Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 6
Ályktanir framkvæmdastjóra frystihúsa á vegum SlS ; Dagana 7. og 8. febrúar sl. hafa staðið yfir fundir fram- kvæmdastjóra frystihúsa á veg- um SÍS ti! að ræða störf nefnd- ar þeirrar er skipuð var í janúar- mánuði af ríkisstjórninni og frystihúsaeigendum, til að rann- saka rekstrargrundvöll frystihús- anna og gera tillögur um úrbæt- \ ur. Fjtiilaði fyrri fundurinn um tillögur fulltrúa ríkisstjórnar- innar í cfangreindri nefnd, en þær voru um stofnun verðjöfnun- arsjóðs sjávarútvegsins og um jsndurskipulagningu hraðfrysti- iðnaðarins. Voru tiilögurnar ræddar fram og aftur á fundinum og töldu fundarmonn þær allsendis ófull- nægjandj sem lausn á vandamál- unum eins og fram kemur í eftir- farandi fundarályktunum. Kusu fundarmenn tvo fulltrúa til að ganga á fund forsætisráð- herra ásamt fulltrúum Sölumið- stöðvar Hraðfrystihúsanna dag- inn eftir, þann 8. febrúar, og frestuöu íundi þar til að þeim umræðum loknum. vík 7. febrúar 1967 telur að ó- viðunandi ástand sé nú í málefn- um frystiiðnaðarins, þar eð ekki hafi enn tekizt að ná neinum samn ingum um rekstrargrundvöll hans, enda þótt tæpar sex vikur séu liðnar af vertíð. Ýtarlegar athuganir á rekstrar- afkomu frystihúsanna undanfar- andi ár sýna, að án þátttöku hins opinbera í hráefniskaupum þeirra, þá hefðu þau naumast getað haldið áfram starfsemi sinni, — enda þótt verð á erlendum mörk- uðum hafi aldrei verið hærra en síðastliðin þrjú ár. Árið 1966 versnaði afkoma frystiiðnaðarins mjög mikið og þrátt fyrir aukna þátttöku hins opinbera í hráefnis kaupunum og tilflutning útflutn- ingsgjalda sýndi áætlun um rekst- ursniðursíöðu frystihúsanna allra margra milljóna tuga tap. Rekstrarkostnaður frystihús- anna mun enn hækka um tugi milljóna króna á yfirstandandi ári, enda þótt reiknað sé með algerri stöðvun verðlags til árs- loka. Þannig sýna athuganir að reikna má með um 150 milljón króna tapi í rekstri frystihúsanna árin 1966 og 1967. í þessari tölu er reiknað með því sem næst ó- breyttu hráefnisverði árið 1967 frá því sem var 1966, og ennfrem- ur óbreyttum afurðaverðum á er- lendum mörkuðum. Fyrri forsendan er rétt, hvað viðkemur bolfiski, en sú síðari hefur breytzt allmikið, þar eð stórfelldara og skyndilegra verð- fall hefur átt sér stað á erlend- um mörkuðum heldur en dæmi eru til um áður og segja má, að verðið á sumum frystum fiskaf- urðum sé nú jafnvel lægra en nokkru sinni fyrr síðastliðinn áratug. Um áramótin nam þessi verð- lækkun á milli 160 og 170 milljón- itm króna sé reiknað með sama útflutningsmagni af frystum fisk afurðum og verið hafði næsta ár á undan. Þær verðlækkanir, er síðan hafa komið fram og gera má ráð fyrir að enn eigi eftir að eiga sér stað, ef fram heldur sem nú horfir, hafa verið áætlaðar röskar 100 milljónir króna. Af ofangreindum tölum sést, að hér er um svo alvarlegt vanda- mál að ræða, að það verður eng- an veginn leyst af þeim einum, er að þessum atvinnuvegi standa. Það er löngu viðurkennt, að frystiiðnaðurinn er einn af und- irstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og að honum má þakka verulegan hluta þeirrar velmegunar og þeirra efnahagslegu framfara, er þjóðin hefur notið um nokkurt skeið. Nú er aftur á móti óhjá- kvæmilegt að horfast í augu við þá staðreynd, að þessum atvinnu- vegi hefur verið of þröngur stakkur skorinn á undanförnum velgengnisárum. 'íil hans !hafa verið gerðar of háar kröfur um kaupgjald, hráefnisverð og annan framleiðslukostnað. Afleiðingarn- ar hafa orðið þær, að allar er- lendar verðhækkanir hafa aðeins verið millifærðar í gegnum frystiiðnaðinn inn í efnahagskerf- ið og nú sitja frystihúsin eftir með stóraukinn framleiðslukostn- að og óviðráðanlegar verðlækk- anir á flestum afurðum sínum á erlendum mörkuðum. Fundurinn telur, að útilokað sé með ölla að frystihúsin geti haldið áfram rekstri sínum við ofangreind rekstrarskilyrði, og að tilboð það, sem fulltrúar rík- isstjórnarinnar hafi gefið kost á til lausnar þessum vanda, dugi hvergi nærri til, til þess að gera áframlialdandi rekstur mögu- legan. Fundurinn samþykkir því að kjósa tvo . fulltrúa til þess að ganga á 'fund ríkisstjórnar og Alþingis, ásamt fulltrúum frá S.H. og gera þeim grein fyrir hvernig komið sé liag frystiiðn- aðarins og leiti eftir að fá þá aðstoð, er tryggja megi rekstur- inn á árinu. Fáist ekki viðunandi lausn á ofangreindum vandamálum, tel- ur fundurinn að stöðvun frysti- húsanna sé óhjákvæmileg. Fundurinn frestar störfum sín- um þar til nefndin hefur skilað áliti sínu. Fundur framkvæmdastjóra frystihúsa á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn í Rvík 8. febrúar 1967, er samþykkur því, að skipulagsmál fiskiðnað- Framhald á 10. síðu. Var fundi síðan haldið áfram 8. febrúar og kom þá í ljós, að lítill árangur hafði orðið af um- ræðunum við forsætisráðherra nema sá, að áfram yrði starfað að lausn vandamálanna. Skipaði fundurinn þá fimm manna nefnd til að fylgjast með málunum af sinni hálfu. Samþykktar voru þrjár ályktan- ir á þessum fundum og fara þær hér á eftir: Fundur framkvæmdastjóra frystihúsa á vegum SÍS, haldinn í Reykjavík, 7. febrúar 1967 lýsir stuðningi sínum við framkomna hugmynd ríklsstjórnarinnar um verðjöfnunarsjóð fyrir fiskiðnað- inn. Fundurinn telur að hinar gömlu verðsveiflur, er átt hafi sér stað á fiskafurðum á síðastliðnum ár- um sýni svo ei verði umdeilt, að stórfclldar og skyndilegar verð- hækkanir eða verðlækkanir á er- lendum mörkuðum geti haft mjög truflandi áhrif á þróun inn- lendra efnahagsmála. Því væri æ.skilegt að stofna verðjöfnunar- sjóð, er hefði það hlutverk að jafna á milli ára verulegum hluta slíkra vexðbreytinga. Þar sem að fundurinn getur að sjálfsögðu ekki tekið endan- lega afstöðu til þessa máls fyrr en fyrir liggur frumvarp að lög- um um sjóðstofnunina samþykk- ir hann að kjósa fulltrúa til þess að ræða • ið fulltrúa ríkisstjóm- arinnar um tilgang og fyrirkomu- lag slíks sjóðs. Fundur framkvæmdastjóra frystibúsa á vegum Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn í Reykja- Horfðu reiður um öxl / sjónvarpinu Sjónvarpið sýndi sl. miðviku- dagdaig kvikmyndina Horfðu reið ur um öxl. (Look back in anger) eftir Tony Richardson, en þetta er hans fyrsta kvikmynd, fyrir ut an eina smámynd, sem hann gerði í samvinnu við Karel Reisz (Morg an) og var hún gerð í anda Free Cinema-stefnunnar svo nefndu. Tony Richardson er með athyglis verðari brezku leikstjórum. Með pessari fyrstu kvikmynd sinni, liorfðu reiður um öxl> sýnir hann strax töluverða hæfileika. Á eftir nenni fylgdu The Entertainer og janctuary, seni hann gerði í Banda ríkjunum, en það er líklega hans xakasta mynd. Á eftir þeim fylgdu Hunangsilmur (A taste of honey) og Einmana sigur (The loniless of the lontg runnur), sem báðar voru sýndar í Háskólabíói við dræma að sókn. Þetta voru raunsæjar mynd ir úr hversdagsleikanum og f jöll uðu um lítilmagnan í þjóðfélag- inu; heiðarlegar myndir og vel gerðar. Þá skipti Richardson yfir í kómedíuna og stjómaði Tom Jones, ærslafengin mynd og bráð smellin. Höfundur kvikmyndahand ritsins var John Osborne, en Horfðu reiður um öxl er gerð eft ! ir samnefndu leikriti hanS, sem kunnugt er, og var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Síð ustu myndir Richardsons eru The Loved One oig einhver ónafngreind með Jeanne Moreau í aðalhlut- verki. Kvikmyndin Horfðu reiður um öxl hefur á sér rdjög raunsæan blæ. „Realitísk“ mundi vera rétta orðið yfir hana. Hún fjallar um ung hjón ,sem búa í hrörlegri ; þakíbúð ásamt vini sínum. Þau hjónin eru ákaflega ósamlynd, en vinurinn reynir samt að stilla til friðar. Hún er bamshafandi, en kemst aldrei til að segja eigin manni sínum frá því. Vinkona hennar kemur í heimsókn og sam skipti hennar við eiginmanninn er ekki upp á það bezta. Eigin konan fer að heiman og þ'á taka þau saman, vinkona hennar og eig (jimaðurlnn. Ijiginkonan kemur aftur og segist hafa misst barnið Þá loks skilst eiginmanninum, hve harður hann hefur verið í garð hennar og þau byrja lífið upp á nýtt. Myndin er vel gerð og afbragðs vel leikin. Á Richard Burton þar stærstan þátt í hlutverki eigin mannsins, Jimmy Porter. Mary Ure leikur eiginkonu hans, Alison og Claire Bloome fer með hlutverk vinkonunnar, Helen. Fóru þær báðar ágæta vel með hlutverk sin. Gary Reymond lék vininn, Cliff, einnig mjög vel. Jimmy Porter er flókinn per- sónuleiki. Á yfirborðin er hann kaldlyndur og harður, en innst | inni leynist þó góðmennskan. Hann er mikill fyrir sér og vill láta bera á sér en er þó í sjálfu sér eins og hver annar venjuleg ur maður; hitt er sýndarmennska Tal hjónanna um íkorna og skóg arbirni gegnir þýðingarmiklu hlut verki í myndinni. Takið eftir, að í eina skiptið, sem þau eiga ein hverja unaðsstund, tala þau um sjálf sig eins og íkorna og birni. Oig í lokaatriðinu, þar sem þau sameinast að nýju tala þau um „veslings íkornana" og „veslings birnina." Sigurður Jóu Ólafsson. 0 11. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.