Alþýðublaðið - 11.02.1967, Page 11

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Page 11
Síðari leikur FH og Honvéd fer fram á morgun: FH-ingar stefna að áttá marka sigri,danskur dómari á morgun Ungverialandsmeistararnir í handknattleik Honvéd komu til Reykjavíkur í gærkvöld og leika síðari leikinn við FH í Evrópubik arkeppuinni annað kvöld. Leik- urinn fer fram í íþróttahöllinni í Laugardal og hefst kl. 20,15. Lið FH kom heim úr erfiðri ferð til Búdapest í fyrrinótt, en leiknum þar lauk með sigri Hon- ved 20:13 í hörkuleik. Honved- ttienn léku af mikilli hörku eins og skýrt hefur verið frá í blöðum og í viðtali við íþróttafréttamenn í gær staðfestu FH-ingar, að ekk- ert væri ofsagt í blöðum hér um leikinn. Tveir af leikmönnum FH voru með glóðarauga, einn rotaður og fjórir eða fimm með blóðnasir meðan á leiknum stóð. Vestur- þýzki dómarinn, sem dæmdi leik- inn virtist beinlínis leyfa hnefa- leika án athugasemda. Danski dómarinn Aage Armann sem dæmir hér á morgun ver'ður von- andi röggsamari. FH gefur út vandaða leikskrá og upplýsingar Þær, sem hér koma á eftir eru teknar úr leikskránni. ★ Handknattleikur í Honvéd Handknattleikur var tekinn á stefnuskrá Honved 1957 og kom- ust þeir þegar á fyrsta ári í 1. deild og hafa fjórum sinnum orð- ið ungverskir meistarar, en tvis- var hefir Honved skipað 5. sætið í meistarakeppninni. Honved hef- ir einu sinni unnið imgversku bik- arkeppnina, en sl. fjögur ár hef- ir Honved verið í sérflokki um meistaratitilinn í Iiandknattleik. Honvecí tók fyrst þátt í Evr- ópubikarkeppninni 1964, en voru slegnir út af pólsku meisturun- um Katowice, en í Evrópukeppn- inni í fyrra náði Honved að leika úrslitaleikinn gegn DHFK Leip- zig, en töpuðu 16:14. Leikurinn fór fram í París. Þjálfari Honved sl. fimm ár hefir verið Dékan Rezö og meðal annarra árangra hans er unglinga- meistarar Honved í handknattleik. Sex af leikmönnum Honved léku í landsliði Ungverja í Heims- meistarakeppninni í Svíþjóð á dögunum, en þar skipuðu Ung- verjar 8. sætið. — Þessir sex leik menn eru meginstoð liðsins: Szép laki (21 árs), markmaður, 17 landsleiki, Adorján (29 ára), 59 landsleiki, Fenyö (25 ára), 54 landsleiki, Varga (23 ára), 4 Iands leiki. — Auk þeirra er Braun- steiner (26 ára), með 18 lands- leiki. ★ Hið snjalla lið FH íslandsmeistarar F.H. í inni- handknattleik karla taka nú í annað sinn þátt í Evrópubikar- keppni meistaraliða í handknatt- leik, en þátttaka íslandsmeistar- anna er nú fyrirsjáanlega að verða fastur liður í hinni eftir- sóttu og mikilsvirtu keppni, — Tvö íslenzk lið hafa tekið þátt í þessari hörðu keppni. Fram var með í keppninni 1962 og 1964, en voru slegnir út í fyrstu umferð. í fyrra skiptið af danska liðinu Skovbakken og í hið síðara af sænsku meisturunum. Fram stóð sig eftir sem áður vel í báðum leikjunum. Þátttaka F.H. í Evrópubikar- keppninni hófst í fyrra, en þá hafði fyrirkomulagi keppninnar verið breytt þannig, að nú er leik- ið heima og heiman. í 16 liða keppninni hlutu F.H.- ingar sem mótherja norsku meist arana Fredensborg. Tókst að semja svo um að báðir leikirnir færu fram hér á íslandi, nánar tiltekið í hinni nýju og glæsilegu IíONVED BUDAPEST: Mcðalaldur 25 ára, elzti leikmaður 29 ára og yngsti 19 ára. Efri röð frá hægri: Kadarbek, Vitkay, Varga, Dékán, þjálfari, Adorjan, Juhász, Kovás. Neðri röð frá hægri: Braunsteiner, Széplaki, markvörður, Rosenberszky, Tószegi, markvörður, Fenyö, Badó, Mocsár. F.H.: Meðalaldur 25 ár, elzti leikmaður 31 árs, yngsti 18 ára. Fremsta röð frá vinstri: Ragnar Jónsson, Kristófer Magnússon, Birgir Finnbogason. Önnur röð: Örn Hallsteinsson og Einar Sigurðsson. Þriðja röð: Hallsteinn Hinriksson, Árni Guðjónsson, Geir Hallsteinsson, Páll Eiríksson, Jón Gestur Viggósson, Auðunn Óskarsson, Rúnar Pálsson og Einar Þ. Matthiesen, form. Handknattleiksdeildar F.H. Efst fyrir miðju: Birgir Björnsson, þjálfari og fyrirliði F.H.fiðsins. András Fenyö, ein bezta skytta IIonved_ íþróttahöll Reykjavíkur. Um heimavöll var ekki að ræða, því enn í dag, þrátt fyrir glæsilega frammistöðu sl. ár, eru hafn- firzkir handknattleiksmenn sem sagt á götunni. Eina athvarf þeirra heima fyrir er 46 ára gamalt í- þróttahús, sem hvergi nærri upp- fyllir þær kröfur, sem nútíma handknattleikur krefst. — Með æfingar verða hafnfirzkir hand- knattleiksmenn því að mestu leyti að leita út fyrir bæjartakmörkin þ.e.a.s. til Reykjavíkur og Kefla- vikurflugvallar. Árangur F.H. liðsins undan far- •in 11 ár er því að mörgu leyti undraverður. Auk þess að hafa borið ægishjálm yfir íslenzk hand knattleikslið sem sagt óslitið þessi 11 ár hafa F.H. ingar marga hildi háð við erlend handknattleikslið bæði hér heima og á erlendri grund, og ber taflan yfir leiki F,H. gegn erlendum liðum, glögglega vitni um frábæra og eftirtektar- vreða frammistöðu. — F.H. bar sigur úr bítum í báð- um leikjunum við Norðmenn. Fyrri leikinn unnu þeir með 19: 15 en síðari með 16:13. — Með þessum árangri náði F.H. að komast í 8 liða keppnina. Þar hlutu þeir mótherja ekki af verri endanum, því eftir að dregið hafði Framhald á 10. síffu. Unglingameist- aramót íslands í frjálsíþróttum Unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum innanhúss verð ur haldið í íþróttahúsi Háskóla íslands sunnudaginn 19. febrúar n.k. og hefst kl. 14. Keppnisgreinar: Stangarstökk, kúluvarp, hástökk með og án at- rennu, langstökk án atrennu og þrístökk án atrennu. Kepplni í stangarstökki fer fram í samhandi við Meistaramót íslands. Þátttökutilkynningar sendisti Þórði B. Sigurðssyni, c/o Land- n-ámi ríkisins fyrir 16. febrúar. FÍRR 11. febrúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ JJj,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.