Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 13
Ást um víða veröld ítölsk stórmynd í litum o? cine- mascope. , Sýnd ki. 9. Bönnuð börnum. Leðurblakan Blað'aummæli: Leðurblakan í Bæjarbíó er kvik- mynd sem óhætt er að -.næla með. Mbl. Ó. Sigur'ðsson. PALLADIUM præsenteter: 'MUSEM - árets féstligste farvefilm Sýnd kl. 7. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Síðasta sinn. STRÆTISVAGNINN Gamanmyndin íræga með Dirch Passer. Sýnd kl. 5 Balletkvikmyndin — RÓMEO og JÚLÍA —. Konunglegi brezki balletinn dans ar í aðalhlutverkunum. Sýnd kl. 9 Síöasta sinn. — IIJÁLP — með Bítlunum, Sýnd kl. 5 og 7. SMURT BRAUÐ SNITTUR BRAUÐSTOFAN Vesturgötu 25. Sími 16012. Opið frá kl. 9-23.30. AuglýsiS í álþýðublaðinu Fmmhaldssaga eftir Molly Lillis: GILDRAN ÖSÝNILFGA virtist nú ljóma af innri eldi. — Þér eruö afar fögin', Sara, sagði liann og notaði nú skírnar- nafn hennar í fyrsta skipti. Hún leit undan aðdáunar- augnaráði hans og drafandi rödd sagði: — Það er nú bara ein hliðin, gamli vinur! — Sæll, Allan, sagði Sara við nýkomna manninn. — Ég var hætt að vonast eftir þér. Hún leit á Keith og sagði lágt:. — Þakka yður fyrir skemmtunina. — -Mér finnst leitt að slíta ykkur sundur, sagði Allan, — en ég er hræddur um að við verðum að fara heim, elskan. — Af hverju? spurði Sara og undraðist leiða sinn yfir komu hans. — Það sprakk á bílnum hjá mér og ég gleymdi að taka með mér varahjól, svo við verðum að ganga. — Ég get ekið yður og manni yðar, sagði Keith og leit vand- ræðalega á þau. — Þetta er ekki maðurinn minn, hló Sara. — Þetta er vin- ur minn, Allan Johnson. Hún kynnti mennina tvo. — Tilboðið stendur enn, sagði Keith, sem i*eýndi af fremsta megni að leyna þeirri undrun, sem orð Söru ollu. — Þakka yður fyrir, ég hef gott af að ganga, svaraði Alan. — Ég get fengið lánað sendils- hjólið hjá henni Söru. — Sendillinn er stúlka, benti Sara honum á. En þú getur vel fengið hjólið lánað. Ég kem eft- ir augnablik Alan. Hún fór inn í forstofuna til að sælcja kápu sína. — Viljið þér ekki fremur að ég aki yður heim, spurði Keith og reyndi að vera kurteis þó liann gæti ekki þolað þennan mann. — Nei alls ekki. Alan fitlaði við ljóst yfirskeggið. — Hvern- ig haldið þér að ég líti út á kvenmannshjóli? Keith svaraði engu. Hann starði inn í blá augu Söru, sem gekk til þeirra. Augnaráð hans sagði Söru að Keith Lavalle væri langt þvi frá ónæmur fyrir aðdráttarafli hennar. 2. KAFLI, Keith fór aftuv inn í reyk- mettaðan salinn. — Kemur ekki týndi sonur- inn, sagði Laurie í kveðjuskyni. — Við héldum að þú hefðir yf- irgefið okkur, sagði hún og tók um hönd hans. — Ég þurfti að fá mér frískt loft og við frú Newman fórum út í garðinn. — Hittirðu kjölturakkann hennar Söru? Laurie glotti. — Hún kynnti mig fyrir ein- hverjum hr. Johnson. — Það er hann Alan. Laurie flissaði heimskulega. — Er manninum hennar al- veg sama — eða er hann kannske einn af þessum um- burðarlyndu eiginmönnum spurði Keith. Einliver slökkti á plötuspil- aranum og Poppy leit upp. — Gerðir þú þetta? spurði hún. — Hvað? Keith lyfti augnar- brúnunum spyrjandi. — Þú þarft ekki að hugsa um Poppy, hún er gargandi full, flýtti Laurie sér að segja. Bill tók engan þátt í hlátr- inum sem á eftir kom heldur leit á Keith og sagði rólega: —, Sara er ekkja. Eiginmaðui | hennar lézt fyrir ári. 2 — Mér finnst það leitt. . . ég vissi ekki. . . sagði Keith með mikilli samúð. — Eric var stórkostlegur maður, sagði Bill hlýlega. — Hann gerði mikið fyrir verzl- unina í High Street. — Sara vann hjá Eric áður en þau giftust, skaut Laurie inn í. — Þau elskuðust mjög heitt. Það var sorglegt að Eric skildi fá lömunarveiki, sagði Bill. — Þá höfðu þau aðeins verið gift í hálft ár, það fékk mikið á veslings Söru. Bill hóstaði til að leyna því hve hræðrur hann var. — O, Sara virðist hafa jafn- að sig, sagði Laurie rólega. — Og verzlunin gengur vel. — Enginn hefði verið betri til að setja haná inn í viðskipt- in en Eric, sagði Bill. — Hann elpkaði forngripi og hann kenndi Söru allt, sem hún veit. Keith fann til með þessum óþekkta manni. Hann langaði ósegjanlega til að losna við þessa veizlu og allan þennan hávaða. Hann hristi höfuðið þegar Bill bauð honum í glas- ið og sagði að hann yrði að fara núna til þess að komást í rúmið. Meðan hann ók eftir kyrrlát- um götunum hugsaði hann um það, sem hann hafði heyrt. Hann sá fyrir sér bros Söru þegar hún kvaddi hann og hann vissi að liefði hann verið í spor- um hins óhamingjusama Eric hefði það verið óbærilegt að skilja eftir sig jafn yndklega konu. :ÍÉíl : 3. KAFLI. Fyrsta þriðjudag hvers mán- aðar komu nýjar vörur í forn- munaverzlunina. Auk fornmun- anna seldi Sara einnig mikið af gjafavörum svo sem ölkrúsir og handskorna trémuni sem seld- ust mjög fljótt. Jane aðstoðar- kona Söru elskaði að taka upp. Það var það eina, sem henni fannst virkilega skemmtilegt við vinnuna. — Þetta er alveg nýtt, hló hún og rétti fram tréapa. — Já er hann ekki sætur, brosti Sara, um leið og hún virti litla dýrið fyrir sér. — Æ, ég held það vanti einn kassa. Hún taldi þá. — Já, það vant- ar einn. Ég held ég fari niður á stöðina og sæki hann sjálf. Ég þarf líka að fara í bankann við hliðina á. Getur þú hugsað um verzlunina meðan ég er á brott? — Já frú Newman. En er það í lagi að ég fái heldur lengri matartíma í dag? — Ég vona, að þú ætlir ekki að fara í atvinnuleit, sagði Sara stríðnislega meðan hún gekk til dyranna. Þegar unga stúlkan svaraði engu leit Sara um öxl .og henni mætti feimnislegt augnaráð. — Þér vissuð vel að mig langaði til að verða frammistöðustúlka þegar ég réði mig. — Ég vissi það, Jane. Ertu kannske búin að fá slíka Vinnu núna? Jane kinkaði kolli. — Þá vantar stúlku á The Oaks. Stúlku, sem vill læra. Eigand- inn vill tala við mig, klukkan tvö í dag. — Svo ég á von á að þú farir fyrir jól? — Ef ég fæ starfið, svaraði Jane hreinskilnislega. Sara vissi að hún myndi sakna ungu stúlkunnar. En hún hætti að hugsa um Jane þegár hún nam staðar fyrir framan bankanna því þar sá hún bregða fyrir ljósrauðum kjól. Laurie var í lionum og Keith Lavalle var með henni. Sara stóð grafkyrr og hugs- aði sitt. Þau námu staðar við gosbrunninn á torginu. Laurie var óeðlilega hátíðleg á svipinn. Reiðin tók af henni völdin og ætiaði að ganga til þeirra, þegar þau gengu á brott. Sara hafði aldrei vitað að hún gæti orðið svona reið. En hve það var viðurstyggilegt að elt- ast við unga konu eins og Laur- ie. Hvaða möguleika hafði Bill, sem aðeins elskaði konu sína t gegn þessum glæsilega óttunna manni? En tveir gátu leikið sama leik inn og Sara var ákveðin .í að gera allt sem henni var uiint til að bjarga hjónabandi Bills. En hún varð að hugsa um verzlunina fyrst. Það var enn hrukka milli fagurra augna- brúna hennar þegar hún gekk inn í bankann. Og hún velti því stöðugt fyrir sér livernig hún ætti að fara að því að loka Keith frá Laurie þegar hún gekk inn á stöðina. Hún opnaði dyrnar og barði á afgreiðsluborðið til að beina athygli mannanna að sér. — Góðan daginn frú New- man. Mér fannst þetta leitt með sendinguna. Hr. Lavalle lofaði að koma henni til skila, sagði einn afgreiðslumannanna og gekk til hennar. — Sæl Sara. Djúp rödd Keith Lavalle hljómaði að baki henn- ar. — Bíllinn var rétt farinn þegar ég sá að einn af kössum yðar hafði orðið eftir. Ég setti hann inn í bílinn minn. Ég var aðeins að bíða eftir sendingu. Sara kipptist til þegar hún heyrði rödd hans. Örlögin höfðu sent henni tsékifærið til að vinna hann frá Laurie. GJAFABREF FRA SUNDLAUOARSJÓOl SKALATÚ NS HEIMIU8INO ÞETTA BRÉF ER KVITTUN, EN l>Ó MIKIU FREMUR VIOURKENNINS FVRIR STUDN- ING VIÐ OOTT MÁLEFNI. ■HKUV/tt, K V. t.K tvndf*v»«*/«* Skátoðnih'kUUm IVíassey Ferguson DRÁTTARVÉLA og GRÖFUEIGENDUR Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og gera við vélamar fyrir vorið. Massey Ferguson-við- gerðaþjónustu annast Vélsmiðja Eysteins Leifssonar hf. Síðumúla 17. sími 30662. 11. febrúar 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 33

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.