Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 10
Gátu ísL . Framhald af 7. síðu. til flutninga til Egyptalands, en þkki lið. * Mikið hefur verið um það deilt hvort íslendingar hafi verið knúð ir til að gera samkomulagið við Bandaríkjamenn 1941. Getur það þkipt nokkru máli um skoðanir ’á afstöðu íslendinga sjálfra til hlutleysis á þessum tímamótum Jivort þeir áttu annarra kosta völ 'én gera þennan samning. Nokkrir alþingismenn létu í ljós þá skoöun í umræðum á aúkaþinginu, að ís lendingar væru tilneyddir að gera samkomulagið. Var þetta ekki ó eðlilegt, þar sem Alþingi var ekki kallað saman til að ræða samkomu lagið, áður en það var gert, held ur tveim dögum eftir að banda rísku hersveitirnar stigu ú land í Reykjavík. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar var mjög eðlileg, að kalla Al- þingi ekki saman heldur taka á- kvörðun um málið án þess og tafarlaust eins og Bretar kröfðust. Ef þing hefði verið kallað sam an og afgreiðsla málsins dregin, hefðu Þjóðverjar án efía fréft hvað x vændum var. Ef þeir hefðu síðan. gert bandaríska flotanum fyrirsát með kafbátum og sökkt herskipunum til dæmis í Faxa flóa, hefði þung ábyrgð hvílt á ís lenzkum stjórnarvöldum. Þetta var vissulega hugsanlegt frá sjónar hóli íslendinga og bandamanna á þeim tíma. Slíka áhættu gat engin íslenzk i-íkisstjói-n tekið. Auk þess studdu allir þingmenn nema þrír þjóðstjórnina, sem þá sat að völd um, svo að hún var öllu traustari en venjulegar samsteypustjórnjr °S ótti að geta tekið skjótar og nauð synlegar ákvarðanir. Til þess var hún mynduð í byrjun stríðsins. Þrátt fyrir þetta höfðu íslend ingar sterka aðstöðu gagnvart Bretum og Bandaríkjamönnum og 'gátu vissulega neitað tilmælum þeirra, ef þeir hefðu viljað. Aug ijóst var, að Bretar mundu aldrei yfirgefa ísland og skilja það eftir varnarlaust á stríðstímum, hvað sem þeir sögðu í viðræðum við íslenzk stjórnarvöld. Aðtsaða Roose velts forseta var einnig mjög veik. Hann var svo aðþrengdur á stjórn málasviði heima fyrir, að telja verður víst, að hann hefði ekki getað sent varnarlið til íslands — inn á yfirlýst styrjaldarsvæði — gegn mótmælum íslendinga. Ríkisstjórnin var því engan veg inn neydd til samkomiájagsins. Hún gat neitað, oig þá hefðu Bret ar verið kyrrir í landinu, þar til Bandaríkjamenn drógust inn í ó- friðinn eftir árásina á Pearl Har bor. En hefði slík afstaða verið skynsamleg, ef íslenzkir hags- munir væru hafðir í huga, og vildi fslenzka þjóðin sýna bandamönn- um slíkan fjandskap, þegar gæfan var þeim fráhverfust ,í styrjöld inni? Með samkomulagi við Bandaríkin drógu íslendfngar úr 'hættu á þýzkri innrás og treystu öryggi þjóðarinnarj Þeir trygigfcu mun SMURSTðDIN SKtÚBÍ 4 — Simi 16.2-27 BlHlnn er smuroúr fljfitt of tO. 8t4Jœa alUr tcfruölir rf smnroHif betur aðdi-ætti og siglingar til og frá landinu og þar með alla af komu sína. Loks fengu þeir með samkomulaginu loforð tveggja stór velda um viðurkenningu á sjálf stæði og fullveldi landsins 1944. Það má ekki vanmeta eftir á. Tilmæli Breta; og Bandaríkja manna til íslendinga um að gera samkomulagið voru spurning um, hvort ísland vildi veita aðstoð og styðja málstað lýðræðis og frelsis. Hafði þegar komið greinilega fram í afstöðu íslendinga í reynd til brezka setuliðsins, hver hugur mik ils meirihluta þjóðarinnar var. Þeir komu þar ekki fram sem hlutlaus þjóð. Með samkomulaginu 1941 staðfestu íslendingar, að þeir væru ekki hlutlausir, þótt þeir bæru ekki vopn. Viðburðirnir á stríðsárunum færðu íslendingum heim sanninn um, að þeir igætu ekki verið hlut lausir framar. Þjóðin viðurkenndi þessa staðreynd og breytti eftir henni. Afkoma Framhald af 6. síðu. arins verði tekin til rækilegrar athugunar í samráði við fulltrúa frá fiskiðnaðinum og harmar þá skípulagslausu fjárfestingu í sam keppni við frystiiðnaðinn, sem átt hefur sér stað að undanförnu og treystir því að hér eftir verði tekin upp heppilegri vinnubrögð í fjárfestingu en verið hefur. Fundurinn telur mörg verk- efni óleyst í skipulagingu — og rekstri fiskiðnaöarins, en bend- ir á að á undanförnum árum hefur mikið starf verið leyst af hendi í hagræðingarmálum frysti- húsanna og er sú starfsemi enn í fullum gangi. Fundurinn lítur svo á að beztur árangur náist með því að samtök frystihúsanna sjálfra vinni að þeim málum á- fram án utanaðkomandi afskipta. Fundui’inn telur að jafnframt endurskipulagningu fiskiðnaðar- ins beri að láta fara fram endur- skipulagningu fjöimargra annarra greina atvinnulífsins, sem sann- arlega hafa ekki minni þörf fyrir endurskipulagningu. Fundurínn leggur sérstaka á- herzlu á að endurskipulagning fiskiðnaðarins getur á engan hátt leyst þann vanda, sem frystihúsin eiga nú við að glíma af völdum verðbólgu og lækkandi afurða- verðs. Fundurinn bendir á, að lang- flest frystihús landsins hafa meira en næg verkefni hluta úr árinu. Það yrði því ekki um veru lega aukningu í nýtingu frysti- hiisanna að ræða, þó að þeim yrði fækkað verulega. Vænlegasta leið- in til þess að auka nýtingu frysti- húsanna er að endurskipuleggja fiskveiðarnar með það fyrir aug- um að afli berist jafnara að landi og yfir lengra tímabil á ári hverju en nú er. Að lökum leggur fundurinn sérstaka áherzlu á að sennilega eru engar atvinnugreinar hér á landi sem hafa lagt eins mikla áherzlu á aukna framleiðni og og sjávarútvegurinn og frystiiðn- aður og engar atvinnugreinar hér á íandi standa nær því að stand- ast erlenda samkeppni en þær gera. 10 11- febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ betra, en að senda li'ð sitt í snatri j ilinn gerði slíkt hið sama. En hann í æfingabúðir, til að skerpa það I sagöi jafnframt, að stjórnin í Deilur Framliald 11. síðu. verið varð hlutur F.H. að leika við hið heimsfræga handknatt- leikslið Dukla Prag. — í leikjunum við Dukla sýndu F.H.-ingar það, sem margir vilja halda fram að því sem betri mót- herjinn er, verður styrkur, geta og baráttuvilji F.H.-inganna meiri. Dukla átti svo sannarlega í erf- iðleikum með F.H.-ingana — enda eiginleiki beggja liðanna hraði og léttleiki. Eftir harðan, tvísýnan, skemmtilegan og frábærlega vel leikinn leik sigruðu Tékkarnir naumlega 20:15. Síðari leikurinn var leikinn í Prag og var ekki laust við að vel- unnai-ar félagsins vorkenndu lið- inu að þurfa a’ð fara að keppa við hið heimsþekkta lið á heimavelli þess. — En þrátt fyrir margar tálmanir, sex tíma seinkun á flugi frá Kaupmannahöfn til Prag, sem varð þess valdandi að leik- mennirnir komust ekki í svefn fyrr en kl. 3 aðfaranótt leikdags- ins og leikurinn færi fi-am kl. 10,30 um morguninn, varð ekki séð þreyta á liðinu fyrr en á síðustu mínútum leiksins. Me'ð léttum og skemmtilegum útfærðum leik unnu F.H.-ingarnir áhorfendur með sér og um tima, er F.H. hafði þrjú mörk yfir, mátti segja að þeir hafi átt hug og aðdáun allra sem á leikinn horfðu. Dukla bar sigur úr bítum, en það voru F.H.-ingar, sem voru hylltir að leik loknum og forráða- menn Dukla sáu ekki annað ráð fyrir næstu atlögu. — í ár slapp F.H. við undankeppn ina og byrjar því í 16 liða umferð keppninnar — Og í ár eru mót- herjar F.H. langt frá því að vera úr lægri klassanum, því mótherj- ar þeirra Honved frá Budapest, er eitt af frægustu íþróttafélögum heims, bæði hvað handknattleik, knattspyrnu og aðrar íþróttir snertir. — Honved og Dukla eru í sama flokki að því leyti að leik- menn beggja liðanna eru úr hópi hermanna, og að því leyti ekki frágangssök þótt einstaka menn vilji halda þvi fram, að þegar þannig er varið eigi liðið að skipa se.ss með atvinnuliðum, en ekki áhugamannaliðum. — F.H. lék fyrri leikinn í Buda- pest 5. febrúar, en síðari leik- urinn fer fram í Laugardalshöll- inni 12. febrúar. — Samningar tókust við Ungverjana um auka- leik, og Honved mun Ieika við Reykjavíkurmeistarana Fram í Laugardalshöllinni 14. febrúar. — VopnaHté Framhald af 2. síðu. Vietnam. □ í Páfagarði er sagt, að svar Johnsons forseta við síðustu frið- aráskorun Páls páfa hafi vald.ið hohum vonbrigðum. Johnson lagði áherzlu á, að Bandaríkjamenn gætu ekki dregið ur hernaðarað- gerðum nema því aðeins að mótað- j Washington thefði enn áhuga á i friðai'viðræðum. Norður-Vietnam- stjórn hefur enn ekki svarað frið- aráskorun p'áfa. □ Indverjar hafa sent fulltrúa sex landa enn eina áskoi-un um frið í Vietnam, og hefur þeim ver- ið vel tekið að sögn talsmanna ut- anríkisráðúneytisins í Nýju Delhi. Lönd þau, sem hér um ræðir eru Bandaríkin, Norðui’-Vietnam, Sov- étríkin, Bretland, Pólland o>g. Ka- nada. ★ VOPNAHLÉSBROT □ í Saigon sagði bandarískur tals maður í dag, að Norður-Vietnam- menn notuðu vopnahléð til gífur- legra hergagnaflutninga til Suð- ur-Vietnam. Sagt er að Vietcong menn hafi brotið vopnahléð 268 sinnum fyrstu 58 klukkutíma vopnahlésins, en Vieteong saka einnig andstæðinga sína um vopna hlésbrot. Bandaríkjamenn segja að birgða flutningarnir fi’á Norður- til Suð- ur-Vietnam séu fimm sinnum meiri en venjulega. Þúsundir lesta her- gagna hafa verið fluttar suður á bóginn. Um 900 vietnömsk bii’gða- skip hafa sézt úti fyrir ströndinni á leið til Suður-Vietnam. Mikil um- ferð vörubifreiða er um Mu Gia- skarðið. Talið er, að 35.000 Iesta af birgðum hafi verið fluttar suð- ur á bóginn á tveimur sólarhring- um. Auglýsið i Alþýftublaðinu VANTAR BLAÐBURDAR- FOLK í EFTIRTALIN HVERFls IVIIÐBÆ, I. Og II. HVERFISGÖTU EFRI OG NEÐRI LAUFÁSVEG ESKIHLÍÐ RAUÐARÁRHOLT SOLHEIMA LAUGAVEfG, EFRI LAUGAVEG, NEÐRI FRAMNESVEG LAUFÁSVEG LAUGARÁS "Arrvrn S í BVSI 14900 Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. Bilar viS allra hæfl. KJSr rÍ6 Opið tli kl. Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.