Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 7
Ðggwr. f ff&fu d 6 .'M'bl/S'r'i'íH & 'i- P k ÞJÓÐMÁL Að standa sína plikt! Frá Laugum í Sælingsdal, en þar er byggðasafn Dalamanna. Um það segir Þorsteinn m.a. í grein sinni: „Ég fetaði mig ofan þröngar og brattar, grámálaðar kjallaratöppur, steig inn um gætt og við mér blöstu rafiýst, lágreist og gluggalaus salarkynni byggðarsafnsins í Dölum, - öll í sama gráa litnum." Eg fetaði mig ofan þröngar og brattar, grámálaðar kjallaratöpp- ur, steig inn um gætt og við mér blöstu raflýst, lágreist og glugga- laus salarkynni byggðarsafnsins í Dölum, - öll í sama gráa litnum. Til hliðar við dyrnar sat aldinn safnvörður, stórvaxinn og hreyf- ingarlaus eins og haugbúi. Framundan honum stóð rakstr- arvél með gamla Iaginu og þar handan við sláttuvél með hlaupa- stelpu og öðrum búnaði frá því fyrir kvótakyrking landbúnaðar- ins, auk ótal annarra tækja og tóla úr enn fjarlægari fortíð í at- vinnusögu Dalamanna. Salurinn er langur og skipt með þili eftir endilöngu. Vörður- inn sýndi þess merki að hann yrði mín var þegar ég steig niður úr tröppunum, með því að sperra upp brýrnar og halla undir flatt. Hann var klæddur dökkgrænum flauelsbuxum og grárri peysu sem féll lauslega að líkamanum, hárið er mikið og hvítt og nefið stórt í breiðu andlitinu; hann leit til mín seinlega og sem snöggvast vottaði fyrir hlýju í smágerðum, gráum augum með móleitri slikju. Hann rauf þögnina þegar ég hafði stigið nokkur spor inn í salinn. Röddin var með viðar- keim, dimm og mikil svo að und- ir tók. Hann spurði um starfs- heiti mitt. Það var því líkast sem hann hefði ekki séð mann lengi. Jafnvel um aldir. Kennari Eg sagði honum að ég væri kenn- ari sem má til sanns vegar færa. Svo hélt ég áfram lengra inn í salinn en hann muldraði að baki mér: Kennari, jæja, nújæja, kennari. Eg var það sjálfur. Svo ómaði rödd hans af meiri styrk frá veggjunum umhverfis mig. Nú eru kennarar hættir að kenna bókstafareikning og almenn brot. Og eru þó almenn brot undir- staða allrar stærðffæðiþekkingar. Má ég leggja fyrir þig þraut? Það var óumdeilanlegur fyrirlitning- arhreimur í röddinni eins og ég hefði rofið grafargrið með þessari skyndilegu návist minni þama í salnum, innan um þessi fortíðar- tól öll sem hann gætti, og hann sæi fyrir óblíð örlög mín þótt ég hefði ekki vit til þess sjálfur. Hann hélt áfram, spurði hvassyrtur: Hvað er helmingur- inn af helmingnum af helmingi? Eg á að ósýnilega veru sem upp- lýsir mig um svör séu þau gagns- laus og svaraði því strax. Hingað kom háskólaborgari af yngri skól- anum, sagði hann ánægður og dæmdi svar mitt rétt: Einn átt- undi. Ekki gat hann svarað þessu. Og utanbókarlærdóm mega þeir ekki heyra minnst á, bætti hann við. Sem skerpir þó minnið, lagði ég til. Skerpir minnið, hafði hann eftir og horfði beint fram fyrir sig, á rakstrarvélina, eins og hann yrði mín ekki lengur var öðru vísi en sinn eigin hugarburð. Hann hall- aði sér upp að stólbakinu og veggnum aftan við. Eg hef heldur lélegt minni og hef haft, sagði hann og röddin barst mér þar sem ég stóð f miðjum salnum líkt og úr holu tré. Eg þjálfaði minn- ið þegar ég var strákur. Eg lærði kvæði utan að. Eg fór með Helgakver út í Ijós, það er rúmar hundrað síður, og lærði það utan að. Eina og eina síðu í einu. Hjá kúnum. A endanum kunni ég kverið utanað. Orðrétt. Eg hef búið að þeirri þjálfun. Bændaskóli Eg gekk til baka í áttina til hans meðan hann talaði og nú leit hann á mig sem snöggvast og ég sá birtu í móleitum augunum eins og inn um hálfmyrka glugga. Hann muldi orðin með hægri, gróffi hrynjandi eins og ég hefði sett af stað kvörn: Ég fór í bændaskóla. Ég skildi ekki allt sem fyrir okkur var lagt þar, en ég lærði utan að. Og gekk betur en ýmsum. -Nasavængirnir hófust og hnigu þegar hann andvarpaði og breið bringan bifaðist sömuleið- is. Já! - Undirritaður gekk um Dag- verðames í Hvammsfírði, við ut- anverða Fellströnd, nokkrum vik- um áður en að þessu samtali kom. Lágar klettaborgir gera Ijar- lægðir tælandi á þessum stað í hitabreiskju eins og þennan há- sumardag. Nesið er afar vogskor- ið og mjög gróið. Þar eru þúfur og börð kafgróin lyngi. Ég var að leita að kirkju einni sem ég loks- ins fann fjarri mannabyggðum; í þessu landslagi sem er ólíkt flest- um öðrum staðháttum í landinu nema helst eyjunum á Breiða- fírði. Hitinn var farinn að þjaka mig á göngunni og þá steig örn upp af klettaborg í námunda við mig og hnitaði hægt hring yfír höfði mér, sveif eins og Ioftskip. Á eftir erninum kom smáfugl sem áreitti hann á hringsólinu uns örninn seig burt, þungur á fluginu, og hvarf úr augsýn minni bak við klettaborgina. Dagverðameskrkja Ég spurði nú safnvörðinn um muni úr Dagverðarneskirkju sem ég hafði þegar til kom ekki nennt að elta alveg uppi á ferð minni um nesið heldur aðeins séð tilsýndar. Raddhreimurinn varð á ný eins og haugbúa. Áhuginn var greinilega lítill. Hann vísaði mér i eitt horn safnsins þar sem væru kirkjumun- ir. En þar reyndist ekkert vera úr þessari kirkju sem ég nefndi, hins vega fornlegur skápur, meðal ann- arra muna, sem sagður var hafa þjónað presti einum í kirkju hans sem hirsla fyrir messuvín og önn- ur sterkari. Nú spurði ég spurn- ingar sem vaknaði hafði með mér þegar ég hljóp upp á klettaborgina til að skyggnast um eftir erninum og sá þá kirkjuna Iangan veg neð- ar á nesinu og í fjarska eyjamorið á firðinum framundan. Var kirkj- an einkum ætluð eyjafólkinu, og þá fremur en hinum sem uppi á landi bjuggu? Vörðurinn sam- sinnti tilgátu minni og varð sem snöggvast næstum vingjarnlegur: kirkjan þjónaði eyjabúum ekki síður en landmönnum; eyjafólkið kom á bátum enda byggð mikil um allan Breiðafjörð. Þegar ég var strákur voru fimmtíu bæir í byggð á eyjunum. Nú er byggð í tveimur eyjum, Flatey og Hvallátrum. Árnarbæli, austanvert á nesinu, var þá ein af tíu bestu jörðum á landinu. Þar var fé ekki tekið á gjöf. Og í eyjunum gekk fé sjál- fala. Bygg lagðist af, en til siðs var að messa í kirkjunni einu sinni á ári. Og alltaf dó maður og maður sem vildi láta grafa sig í kirkju- garðinum. Þá sáu líkmenn sjálfir um grafírnar. Elínmundur, vinur minn, mældi fyrir þeim. Svo dó hann sjálfur, karlinn, en ekki fékk hann að liggja þar sem best hæfði. Þá hafði verið leyft að halda heimagrafreiti og afkom- endur Elínmundar kusu að hafa þann hátt á. Kona hans var látin, og var grafin upp og komið fyrir á sama stað. En svo var þetta bann- að aftur. Það þótti ekki gæta nógu mikillar snyrtimennsku við ffá- gang leiðanna þegar til lengdar lét. Klofningshxeppur Jarðirnar í kring, undir Klofningi, tilheyra Klofningshreppi, á mörk- um Fellstrandar og Saurbæjar. Ég er frá Ormsstöðum í Klofn- ingi. Það var farið í kaupstað, ofan nesið og á bátum yfir í Stykkishólm, eins til eins og hálfs tíma róður. En ekki beina leið. Það var krókótt á milli eyjanna. Ég þekkti þá leið. - Meðan safnvörðurinn talaði virti ég fyrir mér gamlar ljós- myndir á veggjunum og naut þess að fólkið beraði ekki tennur sínar á myndunum eins og nú er til siðs heldur var alvarlegt. Það dró ekki dul á hvað inni fyrir bjó. Safnvörðurinn hafði sigið nokk- uð í setinu frá því ég kom í sal- inn. Ég gekk til hans, dró að mér stólkoll, lúin eftir ferðalög síð- ustu dægra, og tyllti mér ffamundan honum á ská. Þögn- ina umhverfis sig rauf hann öðru hveiju með stuttu jái hvort sem hann talaði samfellt mál eða þagði. Við bræður bjuggum með móður okkar á Ormsstöð- um, sagði hann þegar ég spurði hvort hann hefði verið bóndi fyrr á árum, en þegar hún var orðin ófær tók bróðir minn við. Ég hélt til Reykjavíkur. Ég lærði þar húsasmíði. Ég vann við smíðar. Svo fór konan frá mér. Þá undi ég ekki lengur í Reykjavík heldur fór að kenna úti á landi. Ég kenndi víða um land. Ég endaði sem háttsettasti kennari á landinu. Hvar heldurðu að það hafí verið? Á Fjöllum, svaraði ég. Já, þá var búið á nokkrum bæjum á Fjöll- um. Nú einum. Þegar ég kenn- di á Reykjum í Hrútafirði, hélt hann áfram, var verið að koma þar upp byggðasafni. Þá bárust mér orð frá Kristjáni Eldjárn sem var þá þjóðminjavörður, um að ég setti saman baðstofu fyrir safnið. Hann hafði frétt að ég fékkst við smíðar. Það tók mig veturinn. Þá fékk ég hugmynd að byggðasafni í Dölunum. Eftir að ég hætti að kenna fór ég að safna munum. Nú brosti viðmælandi minn loks, og næstum strákslega. Það var ekki um að tala að ég fengi þetta borgað. Enda talaði ég ekki um það. Ég fór um sveitirnar í leit að munum. Og ég fékk að borða á bæjunum. Ég átti von á því. Ég fór þó fram á að ég fengi bensín- ið borgað. Það gekk eftir. Þetta var í lagi. Við sættumst á það. Ég safnaði mununum í bílskúr og hvar sem ég gat fengið geymslu- aðstöðu fyrir þá. Svo sáu þeir sem réðu að hér í skólanum, í kjallaranum, var laust húsrými og það var lagt undir safnið. Orðin Hann hafði týnt út úr sér orðin til þessa, blæbrigðalítið og af þunga. Orðin voru grópuð sam- an, smiðslega og af skyldurækni fyrri tíða sem tók til alls. Nú var kominn kaldhæðni í hreiminn, en þó líklega beiskjulaus. Því lík- ast sem líf hans hefði grafið sér farveg sjálft og þegar hér var komið sögu væri farvegur þess orðinn að gljúfri sem ekki festi í gróður. Ég var farinn á stjá á ný. Óðru hverju heyrði ég að baki mér óm af blælausum athuga- semdum og upphrópunum safn- varðarins: Já! - Og: Plikt! - Að standa sína plikt! Ég nálgaðist hann á ný eftir hringferð um sal- inn og hann spurði kalt: Ertu bú- inn að sjá baðstofuna? Nei, svar- aði ég. Hann ldmdi en sagði ekk- ert frekar. Ég sá nú að á fjarlæg- ari gaflinum voru litlar dyr og gekk þangað. Handan við var annar salur, þvert á hinn. Þar á vinstri hönd blasti við húsburst á gólfinu, úr timbri og blökk af vatni og vindum. Hitinn í þessum híbýlum var nærfellt óþægilegur, hann var ámóta og daginn sem ég gekk um Dagverðarnesið þótt ekki nyti sólar í salnum og myndi aldrei gera. Þegar inn kom sá ég að baðstofan var þarna öll. Hún var fyrst byggð um 1880 segir þar, og langt fram á okkar öld stóð hún í einum hinna breið- firsku dala. Svo nákvæmlega var hver fjöl felld að annarri að jafn- vel andar þeir sem þá áttu sér bólstað í þessari vistarveru hljóta að vera þarna enn í óskertri mynd ef þeir á annað borð hafa verið einhveijir. Ég steig innfyrir. Inni í baðstofunni var vefstóll, við ann- an stafninn. Ofan við höfðalag rekkju í hinum endanum voru nokkrar bækur á hillu, blakkar og formlausar af elli. Út um stafn- gluggann blasti við í gríðarstórt lýsisker á sléttu salargólfinu í raf- ljósunum og fleiri skemmu- og búrmunir. Rósóttar ábreiður voru á áberandi stuttum rekkjunum. Safnvörðurinn var tekinn að lesa reyfara á Ensku eftir Agötu Christie sem legið hafði í keltu hans meðan við töluðum saman, en lagði nú bókina frá sér þegar ég nálgaðist hann á rölti mínu og tók að tala í gegnum mig eins og áður: Nú er verið að undirbúa veislu hér uppi. Það er ættarmót og von á a.m.k. fimmtíu manns. Niðjar prests - sem hann tiltók, - héðan úr byggðarlaginu. Kannski að slæðist niður maður og mað- ur. - Ég smeygði mér út fyrir kjall- aradyrnar eftir að hafa borgað. Að baki mér óf djúp og sterk röddin sig um muni þessara lágreistu, gluggalausu salar- kynna. Skyldurækið blés hún lífi í minningar um mannlíf sem hér hafði hlotið sinn heimagrafreit: Að standa sína plikt!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.