Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 14
 ÞÓTT GINA LOLLLOBRIGIDA Iiafi verið ein dáðasta kvikmynda- leikkona veraldar hátt á annan áratug hefur minna borið á ástar- ævintýrum hennar en flestra stall systra hennar. Er það einfaldlega vegna þess að hún hefur verið gift einum og sama manninum, júgóslavneska lækninum Milko Skofic, þar til fyrir nokkrum mán- úðum síðan að þau skildu. Allt síðan hafa slúðurdálkar heimsblað anna nefnt hana í sambandi við fjölda manna og lofað brúðkaupi innan tíðar. Sá, sem síðast er nefndur í sambandi við leikkon- una og hjónaband er mexikanski kvikmyndastjórinn José Bolanos. sem hefur meðal annars sér til ágætis; að hafa verið náinn vinur Mariiypar Monroe á sínum tíma. Hann á að hafa lofað Ginu aðal- hiutverki í næstu kvikmynd sinni. Sunnudagstónleik- ar Sinfóníunnar Á sunnudaginn kemur, 12. feb., verða haldnir fjórðu sunnudags- tónleikar Sinfóníuhljómsvej|tar- innar í Háskólabíói kl. 15.00. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson, en einleikari Halldór Haraldsson. Halldór er þegar orðinn atkvæða mikill píanóleikari í okkar tón- listarlífi, þótt ekki sé nema rúmt ár liðið frá því að hann sneri heim frá framhaldsnámi í Englandi og hélt sína fyrstu tónleika 'hér í Reykjavík. Nú leikur Halldór Pianókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Liszt, en sá konsert hrífur fólk ekki síður nú en hann gerði, er hann heyrðist fyrst fyrir 112 ár- um. Auk þessa verður á efnis- skránni: Fjórar interlúdíur um hafið úr óperunni Peter Grimes eftir Britten, Svíta úr ballettin- um Þríhyrndi hatturinn eftir Falla og loks svíta úr Grímudansleikn- um eftir Katsjatúrían. Dregið í Happ- drætti Háskólans Föstudaginn 10. febrúar var dregið í 2. flokki Happdrættis Háskóla jslands. Dregnir voru 2,000 vinningar að fjárhæð kr. 5.500.000. Hæsti vinningur, 500.000 kr. kom á hálfmiða númer 11,814. Tveir hálfmiðar voru seldir í um- boðinu á Egilsstöðum, einn á Vopnafirði og sá fjórði i Hnífs dal. 100.000 krónur komu á hálf- miða númer 6418. Tveir hálfmið ar voru seldir í umboði Frí- manns Frímannssonar í Hafnar- húsinu, einn á Siglufirði og sá fjórði í umboði Kaupfélags Hafn firðinga. Þessi númer hlutu 10.00 krón ur: 218 507 879 10868 11813 11815 12860 14602 20399 20527 21768 23377 27433 30814 35835 36832 37615 40698 43851 46560 47063 48439 49144 49619 49626 54339 55883. (Birt án ábyrgðar). Skák Framhald af 3. síðu ið um biðskákir. Ingólfur Hjaltalín heldur foryst unni í 1. flokki með 6V2 vinningi af 8 tefldum, en í 2. sæti er Guð mundur Vigfússon með 5V2 vinn ing. í 2. flokki er Finnur Finns son í 1. sæti með 6 vinninga, en í unglingaflokki þeir Barði Þor- kelsson og Jóhannes Ásgeirsson með 5 vinninga hvor. Næsta umferð verður telfd nk. sunnudag að Freyjugötu 27. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101 Svo sem kunnugt er, hefur orð- ið að hætta við D-flokk skóla- tónleikanna (fyrir skólafólk á aldr inum 16—21 árs) vegna dræmrar þátttöku. Sinfóníuhljómsveitin býður því öllum, sem keypt hafa ársskírteini á þessa skólatónleika að koma í þess stað á alla sunnu- dagstónleikana, sem eftir eru. Skírteini D-flokks gilda sem að- göngumiðar á sunnudagstónleik- ana á 16,—24. bekk. Kosygin Framhald af 1. síðu. Brown utanríkisráöherra fer í heimsókn til Moskvu í maí. Kosygin hefur lýst yfir stuðn- ingi við þá yfirlýsingu Hanoi- stjórnarinnar að stöðvun loftárása og annarra árása Bandaríkjamanna á Norður-Vietnam séu forsenda þess að friðarviðræður geti haf- izt. Brezkir sérfræðingar telja þessa yfirlýsingu, sem er hálfs- mánaðar gömul, fyrstu bending- una um að Norður-Vietnamstjórn sé nú fús að íhuga möguleika á því, að deilan veðri leyst með samningum en ekki vopnum. Bandaríkjastjórn hefur alltaf sagt, að hún sé hlynnt samninga- viðræðum 'án fyrirfram skilyrða. Stjórnin í Washington segir, að Norður-Vietnamstjórn verði að draga úr hernaðaraðgerðum, fyrst og fremst liðsflutningum suður á bóginn, ef Bandaríkjamenn eigi að hætta loftárásum. Kosygin hef ur ekkert um það sagt, hvort Ha- noistjórnin sé fús að ganga að þessu. ★ SKÝRARI AFSTAÐA Viðræður Kosygins og Wilsons hafa staðfest þá skoðun kunnugra, að engin meiriháttar breyting hafi orðið á sjónarmiðum Breta og Rússa. í viðræðunum hafa þessi sjónarmið þeirra komið í ljós: □ 1. Bretar og Rússar eru sam- mála um nauðsyn þess að gerður verði samningur um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna. Samn- ingsuppkast verður lagt fyrir af- vopnunarráðstefnuna í Genf, sem kemur saman 21. febrúar. Rússar taka ekki í mál að Vestur-Þjóð- verjar fái umráð yfir kjarnorku- vopnum. □ '2. Bretar taka fálega þeirri til- lögu kommúnista að baldin verði ráðstefna um öryggi Evrópu án þátttöku Bandaríkjanna. iSarka- leg árás Kosygins á svokallaða end urvakninigu nazisma í Vestur- Þýzkalandi kom ekki flatt upp á Breta, sem verja lýðræðislega stefnu Bonnstjórnarinnar. □ 3. Brezkir embættismenn hafa hafið nákvæma rannsókn á tilboði Kosygins um, að Bretar og Rúss- ar geri með sér vináttu- og griða- samning. Minnt ec á að það voru Rússar sem sögðu upp bandalags- samningnum við Breta frá 1942 fyrir 12 árum. □ 4. Bretar hafa skorað á Rússa að auka innflutning sinn á vörum frá Bretlandi til að koma á jafn- vægi í viðskiptum landanna. Bret- ar kaupa þrisvar sinnum meira af Rússum en Rússar kaupa af Bret- um. Vietnam Framhald af 1. síðu. þá skoðun, að sambandinu verði slitið. í orðsendingunni var þess einnig krafizt, að mótmælaaðgerð um fyrir utan sovézka séndiráðið í Peking yrði hætt. Ef til sambandsslita kemur, má telja víst að það sem gerist verði þetta: □ í fyrsta skipti í tvö ár fá Rússar gott svigrúm í utanríkis- málum, og gætu þeir beitt áhrif um sínum til þess að binda enda á Vietnamstríðið. Kínverjar mundu stöðva vopnaflutninga Rússa til Norður-Vietnam yfir kínverskt land, og mundi það auka friðarvilja Hanoistjórnarinn- ar, ekki sízt þar sem við þetta mundu bætast aðrir erfiðleikar stjórnarinnar. Auk þess mundu sambandsslit leiða til þess, að sovétstjórnin gerði alvarlegar til raunir til að bæta sambúðina við vesturveldin. □ Sambandsslit mundu auka hættuna á vopnaviðskiptum á hin um 6.500 km. löngu landamærum Sovétríkjanna og Kína og senni lega leiða til þess að Kínverjar gerðu árásir á sovézkar landa- mærastöðvar. □ Telja má víst, að Bresjnev flokksritari framfylgi ákvörðun- inni um að efnt skuli til ráð- stefnu allra kommúnistaflokka heims á þessu ári í þeim tilgangi að fylkja kommúnistalöndum og flokkum á bak við Rússa gegn Kínverjum. □ Diplómatarnir telja, að formleg sambandsslit mundu liafa þau áhrif, að Rússar hefðu frjálsar hendur í utanríkismálum í fyrsta sinn síðan 1965 þegar Bandaríkjamenn hófu loftárásir sínar á Norður-Vietnam. □ Minnkandi aðstoð sovét- stjórnarinnar við Norður-Vietnam mundi draga úr baráttuvilja Ha noistjórnarinnar og sýna ráða- mönnum í Hanoi fram á hvílíkt glæfraspil það yrði að halda styrjöldinni áfram á sama tíma og lítillar -■ aðstoðar er að vænta frá Kína meðan menningarbylt- ingin stendur yfir. Diplómatar i Moskvu eru almennt þeirrar skoð unar, að Vietnamstríðið mundi tæplega halda áfram langa hríð eftir að stjórnirnar í Moskvu og Peking slitu stjórnmálasambandi. Hrapaði Framhald af 1. síðu. þverhnípt og töldu björgunar- menn vonlaust að komast þar niður. En þegar þeir komu í fjöruna undir höfðanum fundu þeir ekki drenginn. Eftir fallið skreið Júlíus úr ruslabingnum og norður fyrir þann stað er halin féll niður, og þar klifraði hann upp ham- arinn við illan leik og hélt heim til sín, og var þá orðinn örmagna eins og áður er sagt. Þá var liðin um hálf ldukku- stund frá því hann féll fram a£ höfðanum. Hann var þá mjög bólginn í andliti og með sár og skrámur víða um líkamann. í einu sári á fæti voru glerbrot sem stung- ust í drenginn þegar hann lenti í bingnum. Fyrst í stað var baldið að hann væri kjálka- brotinn, en í gærmorgun var bólgan í andliti hans hjöðnuð að mestu. Fullnaðarrannsókn á meiðslum hans fór ekki fram fyrr en í gærdag. Virðist pilt- urinn furðu lítið meiddur eft- ir jafn slæma byltu og er hann í fullkomlega andlegu ' jafn- vægi. íslandsferSir 1 Framhald af bls. 3 | samleg grein um ísland eftir Elisa ' beth Nicholas, sem er vel þekkt og ritar um ferðamál. Þótt ferðalög til íslands séu nokkuð dýr, miðað við ýmislegt annað, sem brezkir ferðamenn eiga völ á, þá er áhugi fyrir þeim sýnilega mjög vaxandi í Bretlandi. Skrifstofu Flugfélags íslands í London bárust t.d. um sjö þús. bréflegar fyrirspurnir í janúar- mánuði sl. auk annara sem svar- að var í síma og í söluskrifstof- unni. Móðir mín GEIRÞRÚÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR andaðist á heimili mínu Hringbraul 70 Hafnarfirðú 10. 1», m. Fyrir liönd okkar systkinanna. ÞÓRA ÞORVARÐARDÓTTIR. Þökkum af alhug alla hjálp og auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför STEINUNNAR GUÐLAUGSDÓTTUR Galtalæk í Biskupstungum. BÖRN, TENGDABÖRN OG BARNABÖRN. 3,4 11. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.