Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 11.02.1967, Blaðsíða 15
í París stendur yfir nýstárleg málverkasýning. X einum af sýningarsölum borgarinnar sýna margir ungir listamenn myndir af vinsælum vísna_ söngvurum og hljómsveitum. Eingöngu eru sýndar myndir af skemmtikröftum sem dáðir eru nú á tímum. Fl^stir lista mannanna sem sýna þarna eru að mestu óþekktir, en svning in hefur vakið feilcna athygli og hækka myndir listamanna í verði frá degi til dags, eftir því sem frægð þeirra eykst. Það er engin ný bóla að fransk ir listamenn verða frægir af að mála myndir úr skemmtana lífinu Til dæmis eru flestar mynda Toulouse-Lautrec úr gleðihúsum Parísarborgar. og þykja ekki verri fyrir því. Vestur í Bandarikjunum er önnur sýning svipaðs eðlis. Eru sýndar þar myndir eftir fjölda listamanna, og eru þær allar af sama „mótívinu" John son forseta. Hér eru birtar tvær mynd ir frá sýningunni í París. Fjór menningana á þeirrl stærri þarf vart að kynna, en þar eru sjálfir Bítlarnir. Á hinni myndinni er eitt af vinsælustu vísnatríóum í Frakklandi, Les Freres Jesques. Framhald af 2. síðu. reyni að gera Sinkiang að fanga búðum þjóðarminnihluta og yfir völd í Peking beiti hina uppruna legu íbúa Sinkiang ýmis konar misrétti. í Peking var tilkynnt í hátalaraí að fordæma hina öldnu Chu Teh marskálk, en var ekki getið hvort mar- sem er 81 árs, yrði viðstaddur Herstjórinn í Innri- Mongólíu, Lu Chang, skipaði her mönnum sínum á sunnudag að skjóta á maosinnaða stúdenta, sem gerðu hungurverkfall við kennaraskóla liöfuðborgar fylkis- ins, að því er veggblöð nerma. Moskvuútvarpið segir, að efnt hafi verið til margra mótmælaað gerða gegn Kínverjum í Siberíu og Sovézku Mið-Asíu í dag. -fr RÓLEGT í MOSKVU. í fyrsta skipti í fimm daga voru engin mótmæli böfð í frammi við kínverska sendiráðið í Moskvu í dag, enda er talið að leiðtogarnir í Kreml íhugi nú næstu aðgerðir er grípa skuli til í deilunni við Kínverja. En Ijóst er, að þolinmæði Rússa er á þrot um, og margir túlka kröfu sov- étstjórnarinnar frá í gær þess efnis, að mótmælaaðgerðum við sovézka sendiráðið í Peking verði hætt, á þá Iund að hér hafi ver- ið um hótun um sambandsslit að ræða. Fréttir frá Tokíó herma að herinn í Kína hafi tekið við stjórn flugmála til þess að trj'ggja eðlilegar flugsamgöngur ef tiT styrjaldar skuli koma. Hreinsanir á andstæðingum Maos hafa breiðzt út til héraðanna j Innri-Mongólíu, Sinkiang og Tí bets. j París var frá því skýrt í dag, að viðskipti Frakka og Kínverja hefðu haldið áfram að aukast i fyrra Kínverjarar eru nú aðalvið skiptaþjóð Frakka í Asíu. Vestur- Þýzkaland er aðalviðskiptaland Kínverja, Frakkland annað helzta en síðan koma Bretland. Sovétrík in, Japan og Indland. Útflutning ur Frakka til Kína nam 433 millj. franka í fyrra. SSys Fi'amhald af 2. síðu. meiddist talsvert. Var maðurinn á leið út úr bif- reið sonar síns, er þetta gerðist og ætlaði í Sundlaugarnar. Fljúg- andi hálka var á götunni. Kom þá leiigubifreið eftir Sundlaugaveg- inum á 'hægri ferð og lenti á mann inum. Mun maðurinn hafa lent á vinstri framhlið bílsins og þaðan upp á vélarhlífina, farið veltu og að líkindum lent með höfuðið í götuna, því hann hafði hlotið nokk ur meiðsli á höfði. Var hann flutt ur meðvitundarlaus á slysavarð- stofuna og síðan á Landakot, þar sem hann náði aftur meðvitund. Ekki er hægt að segja nákvæm- lega til um, hve mikil meiðslin eru. Aðspurður kvaðst ökumaður ekki hafa séð manninn fyrr en augnabliki áður en hann lenti á honum. Nafn mannsins, aem varð fyrir slysiuu er Jakob Jakobsscti, Nökkvavogi 41. 11. febrúar 1967 ~ ALÞYDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.