Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 4
Kitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Ber.edikt Gröndal. — RitstjórnarfulK. trúi: Eiöur GuSnason — Símar: 1490014903 — Auglýsingasími: 14906, Aðsetur Alþýöuhúsið við Hveríisgötu, Seykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-. blaðsins. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausasölu kr. 7.00 eintakið, Útgefandi Alþýðuflokkurinn. VIÐEY Ótai sinnum hefur verið bent á nauðsyn þess bæði j Alþýðublaðinu og annarsstaðar, að ríkið eignaðist /iðey og bjargaði þar menningarsögulegum verð- inætum frá eyðileggingu og til þess að binda enda á þá niðurlægingu, sem staðurinn hefur verið í um langt ;:keið. Þessvegna ber að fagna því, að samið skuli hafa ,rerið við eiganda eyjarrnnar úm kaup á Viðeyjar- .í tofu og nokkurri landspildu þar í kring. Auðvitað lefði verið æskilegast og raunar sjálfsagt, að ríkið æypti Viðey alla, og hlýtur til þess að draga þótt ; ;íðar verði. Viðey er græn og óspillt gersemi rétt við bæjar- i lyr Reykjavíkur. Við staðinn eru bundnar merkar öguminjar og er raunar furðulegt, að það skuli vera yrst nú, sem ríkið eignast þarna ítök, en Reykjavíkur >org mun eiga lítinn landskika á eynni. | Sízt ber þó að vanþakka það sem nú er gert, en ýonandi skortir forráðamenn ríkis og borgar ekki . jkilning á gildi Viðeyjar, því þar hlýtur að verða eitt áf útivistarsvæðum Reykvíkinga áður en langt um i iiður. Möguleikar í þeim efnum eru margir og von- ;ándi verður meiri reisn yfir nafni Viðeyjar á kom- jaindi árum en verið hefur síðustu árin. OLIA Formaður Alþýðuflokksins, Emil Jónsson, lýsti þeirri skoðun sinni í sjónvarpsþætti 1 gærkveldi, að ^lls ekki væri óeðlilegt að þjóðnýta olíudreifinguna á íslandi, ef ekki væri hægt að dreifa olíunni með ijninni tilkostnaði, en olíufélögin þrjú gera núna. 1 Olíufélögin hafa nú tilkynnt, að von sé á benzíni ineð hærri okfantölu, en verið hefur fáanlegt og verður það dýrara en það benzín, sem nú fæst. Ííefur olíufélögunum lengi verið legið á hálsi fyrir áð gefa ekki viðskiptavinum kost á að velja um tvennskonar benzín. t Nú er það hinsvegar komið á daginn, að hér eftir ^ erður aðeiás selt dýrara benzínið og 'viðskiptavin- i rnir geta ekki valið um dýrt eða ódýrt benzín. Bera : élögin því við, að þau hafi ekki aðstöðu til að selja báðar benzíntegundirnar! Svona mótbárur er auðvitað ekki nokkur leið að taka alvarlega. Hér er þrefalt olíudreifingarkerfi á < iium sviðum, en samt er ekki hægt að veita við- í kiptavinum jafn cinfalda þjónustu og hafa til sölu Þ'ær tegundir af benzíni eins og sjálfsagt er. Framkoma olíufélaganna yfirleitt gagnvart við- ‘kiptavinum sínum gerir það að verkum að þjóðnýt- ingartal þarf engum að koma á óvart. 4 11. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÆVÁREIÐIR RÚSSAR Rússar brugóust að vonum reiðir við eftir meðferðina, sem sendiráðsfólk þeirra lilaut í Kína. Þeir söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Kína í Moskvu og mótmæltu. Á einu spjaldinu stóð: „Mao ber ábyrgðina á afbrotum kínversku þjóðarinnar^ ★ „í NAFNX ALÞJÓÐAR.” Maður nokkur kom að máli við krossgötuþáttinn út af grein, sem þekktur kenni- maður skrifaði nýlega í eitt dagblaðanna í Reykja- vík. í tilefni af því lagði maðurinn fyrir okkur eftirfarandi spurningar: Getur hver sem er skrif- að grein í „nafni alþjóðar á íslandi?” Getur ef til vill hver sem er líka skrifað áskorun eða yfir- lýsingu í nafni ríkisstjórnar eða Alþingis? Getur hver sem er skrifað hvað sem er í nafni einhvers annars eða annarra án umboðs eða leyfis? Hvað merkir að skrifa í nafni einhvers? Efni umræddrar greinar var að andmæla iögum um hægrihandarakstur hór á landi, sem afgreidd voru á Alþingi ekki alls fyrir löngu og eru nú í þann veginn að byrja að koma til framkvæmda. Var greinin skrifuð af baráttu- hita og alvöru. Mjög hafa verið skiptar skoðanir almennings í þessu máli og færð rök með og móti, og sé ég ekki ástæðu til að blanda mér í þær deilur. Hitt er aftur á móti staðreynd og verður ekki véfengt, að Alþingi hefur samþykkt lögin, og gæti það bent tit þess, að hægrihandarakstur ætti nokkru fylgi að fagna meðal þjóðarinnar. ★ FLETT UPP í ORÐABÓK. Fyrirspyrjanda er hins vegar lík- Iega bezt svarað með því að fletla upp í Orðabók Menningarsjóðs og Árna Böðvarssonar, málfræð- ings, en Árni er okkar meistari og lærifaðir í efn- um sem þessum, nýtur enda mikilla vinsælda meðal blaðamanna fyrir margar góðar ábendingár í þættinum um daglegt mál í útvarpi. í raun og veru liefði verið eðlilegra að beina framangreind- um spurningum til hans heldur en okkar fáfróði-a blaðamanna. En í orðabókinni stendur sem sagt þetta um merkingu umrædds oi’ðasambands: „I n a i n i e-s fyrir hönd e-s, sem fulltrúi e-s", Hér virðist því allt liggja ljóst fyrir. Enginn getur skrifað fyrir liönd annars manns eða sem fulltrúl annarra, nema með leyfi eða eftir umboði. Eng- inn getur þe.ss vegna talað eða skrifað í alþjóðar- nafni án þess að hafa aflaö sér til þess nauðsynlegr ar heimildar, enda liggur í augum uppi að annað væri lirein markleysa. Skýringin á framlileypni greinar- höfundar kann hins vegar að vera sú, að sem kennimanni sé honum tamt að tala og skrifa í nafni ýmissa, sem æðri eru þjóð og Alþingi og ríkisstjórn, svo sem guðs föður, sonar og heilags anda, og gæti það hafa ruglað hann í ríminu í hita baráttunnar. En sem sagt: við svörum fyrir- spyrjanda neitandi, þar sem greinarhöfundur get- ur ekki haft neitt bréf upp á að skrifa „í nafni al- þjóðar” um fi’amangreint mál. — S t e i n n . Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.