Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 16
 QHEtmtíD MOKIÐ EKK| SNJÓ sldan Það eru heldur fréttirnar, sem «kkur hafa borizt úr vesturálfu þessa síðustu daga. Þaðan hafa okkur ekki aðeins borizt válegar íréttir heldur einnig veður með Verra móti. Fréttirnar válegu eru þær, að tugir manna létust í Bandaríkj- vnum við snjómokstur, en þar snjóaði hérna um daginn. Ein- hver kynni nú að freistast til að halda, að þetta hafi verið verka- tnenn eða vinnuvélastjórnendur, sem ekki lifðu sjómoksturinn af, fivo var þó ekki, heldur voru þetta ósköp hversdagslegir skrif- stofumenn og aðrir kyrrsetu- menn, sem ætluðu að hressa sig á snjómokstrinum, anda að sér hreinu lofti stutta sund og stæla slappa vöðva. En eins og Bjarni hefur bent okkur á fyrir nokkru síðan í Reykjavíkurbréfi Mogg- ans, þá getur kalt loft verið mönnum stórhættulegt, og skýrði hann m.a. með því draugagangi í Siglufjarðarskarði liér í eina tíð. Það fer því ekki á milli mála, að þeir fyrir vestan lesa ekki Reykja víkurbréfin í Mogga og mundu Friðjón Skarphéðinsson Friðjón elskar orðsins mennt og allskyns bókapésa, sést hann oft með sölnað prent hjá Sigga Ben. að lesa. Og þegar á Herrans fund hann fer, þótt flestu megi að dást þar, illa mun hann una sér, ef engar skræður sjást þar. <» <»: <» <» I ( <» líklega ýmsir lifa nú af þeim sem féllu við snjómoksturinn, ef þeir hefðu lesið Mogga. Þegar uppvíst varð fyrir vestan liver óvættur kalt loft og snjó- mokstur getur verið í sameiningu byrjaði þegar mikil auglýsinga- herferð í sjónvafrpi og útvarpi, þar sem menn voru eindregið varað- ir við því að svo mikið sem gera tilraun til að moka snjóföl af stéttinni hjá sér, því slíkt gæti hreint og beint kostað þá líftór- una. Hafa nú margir góðir eigin- menn fengið haldgóða afsökun til að liengja liatt sinn á, þegar ekta- kvinnurnar hefja máls á snjó- mokstri. Þá segja þeir bara: Það er sjálfsagt, góða mín, ef þú vilt að ég. . . Þá er búið með það. Annars kemur þetta allt heim og saman við kenningu, sem einn kunningi okkar hefur haldið fram í möi'g ár..Hann hefur ævin- lega sagt að líkamleg vinna væi'i óholl og manninum óeðlileg. Nú hefur stoðum verið svo ærlega i-ennt undir þessa kenningu hans, að hann hefur búið sig undir að gera ekki handtak það sem eftir er ævinnar. Þegar er nú búið að losa bless- aða eiginmennina við snjómokst- urinn í eitt skipti fyrir öll, þá er ekki annað eftir að finna, að upp- þvotturinn geti verið stórskaðleg- ur og háskalegur fyrir líf og heilsu eiginmannsins. Vafalaust tekst Bandaríkjamönnum, að færa sönnur á þetta áður en langt um líður, en líklega verða allmargir eiginmenn að hrökkva upp af með viskustykkið í höndunum áður en sá vísdómur vei'ður talinn vísinda- lega sannaður. — Hvað starfið þér? — Hvar í ósköpumnn varstu, vörðurinn er búinn að fara tvisvar framhjá ...? Bíblía, 220 ára gömul í á_ gætu lagi til sölu. Augl. í Vísi. Ég lief stundum verið að velta fyrir mér skopskyni ís- lendinga og nú lief ég komizt að þeirri niðurstöðu, að þá fyrst komist íslendingar í gott skap, þegar þeir hafa komið öðrum í vont skap ... Það hef ég séð kariinn orð- lausastan, þegar Stúku-Stebbi frændi sagði við hann; — í góðra vina hópi er vatnið líka góður drykkur. .. Stundum lendir maður í því að móðga fólk alveg óvart. Eins og til dæmis, þegar ég bauð hennl systur mlnni I leikhús og leikritið hét; „Syndir annarra“...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.