberg frá Noregi og Kerstin Wickman frá Svíþjóð. Gagnrýnendurnir fimm eiga að velja fimm hluti hver á sýn- ingu í safninu í haust. Hlutirnir eiga að vera dæmi um framúr- skarandi og hugmyndaríka hönnun. Aðalsteinn segir að áhersla sín verði á veganesti fyr- ir nýja öld, hugsanlega hönnun sem snerti endurvinnslu hluta. - GHS msmi Söímiii fyrir íbúa Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross Islands efna til söfnunar fyrir fórnarlömb átak- anna á Balkanskaga vikuna 17.-29. maí. Atakið er unnið í samstarfi við Stöð 2 og Bylgj- una. Söfnunin nær hápunkti nk. fimmtudag þegar fréttaefni verður fléttað inn í dagskrána ásamt sjónvarpsþáttum sem tengjast ástandinu í Kosovo. Söfnunarsími er 750 5050. Safnað verður á reikning í SPRON nr. 11502656789. - bþ Stjómendur hjálpi reykingamöimimt Málþing Fagdeildar hjúkrunarfræðinga um leiðir til að hjálpa fólki að hætta að reykja, var haldið 14. maí sl. og var samþykkt eftirfarandi ályktun: „I kjölfar nýrrar reglugerðar um reykingar á vinnustöðum sem taka mun gildi 15. júní nk., þar sem heilbrigðisstarfsmönnum er bannað að reykja í og við heilbrigðisstofnanir, vill málþingið beina þeim tilmælum tii stjórnenda heilbrigðisstofnana, að þeir komi hið fyrsta á laggirnar skipulagðri aðstoð til reykleysis við starfsmenn sína. - BÞ Tvær milljónir í alþjóðlegt heilbrigði Da\'íð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu, gekk í gær á fund Gro Harlem Brundtland, fram- kvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), og afhenti fyrir hönd Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra tvær milljón- ir króna í endurreisnarsjóð WHO. Gro Harlem sagðist fagna því sér- staklega að Islendingar skipuðu sér í hóp þeirra þjóða sem Iegðu fram til endurreisnarstarfsins. Ríkisstjórnin ákvað að leggja þessa upphæð fram. - bþ Kosovo

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.