Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 8
Gunnar Eyjólfsson leikur Marat og Um næstu mé húsið hefja sj verda leikriti goysilega athygli. Weiss teiknaði sjálfur leiktjöldin og þótti sýning in stórmerkileg í alla staði og síð an hefur leikritið verið sýnt víða um heim. Það var nýlega sýnt í París, en lengi var ekki hægt að hefja þar sýningiar á þvi vegna mótstöðu erfingja de Sades mark greifa. í London var mjög fræg upp færsla á leikritinu undir stjórn Peter Brook og stjórnaði hann einn ig sýningu leikritsins í New York og sömuleiðis kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir leiikritinu og leika aðalhlutvei'k í henni Ian Rich ardson, Glenda Jackson og Patr ick Magee. Leikritið er ekki sögulegt leik rit í vmnjulegum skilningj, en f.iallar þó um sanna atburði. Það gerist í Charenton hælinu, en þar var de Sade markgreifi lokaður inni mestan hluta ævi sinnar. Það hæli var fyrir fólk, sem ekki var hægt að iiafa á meðal venjulegs fólks. Á hælinu skrifaði de Sade og færði upp leikrit með sjúkl ingum hælisins í hlutverkum. Leik ritið Marat - Sade á að gerast um 1810—1811 um atburði sem gerðust nokkrum árum fyrr og er sett upp eins og leikrit eftir Sade þ.e. eiginlega leikrit í öðru leik riti. Frá því að leikrit þetta var frum sýnt 'árið 1964, hafa verið frum- sýnd tvö önnur leikrit eftir Peter Weiss, Réttarrannsókn, sem fjall ar um Núrnberg réttarhöldin og leikritið Lúsitanska grýlan, sem fjallar um nýlendupólitík Portú gala. Um næstu mánaðamót verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikrit ið Marat Sade eftir Peter Weiss. Þetta er eitt viðamesta leikrit, sem Þjóðleikhúsið hefur tekið til sýningar og eru leikarar í því 40 talsins og eru allir á sviðinu frá byrjun leiksins til loka hans! Leikstjóri er Kewin Palmer, sem áður hefur stjórnað í Þjóðleikhús inu leikritunum Ó, þetta er indælt strið og Lukkuriddarinn og Næst. skal ég syngja fyrir þig, sem sýnt var í Lindarbæ. Leikmyndir og búninga gerir Una Collins, sem einnig gerði leikmyndir í fyrr greindum leikritum. Með aðalhlutverk í Marat fara þau Gunnar Eyjólfsson, sem leik ur Marat, Róbert Arníinnsson, er leikur Sade, Margrét Guðmunds dóttir leikur Charlotte Corday, þá sem fremur morðið og Herdís Þor valdsdóttir ieikur konu Marats. Ljósmyndari Alþ.bl. brá sér ný lega á æfingu á leikritinu og tók þar nokkrir myndir úr leikritinu og birtast þær hér með. Höfundur Marat-Sade, Peter Weiss er fæddur 1916. Hann er þýzkur, en hefir verið búsettur í Svíþjóð um 25 ára skeið og er kvæntur sænskri konu. Weiss byrj aði listferil sinn, sem málari, en sneri sér síðar að skrifum og skrif aði fyrst eins konar sögur í súr ealistískum stíl, síðan tók hann að skrifa leikrit og fyrstu leikritin skrifaði hann fyrir tilraunaleikhús Leikritið Marat - Sade var frum sýnt í Schiller leikhúsinu í Vest ur-Berlín árið 1964 og vakti strax Nína Sveinsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Jóha ín Norðfjörð í lilutverkum sinum. 11. febrúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.