Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 1
„Bananalykt66 af
baktj aldamakkí
Um leið og FBA er að
skila methagnaði fæst
það ekki uppgefið
hverjir eiga stærsta
hlut fyrir iiían ríkis-
sjóð.
Þótt ekki hafi enn verið upplýst í
gær hverjir stæðu að kaupum að
fjórðungshlut í Fjárfestinga-
banka atvinnulífsins, FBA, voru
viðskipti með bréfin heimiluð á
ný á Verðbréfaþingi. Gestur
Jónsson lögmaður, forsvarsmað-
ur eignarhaldsfélagsins Orca SA
í Lúxemborg, sem keypti bréfin,
sagði við Dag að ekki yrði upp-
lýst í bráð hverjir væru kaupend-
urnir. „Það kemur með kalda
vatninu," sagði Gestur. Orca
hafði í gær ekki boðað til hlut-
hafafundar og á meðan er stjórn
bankans óbreytt.
Stjórn FBA sendi einmitt í gær
frá sér uppgjör fyrir fyrstu sex
mánuði ársins. Það sýndi hagnað
fyrir skatta upp á
tæpan 1 milljarð
króna og um 730
milljónir eftir
skatta. Þetta er
betri afkoma en
allt árið í fyrra
þegar hagnaður
fyrir skatta nam
734 milljónum
króna.
„Bananalykt“
af málinu
Af mörgum er sú
leynd talin óeðli-
leg sem hvílir
yfir kaupunum á
bréfum Kaupþings og sparisjóð-
anna í FBA. Steingrímur J. Sig-
fússon, formaður Vinstri hreyf-
ingarinnar - Græns framboðs,
sagði í samtali við Dag að málið
allt væri ógeðfellt og sýndi að ís-
lenski verðbréfamarkaðurinn
væri ekki eins þroskaður og
menn vildu vera af láta. „Ban-
analykt“ væri af málinu. Fram
færi baktjaldamakk í stað þess að
frámkvæma
kaup sem þessi
fyrir opnum
tjöldum. Hann
sagði kaup sem
þessi ekki upp-
fylla kröfur
stjórnvalda um
dreifða eignarað-
ild að bankan-
um.
„Mér finnst
ógeðfelld sú
hula sem ríkt
hefur yfir þess-
um kaupum á
fyrirtæki sem er
skráð á verð-
bréfamarkaði. Það er sérkenni-
legt að vera í slíkum leyndarleik.
Eg óttast því miður að hvatinn
að kaupum og ákvörðunum í við-
skiptalífinu sé oftar að ná völd-
um heldur en heilbrigð Ijárfest-
ingarsjónarmið eða hugmyndir
um ábatasama fjárfestingu ráði,“
sagði Steingrímur en bætti við
að kaupendurnir gætu reynst
hinir bestu aðilar. Aðferðin væri
hins vegar ógeðfelld og taldi
hann mikilvægt að hlutabréfa-
kaup færu fram fyrir opnum
tjöldum líkt og í flestum öðrum
nágrannaríkjum. Hann tók sem
dæmi af Norðurlöndum þar sem
slegist hafi verið um yfirráð i
bönkum og tryggingarfélögum
fyrir opnum tjöldum.
„Óþarla taugaveildim“
I samantekt Dags í miðopnu
blaðsins í dag er m.a. rætt við
Sigurð Einarsson, forstjóra
Kaupþings. Hann segir „óþarfa
taugaveildun" ríkja á markaðn-
um vegna kaupa Orca SA á hlut
Kaupþings og sparisjóðanna.
Hann segir þetta einfaldlega
„bara viðskipti" og það séu gam-
aldags viðhorf að halda að ein-
hverju máli skipti að vita hverjir
kaupendurnir séu. Sigurður úti-
lokar ekki að sameining Kaup-
þings og FBA geti átt sér stað
þrátt fyrir þessi hlutabréfavið-
skipti. -BJB
Sjá nánari umjjöllun á bls. 8
og 9.
Methagnaður hjá FBA, en hver á
bankann er stóra spurningin þessa
daganna.
Heilbrigðis-
fuUtmumí
minnihluta
visiris
O^UjT
Skiptar skoðanir
eru um aðgerðir
heilbrigðisfull-
trúa Suðurlands í
málefnum
kjúldingabúsins á
Asmundarstöðum. Þetta kom fram
í atkvæðagreiðslu á „visir.is" um
spurningu Dags, en þar tóku hátt í
þrjú þúsund manns afstöðu.
Spurning Dags hljóðaði svo: Fór
heilbrigðisfulltrúinn á Suðurlandi
offari í kjúklingamálinu? Mikil
þátttaka var í atkvæðagreiðslunni.
Af þeim 2732 sem greiddu atkvæði
töldu 1557, eða 56%, að heilbrigð-
isfulltrúinn hefði farið offari, en
1175, eða 44%, svöruðu spurning-
unni neitandi.
Nú geta notendur „visir.is" greitt
atkvæði um nýja spumingu Dags á
vefnum. Hún er: A Alþingi að setja
lög til að tryggja dreifða eignaraðild
einkavæddra banka? Niðurstöð-
umar birtast í Degi næsta föstu-
dag.
Nokkrir tugir manna mættu í Laugardalinn í gær til að fylgjast með kröfum og röksemdum þeirra sem berjast
gegn áformuðum stórhýsframkvæmdum í austurhluta Dalsins. Þar voru m.a. Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður,
sem er talsmaður undirbúningshóps að stofnun samtaka um verndun Laugardalsins, Eggert Magnússon, formað-
ur KSÍ og borgarfulltrúar sjálfstæðismanna þeir Kjartan Magnússon og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Sjá frétt á blaðsíðu 5.
Græni hatturinn á Akureyri. Óvissa
ríkir um rekstur staðarins.
Erfiður
rekstur í
reyldeysi
Eini reyklausi skemmtistaður
landsins, Græni hatturirm á Ak-
ureyri, er lagstur í dvala í ein-
hvern tíma og eru eigendur hans
nú að velta fyrir sér framtíðar-
notum fyrir húsnæðið. Til greina
kemur að halda áfram rekstri
skemmtistaðar en þá þannig að
reykingar verði leyfðar í hluta
húnsæðisins. Einnig er verið að
skoða aðra möguleika, svo sem
verslunarrekstur.
Sigmundur Einarsson veit-
ingamaður segir reykleysið eina
af ástæðum þess að rekstur stað-
arins er í endurskoðun. Það hafi
reynst erfitt að halda úti
reyklausum skemmtistað og
reykleysið hafi jafnvel fælt frá
gesti. Hann segist hafa staðið í
þeirri trú að þegar tveir úr tíu
manna hópi reyktu myndu hinir
átta ráða ferðinni en raunin sé
önnur. Sigmundur segir slæmt
að þurfa að hætta rekstri reyk-
lauss skemmtistaðar því það tefji
fyrir að fleiri slíkir staðir verði til.
„Eg held að það sé framtíðin að
það komi reyklausir skemmti-
staðir en sá tími er ekki kominn,“
segir Sigmundur. „Maður er bara
á undan tímanum.“
Reyklausa kaffihúsið Bláa kann-
an mun starfa áfram og er í góðum
rekstri að sögn Sigmundar. - Hl
SÍíiIíÖtlUHl
jölgar
Fjölgun sigkatla í Mýrdalsjöldi
bendir til aukins jarðhita undir
jöklinum. Katlanir eru nú orðn-
ir níu og miklar sprungur í
kringum þá. Svona mikið sig í
jöklinum er óþekkt og eru jarð-
vísindamenn í viðbragðsstöðu til
að meta hvort þetta séu vísbend-
ingar um yfirvofandi Kötlugos.
-SBS
Venjulegirog
demantsskomir
trúlofunarhringar
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI • SÍMI 462 3524
WOfKOWtOe EXFRE3
EITT NÚMER AÐ MUNA
5351100
b